Þjóðviljinn - 28.09.1969, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.09.1969, Blaðsíða 5
Sunnudagur 28. septetrrrber 1969 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA SJ Rœtt wð cand mag. Helgu Kress um GuSmund Kamban, lif hans og list „Kalinn ó hjarta þaðan slapp éq' ★ Einu sinni fyrir langa löngu hrundu búandkarl- ar íslenzkir fleyjum úr vör og héldu á vit nor- rænna þjóðhöfðingja. Með gjöf Óðins, skáidskapnum, slógu þeir á viðkvæmustu strengi í brjóstum þeirra og öðluðust fyrir. bragðið fé, frægð og frama. ★ Og þegar kolbítarnir tóku að rísa upp eftir aldalanga áþján og þjóð- in var að vakna til með- vitundar um sjálfa sig, varð það enn á ný hlut- skipti þeirra, sem skáld- skapnum vildu þjóna, að freista gæfunnar í fram- andi löndum. En öldin var önnur, og torleiðið meira en þá er konungsdrápa ein tvítug var trygging gulls og góðra steina. Sumir fóru bónleiðir til búðar, öðrum vannst ekki aldur til að ná markinu, en ýmsum tókst þó að klífa þritugan hamarinn ogafla sér frægðar og frama, enda þótt lukkan reynd- ist stundum ögn tindil- fætt. í þeim hópi voru þeir Jóhann Sigurjónsson, Gunnar Gunnarsson og Guðmundur Kamban. AFSKIPTUR í BÓKMENNTASÖG- UNNI —- f»að var í rauninná þessi skáldaútfLutn in gMr á 20. öld, sem vatoti fyrst áhuga minn sem nannsóknairefni, og ég hafði í huga að sfcrifa kiandí- datsprófritgerð rnína um hann. En ég komst brátt að naun um, að þefita yrði .aiEtof yfir- gripsmikið verkefni, sivo að ég ákvað að snú,a mér að Kamiban svo tdl einvörðungiu, — segir Hélga Kresis, nýbaikaður cand. rnaig. í íslenzkum fræðum, en prófritgerð hennar: Guðmjund- ur Kamban, æsbuvenk og á- deilur, kemur út í tímaritinu 6tudda Islandioa efitir ánamót- in. Helga er sjöunda konan sem lýkur • þessu prófi. Jafnhliða náminu hefur hún situndiað kennslu vdð menntaiskólia og heimilisstörf, og þar sem öllu prófiamstri er nú lokið, getur hún með betri samvizku fairið að sinna jiarðbundnari viðfangs- efnum en skáldskap Guðmund- ar Kambans og hversdiagslegri á íslenzkian kvarða, því að nú eru þau hjón í óðaönn að byiggja. En það látum við nú liggja milli Muta að sinni, og snúum okkur að Kamiban og síkáldbræðrum hans íslenzkum, sem ólu lengstan aldiur sinn í kóngsins Kaupinhafn. — Að Guðmundur Kamban vairð frekar fyrir valinu hjá mér ©n einhver annar af ís- lenzku rithöfundunum í Kaup- miannaihöfn, heldur Heiga áfram, var meðfram sökum þess, að mér finnst hann hafa verið afskiptari í bókmenntasög- unni en til að mynda Jóhann Siguirjónsson, sem hafa ný- lega verið gerð góð skil í bók Heiga Toldberg. Raunar hefur mjög lítið verið sfcrifað um ís- lenzk skáld 20. aldar, og þá helzt af útlendingum, en þeir, sem hingað til hafa útskrifazt úr íslenzfcum fræðum við Há- skólann hafa flestir sótt efni- við sinn til liðinna alda. — Þótt ritgarð mín fjialli að langmestu leytd um Kamban og verk hans, fer ég í upphafi nobkrum orðum um önnur ís- lenzk skáld í Kaupmannahöfn á sama tíma. rek feril þeirra í stórum dráttum og leitast við að sýna fram á helztu orsakir þess