Þjóðviljinn - 10.08.1969, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.08.1969, Blaðsíða 4
4 — I>JÖÐVILJIIÆN — PiiinrmriiaigHM’ 10. ágúsit íasa. — málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandi: . Otgáfufélag Þjóðvlljans. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórl: Sigurður V. Friðþjófsson. AuglýsingastJ.: Olafur Jónsson. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Siml 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 150,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10,00. Skaðvaldur i þjóðlífinu þaS er trúaratriði ríkisstjómar Bjama Benedil^ts- sonar og Gylfa Þ. Gíslaisonar að hver gengis- felling sterlingspundsrns hljóti að leiða af sér gengisfellingu íslenzku krónunnar. Reynslan sýn- ir að þeir félagamir í ráðherrastólunum telja lít- ið að gert að fella krónuna sem svarar gengisfalli sterlingspundsins, heldur verður íslenzka gengis- fallið að. verða miklu meira, fall enska gjaldmið- ilsins notað sem skálkaskjól til stórkostlegrar til- færslu fjármuna á íslandi. Efnahagssérvitringar ríkisstjómarinnar léku þann leik að reikna' út upp á brot úr prósentu hve miklar gengislækkanimar „þyrftu“ að vera, með ársmillibili, og mikið má vera ef þeir eru ekki teknir til við tölvur sínar. til að finna „vísindalega" hve mikil gengislækk- unin ætti að verða nú í sumar, kannski eftir nokkra daga. Og það er starfsaðferð ríkisstjómar íhaldsins og Alþýðuflokksins að hverri gengis- lækkun fylgi stórárás á alþýðu manna á íslandi, lífskjörin og réttindin sem verkalýðshreyfingin hefur unnið með harðri baráttu. í' H ■ . ' yið báðar hinar stórfelldu gengislækkanir sem ríkisstjómin og flokkar hennar framkvæmdu með árs millibili hefur fylgt samfelld áróðurs- síbylja um blessunarrík áhríf þeirra á atvinnu- vegina og atvinnulífið. Ráðherrarnir og efnahags- sérvitringar þeirra hafa skrifað grein eftir grein, flutt ræðu eftir ræðu, með þá afsökun sem aðal- efni. Öll þjóðin veit hvernig þeir spádómar og út- reikningar efnahagssérvitringanna hafa staðizt. Stórkostlegt atvinnuleysi varð* hlutskipti íslend- inga veturinn sam leið, mikið atvinnuleysi hefur haldið áfram í allt sumar, þann árstíma sem ís- lendingar hafa jafnan talið aðalbjargræðistíma þjóðarinnar, og útlit er fyrir enn geigvænlegra at- vinnuleysi á vetri komand'a en á liðnum vetri. Þannig hefur stjórnarstefna íhaldsins og Alþýðu-' flokksins leikið þjóðina, enda munu flestir þeg- ar hafa fengið nóg af því stjómarfari, nema auð- braskararnir sem fengið hafa gróðafæri sín auk- in og margfölduð. J viðtali sem Þjóðviljinn átti fyrir nokkrum dög- um við Guðmund J. Guðmundsson varafor- mann Verkaimannafélagsins Dagsbrúnar, sagði hann m.a.: „Ef ekki verður gert stórátak og skipu- lagt í reykvísku atvinnulífi, og enn heldur fram sem horfir, óttast ég að atvinnuleysi verði meira næsta vetur en sl. vetur, þegar 700 Dagsbrúnar- menn voru atvinnulausir í Reykjavík“. Og Guð- mundur lauk viðtalinu með því að minna á að „ein höfuðorsök atvinnuleysisins eru of lág laun í þjóðfélaginu. Bágborinn kaupmáttur launa dreg- ur allt atvinnulíf, alla starfsemi niður á við, — unz kaupið hefur verið hækkað og gerðar um leið víðtækar ráðstafanir til þess að varðveita kaup- mátt þess varanlega.