Þjóðviljinn - 02.12.1969, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.12.1969, Blaðsíða 6
1 g SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 2. desember 1969- Haukur Helgason: i EFTA-samningsins Efnahagsstafnun Evrópu — OEEC var komið á fót árið 1948. Að stofnun þessari stóðu 18 riki: Danmörk, Noregur, Svíþjóð, ísland, Bretland, ír- land, Frakkland, Vestur-Þýzka- land, Holland, Belgia, Luxem- burg, Italia, Sviss, Austurríki, Spánn, Portúgal, Grikkland og Tyrkland. Aðildarríkin ætluðu sér með sameiginlegu átaki að stuðla að aukinni framleiðslu, að bættri hagræðingu í framleiðslu iðn- aðarvara og í lamdbúnaði, að útrýmingu atvinnuleysis, að auknum viðskiptum sín í milli með þvi að laeíkka og að lok- um brjóta niður tollmúra og ryðja úr vegi öðrum tálmun- um fyrir sMkum viðskiptum os- frv- Næstu árin fóru fram miklar viðræður um hvemig ná skyldi hinu setta marki, en hvert ríkið fyrir sig þæfðist við og hélt fram sérhagsmunum sínum. Málalyktir urðu því nœsta litl- ar. Á árinu 1957 sikárust sex atf ríkjunum úr leik og mynduðu með sér Efnahagsbandalag Evrópu (EBE). Þessi ríki voru Vestur-Þýzkaland, Frakidand, ítalía, Belgía, Hollasnd og Lux- emburg. Stofnsamningur banda- lagsins var undirrítaður í Róm I marz 1957- Þegar hér var komið sögu hófu 7 önnur af þátttökuríkjum OEEC umræður um samvinnu sín í milli. Þessar umræður voru teknar upp fyrir fi-umkvæði og undir forystu Bretlands, enhin ríkin voru: Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Austurrfki, Sviss og Portúgal. Umræðum þessum lauk með stofnin Fríverzikiiriarbandalagsins (EFTA)- Stofnsamningurinn var undirritaður í Stokkhólmi 4- janúar 1960- Á þessum tveim bandalögum, EBE og EFTA, er mjög mik- ill eðlismunur. Það eitt er sameiginlegt með þeim, að f báftum stofnsamningunum er gert ráft fyrir lækkun og að lokum afnámi á innflutnings- tollum og öðrum tálmunum í sambandi við verzlun með iðn- aftarvörur. Að öllu öðru leyti er stofnsamningur EBE miklu víðtækari en EFTA-samninigur- inn- Með EBE-samningnum er efkki einungis gert ráð fyrir sameig- inlegum vöruimarkafti, heldur er stefnt að efnahagsiegum og pólitískum samruna aðildarríkj- annia, allt sikipulag bandalags- ins er við það miðað að það verði eitt samfellt ríki í orðs- ins fyllstu merkingu- Ekki eru tök á að gera ná- kvæma grein fyrir EFTA-samn- ingnum öllum í stuttri blaða- grein, en hér á eftir mun stikll- að á meginatriðum hanis, sér í lagi þeim sem mesta þýðingu hafa fyrir okkur Islendinga. Samkvæmt 1. gr. samnings- ins er EFTA alþjóðastofnun t>g aðildarríkin eru í fyrsta lagi þau, sem undirrituðu og full- giltu stofnisamninginn (39- gr.) og í öðru lagi þau riki, sem aðildarríkin samþykkja sam- hljóða að hljóti inngöngu (41- gr). Sérstakt ráð fer með þau Völd, sem stofnsamningurinn gerir ráð fyrir og hefur umsjón með framkvæmd hans (1- og 32- gr-). I ráðinu á hvert aðildar- ríki einn fulltrúa, sem fer með edtt atkvæði og þarf samhljóða atkvæði allra til ákvörðunar- Aðal undantekning þessa er, að meiri'hluti atkvæða ræður, þeg- ar íjallað er um meðferð við- vfkjandi viðræðuim og kærum (31- gr.). 2- gr. siamníngsins fjallar um markmið EFTA Segir þar að markmiðið sé að efla efnahags- legar firamfarir á svæði sam- takanma i heild og innan hvera 'aðildarríkis, þannig að fram- leiðsluþættimir nýtist að fullu- Samtökin skulu tryggja, að við- skipti milli aðildarríkjanna fari fram á grundvelli sanngjamrar samkeppni. Þá er EFTA ætlað að komast hjá verulegum að- stöðumun milli aðildarríkjanna við öflun hráefna og loks sikulu samtökin vinna að aukningu al- þjóðaviðskipta. Til þess að ná þessu setta markmiði er í samningnum tal- að um eftirfarandi leiðir: Nema skal úr gildi alla vemd- artolla milli aðildarríkjanna á iðnaðarvörum og skal það gert á ákveðnu árabili', jafnframtskal létta af beinum höftum á inn- fhitningi og útflutningi. Þessi fríverzlunarákvæði ná til eiginlegra iðnaðarvara, bæði hálf- og