Þjóðviljinn - 27.10.1968, Page 4

Þjóðviljinn - 27.10.1968, Page 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Sunniudaisur 27. olkitólbieir 1968. SSIP: . . Sovézkir skriðdrekar fyrir utan útvarpsstöðina í Prag. Prag, 31. ágúst, á 11. degi hernámsins. Ég dreg gæði fréttanna hjá ykkur í efa. Vestrið hugsar auð- vitað aðallega um það, hvaða á- hrif atburðirnir í Tékkóslóvakíu muni hafa á alþjóðamál, og TASS breiðir svo fjarstæðukenndar, fár- ánlegar og frumstæðar lygar út um allan heim, að mann langar til að fremja morð. Ég hef í hyggju að lýsa atburðunum ná- kvæmlega eins og þeir hafa kom- ið Tékka fyrir sjónir. Reyndar er það orðið augljóst að sann- leikur og siðferðisleg aðstoð hjálpar okkur ekki baun, en nú er það þó eina huggunin. Mun ég nú rekja atburðarásina í stuttu máli. Sem kunnugt er var Tékkó- slóvakía hernumin þegax hér ríkti mikil bjartsýni: tilraunin til að samræma sósíalismann manngild- isstefnu hreif fólk með sér, áður óþekkt frelsistilfinning fór um mann, Kommúnistaflokkurinn öðlaðist virðingu og þjóðin fylkti sér um hann á áhrifamikinn hátt, meðan á fundunum í Cierna og Bratislava stóð. Þetta var einstakt ástand í heiminum eins og hann er í dag og segja mátti, að þjóðin endurfæddist. Lítil þjóð leyfði sér að víkja úr hefðbundnum röðum í þeirri svikulu von að hún gæti Ieikið á heiminn. Dubcek er stjórnmálamaður sem lætur hjart- að hafa áhrif á aðgerðir sínar og er þannig einstæður í sinni röð. Þessvegna var hann réttur leiðtogi við þessar sérstöku aðstæður. Landið var hernumið á þrem klukkutímum aðfaranótt 21. ágúst, að nokkru leyti með skriðdrekum og brynvögnum sem komu yfir landamærin og að nokkru með fallhlífahermönnum sem tóku flugvöllinn í Prag og aðra helztu flugvelli landsins. Sem kunnugt er hefur hér í landi ekki verið gert ráð fyrir árás úr austri. For- sa’tisnefnd Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu sat einmitt á fundi um þetta leyti og undirbjó 14. þing flokksins. Eftir upplýsingum frá fyrstu hendi um ástandið í miðstjórnarbyggingunni á þessari stundu kemur fram, að Dubcek og fylgismenn hans töldu engan möguleika á árás, og hún fékk mjög á þá. Þeir höfðu ráðrúm til að semja og útvarpa, — kl. 2 um nóttina — tilkynningu um að hér væri um ofbeldisárás að ræða og skyldi hvorki herinn né al- menningur veita viðnám. Síðan þagnaði útvarpið. (Frá þeirri stundu var yfirlýsingin í sífellu endurtekin í útvarpinu í Hessen). Forsætisnefndin ákvað að bíða hernámsliðsins sem lögleg forysta Kommúnistaflokksins í byggingu miðstjórnarinnar. Skömmu síðar hertóku Rússar bygginguna, — framkvæmdastjóranum Dubcek, forsætisráðherranum, forseta þjóðþingsins og forseta Þjóðfylk- ingarinnar var ógnað með vél- byssum, þeir teknir til fanga og að lokum fluttir í flugvél eitthvað austur í Sovétríkin. Samtímis voru allir mikilvægir staðir í Prag herteknir, flugvöllurinn, skrifstof- ur forsætisráðuneytisins, Þjóð- þingið, ráðuneyti, bankar, póstur og sími, Fréttastofa Tékkósló- vakíu, útvarpið, sjónvarpið, járn- brautarstoðvar, ritstjórnarskrif- stofur