Þjóðviljinn - 12.11.1968, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 12.11.1968, Qupperneq 7
Þriðjudagur 12. miávember 1968 — í>JÚÐVIL«JINN — SÍ£>A Leikfélag Reykjavíkur: Yvonne Búrgúndarprínsessa eftir WITOLD GOMBROWICZ Leikstjori: SVEINN EINARSSON '~rs£3 Svo msela fróðir menin að Pólverjmn Wiitold Gombrow- icz sé eitt af fremstu skáldum okkar tíma, maður hiálfsjötugur að aldri og jiafnvigur á sögur og sjónieiki; hooum hefur ver- ið margur sómi sýndur, komið mjög til greina við veitingu Nóbelsverðliauna, og áhrif h-ans á aðra nýtízka höfundia eiga eflaust eftir að eflasit og stækka er stumdir líða. Gombrowicz hefur dvalizt fj-arri ættjörðu sdnni ailt frá því að nazistar réðust á Pólland árið 1939 og urðu valdir að djöf- ullegasta hildarleik allrar sögu. Lengi var furðuhljótt um nafn hams, það er fyrst á síðasta áratugnum sem orðstír bans hefur að verulegu marki borizt um heiminn. Nærtækt dæmi verður að nefna: „Yvonne“ sem Leikfélag Reykjavíkur frum- sýndi á miðvikudaigsikvöid var samið og gefið út árið 1935, en ekki sýnt á sviði fyrr en tutt- ugu og tveimur árum síðar og þá í föðurlandi skáldsins. Áhrif Gombrowicz á yngiri leikskáld Pólverja munu deginum ljósari, meðal anmarra Slawomir Mrozek sem nýlega hefur ver- ið kynmtur íslendingum. Witold Gombrowicz er mikið og frumlegt skáld, 'merkilegur og sérstæðuir hugsuður og spekimgur að allra dómi. Sam- kvæmt skoðun ha-ns er maður- inn aldrei einn, eins og Tbor Vilhjálmsson segir í greinar- góðu yfirliti um skáldskap hams í leiikskránmii, ástamdið, andstæðumar skapa hinn edri- stafca mann nauðugan viljug- an og um valfrelsi í rauninni álls efcki að ræða; sjálfsvera okkar býr í öðrum hvort sem við viljum eða ekki. Vafalaust birtast ýmsar meginhugsanir skáidsins í „Yvonne“, þótt okk- ur flestum sé næsta torvelt að skilja. Annars æffla ég mér sízt af öllu að reyn.a að skýra frá boðskap og speki hins torráðna höfundar, til þess skortir miig allan skilninig og þekkimgu. „Yvonne" ber greinileg merki fjarstæðu, fárámleika og fram- úrstefnu, en á það má minma að Gombrowicz kom frarn ail- löngu á undan Beckett og Ion- esco, þeim frægu mönnum, en er raunar ólíkur þeim á miarg- am hátt. Söguhetjur bans eru lítt mannlegar og ekki raun- verulegar, þær eru sumar á- þekkar s'krípamyndum eða leik- brúðum og mega þó kallast imanngerðir með vissum haettí, og í venjulegum skilningj ekki um sálfræðdleigar lýsdmgar að ræða; en leikritið hugtækt, á- hrifamikið og gætt anmarlegu lífi. Þessi undarlega saiga á að ger- ast í mdðaíldaríkimu Búrgúnd, en er algerlega óháð stað og stundu, þar er öfflega getið mý- tízikra fyrirbrigða ofckar daga, og sú aðferð mjög i anda verksins. Við erum stödd í höll konungs, og öllu óhugðnæm-airi hirð höfum við tæpast kynnzt áður, og þetta fólk veit bók- staflega ekkert hvað það á að taka sér fyrir hendur. Pyrir augu þess ber ófríða, dauð- hrædda, kauðalega og klunrna- lega alþýðustúlku, það er Yvonne sem orðið hefur að þola slíka