Þjóðviljinn - 21.11.1968, Síða 8

Þjóðviljinn - 21.11.1968, Síða 8
0 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 21. nóvemlber 1968. MARIA LANG ÓKU MAÐ N U NUGUR R 25 — Já . . . það er það undarlega Hún er alls ekki hér. Stundum sé ég hana halda um byssuna, en hún er aldrei hér inni um leið og hinn maðurinn. Og það ... kemur ekki heim við það sem Bjöm Eiríkur sá. — Nei. — Christer er hrana- legur. — En það kemur þeim mun betur heim við tilgátur mínair, sem eru smáim saman að verða til. Hvað segir þú, Einsi? Þú hefur lært sálarfræði. — Ég gizka á að herra Höik hafi tvívegis raknað úr roti sínu og það séu tvær mismunandi sýnir sem um er að ræða. — En hver var maðurinn þá? segir Lage og rödd hans er þrungin spennu. — Hver var það? — Mér þykir það leitit, en ég veit það ekki. Olíulampinn stóð á eldavélinni og þaðan sem ég lá gat ég aðeins séð neðri hlut- ann af honum. Hatfi spenna verið í rödd Lages, þá leggur Christer nú niður hörk- una, og rödd hans verður fúrðu mild. — Hver maðurinn var? Maður- inn sem skaut Róbert Olsson? Viltu að ég segi þér það? Eða eigum við fyrst um sinn að láta okkur nægja að segja, að það var annaðhvort þú sjálfur — eða faðir Róberts. Hann gefur hvorugtum þeirra tækifæri til að andmæla, heldur beinir Ijóskeilunni að eldstónni með óbreinum múrnum, sem eitt sinn var hvítkalkaður, og ryðg- aðri og skakkri bökunarofns- lokunni. Með undaríegum ótta í hiuiga tek ég eftir því að hann slkeytir nú ekki um forstjóratit- ilinn, sem hann hefur annars notað samvizkusamlega þegar hann hefur ávarpað eiganda litlu sögunnairmyllunnar á Sólvangi. HÁRGREIÐSLAN Hárgnreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31 - Simi 42240 Hárgreiðsla — Snyrtingar Snyrtivörur. Fegrunarsérfræðingur á staðnum. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav 18. III. hæð (lyfta) Síml 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968 — Þér eruð illa staddur, Man- freð Olsson. Þér haifið enga fjar- vistarsönnun fyrir hvorugt morð- kvöldið; þér eruð mikill skap- ofsamaður og rifuzt jafn mikið og oft við Erland Hök út af þessum skitnu skógarhöggsmál- um eins og Róbert sonur yðar. Konan yðar, sem er óvenjulega skynsöm kona, hefur í fimmtán ár haft áhyggjur af því sem hún óttaðist, að gerzt hefði hér í kofanum. Áflogum sem þér köstuðuð yður út í, blindaður af ofsa og tryllingi, byssa innan seilingar, skot sem átti að koma syni yðar til hjálpar, lenti fyrir óhappatilviljun í honum sjálfum en ekki f sameiginlegum and- stæðingi. Og þó er það ekki fyrst og fremst þetta sem er þyngst á metunum gegn yður. Mögur mannveran á eldstónni titrar svt> mjög, að ömuriegt er á að horfa. Munnurinn með gúlum tönnunum er galopinn. — Það sem er þyngst á met- unum — vitið þér hvað það er? Jú, það er sú staðreynd, að þér eruð sá eini sem Agnes hefði af fúsum vilja hylmað yfir með, jafnvel þótt hún yrði að fórna ást sinni til Eríands Hök. Mér hefur skilizt að hún hafi ekki verið svo yfir sig hrifin af Lage Lindvall, að hún hefði gert það sama hans vegna ... Eða hvað? Viðbótin kemur eins og svipu- högg, og Lage sem birtist í ljós- keilu Einars kippist við, rétt eins og hann hefði fengið raun- verulegt högg. — N — nei, staimar hann. — Hún hafði engan áhuga á mér. Ég dugði sem vikadrengur, en aldrei sem neitt annað. — Og samt giftist hún bér! — J — já. En það var seinna. — Satt segirðu. Það var seinna. Þegar þú varst búinn að ryðja Hök úr vegi. Þú eltir Róbert hingað uppeftir og þú