Þjóðviljinn - 10.11.1968, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.11.1968, Blaðsíða 1
Alþýðubandalagsmenn í Reykjaneskjördœmi. Munið fundinn í Kópavogi í dag kl. 15,00 Sunnudagur lO.nóvember 1968 — 33. árgangur — 244. tölublað. Alþýðubandalagið efnir í das kl. 15 til almenns fundar fyrir Reykjaneskjördæmi í Félagsheim- ili Kópavogs, uppi, og verður hinn nýstofnaði stjórnmálaflokk- ur þar kynntur og ennfremur rætt um ástand og horfur íefna- hagsmálum og atvinnumálum þjóðarinnar. Fundurinn hefst með því að Gáls Guðnvundsson alllþiinigisimað- ur flytur áviarpsorð. Þá talar Adda Bára Sigfúsdóttir, varafor- maður Alþýðubandaiaigsins uim nýafstaðinn landsfund. Guðjtón Gils Guðmundsson Jónsson ritari Alþýðusambands- ins og fonmaður Féilags járniðn.- aðarmainna tala um hoi*fur í at- vinniu-- og kjaramálum. Loks tal- ar Lúðvík Jósepsson alþingis- maður og svarar spumingunni: Hvað er að gerast í efn ahagsmái- unum? Fúndur þessi er4 annar í röð- inni af fundum sem Alþýðu- bandalagið eflndr til á næstunni víðs vegar um land til þess að kynna hinn nýja stjórmtmálafllokk og stefniumál hans. Eru Ailþýðu- bandalagsmenn hvattir til ad fjölmenna á flundi þessa. Gengislækkun á morgun? Viðrœðum stjórnmólaflokkanna lauk í gœr Fullvíst má telja að fjórða viðreisnargengis lækkunin díynji yfir alveg á næstunni, jafnvel á morgun. Voru stjórnarflokkarnir á miklum fundum um helgina og jafnframt var búizt við fundi í bankaráði Seðlabankans, en bann hefur sem kunnugt er einhliða vald til gengis- lækkunar. Stuttur fundur var í viðræðunefnd stjórnmálaflokkanna á laugardag, og lauk með því að gefin var út yfirlýsing um að viðræ ðunum væri lokið. Viðræðum þeim sem staðið hafa yfir milli stjórnmálaflokkanna síðan í haust lauk í gær. Stóð síðasti fundur tæpa klukkustupd en að honum loknum var gefin út svohljóðandi fréttatilkynning: ' ,Viðræður þær, sem að undanförnu hafa staðið yfir á milli fulltrúa stjórnmálaflokk- ft anna, hafa ekki borið þann árangur að sam- komulag hafi náðst, og er þeim nú lokið. Flokkarnir munu hver um sig gera grein fyrir afstöðu sinni til mála, eftir því sem til- éfni gefst, enda munu málin lögð fyrir Al- þingi næstu daga“. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna vildu ekkert frekar um þessi málalok segja í gær, en búizt Var Ingólfur Jónsson meÓalgöngumaður? Önnur viðskipti Landsímans og Sjálf- stæðisflokksins? ■ Það er víðar en í Reykja- víik sem dularfull viðskipti eiga sér stað milli póst- og símamálastjómarinnar ann- ars vegar og Sjálfstæðis- flókksins hins vegar. Fyrir nokkru kom póst- og síma- málastjórnin sér upp nýju húsi á Selfossi og flutti starf- semi sína í það á síðasta ári. Eldra húsið samrýmdist ekki skipulagi bæjarins, og af þeim ástæðum vildi hreppur- inn komast yfir það; sneri oddvitinn sértil póst- og síma- málastjóra og óskaði eftir kaupum á húsinu og var þeirri málaleitan vel tekið í fyrstu. Síðan var húsið auglýst til sölu, og ítrekaði oddvitinn þá enn málaleitan sína. ■ Nú er hins vegar kom- ið í ljós að annar aðili átti greiðari aðgang að póst- og símamálastjórninni en Selfosshreppur. Húsið er nú komið í hendur nýs eiganda: Fulltrúaráðs S jálf stæðisflokksins! ■ Fróðlegt væri að fá vitn' eskju um þessi viðskipti frá ráðamönnum pósts og síma, frétta um verð og aðra mála- vexti. Einnig væri forvitni- legt að frétta. hvort Ingólfur Jónsson ráðherra hefur einn' iíj í þessu máli hagnýtt þá á- k'jósanlegu aðstöðu að veúa í senn seljandi og kaupandi. var við að fjallað yrði um viðræðurnar á fund- um á þingi á morgun. Skömmu eftir að fundum viðræðunefndar- innar lauk hófust aðrir fundir í alþingishúsinu, þingflokksfundur hjá Sjálfstæðisflokknum og miðstjórnarfundur hjá Alþýðuflokknum. Mun ætlunin hafa verið að leggja þar fyrir til end- anlegrar ákvörðunar niðurstöðurnar af samn- ingamakki stjórnarflokkanna að undanförnu. Hafa þeir samningar verið langvinnir og næsta erfiðir og veruleg andstaða gegn stefnu ráð- herranna bæði innan Alþýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins. Allar horfur voru þó taldar á því í gær að niðurstöðurnar yrðu samþykktar af báðum aðilum. Hafi stjórnarflokkarnir náð endanlegu samkomulagi var talið líklegt að bankaráð Seðlabankans yrði kallað saman á fund í dag til þess að taka ákvörðun um stórfellda geng- islækkun, og var jafnvel búizt við að hún kæmi til framkvæmda þegar á morgun, en jafnframt yrðu lögð fyrir alþingi frumvörp í tengslum við hana. Mikið hefur verið rætt um hina fyrirhug- uðu gengislækkun að undanfömu. Telja margir að hún muni jafngilda 50—60% hækkun á erlendum gjaldeyri — að dollar- inn komist upp í tæpar hundrað krónur! Inn í þá tölu yrði þá felldur 20% gjaldeyris- skatturinn sem þegar er kominn til fram- kvæmda. Búizt er við að ætlun stjórnarflokk- anna sé sú að ákveða með lögum að kaup megi ekki hækka af völdum þessara ráðstaf- ana, og jafnframt mun fyrirhugað að afla- hlutur sjómanna verði skertur með lagaboði. ASÍ hvetur til uppsagnar á kjarasamningum - vegna hins ófrygga ásfands i efnahagsmálum □ Á fimmtudagskvöld samþykkti miðstjórn A.S.Í. að fara fram á það við sambandsfélögin, að þau- segðu upp samningum vegna hins ó- trygga ástands í efnahagsmálum enda eru efna- hagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar væntanlegar núna eftir helgi. □ Þing A.S.Í. verður haldið síðar í þessum mánuði og er talið æskilegt, að félögin hafi los- að um samninga áður en forustumenn félaganna mæta á áðurnefndu þingi. □ Þá hafði Þjóðviljinn samband við Jón Sig- urðsson, formann Sjómannasambands íslands í gær og kvað hann Sjómannasambandið hafa sagt upp síldveiðisamningum og samkomulagi um söltunarlaun. □ Var það gert fyrir mánaðamót og er upp- sögnin þannig stíluð á áramót — munu síld- veiðisamningarnir þá renna út. □ Hins vegar hefur hinum almennu bátakjara- samningum ennþá ekki verið sagt upp, sagði Jón — verður að gera það með tveggja mánaða fyrirvara eins og uppsögn á síldveiðisamningum. MUNIÐ að Happdrætti Þjóðviljans 1968 er nú hafíð!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.