Þjóðviljinn - 27.10.1968, Page 9

Þjóðviljinn - 27.10.1968, Page 9
Suimudagur 27. ofctóber 1968 — ÞJÓÐVILiJINN — SlÐA 0 Einhver þekktasti kvik- myndagerðarmaður Tékka, Milos Forman (Ástir ljós- hærðrar stúlku, Svarti Pét- ur o.fl.) hefur verið við störf í Frakkiandi um hríð. í eftirfarandi viðtali sem hér birtist í endursögn segir hann frá viðhorfum til innrásarinnar, hlutverki tékkóslóvaskra mennta- manna, list og frelsi eystra og vestra. Eg he£i unnið að því að gera kvikmynd í Frakk- landi og fer héðan til Bandaríkjanna sömu erinda. En ég býst við að geta snúið heim til Tékkóslóvakíu. Ég byggi þá von á því, að skynsemin og sann- leikurinn sé okkar megin og svo á því hve þjóð okkar er einhuga, aðra eins þjóðareiningu þekki ég ekki annarsstaðar frá og ég held að enginn fái brotið hana á bak afmr. Ég lét konu mína og börn koma til Parísar strax eftir inn- rásina af því í þann tíð var ekki gott að segja hvernig færi fyrir mínum nánustu ef komið yrði á lögregluríki í landi mínu. En þau held samt að vestrænir kommún- istar séu ekki eins barnalegir og áður, og þessir atburðir í Tékkó- slóvakíu hafa haft djúpstasð áhrif á þá. Þeir virtust áður leggja mikla áherzlu á tilfinningar: tryggðina, samheldnina, áhugann, nú hafa þeir raunsærri og raun- hæfari afstöðu. Sumir hafa aldrei hugsað um sósíalisma nema með hjartanu, þeir eru farnir að hugsa um hann með heilanum. Sjálfum mér kom innrásin að óvörum. Ég hefi átt heima í Tékkóslóvakíu alla ævi, en við höfum atldrei þekkt aðrar eins vikur og nú í sumar. Aldrei í sögu Tékkóslóvakíu hafa nokkur póli- tísk samtök átt öðrum eins stuðn- ingi að fagna og Kommúnista- flokkurinn á þessum tíma. í þessu umróti, þessari gleði og von vissu menn af ágreiningi við önn- ur ríki og höfðu nokkrar áhyggj- ur af því, en enginn gerði ráð fyrir því að þessi ágreiningur yrði settur niður með skriðdrekum. Ég óttast ekki um framtíð Tékkóslóvakíu þótt yður finnist það einkennilegt. Ég hitti fransk- an blaðamann sem hafði séð ör- væntingarfulla ungverska flótta- menn í Austurríki 1956 og furð- Milos Forman: ég vonast til að geta snúið hcim fara bráðum heim — kona mín er Ieikkona og byrjar að leika í nóvember. Mér finnst að Frakkar hafi yfir- leitt brugðizt rétt við innrásinni. Sumir þeirra voru dásamlegir. Að vísu voru til menn, sem glöddust yfir atburðunum. Þeir höfðu allt- af haldið að sósíalisminn væri eitt- hvað djöfullegt, og koma rúss- aði sig á þeim tékknesku sem hann sá þat nú: Þeir brostu, sagði hann. Af hverju? Af því að menn hafa haldið sönsum ekki glatað voninni og fyrst og fremst af því að við höfum ekki brugðizt sjálf- um okkur. ★ Tékkóslóvakískir menntamenn hafa haft miklu lilutverki að tísku Iífi okkar heldur hefur Iengi verið sjálfur kjarni sjálfstæðis- baráttu okkar. Og samstaða menntamanna af öllum hugsan- legum sviðum á sér líka forsendu í sameiginlegum óvini: ritskoðun- inni, takmörkunum á sköpun og leit. Við áttum okkur sameigin- Iegt takmark: tjáningarfrelsi. Síð- an í janúar hafa margir útlending- Fyrst varft Forman þekktur fyriv Svarta Pétur: þar er einmitt lýst hátíð, danslcik, við opinberan orðafiaum um sívaxandi hamingju manna í landinu. i andstöðu neskra skriðdreka þótti þeim staðfesting á þeirri hugmynd. Auk þess þótti þeim sýnt fram á að mannúðlegur sósíalismi gæti ekki verið til. Til voru og menn sem ekki skipta sér af pólitík og tóku til- finningaafstöðu til málanna — hjarta þeirra er eðlilega með Da- víð gegn Galíat. Verst þótti mér að ýmsir vinstri menn, kommún- istar, voru sem þrumu lostnir. Ég gegna í þeirri þróun sem átt hef- ur sér stað í landinu á síðari ár- um. Þeim hefur tekizt að túlka það, sem aðrir höfðu óljósar hug- myndir um og haft hugrekki til að notfæra sér hæfni sína. Sumir furða sig á eindreginni samstöðu menntamanna. En hún á sér tvær orsakir. Land okkar er Iítið og við höfum átt erfiða sögu; vörn fyrir tungu okkar og menn- ingu