komst hingað í álflogunum miðium, ein- mitt þegar Agnes var hlaupin á brott til að sækja hjálp. Þú greipst tækifærið til að senda sköt í gegnum keppinaut þinn, sennilega meðan hann lá með- vitundariaus á gólfinu, en Ró- bert reyndi að hindra þig þrátt fyrir ölæðið, og svo lenti skotið í honum. Þannig gekk það fyrir sig. ... Var ekki svo? — Þú ... þú ert ekki með réttu ráði. Heyrðirðu ekki að Bjöm Eiríkur sagði að það hefði veri Agnes sem — — Jú, ég heyrði það, og ég skil betur t>g betur hve útsmog- inn þú varst. Þú laumaðist út þegar þú heyrðir Asnesi koma til baíka — hún hafði aldrei farið alla leið niður í þorpið — og lézt hana eina um að upp- götva bróður sinn látinn og byss- una. ... Hún tekiuir hana upp í grandaleysi til að aithuga hana. og þá grípur herra Lindvall tækifærið til að koma inn í ann- að sinn og hræða hana enn meir, svo hrædd sem hún var fyrir: „Guð minn góður, Agnes, hvað hefúrðu gert? Þú verður dæmd fyrir dráp, við verðum að gera eitthvað til að bjarga þér, ég sfoall þurrka fingralförin þín burt og svo setjum við byssuna í hend- umar á Eriand, — en flýttu þér, flýttu þér, lögreglan getur kom- ið.“ Og svo lofarðu upp á æru og trú af einskærri fómfýsi að standa með henni og styrkja hana með vitnisburði þínum, þótt það sé í rauninni hún sem í ringlun sinni lætur blekkjast til að styðja þig. Og þar sem hún gerir sér í huigiariund að það sé Eriand sem hafi hleypt skot- inu af, telur hún sjálfri sér trú um að hugmynd þín sé hin eina rétta; hún firri hana allri sök og komi efcki niður á neinum sem saklaus er; en undir niðri er henni mikið á móti skapi að bera ljúgvitni og tortryggja þann sem hún elskar. — Það var þetta sem hún átti við. — Ég gríp fram í fyrir honum með ákefð. — Erland, manstu það ekki? Á Jónsmessu- kvöld þegar hún kom þjótandi upp í þorpið sagði hún við þig; „Það var mér að kenna. Ég vildi það aldrei." En hún fékk aldrei að ljúka méli sínu, því að Lage kom æðandi eins oig óður maður og dró hana burt með sér. Erland kinkar kolli. — Það var þegar ég komst að þvf að hún hefði gifzt þessurn feita, ógeðfellda náunga, sem hún hafði alltaf fyrirlitið, að ég fékk mínar fyrstu grunsemdir. Höifðu þau verið í einhverju slagtogi meðan á réttarhöldunum stóð? Hafði hann eitthvert tangarhald á henni? Það var ekki að undra, þótt hann yrði logandi hræddur þegar ég birtist hér á ný: hug- laus hefur hann alltaf verið, lít- ið bara á hann núna! Og svo kom Christer Wijk, og þá neydd- ist hann til að þagga niður í henni líka, áður en hún segði mér eða honum sannleikann. Feitlagið, freknótt andlitið er löðursveitt, og hann öskrar í upp- námi: — Þú lýgur, skepnan þín. Þú lýgur til að bjarga sjálfum bér. Þú myrtir hana. Það var til þess sem þú komst hingað aftur. Þú myrtir hana vegna þess að bún sveik þig og valdi mig í staðinn. — Nei, segir Christer kuldalega. — Hvorki Manfreð Olsson né Erland Hök, sem báða var hægt að setja í samband við námu- mannsöxina, hefðu skilið hana eftir á svo áberandi há'tt á morð- staðnum. En þú gerðir þér i hug- arlund að sama bragðið og hafði lánazt svo vel í fyrra skintið, myndi enn á ný verða Eriand Hök að falli: bað bragð að nota morðvopn sem var í hanis eigu og fannst hiá honum, vopn sem hafði verið burrkað vandlega til að fjarlægja bín eigin finit?raför. Og bað varst bú sem laugst, fhjill- ákaft og óundirbúið að bessu sinni. Um bað hvemig öxin hefði horfið úr stofunni á Sól- vangi. Um það hvemig þú hefðir eyfct fcvöldinu við Ormaitjöm. Um