fullunninna, en jafn- frpmt til ýmissa, og þá fyrst og fremst unninna landbúnaðar- og sjávarafurða. I viðaukum sem fylgja sjálfum EFTA-samningn- um eru upptaldar þær afurð- ir, sem fríverzlunarákvæðin nó eða ná éfcki yfir. Þannig ná fríverzlunarákvæð- in ekki yfir eftirtaldar sjávar- afurðir: Fisk, ferskan (lifandi eða dauðan), kældan eða frystan, nema fryst físikflök, en um þau verður sérstaklega rætt síðar í þessari grein, saltaðan, þurrkaðan eða reykt- an fisk, skelfísk, nerna frystan skel- flettan humar. Hinsvegar falla þessar sjáv- arafurðir undir hin almennu á- kvæði um brottnám tolla og hafta: Niðursoðinn fiskur og skel- fiskur, fiskimjöl, síldarmjöl, síldarlýsi og annað lýsi, kryddsíld, frystur og skelfllettur sfcel- fiskur annar en humar, hvalkjöt. Um landbúnaðarafurðir er annars fjallað í 21--25- gr- og um sjávarafurðir í 26.-28. gr. Er með almennu orðalagi talað um að „stuðla að aukinni fram- leiðni og hagkvæmri og hag- rærrni framleiðsluþróutn, um að koma á sæmilegu markaðs- jafnvægi og nægilegu framboði vara fyrir neytendur á sann- gjömu verði, að tryggja við- hlítandi lífskjör þeirra sem við landbúnað starfa, að stuðla að auknum viðskiptum með fisk og aðrar sjávaraifurðir, 'þannig að þau aðildarríki, sem að miklu leyti byggja efnahag sinn á slikum útflutningi, hljóti hæfi- leg gagnkvæm fríðindi", eins og segir í skýrslu íslenzku EFTA- nefndarinnar- (Þessi skýrsla var raunar ekki skýrsla þeirra nefnd- ar, heldur var hún unnin af embættismönnum rfkisstjórnar- inmar). 16 gr. samningsins fjallar um atvinnurekstrarréttindi innan EFTA. Fyrstu .tvær málsgrein- amar í þessari 16- gr- hljóða þannig: 1-) „Aðildarríkin em þeirrar skoðunar, að ekki eigi á land- svæðum þeirra að beita höft- um gegn stofnsetningu og rekstri fyrirtækja, sem ríkis- borgarar annarra aðildarríkja reka, með því að veita slikum ríkisborgurum lakari kjör en eigin ríkisborgurum og spilla á þamn hátt þedm hagsbótum, sem búizt er við að leiði af af- námi tolla og magntakmarkana i viðskiptum milli aðildarríkj- anna eða því, að slíkir tollar eða magntabmarkanir em ekki fyrir hendi. 2-) Aðildarrikin skulu ekki beita nýjum höftum á þann hátt, að þau brjóti í bága við þá gmndvallarreglu, sem skráð er í 1- málsgrein þessarar grein- ar“. Orðalag þessara málsgreina er óljóst og á fyrstu starfsámm EFTA fóra fram viðræðurmilli EFTA-ríkjanna um hvað ákvæði greinarinnar fælu í sér raun og vem. Þótti því rétt að túlka greinina nánar en gert hafði verið í upphafí, og gerðu ráð- herrar aðildarríkjanna með sér samfcomulag í Bergen í maí 1966- Meginatriði þeirrar end- urskoðunar vom, að eftirtalin fyrirtæki vora talin uppfylla skilyrði 16. greinarinnar: a) Fyrirtæki til verzflunar með vörur framleiddar innan sam- takanna, þar á meðal (i) um- boðsfyrirtæki, (ii) útibú og dótt- urfyrirtæfci og (iii) sjálfstæð fyr- irtæki, sem stuðla að vömvtð- skiptum mílli aðildarríkja. (b) Fyrirtæki til samsetningar eða fullvinnslu á vömm, sem eru framleiddar innan samtak- anna og fluttar út frá einu að- ildarríki til annars eða til að inna af hendi þjónustu varðandi slikar vömr. (c) Fyrirtæki tíl framleiðslu á vömm, sem era framleiddar Haukur Helgason innan samtakanna og eiga rniest- megnis að flLytja út til annaxra aðildarrikja. Þrátt fyrir hina nánari túlk- un siem gerð var í Bergen em ákvæði 16- gr- enn óljós í ýms- um mikilsverðum atriðum og skilriíngur hinna ýmsu aðaldar- ríkja ekki einn og hinn sami. Á undanfömum árarn hafa rík- in verið að breyta eldri lög- gjöf sinni og reglugerðum til þess að koma á samræmingu, þannig að sú hugmynd, sem Mggur að baki 16. gr., að ó- eðlilegt sé, að einstök EFTA- ríki geti kornið í veg fyrir eða torveldað, að EFTA-fyri rtæld séu sitofnsett í öðrum EFTA- löndum, ef það þrýtur í bág við megintilgang samtakanna, verði raunhæf- Það fer ekki milli mála að samkvæmt túlfcuninni í Bergen taka ákvæði 16- gr- til heild- verzlunar og