niðurlægingu, háð og spé að hún þorir ekki að mæla orð af vörum, v.rðist sinnulaus með öllu. Erfðaprinsinn glæsilegi sér hama og gerir á stumdinni að heitmey sinni; hann er upp- reisnargjam og þrjózkur og vill brjóta allar hefðbundnar venj- ur, eflaust ósvikið afsprengi okkar daga. Yvonne er jafnsljó og ótæk sem áður, en fær emgu að síður einkenmilegt vaid yfir höfðimgjunum, minndr þá ó- þyrmilega á eigin afbrot eða galla, og loks geta þeir ekkj þol- að að hún lifi inman h-allar eða utan. Kómgshjónin, hirðstjórinn og loks prinsinn sjálfur ókveða að direpa hania, rauniar af ólíkum ástæðum, hinn galsafengni skopleikur snýst í harmledk að lokum; „leikhús grimmdarinn- ar“ kemur manni í buga. Prins- inn kann að minma á Hamlet sjálfam í upphafj leiksins, þó Yvonme sé að vísu eins gagn- ger andstæða Ofelíu sem verða má, og drottndngin á vissri stundu á lafði Macbeth eða for- ymju úr grískum sorgarleik; en það skiptir litlu máli að mínu vití. Sveinn Eimarssan segir í for- mólsorðum í leikskrá að líta megi á „Yvonne" sem dæmi- sögu sem túlka megi með ýmsu mótí og eru víst áreiðanlega orð að sörmu. En það sem okkur flestum kemur sennilega fyrst í huga er félagsieg ádeil-a: óhugnanleg meðferð valds- mamnamna á smælimgjunum, þeim hrjáðu og smáu; en al- þjóðamál geta líka legið nærri: hafa stórveldin efcki frá aida- öðli leikið sér að smáþjóðum eims og köttur að mús, beitt þau skefjalausu ofbeldd, gengið af þeim dauðum? Það eru auð- vitað miargir aðrir fletir á þessu fjarstæðukenmda verki, um það verður hver og ednn að dæma. „Yvunne“ er torleikið verk og kröfuhart á alla lund, og verður strax að tafca það fram að fullorðnir og sviðsvanir leik- endur eru í miklum mimnihluta; hér þairf hiæfari leikflokk og ruumar fjölmemnari; jafnvel meira olbogarúm. Sum . atriðin, einkum um miðbik leiksins urðu Of sviplítil, innantióm og lang- dregdn, einkum þegar unga fólk- ið var eitt á sviðimu. Það er auðvitað hlutverk Leikfélagsins að þroska hina ynigri leikendur, veita þeim tækifæri, en þeir ættu að hljóta viðfamgsefni við sitt hæfi. Þrátt fyrir það tókst sýnimgin vornum framar, og ekki fæ ég ammað séð en sviðsetnimg og leikstjórn Sveins Einarssanar sé smékkvís. skilningsgóð og vel unnin þegar á heildina er litið;. hann sparar hvergi hin sterku og fjarstæðukenndu leikbrögð, er fáránledki og framúrstefna skáldsims efst í hiugia. Búningar og leiktjöld skipta miklu máli, og þar er samnarlega um margar og ólíkar leiðir að velja. Bún- ingamdr eru verk Únu. Collins og það siðasta sem hún vinnur á landi hér að sinnd. Hún hefur tekið þann bostinn að líkja eft- ir spilamyndium, kómgur, drottn- ing, gosi — en li'tisterkari bún- inga hef ég aldrei séð á sviði, þeir eru reyndiar allir svartír ó bakinu. En ekki nóg með það, Þórunn Sigurðaxdóttlr í hlutverki Yvonne. Konungshjónin í Búrgúnd, Jón Sigurbjömsson sem tlbú kóngur og Sigríður Hagalín í hlutverki drottningar ásamt hirðfóiki. « hið drambsama fyriirfólk ber annaðhvort