það að Agnes og Hök hefðu ákveðið með sér steifnumót. Allt- af stóðu orð þín gegn orðum hans. En svo kom Lydia og gerði að enigu fiullyrðingar þínar um stefnumótið, og þá lézbu sem þig hefði misminnt. — Mér skildist endilega að þau hefðu ákveðið stefnumót. — Alla getur misminnt um smiámuni. — Nú lýgurðu enn og lýgur á skelfilega heimskulegan hátt. 1 þínum augum voru það enigir smámunir að eiginkona þín skyldi fara að heiman til að leita uppi hinn gamla elskhuga sinn. Og það er efcki sériega langt síðan þú stærðir þig af þvf að hafa óbrigðult minni. En það er reyndar auðveldara að muna eftir setnimgu, sem maður hefur sjálfur spunnið upp. — „Komdu efcki nær, annars af- greiði ég þig líka.“ Hvernig í ósköpunum þú hefur getað feng- ið heilan héraðsdóm til að gleypa við þvi að Erland Hök hafi látið þetta út úr sér þama í eldhús- hominu, er mér hulin ráðgáta. Hök tekur ekki svonia til orða, en sjálfur talarðu urn að af- greiða alla skapaða hluti. Brún hundsauisun í Lage eru flöktandi í Ijósgeisíanum. — Þetta er ekki annað en kjaftæði. Þú hefur engar sann- anir fyrir því að ég hafi af ... að ég hafi myrt Agnesi, og þú getur aldrei komizt að því hvort það var ég eða Manfreð eða Agnes eða kannski Erland Hök sem skaut Róbert Hann er í senn yfiriætisfullur oíl óviss; fyrirlitningarfúllur og skelfdur. En yfiriætið og fyrir- litningin verða yfirsterkari, beg- ar Christer viðurkennir rólega: — Nei. Ég hef engar sannanir. Þá réfctir hann úr bungum skrokknum, lítur hatursaugum í áttina til Erlands og segir: — Jæja, hvað um bað? Til hvers erum við þá að hanga hér? Komdu Manfreð, við skul- um afchuga hvert paþbi hefur fairið. — Þú þarft ekki að fara langt, segir Christer og rödd hans er einkennileg. — Ég hef að vfau emgar sann- anir, en ég hef vitni. Vitni sem aldrei hefur verið yfirheyrt, en hefur samt skýrt ofckur frá ýmsu. Vitni, Lage, sem þú skalt ekki vanmeta, þvf að hann er álls staðar nálægur þar sem eitt- hvað gerisit og hann hetfur sjón og heym og skynsemi f bezta lagi. Og án þess að hækka róminn bætir hann við: RAZNOIMPORT, MOSKVA RUSSNESKI HJOLBAROINN ENDIST Hafa enzt 70.000 Km aKstur samkvæmt vottorðl atvinnubllstjðra Fæst hjá flesfum Hjölbaröasölum á landinu Hvergi lægra verð ^ SÍMI 1-7373 TRADING CO. HF. I CHERUV BLOSSOM-skóáburðnr: Glansar lielur. endist betnr SKOTTA — Sennilega æíti ég ekki að tala svona mikið um sjálfa mig. Getur Þtí ekki talað um mig svolitla stund? Terylenebuxur á drengi frá kr. 480.00. Terylene-flauelsbuxur drengja -— Telpuúlpur — Gallabuxur — Peysur. Siggabúð Skólavörðustíg 20. VÉLALEIGA Símonar Símonarsonar. — Sími 33544. Önnumst múrbrot og flesta loftpressuvinnu. — Einnig skurðgröft. Athugið Geri gamlar hurðir sem nýjar. Kem á staðinn og gef upp kostnaðaráætlun án endurgjalds. Ber einnig á nýjar hurðir og nýlegar. Sími 3-68-57. LEIKFANGALAND VELTUSUNDI 1 kynnir nýja verzlun — LEIKF AN G AK J ÖRBÚÐ. Gjörið svo vel að reyna viðskiptin. LEIKFANGALAND Veltusundi 1 — Sími 18722. Ódýrust í FÍFU Ulpur 4F Peysur * Terylenebuxur ** Molskinns- buxur ^ Stretchbuxur. Regnkápur og regngallar. — Póstsendum hvert á land sem er Verzlunin FÍFA Laugavegi 99 (inngangur frá Snorrabraut). Skolphreinsun og viðgerðir Losum stíflur úr niðurfallsrörum, vöskum og böð- um með loft- og vatnsskotum. — Niðursetning á brunnum og fleira. SÓTTHREINSUM að verki loknu með lyktarlausu hreinsunarefni. Vanir menn. — SÍMI: 83946.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.