að þeir leituðu út fyrir landsteinana og tóku að semja verk á dönsku. Það hefur ver- ið mikil þrekraun hjá þessum ungu listamönnum að rífa sig upp með rótum, setjast að í framandi umhverfi, temja sér að skrifa á erlenda tungu, koma sér á framfæri, og jafnvel öðl- ast nokkra frægð. Frá fslandi andaði oft að þeim köldu úr ýmsum áttum, og þeir urðu að \ þola að vena kallaðdr föður- landssvikarar, en orsiakir þess að þeir flúðu lamd, voru að mestu eða öllu leyti þær að hér var síður en svo lífvænlegt fyrir þá, sem vildu helga sig skáldskap. Og í þessu sam- bandd nægir að minnast Stef- áns frá Hvítadial, en einsfök skáldskapargáfa bans varð bú- skaparbasli að bráð. En þessir útlagar reyndust þjóð sinni tirúir, eins og flest skáldverk þeirra sýna. Raunar fer Kaimfo- an aðrar brautir á tímabili og fjallar um alþjóðleg viðf'angs- efni en hann snýr sér aftur að íslenzkum viðfangsefnum, og hafði óefað í hyggju að snúa heim, er lát bans bar að með svo voveiflegum hætti sem flestum er kunnugt. ÞETTA VAR EINS OG PÚSLUSPIL — Hvamig hagaðirðu efnis- öflun og undirbúningsvinnu? — Ég byrjaði að sjálfsögðu á því að lesa öll rit Kambans, aftur á bak og áfram, og því nasst tók ég til við að safna heimildum um líf hans og verk þar sem þær var að finna á víð og dreif í bókum, blöðum og tímaritum. Á Landsbókia- safninu er til nokkuð góð spjaldskrá yfir efni í íslenzk- um blöðum og tímaritum, svo að ég þuirfti ekki að eyðu mikl- um tíma í óþarf'a leit að ís- lenzkum heimildum. Þeigar ég hafði viðað að mér tiltæku efni hér, hélt ég til Kaup- mannahafnar í leit að heimild- um um líf og stairf Kambans þar. Til þeirrar farar fékk ég styrk frá Danslk-íslandsk fond, og í Kaupimanna- höfn dvaldist ég í mánuð. Ég varði mestum tíma mínum í biaðalesstofu háskólabókasafns- ins við að fletta blöðum. En mér varð nú ekki eins gott til fanga þar og ég hefði kosið, því að þótt undarlegt megi virðast, er þar ekki til nein skrá yfir bókmenntaleigt efni í dagblöðum eftir 1918. Mér brá að vonum að sjá, hvað Danir, frændur vorir, voru iangt á eftir okkur á þessu sviði bóka- safnsmála, og spurði hverju þetta sætti, þv íað ég vissi að siák- ar sknár voru þarna til um verzlun, íþróttir o.fl. Háskóia- bófcavörðurinn svaraði því til, að hann hefði aldrei fyrr orð- ið var við að nokkur hefðd á- huga á því, sem skrifað væri í blöð um bókmenntir og leik- hús. Nú, þá tók ég það til bragðs að leita upp á eigin spýtur að greinum og ritdóm- um um Kamban, og í fyrstu var ég svo bjartsýn að ætia að fletta öllum Kaupmannaihafn- arblöðunum frá árum Kamb- ans. Ég bað fyrst um ángiang- inn 1919 af Beriingske tidende, en mér féllust alveg bend- ur, þegar mér voru sýndar fjórar, svo stórar og þun-gar bækur, að ég gat alls ekki loft- að einni í einu. Ég sá fljótlega fram á, að það var óvinnandi vegur að haga verkinu eins og ég hafði ætlað mér, og ein- skorðaði mig því að mestu við Berlingske Tidende og Politik- en fram að 1935. í öðrum blöð- um leitaði ég svo einfcum í kringum útgáfutímia bókanna og frumsýningarda'ga