Þjóðviljinn - 20.09.1969, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.09.1969, Blaðsíða 5
Lautgaxdagur 20. september 1969 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA g Leikfélag Reykjavíkur: Eðnó-revían Leikstjóri: Sveinn Einarsson Eins og öllum er kunnugt sýnir Leikfélaig Reykjaivíkur revíu um þessar mundir og í íyrsta sinn, hin vinsæla lisit- grein var áður í hönduim sér- stafcra leikflokka Fruimsýningin var á föstudagskvöld, þann 11. septemlber, en gaignrýnendum ekki boðið fyrr en viku síðar; rétt er að drepa á þessa stað- reynd veigna þess aö hún onun einsdæmii. Reviian er eiilaiust öllu framar flutt til þess að hressa ofurlítið upp á fjárlhiag- inn og það ætla ég sízt að lasta; hún á vaifalausit efltir að njóta miki'liar aðsóknar og vin- sælda, þótt umsagnir í blöðum kunni að verða á ýmsa lund eins ög gengur. En 'annað ber til. Saga revi- unnair ísienzku er haria löng og litrfk. orðin og fonm hennar tiðast annað en gerist imeðal er- lendra þjóða, Blómaskeið sitt lifði hún á áratuignuim eftir heimsstríðið fyrra, þá voru sýndar „Spánskar nætur“, „Haustrigningar", „Eldvígsian" og, „Títuprjónar", svo þær helztu séu nefndar. G'lens þetta var auðvitað ekki hafið yfir gagnrýni, síður en svo, en náði ótrúlegri hylii landsmanna, enida voru söngtextamir margir listilegia samdir, ófáir ísmeygileiga fyndnir brandarar komust á hvers manns viarir. Síðar hólfst long og nærri' átak- anlega ömurleg hnignunarsaga og hrörnunar — að þvú ég bezt veit andaðist revían íslenzka loks í Sjálfstæðisihúsiniu í des- emiber 1961 og hlaut fremvur ömurlegan dauðdaga. Reykvík- ingar hafa allitaf safcnað rev- íanna .gömlu og því sainnairíega Ipfsvert er I/eikCólagið reynir að vekja þœr til nýs lifls, fylla í ,ófuHt ,og- opið skarð. Én það tekst ekki til nærxi nlóigrar hlítar að þessu sinni að mínum skeikula dómi. Þvi mið- ur eru gamantmáli þessi of til- þrifalítil, bragðdaiulf, mergllítil og laus í reipurn, og stoortir þá safariku toírnni sem skiptir ihöf- uðmáli. Höfundarnir láta ektoi nafns síns getið, en eru sagðir bæði einn og átta eins og jóia- sveiriamir forðum, enda virðast þeir oftlega koma aif fjölluin. „Haifizt var handa að vinna þeissa sýningu, án þess að hafa skrifaðan staf milli hand- awna“, segir í leikskránni; það er aiuðwítað góð og aikunn að- ferð að fulllíamna .verkið á sviðinu smám saiman, en cÆ lanigt má ganga í öllu. „Iðnó- reivíuna“ skortir fyrst og fremst fyndinn, imergijaðan og hnitmið- aðan texta, skipulag og festu, skeytin em yfirieitt bitlaus og geiga hjé marki. Höfundamir gæta þess vandlega að hneyksla engan né móðga, hvoriki stjórn eða stofnanir, einstaklinga eða flökika, en öllum er hoillt að vera stungnir með títuprjónum einstaka sinnum; „Þetta er ein- tómt grín, biessiuð elskan min, það var ekki meint til þín“ eru eintounnairorð ledksins. Engum sem, á hann hlýðir gebur lil huigar komið að við búum við rotið þjóðlfélag og margháttaða spillingu; en nóg um þá hluti að sinni.. Revían greinist í tvo þætti, og er annar saigður í gömlum stíl, h,inn í nýjum; en munur- inn raunar sáraiítill. Fyrri hlut- inn nefnist „Þjóðarskútan eða Suður uim höfin“ cg gerist á Áróra Ilalldórsdóttir og Margrét Ólafsdóttir í hlutverkmn. Revían: Guðrún Ásmundsdótir, Jón Sigurbjörnsson og Péur Einarsson. skipi; þjóðin er á leið til Ástral- íu. Ferðalöngunum em gefin nöfn fyrir síðasakir, en um saimfellda sögu alls ekki að ræða eins og stundum í revíun- um gömilu. Sá síðari er kallað- ur „Þjóðvarpið eða Binn daigur í eðilegum litum“, og er g'óðlát- legt skop um sjónivaipið is- lenzka. 