“ — Ríkisstjórn sém enn býst til árása á lífskjör fólksins er augljós skaðvaldur í þjóðfélaginu. — s. Myndin er frá óeirðunum í Battipaglia í vor: mennirnir standa á brenndiun lögreglubíL Einni lotu er iokið í samfelldri kreppu ítölsku hægriflokkanna Klufu hœgrikrafar Sósialistaflokk Nermis fyrir fé og tilstilli bandariskra aÓila? efniaihagsumlbætur væru fraim- kvaamidar í borginni; hid síðara Stjómarkreppunná á ítalíu er nú lokið, að minnsita kosti fyrst uim sdnn, með þxvl að Mariano Rumor' hefur myndiað miinini. hlutastjórn KristUegra dlemó- krata. Stjómarkr-eppan hefur verið bæði löng og erfið og vel þess virði, að rekja noklkuð nón- ar aödraganda hennar og orsak- ir. Stjómarkreppan hófst, er Sós- íalistafiakk u ri n n, oft áður kenndur við Nerjni, kliofnaði og hætti stjómarsamstarfi við Kristilega demókrata og Lýð- veldissdnna, siem er smáflokkur, og á aðeins sex sæti í fiulltrúa- deildinni en hefur haft áhrif langit fraim yfir þann þingstyrk sinn. Það voru hægrisinnar inn- an Sósíalistafioik'ksins, siem klufu og orisökuðu þannig faill hinnar svonefndu mið-vinstristjómar Ruimörs. Einmitt þegár hægri. menn höfðu fcngið öllum fcröf- um sínum framigengt, sipennti foringi þeirra, Tanassi heitir hann, tíogann af hátt. Fáeinium- fcljuíkikustundum síðar var stofn- aður hinn nýi floklkur hægri- krata, PSU eða Partito Sociaii- ista Unificato. Daginn eftir féll ríikisstjómin. Bandaríkjafé? Var þetta aðeins afleiðing af innanflokiksdeilum og stjómlist hægriaflanna innan fHotoksins ? Kannsíki það. en ýmislegt bend- ir til þoss, að annað og fleira hafi gripið íram í rás viðburð- anna. Fréttastoían AIRA heldur þvi fram, að bak við hegðun hægri- kratamna felist stjómmálaáæti- vm, sem ráðin hafi verið „á æðstu stöðum“, er Nixon kom til Róanaborgar. Takmarkið hafi verið það að þvinga fram á- stand, sem opnaðd ieiðina fyrir hreina hægristjóm, sem síðan myndd efna til kosninga í ,,við- eigandi andrúmslliofti“. Fyrstu yfirlýsingar hsegrikratanna virt- ust náfcvæmJega fylgja slíkri áætlun. Hið fcaþólska vikuiblað Mondo Domiani hefur birt fróðlegar upplýsingar um fjárhaigshlið þessara onála. Vissir bandarísfcir aðilar kostuðu „útgjöldin" við kliofninginn; gert er ráð . fyrir því, að þessi sambönd hafi náðst vestra, er háttsettur hægrikrati var þar á Cerðalagi í maí í ár. Allmörg ítölsk bilöð hafa haldið því .fram, að af hálfu Bandaríkjamanma hafi milli- gönguimoðurinn verið verkalýðs- foringi nófckur að nafni Vanni Montana. en hann var einmitt staddur í Róm, er stjómar- kreppan hófst. Montana er að sö'gn notokurs konar auglýsinga- stjóri ítölsk-amerísku vinmu- miðlunarskrifstafiumnar og líka Intemational Ladies Garmemt Workers. Viðbrögðin Fyrst eftir kilofninginn ríkti hik í röðum þairra leiðtoga, sam eftir voru í Sósíaiista- flokiknum. Viðbrögðin frá al- marmuim flokksfélögum tóku þó smátt og smátt að speglast í að- gerðum forustunnar. Hinn nýi filokksritari, De Martino, og hin nýja flofcksforusta, leggur í rfli- ara rnæli en áður áherzlu á hina sósíaiistísfcu hefð flokks- ins, en þó -er hiinm svonefindi „sentrismi" enn ríkur með flokksforustunni: i viðræðunuizn við Saragat forseta var slag- orðið: Engin hreánlkristileg stjóm — engin alþýðufylk- ing — en snúum aftur til mið- vinstrisamvinnunnar. ^ . Svipuð viðbrögð hafa sézt viðar í hinuim einstöku flokks- dedldum. Þrátt fyrir þetta hefur lífeþróttur flokiksins reynzt mestur, meðan hanin starfar í einingu annarra vinstriafila. Kaþóiskir Á þingi Kristilegra demnó- krata, sem nýlega yar haldið, var staðan þessi: Ca. 