leikrit- anna. Sumar greinar rakst ég á íyrir hreina tilviljun, og aðr- ar fyirir ábendingar góðra m-anna. Eins var mér mjög mikils virði að fá lánað safn af úrklippum hjá íslenzkum manni, sem vinnur það þjóð- þriíastarf að bjarga frá glöt- un greinum um íslenzk efni í erlendum blöðum, og ómetan- leg var mér aðstoð Gísla Jóns- sonar, bróður Kambans. Hann á uppi á háalofti hjá sér koff- or*t eitt, sem honurn var sent eftir lát Kambans og hefur að geyma mörg verka hans ýmist j. handritum eða vélrituðum eintökum. Gísli var svo elsku- legur að leyfa mér að fara yf- ir allt, sem í koffortinu var, og kom þar ýmislegt í ledtirnar. Þegar efnisöflun var lokið, raðaði ég þessu öllu siaman eins og púisluspili, og vann úr. Það kostaði nokkurra mánaða þrot- laujs heilabrot, en ritgerðinni skilaði ég svo í marz sl. Og blaðamaðurinn getur ekfci stillt sig um að bæta hér við, að ritgerð Helgu þótti mieð eindæmum góð, og féfck hún á'gaetiseinkunn fyrir. VIÐBRÖGÐ GEGN ÁTTHAGA- RÓMANTÍK — Og svo að við vindium 'okkur loks að Kamban sjálf- um, að hvaða leyti finnst þér hann ólíkur íslenztoum sam- tíð'amthöfundum sínum? — Hann er að flestu leyti mjög ó'líkur þeim. f fyrsta lagi hefur hann mjög sérstæða stílstefnu. Hann boðar að rit- höfundar eigi að skrifa talmól, og ríður á vaðið með nokkuð dönsfcuskotið mál, sem stingur í eyru, sérstaklega okkar, sem alin erum upp við miklu meiri málvöndun en tíðkaðist, þegar hann var ungur. Hann er þess- ari kenhingu sinni trúr fram á siðusitu ár, en gengur, þó að ýmsu leyti í berhögig við hana, því að í leikritum hans talar fóik í myndum og líkingum, sem það gerir nú ekki nema að litlu leyti í daglega lífinu. Kamþan er fyrsti íslenzki rithöfundurinn, sem skrifar um erlend málefni. Mér hefur dott- ið í huig að það séu viðbrögð gegn átithagairómantík skáld- bræðra hans, Jóhanns Sigur- jónssonar, Jónasar Guðlaugisson- Helga Kress. ar og Gunnars Gunnarssonar, sem féllu í svo góðan jarðveg hjá Dönum. Hann vill brjóta sér nýj'ar brautir, — vera hedms- borgari. Hann predikar nauð- syn eriendra menningar- strauma, vill að íslendingar leggi niður ýmsa siði og semji sig að útlendri tízku, t.a.m. takí upp ættamöfn, konur leggi niðuir peysuföt og gangd stutt- klipptar. Og að enn öðru leyti sker hann sig úr. Hann er hiug- sjónaskáld, fyrsta hreinrækt- aða hugsjónaskáldið í íslenzk- um bókmenntum, ef til vill að Einari Kvaran undanskildum. — Og hverjar eru hans helztu huigsjónir? — Á vissu skeiði boðar hann mannúðlega meðferð á glæpa- mönnum og nokkur rita bans fjialla beinlínis um það -efni. Berust er ádiedlan í Marmara. Þar fjiallar hann um mikils- virt'an dó.mara, Róbert Belford, sem lætur af embætti til að geta helgað sig aðalbaráttumáli sínu, breyttri refsilöggjöf og öðrum þjóðfélagslegum endur- bótum. Þar sem hugmyndir hans fara í bága við hagsmuni ýmdssa máttarstólpa þjóðfé- lagsins, og þeir telja hann hættulegan, ryðja þedr honum miskunnarlaust úr vegi. Ég tel að Oscar Wilde sé að sumu leyti fyrirmynd Belfords, endia hefur bann verið mjöig hrif- inn af