1 báða þættina vantar vemlegt líf og f jör og gáska, þó að einstaka skemmtileg atriði megi finna. Söngtextarnir em tuttugu og tveir talsins og aðeins fjórir birtir í skránni; ódíklegt þykir mér að þeir verði þjóðinni miinndsstæðir. Flestir virðast þeir ortnr af einuim manni vel baigmiæltum og að braigkumnáttu hans ekkert að finna; í ann- a,n stað á hann ekki til nægt ímyndunarafl og kímnigáfu. Aðrir em amibögulegir í meira laigi og stuðlar og áherzlur rangar, ekki sízt þeir sem Ómar Raignarsson syngur; og rakinn leirburð einnig að finna. Bg efast ekki uim að Sveinn Binarsson hafi laigt mikla aiúð og vinnu viö leikstjórn sdna og alla skdpan mála, en hinn lé- legi texti er honum sýniliega fjötur uim fót.. Sviðsmyndimar tvær em verk Jóns Þórissotnar, hins unga og efnileiga lista- manns, einfaidar í sniðum, en ekfci smekfclegar í litum og lín- um að sama skapi, einlkum í fyira þætti. Hann sá einnig um búningana — þedr em raunar nokfcuð fábreyti'legir þar eð leikendumir skrýðast yfiríeitt prjónafötum dökbláum, en undantekningamar sýna að Jón er tvímælalaust efnilegur mað- ur á því siviði. Lögin em yfir- leitt vel valin, sum ný a£ nál- inni, önnur gaimiir kunningjar er láta vel í eymrn. Magnús Pétursson æfði tónlistina og leikur undir og gieirir áreiðan- lega skyldu sína. Lilja Hall- grímsdóttir sá um dansana, en um eiginlega dansa er reyndar hvergi að ræða, þótt ómissandi séu í hverri revíu. Atriðin eru að sjálfsögðu haría misjöfn og sum ósköp óyndisleg; íþróttaþeettimir í sjónvarpinu til að mynda ótví- rætt víti ti'l vamaðar. Kynferð- ismál ber auðvitaö á góma, en revían ótrúlega siðsöm og gam- aldaigs í þeim efnum og hefur þó margt gerzt síðan „Spánskar nætur“ sáu dagsins Ijós fyrír meira en hálfri öld. Gott dæmi er það þagar Kjartan Ragnars- son er að því spurður hvort hann hafi séð sænskar fcvik- myndir; pilturinn sivarar engu, blóðroðnar og hleypur í felur. Eins og að lífcum lætur ber miálefni dagsins mjög á góma, en mieðferðin tíðast hversdags- leg, vatnsborin, hugmynda- snauð og kemur engum á ó- vart. Loks er skylt að játa að ein- staka atriði þóttu mér vel sam- in og sikemmitileg og til þess fallin að vekja almenna á- nægju í salnuim í höndum góðra leikara, en á þeim er enginn hörgull í Leáíkfélagi Reykjavík- ur. Eflaust sýnist sitt hverjum; en mér þótti mest koma til hinnar uppreistargjömu og ó- stýrilátu skólastúlku Guðrúnar Ásmundsdóttur. Textinn er sæmilega úr garði gerður, en mest vert um frábæra túlkun leifckonunnar; Guðrún átti ýms- um öðrum skyldum að gegna eins og leikendumir allir, tólf að tölu, og vaæ jafnan til prýði. Fræg söngrödd, myndug- leiki og kímnigáfa Jóns Sigur- bjömssonar kom líka að glóð- um notum. Söngur hans er i sérflokki, og fræðilegt erindi uppgjafabóndans flutti hann með sönnum ágætum, þó að textinn væri ekki sérlega fynd- inn í sjálfu sér. >á er Sigríð- ur Hagalín í fremstu röð ledk- endanna, mjög aðlaðandi og spauigsöm og fór meðal annars forkunnarvél mieð söng villi- miinksins. Guðmundur Pálsson er í öllu ágætur veðurstoflu- stjóri, en þátturinn um veðríð var eitt af beztu atriðunum, og það sópaði