allra blaðanna. Síðar voru Karlsháskólinn, Vísindaakademí- an og aðrar menntastofnanir her- teknar. Um morguninn var Prag alger- lega hernumin af skriðdrekasveit- um og fótgönguliði. Viðbrögð fólks voru öll á einn veg og fyrst voru allir sem lamaðir. Aðeins Tékknesk stúlka. sem mikil kynni hefur haft af íslandi og íslendingum og á hér marga góða vini, hefur skrifað bréf það er hér birtist. — Bréfið skrif- ar hún Íslendingum og vill með því reyna að Iýsa viðhorfum og tilfinn- ingum hins almenna Tékka, eins og hún telur sjálfa sig vera, til her- náms Varsjárbandalags- þjcðanna fimm. Af ástæðum, sem við vonum að lesendur skilji, látum við vera að birta nafn stúlkunnar. hinir ákveðnustu óvinir Sovét- ríkjanna höfðu látið sér til hugar koma sovézka árás, en það er ein af mörgum þverstæðum þessara atburða, að óvinir Sovétríkjanna voru í hverfandi minnililuta í þessu landi. Onnur þverstæða er sú, að frá árinu 1918 hefur verið efldur í landinu dýr her, á þessu tímabili hefur tvisvar verði ráðizt á land- ið og tvisvar hefur hernum ekki verið Ieyft að verjast. Sem kunn- ugt er hefur hér enginn umráð yfir vopnum nema einstaka veiði- menn, lögreglan og herinn. Af hálfu Tékka og Slóvaka var því ekki hleypt af skoti. Andspyrnan var fólgin í því, að fólk kastaði sér tómhent á skriðdrekana, stundum hentu múrarar spýtum ofan af þökum á skriðdreka sem fram hjá fóru, eða einhver málaði hakakrossinn á rússneskan skrið- dreka, sem skaut á varnarlaust fólk. Menn vörðust eingöngu með orðum. Og á þessu sviði urðu menn þeirri harmsögulegu reynslu ríkari, sem skiptir ekki eingöngu örlög þessa lands máli. Hrottaskapur skriðdrekanna er smáræði í samanburði við sljóa frummennskuna sem fólkið hitti fyrir hjá áhöfnum þeirra. Óbreytt- ir sovézkir hermenn komu til Prag án þess að vita hvert þeir voru að fara. Þetta voru þreyttir og sinnulausir strákar. Sumir sögðust hafa verið svo lengi á heræfingum, að þeir vissu alls ekki hvar þeir væru. Aðrir álitu að þeir væru í einhverju landi, sem Vestur-Þjóðverjar hefðu her- numið. Þegar liðsforingjarnir fræddu þá á því, að í Tékkóslóvak- íu væri gagnbylting og „þið hafið komið bræðraþjóðinni til hjálp- ar" rugluðust þeir aftur af því, að íbúarnir í Prag fögnuðu þeim ekki með blómum, heldur kreppt- um hnefum. Þegar þeim höfðu verið send í flýti fyrstu eintökin af Prövdu náði sljó frummennska hins vanalega býzanska sjálfsálits yfirhöndinni. Tékkar eru hinsveg- Framhald á 10. síðu. „... Villimennskan sem var sýnd dauðum hlutum hafði ekki eins djúpstæð áhrif á menn og sú villimennska sem var auðsýnd mann- legum heilum“. — Myndin er úr Literární Listy, blaði tékkneska rithöfundasambandsins. SNJÓHJÓLBARÐAR Tekknesku hjólbarðarnir eru þrautreyndir við íslenzkar aðstæður og hafa reynzt afburða vel Eftirtaldar stærðir fyrirliggjandi: 1 55— 14/4; 590— 15/4; 600/16/6. Verðið á þessum afbragðs hjólbörðum er ótrúlega hagstætt. 0 SHODR BUBIN Bolholti 4. Sími 3 28 81. 4 >

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.