vemjulega strigaskó eða íslenzka sauðskinnsskó, og frænkumar tvær skotthúfur; og þykir mér uppátæki það allvel við eiga. Stílhreán leifctjöld Steinþórs Sigurðssomar em svart-hvít og alger andstæða hinrna litsterku klæða; en mynda skemtilegt samræmi. Þar er um fjölmargar myndir að ræða, stæídar eftír ýmsum verkum fomum og gerðar af æmu list- femgi; en sífellda tilfærslu þeirra fyrir opnum' t.jöldum kann ég ekki að meta. Um þýð- imgu Meignúsar Jónsson'ar er mér ofraun að ræða, mér virð- ist málið viða hnittilegt en ekki hnölkralaust með öllu. Fróðlegt væri þeim sem skilja pólsku að kynmast svonefndum skáldskap drottn.in:garinmar á frummálinu. Yvonne er aðalpersónia leiks- ins og f alin umgri og lítt reyndri leikkonu, Þómnmi Sigurðardótt- ur, en hin sljóa og ófriða stúlka á að drottna yfir sviðinu. Það er raunar hægara sagt en igert og áreiðanlega ekki á anmarra færi em hinrna snjöllustu ledk- kvenna — Yvonne mælir aldrei orð af vörum nema „jáhá“ einu sinni, og athyglin beindst að sjálfsögðu mjö'g að þeim sem talar, ekki himum sem þegir þunnu hljóði. Leikstjórinm ger- ir hana ekki að þeirri forljótu herfu sem hún er í augum hirð- fólksins, og réttilega að mánum dómi. Þórunn er mianmleg á sdnn t> bátt og vimmur samúcí' áhorfenda og það er mest um vert. Lát- bragðsleikur hennar er aUrar æru verður, svipbrigðin tala oft- ast skýru rmáli, birta sinmuleysi Yvonne, ást á prinsinum, geiig- vænlegan ótta. En svo sérstætt og eimihæft er hkitverkið að ekki verður miiklu spáð um framtíð leikkonunmar af þessii eimn afreki. Filippus prlns er næstmest hlutverkanna og falið Borgari Garðairssynd. Hann leikur að vísu af æmum þrótti, sn.ar í hireyfimgum og eldsnöggur að skipta skapi. En framsögn hans er bóta vant og útlitið ekki við hæfi, prinsinn á eflaust að vera fyrirmannlegri og túlkun hans innitegiri og sitærri í sniðum. ES seigja má að eimhver led'k- endanma beri sýninguna uppi er það Jón Sigurbjömsson kóng- ur í Búrgúnd, stórkostlegur í sjón og orðsvörum. heimskur hrotti og ruddi og sópar veru- lega að honum, ósvi'kin háðs- mynd í anda verksins — og mimnir eflaust á Úbú konung sem höfiundiur fáránleikans Al- fred du Jarry skóp endur fyrir lönigu og við eigum sjálfsagt að fá að kynnast fyrr eða síð- ar. Hrossahlátur og kynlegar rokur þessa barbara, afkára- legt og hlægilegt gömgulag hans og allir tílburðir hljóta að geym- ast í mimmum; öll ber túlkunin greinilegt vitni um mergjaða kímnigáfu mikilhæfs leikara. Við hlið hans stendur drottn- ingim Sigríður Hagialín, seyrð á svip og búin ágætu gervi, fram- sögnin skýr og stiedk og kraft- ur í öllum athöfnum. En því miður er leikur hennar ekki nærri ems fymdinn og ætíazt er til, hvað sem veldur. Þá á hirð'stjórinn og hirðsnákurinn Jón Aðils æmum skyldum að gegnia, en ledkur hans mim hljóðlátari en himma. Engu siður er túlkun hans hnitmiðuð og ísmeygilega skemmtileg á hverju sem gengur; albeztur er hann ef til vill þegar hann tal- a.r um þá geigvæmlegu hættu sem mönnum