líka að hcnum sem stéttvísum trésmið á leið til Málmeyjar, þó að þátturinn um verkalýðsmálin væri raiunar bragðlausarí en skyldi. Steándór Hjörleifsson flutti mjög sköm- lega ræðu um íslenzk skaitta- iruál, en hafði eins og fleiri allt- Framhald á 7. síðu. VINSTRI VILLUR 0G HÆGRIAGI Það voru kosningar í Nor- egi ekki afc fyriæ löngu. Sigmr Verkamiannaflokksins er auðvitað ánæigjuiefni, en þó ekki að ráði: firéttaskýrend- um virðist nefnilega kwma saman um það, að svotil eng- inn munur hafi verið á miáilia- tilbúnaði borgaraflokksins og Verkamannaflokksins, og til hvers er bá verið að juða þetta, Gvenduir? Það var hinsvegar leiðinlegt að Sósí- alíski alþýðuflofckurinn, SF, skyldi tapa fylgi og þingsæt- um sínum báðum. Því SF hefur vorið firóðleig tiliraun til að skapa lifandi og hressilega sósíaliísba hreyfingu til vinstri við sigildan kralisma — en þar þurfa menn helzt að halda sig eigi þeir ekki að forpofcast fyrir aldur firam. SF-menn hafa haldið skemmti- lega á sósíalískum málflutn- ingj og blað þeirra, Orienter- ing. orðið íslenzkum sósíal- istum mörgum til fróðleiks. En SF rataði í innbyrðis deilur heldur en ekki ha.t- rammlegar. Ein afleiðingin var t.am. sú, að æskulýðs- deild flokksins fór i fýlu. skellti hurðum og laeði það eitt til kosninganna að ganga fyrir hvers manns dyr og hvetja til að sitja heima. Hér var semsagt stundað það hreinlífi í róttækni sem lítur á kosningar sem borgaraleg- an óþverra, aðeins. Eittbyað af svipuðum toga á sér alltaf öðru hvoru stað í sósíalískri hreyfingu, í verklýðshreyfingu, þetta er ekki ný bóla. Sjálfir féla'gs- hyggjumennirnir virðast vera einstaklingshyggjumenn öðr- um fremuir, fari eitthvað úr- skeiðis hættir þeim ti'l stórra móðgana, til að berjia í borð og fara — í fýlu. Dæmin get,a verið sitór og smá: einn litur daigblað ekki réttu auiga afi því að honum finnst að í því sé of hallað á Rússa. annar fúlsar við sam,a málgaigni af • því að Rússum sé þar ekki formælt nógu hiressilega. Sá þriðji er ekki samferða nema verklýðshreyfingin sé tekin duiglega í karphúsið. hinn fjórði telur sama aðila aldrei sýnd nógsamleg tillitssemi. Sumir haifa mestar áhyggjur af Maó oddvita, aðrir af út- gerð úti á landi. Auðvitað er allskonar skoðanaágrein- ingur óumflýjanlegur meðal sósíalista og vinstrimanna af ýmsum gerðum. En vandinn er sá sem fyrr segir, hve harkalega mönnum hættir til að bregðast við firávikum og villu firænda sinna á vinstri arrni þjóðlífsins; ástríður rísa á stundum svo hátt að mað- ur er öldungis gralliaraliaus. Ekki sízt af því, að manni finnst oftast að þetta fræga keisaraskegg sé á diagskrá öðru firemur, en ekki það sem mestiu sikiptir í bráð og lengd. \ /issulega eru hér miargir V leiðindapúkar á kreiki, sem enginn á einfcarétt á: yf- irméta sj álfsdýrfcun, ellegar þá sú tegund af trúhneigð sem vill helzt lofca sig inni með Sannleifcann sjálfan, jaínvel gæta þess vandlega að of margir fái ekki að hnusa af þeirri gersemi. Eða þá persónulegt nagg — að ó- gleymdri hennar hétign, mannlegri heimsku, sem all- staðar er nálæg, enda eina yfirnáttúrlega fyrirbærið í heiminum, eins og Brandes gamli sagði, Allt um það: þetta ©r að sjálfsögðu hindr- un því í vegi að menn tali saman um hvað sem er af skynsamlegu viti. Og hvort þær harmatölur eru rafctar lengur eða skernur, þá er það augljóst mál, að srtterfcar