Þjóðviljinn - 29.12.1968, Side 3
S’unmidagur 29. desember 1968 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J
bokmenntir
Mannlíf á öldinni sém leið
1 ;■ V• vvy• ;a-s »■(. y<w .• s'Vv '• V........—, r"r
Jón Helg-ason: Vér ís-
lands börn I. — 241 bls.
Iðunn, Rvk. 1968.
í bók þessari eru tíu sögu-
legir þættix frá öldmni sem leið.
Er þó sumt raikið frá lokum 18.
■ aldar og aimnað firam á okkiar
öld. Helztu sögupersóniur eru
úr hópi þeirra sem áLdairháttur
og örlagaglettur hrekja af
venjulegri braut; ekki þeir sem
með einhverju móti verða tii að
móta rás sögiunnair, heldur þol-
endurniir. Margair persónur eru
nefndar við sögu. aettir og venzl
eru rakin, umhverfi og háttum
skilmerkilega lýst. Leitazt er
við að segja satt og rétt irá, og
heimilda getið við lok hvers
kafia. Framisetninig efnisins er
með hefðbundnu sögusniði: inn-
gangur, spumingar vaktar hjá
lesandanum og spentna mögnuð
stig af stigi að hámarki. í nið-
urlaginu lýsir höíundur að
jafniaði afstöðu sinni til efniis-
ins, en hún kemur einnig fram
í vali efnisatriða og persónu-
legum innskotum á víð og dreif.
Ekki er þó haegt að segj a að höf-
undur' trani sér fram, heáM'ar-
svipurinn markast aí hlutlæ’gni.
Þó ber við að hið persónulega í-
vaf höfundarins verkar sem ó-
þarfar málalengingar: „Var
Stefaníu nú þorrið allt óyndi.
og hefur hinum ungu hjónaefn-
um eflaust sýnzt Hlíðin fogur
þetta kvöld, ekki síður en Gunn-
ari, er honum varð litið upp til
sveitarinnar af aurunum við
/
Markiarfljót, endia þótt bleikir
aknar gleddu ekki lengur bú-
mamesauigiað11. Jnnskot af þessu
tæi eru að vonum rúmfrekust
í þeim þáttum sem unnir eru úr
veikustum þræði (Stúlkan við
rokkinn, Skipbrotsmaður úr
Sfcutulsfirði, Aldurtili við Skild-
inigastoarð, Lítil saga um kal-
inn fót). Niðurlag þáttarins Ald-
urtili við Skildingaskiarð hefur
brennzt þessu marki tiltakan-
lega illa, enda söiguefnið rýrt.
Grundvalliarviðhorf höfundar
til persóna sinna er einhvers
konar samúð, verkið er gegn-
sýrt húmanisma. Gildir þetta
jaínt hvort sem fjallað er um
leiðan maurapúka eða óbugandi
eljumamn föður tuttugu og fimm
bairna. morðingjana á Sjöundá
eða litla stúlku sem kelur á
fótum i ómildum sveitarómaga-
flutningi. Þættinum um hana
lýkur með þessum orðum: „Það<%
mun nú þykja með ólíkindum,
að ferðlúnu og illa klæddu
bami skyldi búin svo baldsöm
næturgisting, ' mitt í kaupstað,
þótt lítill væri og varla stein-
snar frá nýju gistihúsi, að til
örkumla leiddi. Og víst var þar
kuldalega að verið. Okikur of-
býður harðneskjan. Seinna
kemur svo öld. er kveður upp
dóma yfir því miskunnarleysi,
sem við látumst ekki sjá, þó að
við stöndum andspænis því“.
Andúð höfundar beinist eink-
um að hvers konar harðýðgi og
fégræðgi. í Þætti af Gulltunnu-
Finnur Jónsson heiðursfélagi
Félags ísl. myndlistarmanna
Samþykikt var að bjóða Ein
Jói®yf!M5> géfMt'þéi^úrsffla
Aðaltundur Fclags íslenzkra
myndlistarmanna var nýilegá
haldinn. Stjóm var endurkjör-
in, þcir Sigurður Sigurðsson
formaður, Valtýr Pétursson
gjaldkeri og Kjartan Guðjóns-
son ritari, varamenn: Iljörleifur
Sigurðsson og Ragnar Kjartans-
son.
