Þjóðviljinn - 01.05.1969, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.05.1969, Blaðsíða 3
Pitatmibudagur 1. maí 19fl9 — tJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Lýst yfír stofnun Parísarkommúnunnar 1871. Efri myndin cr af minnisblaði frá 1. maí bátíðahöldunum í Þýzkalandi 1892, líklega einskonar dreifimiða. Á því stendur efst: Minnisblað helgað þýzkum verkamönnum. Neðri myndin er frá atkvæðagreiðslu verkamanna í Kaupmannahöfn 1. maí 1890 um 8-tiíma vinnudag. Á þessu ári eru liðin 80 ár síðan samþykkt var að gera 1. maí að alþjóðlegum baráttudegi verka- lýðsins fyrir 8 stunda vinnudegi og öðrum kröf- um verkalýðsstéttarinnar. Athyglisvert er í dag að virða fyrir sér hið upprunalega eðli þessa bar- áttudags og frásagnir íslenzkra blaða af atburð- unum fyrir 80 árum. Á KTO ára afmæl'i fi-önsku stjórnarbyltingarinnar 14. júlí 1889 hólfst í París stofniþing Annars alþjóðasamibands verka- lýðsins og var þar einróma samþykkt eftirfarandi tillaga frá franska fuiltrtanum Dela- vigne: „Iíér með samiþykkir þingið, að um allan heim verði skipulögð á ákveðnum degi af verkamönnum í öllum löndum og bæjum mótmæli og yfirlýs- ingar birtar, þar sem þess verði krafizt, að da;givinnutími verði lögbundinn átta stundir og aðr- ar kröfur alþjóðasamibandsins bornar fram. Með hliðsjón af því, að bandaríska verkalýðs- sambandið helfur þegar sam- þykkt á þingi sa’nu í Saint Louis í des. 1888, að 1- maí 1890 skuli vera slikur baráttudagur, samþykkir þingið að gera þann dag að alþjóðlegum baráttu- degi. Verkamenn hinna ýmsu. ianda skulu framkvæma þessa samþyk'kt eftir því sem aðstæð- •urnar í hverju landd leyfa.“ Þessi álylctun vakti mifcla at- hygli og almennt var álitið að bann dag ætluðu verkamenn að hefja heimsbyltingu. I3n þessi samiþykbt á sér nokkra forsögu. I Bandaríkjunum A sjöunda og áttunda tuig 19. aldarinnar hafði verkalýðs- hreyfingin í Band arík junum gert kröfuina uim 8 sttanda vinnudaig. að eimnii aðaílikröfu verbalýðsstéttarinnar. Þessi barátta varð mjög víðtæk eftir 1880 og lcom meðal annars til harðra verkfaltsátaka árið 1886- Sama ár var The American Ólafur Eiuarsson Pederation of Labour — sterk- asta verkalýðssamband Banda- ríkjanna — stofnað. Aðalkrafa sambandsdns var krafan um 8 stunda vinnudag og árið 1889 samþykkti það að gera aUsiherj- arverkfall 1. maí 1890. Því má rekja samþykkt alþjóðasam- bandsiras um 1. rnai til banda- rístou verkalýðsihreyfi'ngarinnar. En Frakkar gera einnig kröfu til þess að eiga höfundarrétt að tillöguinni, því þar í landi hafði eitt verkalýðssamband árið 1888 beint því til alþjóðasambands- ins að hefja barátta um allan heim fyrir 8 stunda vinnudegi, lágmarkslaunum og vinnuvernd. Með því að samþykkja að hefja alþjóðlega baráttu fyrir 8 stunda vinnudegi varð bæði verkallýðsstéttinni og bongara- stéttinni ljóst að þarna myndi skerast alvarlega í odda og að Prósessía verkalýðsihreyfingin myndi leggja allt kapp á að fá þessa kröfu um lágmarksmannréttindi við-jrkennda. Baráttan sem í Bandaiíkjunu'm hafði þegar kostað verkalýðsstéttina blóð- - fórnir yrði nú alþjóðleg- Aðeins með hliðsjón af þassari forsögu er mögulegt að skilja hve mik- ill baráttumóður fylg'di fyrslu kröfugöngunum, sem af ríkis- valdsins hállfu var mætt með vopnaðri mótspyrnu. Verkalýðs- hreyfingin lagði um allan heim allan sinn mátt í að gera dag- irun að voldugum baráttudegi þar sem hún sýndi andstæð- ingnum styrkleika sinn. 1. maí 1890 1. maí 1890 ranm upp og verkalýðsstéttin fylkti liði í flestum höfuðborgum Evrópu. Og í þessum borgum rfk'ti um- sátursástand þann dag. Hörðust urðu átökin í Austurrífci, eink- um í Vín þar sem nötokrir voru skptnir ti'l bana. 1 Frafcklandi voru allar kröfugöngur bannað- ar, en bannið var ekki virt og til átaka kom við herlið. I Eng- landi tóku þúsundir verka- manna þátt í mótmælum. Norska skáldið Bjömstjeme Björnsson lýsti atburðunum svo í þjóðhátíðarræðu hálfum mán- uði síðar „að kiröifiuiglöngur verkalýðsins hefðu skekið jqrð- ina.