honum. — Telurðu að hiugsjónir Kambans um refsimálin séu þá ef tdl vill áhrif firá Wilde? — Nei, alls ekki. Upphaf- lega er hugmynddn komin ann- ars staðar frá. Um það leyti sem Kamban dvaldist í Banda- ríkjunum voru refsimól þar of- arlega á baugi. Fangelsisstjóra nokkrum þar vestra, Osbome að nafni, hafði þá nýlega ver- ið vikið úr stairfi vegna um- bótatilrauna, sem bann bafði gert. í fangelsinu. Þebta varð tilefni til mikilla blaðadeilna. og sjálfur skrifaði Osborne bækur um umbótastarfsemi sína. Kamban hefur greinilega lesið þær og orðið þar fyrir miklum áhrifum. FANN VERK, SEM FALLIÐ VAR í GLEYMSKU — Hefurðu orðið vör við önnúr áhrif. sem Kamban kann að bafa orðið fyrir? — Fyrstu leikritin tvö, Hadda Padda og Konungsglím- an, eru samin í rómantískum anda Jöhanns Sigurjónssonar, og ég tel lítinn vafa á því, að Jóhann hefur hrint Kamban af stað. í síðari hluta Ragnars Finnssonar má finna talsverð tengsl við bandarísfct verk, þar sem fynrverandi fangi lýsir vist sinni í fangelsi. Og fleira smávægilegt mætti vitaskuld tína til. — Er hægt að sfcipa Kamban undir merki einhvenrar bók- menntastefnu sérstaklega? — Yerk hans frá hinum ýmsu æviskeiðum eru mjög ó- lík innbyrðis, og ég hef skipt þeim í fimm flokfca eftir efni og stefnu. Æskuverkin tvö, sem við höftum áður mdnnzt á, eru rómantísfcar þjóðlífslýsing- ar frá fslandd og njóta al- gerrar sérstöðu meðal verfca Kambans. Næst koma ádeilu- verkin, Marmari, RagnarFinns- son, Stjörnur öræfanna og Sendiherann frá Júpíter, en þau fjalla öll að meira eðia minna leyti um retfsimál, og einndig Vér morðingjar að vissu marki, en það snýst nú öílu fremur um hjónabandsmál eins og leikritið Hin arabísku tjöldin, og Meðan húsið svaf. f fjórða lagi eru verkin Skál- holt og Vítt sé ég land og fag- urt, en utanflokka er hins veg- ar 30. Generation, en þar er fjallað um ísland samtímans og erlend menningaráhrif. Að síðusitu eru gamianleikirnir Grandezza og Vöf, og með þeim má einnig telj'a leikrit- ið De tusend mil, sem ég raksit á í vélrituðu handriti hjá Gísla Jónsisyni. Þetta leikrit hefur aldred verið prentað eða leik- ið, svo að ég viti til, og hefur fallið í gleymsku. Það hefur fremur lítið bó'kmenntalegt gildi, en er merkiiegt að því leyti, að það gefur talsverða lýsingu á manninum Guðmundi Kamban og í því speglast að nokkru leyti þau vonbrigði, sem hann hefur orðið fyrir á líftfleiðinni. Leikritið fjallar um innantómt líf ddplómata og gæti vel haft að mottói Ijóð- línu Gríms Thomsen um veizl- urnar hjá Goðmundi á Glæsi- völlum: „Kalinn á hjarta það- an slapp ég“. — Þú hefur kannski fundið eitthvað fleira þaima í koffort- inu? — Þetta er . eina sjálfsfæða verkið, sem hvergi hefur kom- ið fram, að ég held, en ég fann nokfcrar endurritanir og viðauka, svo sem eftirspil við Oss morðingja, sem góðu heilli hefur ekki verið leikið en þar er m.a. greint frá því hvort Norma var trú eða ótrú. Nei, ég ætla ekkj að Ijóstra upp því leyndarmáli núna, — seg- ir Helga hlæjandi. — Ef ein- Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.