Þjóðviljinn - 22.01.1969, Síða 1

Þjóðviljinn - 22.01.1969, Síða 1
Dómur fallinn í Hæstarétti: Lakkrísgeriinni Póló gert ab greiða nær 13 miljónir Miðvikudagur 22. janúar 1969 — 34. árgangur — 17. tölublað. Hæstiréttur hefur kvcðið upp í máli Þorsteins Þorsteinssonar, eiganda Lakkrisgerðarinnar Póló í Kópavogi. Er Þorsteini gent að greiða ríkissjóði og Styrktarféiagi Iamaðra nær 13 miljónir króna — nánar tiltekið kr. 12.677.326,40 til ríkissjóðs og kr. 237.636,00 til lamaðra. I héraði var Þorsteioi gert að greiða á þriðju miljón 'króna betur, en Hæstiréttur lækkaði endanlega fjárhæðina eins og fyrr segir. Snemma á árinu 1968 ómenkfi Hæsfirébtur dém Sakadóms Heykjavíkur og ■ vísaði mélinu aftur heim í.hérað vegna vöntun- ar á sérfróðuim meðdómendum og dæmdi Sakadómur .Reykjaví'kur aftur í málinu á sömu leið og á'ð- ur og gerði Þorsteini að greiða um 15 miljónir króna samtals til ríkissjóðs og Styrktarfélags lam- aðra. • ■ . • • • Málið var svo flutt fyrir Hæstárétfti og kvað hann upp endanlegan úrskurð í fyrradag. Hér er um að ræða fyrsta dóm í Hæstarétti í máli frá rann- sóknardeild ríkisskáttstjóra og hefur hann vakið mikla athygli. Sálfræðiiega séð virðist hér reitt til höggs á réttum tama í miðjum önnum skattaframtala. Var almennt búizt við dómi í þessu máli 13. desemþer á liðnu ári, en dómsúrs'kurði var fresitað um mánuð. Hver er skuld hinna stærri fyr- irtækja á liðnum árum við ríkis- sjóð, þegar svona er útkoman hjá minniháttar fyrirtæki í lakk- rísgerð? Fimm lakkríisgerðir eru starfræktar hér á landi og hefur verið stofnað til þeirra flestra á viðreisnartímanum. Þess má geta, að Danir láta sér nægja tvær lakkrísgerðir í sínu landi. Neyðarástand í Stykkishólmi Að því er Erlingur Viggósson, sem situr samningafundi hér syðra fyrir hönd sjómanna í Stykkishólmi, tjáði blaðinu í gær, er nú algert neyðarástand þar vestra um þessar mundir. — Það enu um 250 manns í verkialýðsfélaginu og þess® d-aig- ana hafa kannski um 50 atvinnu. Þetta er um 1000 manna bær. Eina vinnan í Hólminum núna Frœðslunám- skeið BSRB IIÉR AÐ OFAN er mynd af þátt- takendum í fræðsluráðstefnu haldinni að Hótel Akranesi um síðustu helgi á vegum fræðslunefndar BSRB, og mun véra nýjung á vegum þeirra samtaka. Næst stendur til að halda svipaða . fræðsluráð- stefnu í Keflavík og á Akra- nesi. ÞATTTAKENDUR reyndust ríf- lega 40 aðallega opinberir starfsmenn ríkis og bæjar á Akranesi. Öllum meðlimum BSRB á Akranesi og í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu hafði verið boðið að gerast þátt- takendur á þcssu námskciði. Erindi fluttu Kristján Thorla- cius um starf og skipulag BSRB, Haraldur Steinþórsson um samningsrétt og kjara- samninga opinberra starfs- manna og í veikindaforfölium Guðjóns B. Baldvinssonar flutti Haraldur einnig crindi um réttindi og skyldur opin- bérra starfsmanna. RAÐSTEFNUNNI stjórnaði Ein- , ar Ölafsson fyrir hönd j Fræðslunefndar bandalagsins. I Hversu lengi ætlar Jónas að halda bátunum við bryggju? er í sambandi við nýsmíði og skipaviðgerðir. Nú er nýlokið við að ful'lgera slippinn sem getur tekið fjóra báta, þar aif einn 500 tonna og eru miklar vonir bundnar við þetta atvinnufyrir- tæfki hjá okkur vestra. Sikipa- smíðastöðin hefur nýlega lokið við að ganga frá fjórða bátnum, 45 tonna bát, sem smíðaður er fyrir Stókkseyringa, en þetta er annar báturinn sem þeir láta smíða vestra. Þetta er eina at- vinnan vestra og svo í Vél- smiðju Kristjáns Rögnvaldsson- ar auk trésmíðaverkstæða. □ Jónas Haralz leikur það hlutverk þessa dagana að vera milligöngnmaður ríkisstjórnarinnar gagn- vart sjómönnum í því víðtæka sjómannaverkfalli sem nú stendur yfir. Með því að neita ásamt útgerð- armönnum að verða við hinum algjöru lágmarks- kröfum sjómanna er Jónas Haralz að stöðva fram- leiðsluna í sjávarútvegi með þeim afleiðingum að hundruð verkafólks verða fyrir stórkostlegu á- falli bæði þeir sem á bátunum eru og eins verkafólk í landi. > ■ Þessi þrjózka Jónasair Haralz og útgerðarmannia er þeim mun furðulégri sem kröfúr sjómanna eru afar sainnigjam^ar. Þeir hafa þegar orðið fyrir harkalegri árás á hefðbundið hlutaskiptafyrir- komulag sem þýðir stórfellda kjaraskerðingu. Kröfur sjómanna eru hins vegár