Á sýningarnefnd urðu nokkr-
ar breytinigar og tóku sæti í
henni Bragi Ásgeirsson og Ein-
air Hákomarson. Aðrir í sýnin.g-
arnefnd voru endurkjömir
þeir Steinþór Sigurðsson, sem
er formaður nefndarinnar.
Benedikt Gunnarsson, Kristján
Davíðsson, Sigurjón Ölafsson.
Jóhann Eyfells og Guðmundur
BenediOítsson.
Fulltrúi í stjóm Baindalags ís-
lenzkra listaimanna er Maignús
Á. Árnason.
Samiþyldít var að bjóða Finni
'lagT
í FÍM vegna brautryðjanda-
starfa hans í þégu félagsins og
íslenzikrar myndlistar. Finnur
hefur þekkzt*boðið og eru heið-
ursfélaigar nú þrír, hinir eru
Jóh. K.iarval og Lennart Seger-
strð 1 frá Finnilandi.
Samþykkt var að bjóða eftir-
tölduim listaimönnuim inngön-gu í
félaigið: Ágúst Petersen, Jóni
Gunnari Árnasyni, Jens Krist-
leifesyni, Kristínu Eyfells >a
Raignhildi Óskarsdóttur.
Hin árlega sýning i Hássel-
byhöll verður opnuð upp úr ára-
mótum og S'ýn® þár af íslands
hálfu eina mynd hver þeir
Finnur Jónsson, Vil'hjólmúr
Bergsson, Hringur Jóhannesson,
Hörður Ágústsson cg Jens
Kristleifsson.
Læknaskipti
Þar sem Bjarni Snæbjörnsson læknir hættir störf-
um um næstu áramót þurfa þeir meðlimir samlags-
ins, sem höfðu hann að heimilislækni, að koma með
skírteini sín í skrifstofu samlagsins og velja sér
nýjan heimilislækni,
Hafnarfirði, 20. desember 1968.
Sjúkrasamlag Hafnarfjarðar.
Blaðdreifing
Blaðbera vantar í Kópavog, — austurbæ.
Sími 40753.
ÞJÓÐVILJINN.
Biirni tekst liatavel að lýsa á-
hrifum auðs. eða öllu heldur
auðsvoniair á hu.gsun og atferli
ólikra persóna. Allir sem drag-
ast inn í dansinn kringum gull-
tunnuna, erfimgjar úr hópi al-
múgans, kaupmenn os valds-
memn standa berstrípaðir fyrir
au-ga lesandans eftir að spött-
andi pennl höfundarins hefur
slegið taktinn.
Bókin er rituð á vönduðu og
auðugu máli. Höfundur hefur
dálæti á sjaldgæfum orðtökum
svo jaðrar við ofinotkun. Raun-
ar verður ekki hjá því komizt
að kvarta undan nokkuð til-
gerðri upphafningu í stíl og
verður hennar að sjálfsögðu
einkum va.rt þar sem efnið er
fátæklegt og sem reynt sé að
sneiða hjá tómahljóði með
lúðrablæstri: ... . Þó hefur
Jón Helgason
hann eflaust ka-nnazt við kenn-
inguna um úlfaldann, sem auð-
veldlegar kemst gegnum nálar-
augað en ríkur maður í himna-
ríki. Gæti þvi einhver freist-
azt til þess að álykta sem svo.
að hann hafi kært sig kollótt-
atn um englasönginn á völlum
Paradisar, enda mátt virðast
himri'aríkisvistin lítið keppi-
kefli, ef hún var ætluð smauð-
um mönnum einum. Það er þó
líklegra, að hann hafi einfald-
lega ek'ki velt svo mjög fyrir
sór flóknum forsenduim happa-
sællar laindtöku handan þursa-
skerja og strembitanga jaxðlífs-
ins“. Þetta hlýtúr að vera dagmi
um það sem Þórbergur kallar
uppskafningu í einu ritgerðinni
sem skrifuð hefur verið um al-
menna stílfræði á ísienzku.