stafi af ljótum konum; og undirhyggj.a hans og lævísi láta aldrei að sér hæða. Af öðrum og minmi hlutverk- um ber fyrst að geta ísabellu sem gerist umnusta prinsins. Helga Jónsdóttír er alger nýliði. lagleg og lipur, raddgöð, og augnaráðið vert allrar athygli; og allvel tekst henni að lýsa ástleitni lsaibellu, hinnar frama- gjömu hirðmeyjar. Ég fæ ekki annað séð en þessd frumraium hdnnar komungu leikkomu gefi góðar vonir. Pétur Einarssom og Sigurður Karlsson eru vinir prinsins, hláturmildir og fjör- miklir báðir tveir, en Pétur fremri í öllu; Sigurður þykir mér of viðvaningslegur enn sem komið er. Frænkunum tveim bregður aðeins fyrir, en er prýðilega borgið í öruggum höndum Emilíu Jónasdóttur og Þóru Borg. Það var óspart hleg- ið að gífurlegu stami Kjartans Ragnarssonar, en hinn umgi leik- ari náði samt ekki nærri öllu sem ætlazt er til. Daníel Willi- amsson var lítilfjörlegur betl- ari, en stórum betri sem hirð- maðurinn forvitní sem alltaf stendur á hieri þeglar vtenst gegnir. Guðmundur Erlendsson og Jón Hjartarson fara með ör- lítil hlutverk og ekki yfir þeim að kvarfca. Meira kvað að hirð- meyjunum tveim, Hrafnhildi Guðmundsdóttur og Helgu Kristínu Hjörvar. Þær hafa fátt leitkið áður, en útiitíð glæsi- legt og við hæfi, ærslafemgnar og skapbráðar og gerðu skyldu sína. Sýninigin er göllum búim, og skoðanir leikgesta eflaust skipt- ar; em mikið var Megið og óspart klappað að lokum. Stórskáldið Witold Gombrowicz er áður ó- kunmur á lamdi hér; við geng- um út úr leikhúsinu fióðari em áður og reynslunni ríkari. A. Hj. Fulltrúafundur Samábyrgðar með bátaábyrgðarfélgunum Daigama 25. og 26. október s.l. hé.t Samábyrgð íslands á ffiski- skipum fiund hér í Reykjavik með fiuMtrúum bátaábyrgðarfélaga þeirra sem endurtryggja hjá Samábyrgðinni. Auk stjómar og framkvæmda- stjóra Samábyrgðarinnar voru mættir á fundinum fulltrúar frá öllum bátaábyrgðarfélögum á landinu, en þau eru þessi: Vélbátaábyrgðarféliagið Grótta, Reykjavík, Vélbátaábyrgðarfélag Akumesámga, Akranesi, Báta- tryggimg Bredðafjarðar, Stykkis- hólmi, Vélbátaábyrgðarfélag ís- firðinga, ísafirði, Vélbátatrygging Eyjafjarðar, Akureyri, Skipa- tryggimg Austfjarða, Neskaup- stað, Bátaábyrgðarfélag Vest- mammaeyjaw Vestmamnaeyjum, Vélbátaábyrgðarfélagdð Hekla, Stokkseyri, Vélbátatrygging Reykjaness, Keflavík. Á fúndinum fluttu þessir er- indi: K. Guðmundur Guðmunds- son, tryggingafræðingur: Um end- urtryggingar. Jón E. Þorláksson, tryggingafræðingur: Um Trygg- ingasjóð fiskiskipa; Þórir Bergs- son, tryggingafræðingur: Um slysa- og ábyrgðartryggingar sjó- manma; Matthias Bjamasom ai- þin'gdsmaður: Um Samábyrgð ís- lamds á fiskiskipum og bátaá- byrgðarfélögim. Á fumdimum voru rædd ýmis mál varðandi vátryggingar fiski- skipa svo sem tjónavamir, örygg- iseftirlit, eftirlit með tjónavið- gerðum og önmur mál er varða starfsemi bátaábyrgðarfél aganna og Samábyrgðarinmar og margar ályktamir gerðar. Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.