Þjóðviljinn - 14.01.1969, Síða 4

Þjóðviljinn - 14.01.1969, Síða 4
43 — K0ÖÐVTEJTNN — ÞiiðGiUjdagur 14. jtartóar 1989 — málgagn sósíalisma, verkalýSshreyfingar og þjóðfrelsis — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.j, Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Ólafur’ Jónsson. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Rftstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 150,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10,00. Afí samtakanna Jyrir nokkrum dögum veitti Þjóðviljinn Alþýðu- blaðinu maklega hirtingu sökum þess að síðar- nefnda blaðið hampaði þeim fráleita og lágkúru- lega áróðri að Emil Jónsson hefði fært verkafólki atvinnuleysistryggingakerfið 1955. Alþýðublaðið hélt því fram að Emil hefði verið „sáttasemjari“ ’55 •og leyst deiluna með óvæntri hugmynd sinni um atvinnuleysistryggingar; staðreyndin var hinsveg- ar sú að Emil var einn af sex mönnum í sáttanefnd og sú nefnd stóð sameiginlega að tillögum sínum, en atvinnuleysistryggingarnar voru ekki óvæntari en svo að fyrir þeim hafði þá verið barizt um þrjá- tíu ára skeið og sósíalistar höfðu flutt fnimvörp um það efni árlega næstu tólf ár á undan. Hins veg- ar skiptir mannjöfnuður ekki máli í þessu sambandi heldur sú lærdómsríka staðreynd að atvinnuleysis- fryggingarnar náðu ekki fram að ganga fyrr er verklýðssamtökin höfðu beitt afli Sínu í einhverju harðasta og langvinnasta verkfalli sem hér hefur yerið háð. Tillögugérð í þrjátíu ár náði ekki árangri, óvefengjanleg rök, tillögur og fortölur góðra manna hrinu hvorki á atvinnurekendum né stjómarvöld- um; það var að lokum afl samtakanna eitt sem réð úrslitum. Slík hefur reynslan ævinlega orðið; ár- angur verkafólks fer eftir því einu hvað alþýðu- samtökin eru öflug og einbeitt. Þess skyldu þeir menn minnast sem ímynda sér að fortölur einar nægi og að kjarabaráttan haf; nú flutzt inn í verð- lagsnefndina og aðrar hliðstæðar stofnanif sem sprottið hafa upp að undanförnu. Skugginn frá Straumi JJvernig halda menn að atvinnuástandið væri ef ekki hefðu verið framkvæmdimar í Straumi? Þannig spyrja stjómarblöðin með reglulegu milli- bíli, og þessi einfaldi áróður um gagnsemi erlendr- ar stóriðju smýgur inn í fólk. Samt er staðreyndin sú að trúlega væri ekkert atvinpuleysi á.íslandi ef ekki hefði verið farið inn á þá braut að treysta er- lendri forsjá. Samningamir við Swiss Aluminium urðu til þess að ríkisstjómin afrækti gersamlega hina þjóðlegu atvinnuvegi. Togurum landsmanna hélt áfram að fækka, þar til nú er aðeins þriðjung- ur eftir. Sá hluti bótaflotans sem aflaði hráefnis handa fiskvinnslustöðvunum dróst saman og freð- ' fiskframleiðslan hrapaði ár frá ári. Samdrátturinn á þessum sviðum hefur haft af þjóðinni hátt á ann- an miljarð króna á'ári miðað við það hámark sem áður var. íslenzkur iðnaður, frá járniðnaði til neyzluvöruiðnaðar, hefur átt í vök að verjast og hefur það valdið miklum samdrætti á vinnumark- aðnum. Það er þessi hnignun hinna þjóðlegu at- vinnuvega sem veldur atvinnuleysinu. Og ástæðan