Ef til vill er þegar orðið ljóst
aí þeim dæmum, sem tilfærð
hafa verið hér á úridan, að
stíll höfu'ndar einkennist og af
nokkru ofhlæði aukasetnmga.
sem Stundum eru vandræða-
lega tengd'ax. Þessara annmarka
gætir lítt í efnismesta og vand-
' aðasta þætti bókarinniar: Séð
heim að Sjöuindá. Þar er unnið
úr miklu efni, því skipað nið-
ur á bezta veg og gætt hlut-
lægni og hófsemi i hvívetna.
Gildi bókarinnár fyrir al-
menna lesendur mun að lík-
indum einkum liggj a i aldar-
farslýsingunum. frásögnum af
þeirri erfiðu lífsbaxáttu sem
Islands bömum var búin af ó-
blíðri riáttúru og refsivendi
valda- og lagaboðs. Lesandan-
um er opnuð sýn á aðstæður,
sem eru algjör andstæða við
það umhverfi, sem við nú hrær-
umst í. Það er ærinn vandi að
leiða uppalniinga neyzluþjóðfé-
lagsins inn á þetta svið þann-
ig að kynnin verði áhrifarík og
minnisstæð, og óumdeilanlegt,
að það hefur fáum tekizt bet-
ur en Jóni Helgiasyni.
En þó lífsskiiyrði hafi breytzt
eru sáiarlíf og viðbrögð æðstu
skepnu jarðarinnar með líku
móti og fyrr, tengsl og líking
lífs og h'átta nú og fyrx eru
margvísleg. Sitthvað má í þessu
verki finna, sem skýrir nokkuð
og dýpkar skilndng á stöðu okk-
ar í dag. Lesandi gæti t.d. hug-
leitt, hvort hundrað ár hafi
breytt miklu um það sem hér
skal vitnað í að síðustu: „Sá
var aldarháttur, að það þótti
mestur metnaður að halda máli
sínu til streitu í lengstu lög,
hvemig sem málavextir voru..
Við slík viðhorf þrútnaði þykkja
maena fljótt, enda hljóp mik-
ið kapp í málið á bóða bóga“.
Bókinni fylgÍT nafnastorá, og
er allur frágangur hennar óað-
finnanlegur. nema þess er ekki
.getið hver annaðist mynd-
skreytingu.
Hörður Bergmann.
10% afsláttur í öllum
matvöruverzlunum KRON
á morgun og gamlársdag
Um leið og við þökkum félagsmönnum og öllum öðrum við-
skiptavinum okkar fyrir viðskiptin á þessu ári bjóðum við 1 0%
afslátt af öllum viðskiptum í matvöruverzlunum okkar á morg-
un, mánudaginn 30. og gamlársdag. — Kjöt í heilum skrokk-
um er undanskilið þessu tilboði.
Þar sem verzlanir eru aðeins opnar til hádegis á gamlársdag vilj-
um við benda á að hagkvæmara er að verzla sem mest á morg-
un. Övíst er að hægt verði að afgreiða símapantanir á gaml-
ársdag.
HVAR ER NÆSTA KRON-BÚÐIN?
MATVÖRUBÚÐIR:
Skólavörðus'tíg 12
Snorrabraut 56 Kjöt oq Grœnmeti
Dunhaga 20
Stakkahlíð 17
Tunguvegi 19
Langholtsvegi 130
Grettisgötu 46
Bræðraborgarstíg 47
Álfhólsvegi 32, Kópavogi
Hlíðarvegi 29, 'Kópavogi
Borgarholtsbraut 19, Kópavegi
AÐRAR VERZLANIR KRON
Liverpool, Laugavegi 18 a:
Búsáhal'dadeild og gjafavörudeild
Raftækjadeild
Leikfanigádeild
S portvöru dei 1 d
Skólavörðustíg 12:
Fatnaður — skór
Bókabúð, Bankastræti 2
Járnvörubúð, Hverfisgötu 52
Kaupfélag Reykjavíkur og nógrennis