aðeins um frítt fæði og áðild að lífeyrissjóði — Kröfumax því rr^inni en nemur þeirri kjaraskerðingu sem sjó- menn hafa orðið fyrir af hálfu ríkisstjómarinn-ar' Sjómenniirnir, sú stétt sem dregur aflanm á land og legigur ,með vinnu sinni til hráefni til útflutningsfiramleiðslunnar, hafa á úndaniförnum' misserum orðið fyrir mjög alvarlegum tekjumissi vegma minmkandi áfla. Þannig munu um 60% sildiarsjómanma að- eins hafa fengið tryggi'ngunia út úr vertíðinni. Ttyggimgin á báta- •flotanum hefur samsvarað lægsbu launium 1 andverkafólks en af ]>eirri uþphæð hefur verið tekinn fæðiskostnaður frá 4.500 til 8.000 á mámuði. Síðan eru teknir aí þessum laiumum skattar og þeir sjómenn sem eru á síld verða að greiða margskonar tilfall- andi kostnað vegna þess hve lengi þeir eru fjarri heimilum sín- um, kámnski aMt í sex mánuði í senn. Þanmig hefur sú raunin orðið yíða að sj ómannsheimi!ið hefur femgið milli eitt og tvö þúsund krónur á viku. Áður en Jónas Haralz og þvergirðingsháttur útgerðarmatima stöðvuðu flotamn voru bátar famir á veiðar og fisikuðu allvel sumsstaðar. • Þannig höfðu bótar í Vestmannaeyjum veitt upp i 10 tonn í róðri, bátar á Akranesi og Snæfellsnesi voru einmig að faira á veiðar. Samningafumdur var í sjómannadeilunni í gærkvöld og hófst fundurinn klukkan hálf níu og stóð enn er blaðið fór í prentun. Smygltekið úr þremskipum , • SEINT í gærkvöld höfðu fundizt 230 flöskur af srriygl- uðu áfengi um borð hjá skip- verjum í Skógafossi, sem hafði síðast höfn í Hamborg áður en hann kom tjl ís- lands. • LEITIN í skipinu hófst í fyrradag. Afengið yar 75% Wodka. einkum pólskt og rússneskí að því er Ölafur Jónsson tollgæzlustjóri tjáði blaðinu í gærkvöld. Þá sagði Ólafur að fundizt hefðu um 30 þúsund sígarettur. • ÓLAFUR sagði að Icitað yrði áfram í dag en málinu síðan vísað áfram til réttra lög- gæzluaðila. • HANN sagði ennfremur að tollgæzlan hefði síðustn daga tekið smygl úr tveimur öðrum skipum, Mælifelli 36 flöskur og Karlsefni, á annað hundrað flöskur. Arás lögreglunnar á veg- farendur kærð til sakadóms ÞPrvaldur Þórarinsson, hrl. hefur sent yfirsakadómara-n- um í Reykjavík bréf það, sem hér er birt óbreytt að öðru leyti en því, að sleppt er nöfn- um 34 persóna, siem orðið hafa fyrir misþyrmingum eða til- efnislausum handtökum götu- ■ lögreglunnar í Reýkjavík: „Reykjavík 18. janúar 1969. Til mín hafa leitað neðan- greindir menn, er ég tilfæri með náfnnúmeri hvern um sig, yður til hægðarauka, út af því er nú ska! greina. Þcir sem fyrst eru taldir voru að koma út af fundi í Tjarnar- búð, Iaugardagínn 21. desem- ber 1968, og fóru að öllu Ieyti með friði. Vissu þeir þá ekki fyrri til en götulögreglan réð- ist á þá, liandtók ýmsa og flutti í1 fangageymsluna að Síðumúla þar sem þcim var haldíð1 inni í alllangan tíma án allra sakargifla. Vmsir voru barðir og öðrum mis- þýrrnt á'annán hátt með þeim áflciðingum að sumir þurftu að fara' á Slysavarðstofuna til þess að fá gert að sárum sínum.’ Virðast handtökur þær sem hér eru gerðar að:umtals- efni hafa verið af algjöru handahófi. A Þorláksmessukvöld hinn 23. desember 1968 hafði verið boðuð hópganga um borgina að loknum fundi í Sjálfstæðis- húsinu við Austurvöll (veit- ingahúsinu Sigtúni). Þegar gangan var komin ' á Laikjar- torg, þ. e. austurenda Austur- strætis, hafði ca. 50—60 manna hópur lögreglumanna lokað Bankastræti að neðan. Voru margir þcirra með hvíta hjálma T og sennilega allir vopnaðir kylfum er þeir létu óspart ríða á gðngumönnum og raunar hverjum sem var að því cr yirtist. Tókst .þeirn með dæinalausum ‘ ruddáskapað . sundra göngunni.. Jafú(ramt börðu þeir fólk af handahófi í höfuðið og hvar sem var, en þó . voru höfuðhögg áber- andi. 1 lok þessa bardaga voru handteknir þeir sem.að.neðan greinir." Hér eru svo taldir upp þeir, sem kvartað hafa yfir því, að haía vérið barðir, slasaðir eða iiandteknir. • „Þar sém hér virðist hafa vcrið um að ræða algerlega tilcfnislausa árás götulögreigl- unnar í Reykjavík á l>á ein- staklinga, sem hér að oían eru taldir, er þess hér með krafizt að árásarmál þctta verði rannsakað mjög ýtarlega og þeim refsað lögum sam- kvæmt sem sekir kunna að reynast."

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.