mið- flóttatilhneigingar eru algengt fyrirbæri meðal vinstri afla — og að því er virðist yfir- leditt sterfcari en hjá þeim borgaralegu, hjá hæigri flokk- um. Enda stæra þeir sig af, og telja sig hafia efni á að hlæjia að þessum viristri aum- ingjum, sem „aldrei geta hald- ið sár samari, eins og einn Alþýðuflofcfcsframbjóð- andi sagði fyrir síðustu kosn- ingar (hann bafði sjálfur góða þjálfun í „að halda sér samian“, blessaður maður- inn). En það er ekki jafnvíst að hlegið sé á réttum for- sendum. „Einstaklingshyggja“ á vinstra armi, svo bölvuð og heimskuleg sem hún getur verið, á sér nefnilega ekki að- eins neikvæðar forsendur að mínum dómi. Hafi menn á annað borð stigið það skref að gerast sósíalistar þá hafa þeir um leið, ef alvara fylgir, sagt skilið við þann ramma sem þjóðfélagið setur þeim á hverjum tíma, þeir hafa tek- ið upp að verulegu leyti nýtt, mat á hlutunum. Þetta er á- kvörðun sem munar talsvert um, og ekki nema von að mönnum sjálfúm finnist tals- vert til hennar koma. Þeir hafa því sterkar tilhneig- ingar til að halda fast við sinn skilning á sósíalisma, veirkalýðsihreyfingu og hverju einu og eru eintoar viðkvæm- ir fyrir því, að ekki sé vik- ið frá þeim skilningi meira en góðu hófi gegnir. Um ledð er sósíalismi ekki gefinn hlut- ur, hann er eittbvað sem er í mótun og sköpun bæði í kenningu og framkvæmd — það er því í hlutarins eðli að viðhorfin verða ærið mörg við vanda hvers tíxna. Sú sundirungariiætta, sem ný mál á dagskrá geta vakið upp, er í senn jákvætt fyrir- bæri og neikvætt: Jákvætt að þwí leyti að menn tafca sjálfa sig alvarlega, vilja efcki gleypa fyrirhafnarlítið hvað sem að þeim er rétt, neikvætt að því leyti að menn festi sig svo í eiigin „baimaitrú“ að þeir verði ófærir um að tatoast á við ný vandamál. Þessi fyrir- bæri etru því bæði styrkur sósíalískri hreyfingu og veik- leiki: ágreininguir getur bæði komið í veg fyrir að hreyfing staðni og dregið úr krafti hennar. En hvað þá um hægna Hð- ið? Fáum dettur víst í hug að pólitísk samheldni þess sé öli þar sem hún er séð: menn éta hver annan af beztu lyst í Glæsivallarpartí- um fjénmálalífs og pólitísks lífs. En það er einkum tvennt sem auðveldar pólitiskri for- ystu hægri manna mjög það verkefni að balda saman ó- samstæðum og sjáltfum sér sundunþykkum hójri. í fyrsta ilæjuks^if [PO^'lFOlLtL lagi starfar hún á vettvangi borgaralegs þjóðfélags, er fulltrúi þess — það er því ekki um það að ræða að stoapa eitthvað nýtt, breyta gerð samfélagsins. Pólitísk framtíðarkenning, svo ekki sé talað um hugsjón, er því næsta lítið á dagskrá — og deiluefni þeim mun færri. Annað er, sem enn meiru skiptir: hin pólitíska forysta hægriliðsins hefur jafnan dá- góða svipu á alla þá geml- inga, sem léta sér detta í hug einhverja óþægð á gresj- um stjómmálanna. Hún hef- ur þau undirtök í yfirstjóm ríkis og atvinnulífs, í lána- stofnunum og öðrum valda- stofnunum að hún getur auð- veldlega barið menn til hlýðni — jafnvel áður en víxlsporið er stigið. Sú ein- ing sem hún heldur við er eining óttans. Og það þarf etoki langt að faira eft.ir dæm- um fremur en endranær. Sálnahirðar hins íslenzka hægriflokks þurfa t.a.m. ekki að setja gaddastígvélin á villutrúarhundinn. Það nægir yfirleitt fyllilega að leyfa honum að gægjast inn í písl- arklefann. Árni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.