40% studdu hægri anmánm (Doroteo- hópinmi), sem ræður flokknum og ríkisstjórninni. Ca. 18% studdu vinstri arm fflofcksins, 12% hina hægíara umbótasteínu Moros og að lotoum 15%, sem stud-du Fanifani. en hópur sá, er hiamm leiðir, damsar einhvers- staðar á millli hægri anms flokiksdns og Moro-manna. — Eru þá ótaldir smáhópar innan flotoksins yfirleitt hægrisinnaðir. Það athyglisverðasta varhins- vegar það, að nú íéngu frjáls- lyndari ö-fl fiofcksins í fyrsta sinn raunveruleiga pólitíska stefnuskrá inieð þin-griæðu Mor- os, og höfðu þanmig um 30% atfcvæða fflokksþinigsins bafc við sig. .. Á fyrstu dögium stjórmar- kneippunnar lét vinstri armur flokksdns allmjög að sér kveða. I hinni nýju flokksforustu féll formannsstaðan vinstra anmin- um í sfcaut, en hægri ammiurien hélt þó hinni snöiggtum mikil- vægari aðailritarastöðu. Og nú var svo að sjó, sem vimstri arm- urinn heÆði látiö snúa á sig. Sliifct hefur áður gerzt; hinn kaþólski vinstri arimur virðist eiiga erfitt með að láta verulega að sér fcveða. Kommúnistar Komimúnistar hafa lýst Stefnu sinni imieð þrem orðum: Að- gerðir, árwejlvni, eimdng. Þeir reyna að ná sem víðtækastri samstöðu vinstri aiiilanna, hafa gát á þeim breytingum, sem verða kunna og reyna að sækja fraim en forðast óþarfa ögranir. Slík stjórmlist á meðal annars rætur að rekja til atburðanna í suður-ítalska bænum Battipagl- ia í vor, en þá reyndi afturhalid- ið að tala uim uppreisn cg „minniháttar borgarastyrjöld“, til þess að skapa taugaveitolun-. arsiteimimningu og fá fram átyllu til þess að krefjast „styrkrar stjómar“. Þessu var svarað með því að krefjast þess. að lögregl- am væri afvopn-uð meðan á rnótmælafundum stæði og að haföist fram. Einræðisöflin Enn hafa emræöisöflin ekki beitt sér svo móög opinberlega. öfgafyllisitu bdöðrn, sem sum eru niær fasístísk, birta þó hvatn. ingarorð í þessum stSll: „Þjóð- leg æska! Senn rennur þinn dagur!“ o.sfrv. o-s.frv. En þó til- tölulega sé kyrrt á yfirborðdnu, sannar sl£kt ekid neitt. I stjórm- arkreppumni sumarið 1964 var einnig allt „kyirt" á yfirborð- inu. Það var ekki fyrr en síðar, sem í Ijós komo, hvað verið haföi í bígerð. Þessi „kyrrð“ sýnir þó edtt, niefndllaga það, hve erfitt það er að komasit að „grísfcri lausmi“ á viamdamólum borgaraflokkamna / itösltou- Klofnin gsstarfsem i hægri kratanna reyndist ekki nægileg, að minnsta kosti ékki í fyrsitu umferð. Framtíðin Enda þótt miinmihluitastjórn hafi nú verið komið á Bagigim- ar, eru veður öil válynd í ít- ölskum stjórnmálum, og nán- asta framtíð mun ednkennast af nýjum fjöldahreyfimgum. Nú í haust falla úr gildi kaupsamn- ingar fimm miljóna bezt skipu- lögðu og baráttureyndustu verkaimianna á ítalíu. Fjölmörg vandamál fcrefjast úrlausnar. Það er fcrafflzt um- bóta.iog þær úthei-mta það, að fjöldinn leggi f-ram krafta sína. Ei-ns og Ö-ruce Renton reit ný- lega í „New Staitesman“: ,,Mið- vinstriformúlan hefur reynzt ó- hæf, og kristileg „sumarstjóm" er jafh ófær um það að bjarga málunum. Nýjar þingkosningar leysa ekkd endilega vandamn. Kommúnista-r leggja það í vana sinn að auka þinigmannatölu siína við hverjar kosningar, og það er eniginn vafi á þvi, að enn einu sinni munu þeir hirða ný sósíalistaatkvséðá“. Og Renton kemst að þeirri niðurstöðu, að ekki sé unnt aö myoda trausta stjóm á Ítalíu í andstöðu við komimúnista. ♦ ( — þýtt) \ J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.