“ I Þýzkalandi fylgdu kjara- deilur f kjölfar kröfugangnainna, því að atvinnurekendur beittu verkbanni gagnvart þeim sem farið höfðu í allsherjarverkfall 1. maí. Fórnir og barátta Það kostaði mikiar fórnir og baráttu að riöja brautina fyrir því að gera 1. maí að degi verklýösins í bverju landi. En dagurinn og mótmælin unnu sér brátt hefðbundin form og borgarastéttin hætti að líta á kröfuigöngumar sem ógn um heimslbyltingu. Innan verka- lýðshreyifingarinnar kom og fram sú viðleitni að draga úr baráttueðli dagsins, en gera hann að friðsamlegum hátíðis- degi verkalýðsins helgaðan al- Þess var ek'ki að vænta að á íslandi yrði efnt til mótmæla árið 1890. Hér var verkalýðs- stéttin fámenn og óskipulögð.. Fyrsta íslenzka stéttarfélagið — Prenta.rafélag'ið gamla — var að vísu stofnað árið 1887, en áfíð 1890 vár það f andarslitnjn- um. Hér var engin verkalýðs- hreyfing fyrir hendi til að taka undir samþykktir alþjóðasam- bandsins og það er fyrst eítir fyrri heimsstyrjöldina að farið er að minnast 1. maí hér á landi- En fregnir af því sem var að gerast út í hinu.m stóra heimi bárust til Islandis. Að vísu var á þessum árum lítið skrifað um verkalýðshreyfing- uma í íslenzk blöð, en 3. maí 1890 gefuir að líta eftirfarandi frétt í vikublaðinu ísafold: „Verkamenn og sósialistar: Samkvæmt ályktun á alþjóða- fundi sósíalista í París í fyrra (15. júlí) skyldu verkamenn allra landa gera minnilega við sig vart 1. maí 1890, eða ann- an dag í þeim ínánuði. Áformið mun hafa verið, að byrja alls- herjarverkföli hann dag, og á því hafa sósíalistar Belga iengst klifað. Víða hefir verið failizt á, að sranga frá verkum þann dag, hvað sem hver segði. halda ræðumót o,g gera þar ávörp og lýðsamþykktir, ganga í prósess- íum. æg.ia „stórborgurunum" og svo frv.“. 14. júní samia ár birtir blaðið síðan frásagnir af verkamanna- hreyfingunurn og aðgerðum þeirra 1. maí. Fjallar sú girein einkum um Trades Unipns if'und í Hyde Park þaran 4. maí og^ skýrt frá orðaskiptum þar. Islenzkir blaðalesendur, hafa því getað fylgzt með fyrir 80 árum, þegar verkalýðshreyfing- in hóf baráttu fyrir 8 standa vinnudegi um allan heim. En hér á landi skorti forsendumar — hér var aðeins örlítill vísir að verkalýðsstétt og fátt um stórborg'ara til að ægja. 1923 á Íslandi 1 rúm fjöru'liíu ár eða frá því 1923 helCur 1. maí verið haldimn „liátíðlegur" hér á landi. Ávörp dagisins og' kröfugöngur hafa nú unnið sér hefðbundin florm. Þeir sem elcki þek'kja til braut- ryðjendastarfs verkalýðslireyf- ingarinnar í sambandi við 1. maí líta gjarnan á daginn sem hátíðis- eða frídag og kröfu- gönguna sem eins konar storúð- göngu. Skammt er síðan einn forví'gismaður st'éttarfélags í Reykjavík sagði í 1. maí ræðu á Lækjartorgi að leittværi, að dagurinn væri ekki skipulagður á sama hátt og sjómannadagur- inn, en öllum k-röfum skyldi sleppa. I dag virðist verkalýðs- hreyifingin sinna þessum kröfu- degi heldur lítið því aðeins er vika síðan undirbúningur undir 1- maí kröfugönguna í Reykja- vfk hófst. Þó skyldi maður ætla að einmitt f ár væri hið upprunalega eðli dagsiras — það að sýna andstæðingnum styrk- leika sinn — brýrana en oft áður. Stofnunin Fraankvæmd 1. maí er enr eitt dasmið um það, hve verka- lýðshreyfingin er að þróast í þ; átt að vera stofnum en ekk lifandi félagS'hreyfing — o; stöðugt að samlagast meir þjóð félagsstpfnuninni. Án lifand hreyfingar og baráttukraft. verða kröfur dagsins — krafai um mannsæmandi kaup fyrir stunda vinnudag — ekki bornaj fram til sigurs. Því er verkalýðshreyfingunn nú hollt að minnast brautryðj endanna og þeirra fórna, sen orðið hefur að færa til þess a. kröfuim verkalýðshreyfingarinn ar sé sinnt og að alþýðan un alilan heim geti flylkt liði of sýnt samtakamátt sinn á hin um alþjóðlega baráttudegi stétt ariranar 1. maí. fslenzk frímerki ný og notuð kaupir hæsta verði RICHARD RYEL Álfhólsvegi 109. — Sími 41424. — (Bezt á kvöldin) T résmíðaþ jónustan veitir húseigendum fullkomna viðgerða- og viA haldsþjónustu á öllu tréverki húseigna þeirra ásamt brevtingum og annarri smíðavinnu úti sem inni - SÍML 41055 AÖ ganga stórborgurunum þjóðlegum samhug stéttarinnar. Þeirrar viðleitrai varð einkum vart innan alþjóðasambandsin.s, en rótbtækari armur þess bélt á hinn bóginn uppi kröfunm um að þann dag ætti að sýna afl verkalýðsstéttarinnar og sýna skyldi borgarastéttinni í tvp heimana- I mörgum löndum lét verkalýðshreyfingin undan síga og færði kröfugönguna frá 1. miaí til fyrsta sunnuda.gs í maí og lögðu þar með alisherjar- verkfallið á hilluna. Þannig er bað eran þamn dag í dag í Bretiiandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.