er ekki í öðru sæti í póli- ar sagt við mig: Þið gátuð gert frábærar kvikmyndir meðan á stóð ritskoðun og margskonar þrengingum — hvað verður ekki nú þegar þið getið gert það sem ykkur lystir? Ég átti erfitt með að láta þá skilja bölsýni mína. Því að frelsið færir manni nýja erfið- leika. Þið getið ekki ímyndað ykkur hve ágætur kompás nauð- ung getur verið: hún beinir þér beint að því sem segja þarf. Án þvingunar þarft þú að finna það sjálfur sem máli skiptir. ★ Ég get ekki kallað mig póli- tískan mann, en ég held það séu til góð pólitísk kerfi. Sú staðreynd að það sem við köllum „vorið í Prag" kom af stað hvílíkri end- urvakningu pólitískrar starfsemi, sem raun bar vitni, skýrist með því að okkur fannst við vera að reyna nokkuð það sem hvergi annarsstaðar hefði verið reynt: að tengja efnahagskerfi sósíalismans við sannkallað lýðræði, virðingu fyrir mannréttindum og sjá hvernig þetta færi saman. En við fengum ekki tíma til að fá svar við þeirri spurningu, við rétt gát- um byrjað. Hver og einn velti þessum mál- um fyrir sér á grundvelli persónu- legrar reynslu. Að því er kvik- myndagerðarmenn varðar, þá höfðum við ágætar efnahagslegar aðstteður til starfs. Það eina sem okkur vantaði var tjáningarfrelsi. Mér finnst það hefði átt að vera mögulegt að halda fyrri skipu- lagsformum um leið og við fengj- um það frelsi sem létti af okkur ótta. Það var mál mála í Tékkó- slóvakíu: að útrýma óttanum. Óttanum við tilveruna, við með- almennskuna, við að missa vinn- una, við að segja of mikið eða of lítið. Ég veit, að hvað sem stjórn- kerfið er þá ríkir alltaf viss spenna milli hins pólitíska sviðs og menningarsviðs. En það er alltaf tákn um vissa göfug- mennsku, styrk og traust þégar menn stjórnmála ekki einungis hlýða á gagnrýni heldur og gera sitt til að breiða hana út. ★ Það virðist fáránlegt að ríkið borgi mönnum fyrir að gagnrýna sig. En allt er undir mönnum komið, undir hégómadýrð þeirra eða stolti. Stjórnmálamenn sem geta hlustað á gagnrýni og draga af henni lærdóma styrkjast í sessi og bæta orðstír sinn. En oft er hégómaskapur þeirra sá að þeir hafna gagnrýni af skapgerðará- stæðum en ekki af grundvallar- ástæðum. Stolt og hégómadýrð ráða miklu um samskipti lista- manna og stjórnmálamanna. Þér spyrjið hvort Novotny hafi ekki fallið af því að hann gaf menntamönnum lausan tauminn, þótt í smáu væri. Nei — þvert á móti. Hér er um alllanga þróun að ræða frá því að Novotny og hans lið virtist hafa óskert vald þar til að það var orðið að ómátt- ugum minnihluta sem hlaut að láta undan réttindakröfum. Við gemm tekið dæmið af kvikmyndagerð. Fram að 1962— 63 var ómögulegt að fá leyfi til að gera kvikmynd sem ekki svar- aði nákvæmlega til opinbers mælikvarða. Stjórnarvöldin höfðu sína menn allstaðar og nógu sterka til að loka fyrir allt seni þeim líkaði ekki. En smám saman fækkaði þeim og það dró úr valdi þeirra. Það voru ekki lengur til nógir tryggir Novotnymenn til að lesa kvikmyndahandrit, taka á- kvarðanir gegn þeim og fylgja þeim eftir. Einnig í miðstjórn kommúnistaflokksins var valda- liðið orðið of fámennt til að sinna slíkum málum og menn tóku smátt og smátt að gera myndir eins og þeim bezt sýnist. En þegar myndir voru fullgerðar varð að sýna þær ráðherrum, kvikmynda- eftirlitsmönnum, og í þeim hópi voru nokkrir sem gátu komið á banni. Þannig kom það út sem' ríkið hefði leyft gerð vissra mynda, borgað kostnað af þeim og síðan bannað að dreifa þeim. Fyrst gat slíkt bann verið algert, síðan var það takmarkað við út- flutning, en síðar við þátttöku þessara kvikmynda í kvikmynda- Framhald á 11. síðu. Mesta frægð hlaut Forman fyrir Ástir Ijóshærðvar stúlku — þar þótti m.a. óvanalcga tekið á ástamálum, í því samhandi segir For- man: Ég held við séum nú farnir að taka réttum tökum kynlífið, án þcss að spckúlera mcð það eins og gcrt er á Vesturlöndum. t

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.