fyrir hnignuninni er sú að stjómarvöldin sáu samningana við svissneska auðhringinn í róman- tískum hillingum sem lausnina á þróun atvinnu- mála á Íslandi, auk þess sem þau höfðu skuldbundið sig 'til þess að tryggja útlendingunum nægilegt vinnuafl. Atvinnuleysið er skugginn frá Straumi. — m. Sunna efnir til helgarskí&aferSa til Akureyrar Ferðaskrifstofan Sunna hef- ur ákveðið í samráði við for- ráðamenn Skíðahótelsins í Hlíð- arfjalli við Akureyri að efna til helgargkiðaferðar þang-að norður í vetur. Sem kunnugt er þá er hvergi betri aðstaða til skíðaiðkana á íslandi en í Hlíðarfjalli ' við Akureyri og hefur aðsókn að hótelinu þar farið vaxandi undanfarin ár, sér i lagi eftir að hinni glæsi- Iegu skíðalyftu var komið þar upp. Hermann Sigtryggsson einin af forustumönnum íþiróttamála á Akureyri var mættur á blaða- mantnafundi sem Ferðaskrif- stofan Sunna efndi til vegna þessara ferða og skýrði hann frá allri aðstöðu og möguleik- um sem fyrir hendi eru til skíðaiðkana í Hlíðairfjalli. Hermann sagði m.a. að búið væri að kosta til um það bil 15' milj. í mannvirki þau sem til- heyrðu Skíðahótelinu í Hlíðar- fjalli, þar með væri talin skíða- lyftan og vegagerð frá bænum upp að hótelinu. Sagði Her- mann að öll aðstaða væri nú mjög góð til að taka á móti gestum sem vildu dveljast þar norðan fjalla, enda væri það svo að aðsóknin að Skíðahótel- inu faeri stöðugt vaxandi. Á siðasta ári hefði til að mynda farþegafjöldinn sem notfaerði sér skíðalyftunia verið á milli 40 og 50 þúsund manns, en af- kaistageta lyftunnar væri með fullum afköstum 50g manns á klukkustund. Guðni Þórðarson forstjóri Sunnu skýrði svo frá, að Sunna hefði ákveðið að taka upp þess- ar helgarferðir vegna mikillar eftirspumar manna eftir svona ferðum. Guðni sagði, að Skíða- hótelið í HLíðarfjalIi væri á- kjósanlegasti staðurinn til slíkra ferða, enda aðstaða þar eins og bezt verður á kosið. Þessar skíðaferðir væru bæði ætlaðar sem einstaiklings- og hópferðir og benti Guðni á að tilvalið væri fyrir starfshópa og jafnvel skóla að notfæra sér þessar hópferðir. Annars lítur áætlunin fyrir þessar helgar- skíðaferðir þamnig út: Farið föstudaga kl. 14,45 frá Reykjavíkurflugvelli. Komið sunnudagseftirmiðdaga um kl. 17,00 til Reykj'avíkur. VERÐ: Kr. 2.590,00. Hópar, lágmark 25 manns. Innifalið: gisting svefnskála (pokapláss), flutn- ingur tij, og frá filugvelli á Akur- eyri, kvöldverður á föstuðaig, fullt fæði laugardag, morgun- miatur og hádegismatur sunnu- dag, 10 ferðir í skíðalyftu. Kr. 2.980,00. Einstaklingar. Innifalið: gisting í 4'ra manna herbergi, kvöldverður á föstu- dag, morgunverður og kvöld- verður laugairdaig, morgunverð- ur og hádegisverður á sunnu- dag, 10 ferðir í skíðalyftu. í Kr. 3.265,00.. Emstaklingiar. Innifalið: gisting í 2ja manna herbergi, kvöldverður á fösitu- dag, morgunverður Og kvöld- verður laiugardag, morgunverð- ur og hádegisverðux á sunnu- dag, 10 ferðir í skíðalyftu. Kr. 3.690,00. Einstaklingar. Innifalið: gisting í einsmainns- herbergi, kvöldverður föstudag, morgunverður og kvöidverðúr lauigardag, morgunverður og hádegisverður sunnuidag, 10 ferðir í skíðalj’ftu. Skíðalyftan flytur menn upp í fjallið á fáeinnm minútum. ÁsmundurSigurjónsson Hann er fæddur 27. des. 1908 í Norðfirði. Foreldrar: Sigurjón Ásmundsson, þekktur braut- ryðjandd í verkalýðssamtökun- um þar eystra, og kon.a hans Helga Davíðsdóttír; bæði voru þau austfirzk að uppruna. Sjö ára gamaU missti Ás- mundur móður sína og er hon- um þá komið í fóstur hjá frændfólki sírau í Skálateigi í Norðfjiarðarhxeppi, þeim hjón- um Guðrúnu Benjamínsdóttur og Magnúsi bórid'a Guðmunds- synd. Fjórtáp ára að aldri byrjaði Ásmundur Sigurjónsson að stunda sjó frá Norðfirði, og hefur hann síðan haldið lenigst af tryggð við hafið; gæti saga hans á sjónum vissulega orðið efhd í heila bók, sízt ómerkari heldur en gemgur og gerist um sölubækur um svdpað efnd á iólarraarkaði nú tíl diaigs, þótt hér verði fátt rakið af þvi sök- um tírraaiLeysis. Á bezta aldursskeiði ílentíst ÁsmumdUT í Færeyjum. Þar anraast hiarara skspetjócm á fiski- fyrrv. skipstjóri Sextugur skipum í heilan áratug. Á stríðsárunum síðari siglir hiann fansællega skipum sínum með fiskfarm á austurströnd Eng- lands, yfir hættusvæði, þar sem mörgum vöskum sjómiannd var búin vot gröf. — Eitt siran skaut upp tvedmur þýzkum kafbát- um rétt við skipssíðuna, sínum á hvort borð, en sökktu sér aft- ur nær samstundis í djúpið, af ókunnium ástæðum. — Nokkr- um sinnum komst skip bans í kiast við þýzkar flugvélar, svo rækidiega að undan sprenigjum þedrra varð aðeins komizt með því að stýra í knaippa knðka á fullri ferð, og réði þá gifta úr- sílitum. — Að sjálfsögðu mun haran auk þessa hafa frá mörgu að segja í samekdptum sínum við gamla Ægi konrang, ef út í þá sálrraa væri farið, eins og fleiri garolir sjógarpar. En þvi verða ekki gerð skil hérr Seint á árinu 1948 kemur Ás- mundur aftur til ísdiarads og skömmu síðax kvænist hann seinind konu siranj Jóhönnu Gunnarsteára, þau búa á Selés- bletti 2 og eiga edraa dóttur. 10 ára. Eftír beámikomuraa stiundar Ásmundur alla jafna sjó, ýmist, ~em sldpstjóri eða stýrirraaður, bang'að tíl á s.l. ári að hiann hættir sjómennsku og tekur upp störf í landi. Ásmuradrar Sigurjónssora hef- ur átt fledri áhugamál en sjó- meransku. Sem uragur sjómað- ur komst haran í kyrani við hdna róttæfou vertoalýðsihreyfingu í Vestmannaeyjum og hefur jafn- an síðan haldið tryggð við æskuhugsjóndr sáraar. — Hanra er hedlsteyptur og eánlægur í skoðunum, manna ólíklegastur tíl að sverja af sér „rauðan lit“ fyrir vegtyUu, vgæddur hógværu göaðsdnnd hins ótrauða liðs1- mararas málstaðarins. án bak- þanka um persóraulegt endur- gjald í ednni eða anraarri mynd. ★ Megi uppfyllast mínar beztu óskir í garð Ásmundar Sigur- jónssonar og fjölskyldu hans, þótt síðbúnar séu. 12. jan. 1969 Jón Rafnsson. <S------------------- Norræn bókasýning AÐEINS 14 DAGAR EFTIR. Kafflstofan opin daglega kl. 10-22. — Um 30 nor- / ræn dagblöð liggja frammi. NORRÆNA HÚSIÐ -----------------ii

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.