umboðsverzlunar. Framhald á 9. sáðu. Aðalsteinn Hallsson. Alveg nýlega kom út bók hér í borg, sem ber heitið „Leikir fyrir beimiU og skóla“, og er höfundux henn- ar Aðalsteinn Hallsson fim- leikakennari. Aðalsteinn hef- ur löngum látið leiki fyrir unglinga og leiksvæði fyrix sam^a aldiuxsflokk til sín táka. Hann hefux manna bezt skynjað leikþöirf æskunnax og lá/tið að séir kveða í þeim málum. Aðalsteinn er ekki einn þedrra manna sem lætur hátt í á mannfundum, hann tekst á við málefnin sem hann berst fyrir og vinnur sjálfur manna mest þar sem hann hefur haslað sér völl til fram- kvæmda, og það eir allvíða á landi hér. Hann hafði ekki yerið lengi við íþróttakennslu hér eftir að hafa dvalið á íþróttaskólum eriendis, þegar hann fór að velta fyrir sér þörfinni á sér- stakri bók sem befði að geyma sa£n af aðgengilegum leikjum sem nota mætti við skóla, íþrótta- og ungmenna- félög og á heimilum. Þegar á árinu 1934 keimur fyrsta út- gáfan af „Leikir fyrir heim- ili og skóla“, og sýnir það á- kafa Aðalsteins þegar hann telur sig vinn^ að góðu máli. Bók þessi er fyrir löngu uppseld, og kom þá í mjög góðar þarfir, og studdiust kennarar og ýmsdr aðrir við hana, enda var hennar full þöirf. Nú kemur hún aftuir, og þá í nýjum og að sjálfsögðu mun nýstárlegri búningi. aukin og endiurbætt í bókinni em 101 leikur, ailt íþróttaleikir í 7 flokkum. eins og í fyrri út- gáfunni. Með leikjunum eru 37 ljós- myndir og teikningar, en frambald bókarinnar er allt Ijósmyndir, og fylgja stuttar skýringar með hverri mynd. Myndir þessar eru allar aí barnaleikvöllum, þar sem born eru við leiki, leikstörf og íþróttir. Myndirnar eru frá þessum stöðum: Suðureyri á Súganda- firði, Ytri-Njarðvík, Fáskrúðs- firði, Vestmannaeyjum,, Stokkseyri, Reykjanesi í Leikskólinn á Suðureyri við Súgrandafjörð. Sprang, þjóðaríþrótt Vestmannaeyinga, eins og Aðalsteinn býr það út við skólann þar. Dj úpi, og mörgum öðrum stöð- um á landinu, og það merki- lega við þessa upptalningu, er það að nser allsitaðar gætir áhrifa frá Aðalsteini Halls- syni, þar sem hugmyndir hans hafa numið land, eða hann verið þar virkur í starfí og leiðbeinandi í leik og íþróttum. Það er bjargföst skoðun Að- alsteins að þrá æskunnar eftir leikjum beri að mæta með að- stöðu sem hentar, þroskar og herðir í leiferænum athöfnum. Hann heldur því fram, að þar byrji áhuginn fyrir þvi að taka síðar þátt í félagslegu samstarfi og íþróttaiðkunum. Hann álítur að allt þetta eigi að geta orðið alhliðá þjálfun líkama j>g sál-ar, sem unnin er með gleði, og þjálf- unin, starfið og ánægjan er eitt. Engin önnur bók af þessu tagi er nú til í landinu, og er ekkj að efa að hennar er brýn þörf. Þessarar bókar er allstaðar þörf þar sem sam- an er kominn svolítill hópur af börnum eða ungmennum, hvort sem það er í skólunum, eða það er við bæjarhús í sveit eða þorpi, og leikvellir mega ekki án hennar vera. Hún á að gefa fjölbreytni í leikathafnir, gera lífíð og tilveruna skemmtilegri. Það ber því að fagna - þessari snotru bók, hún á ábyggilega eftir að Hfga upp á margan bamahópinn sem saman er kominn „til að kankast eitt- hvað á eða til að hlæja“. Aðalsteinn hefur á mörgum undanfömum árum unnið að þessu bugðarefni sínu, að koma upp leikvöllum með sérstöku sniði, eins og getið var að framan, en hann héf- ur gert meira til að koma þessu máii sínu á framfæri. Hann hefur látið gera kvik- myndir af bamaleikvöHum eiins og bann telur að þeir þurfi að vera. Um þetta segir hann í eftdxmála bókarinnar: — „Ég hef að vísu gert þetta með sýningum tveggja Mt- kvikmynda um barnaleikvelli, sem sýndar hafa verið öðru hvoru víða um land s.l. 15 ár. Með kvikmyndum þessum ,vildi ég sýna sem flestum landsmönnum, að ég tel bamaleikvelli með fjölhreytt- um íþrótta- fimleikjatækjrim geta geignt mjög þýðingar- miklu hlutverki í þá átt að ala upp æsku með heilbrigða sál í hraustum líkama í beztu merkingu þeirra orða“. Höfundur er sjálfur útgef- andi bókarinnar, og er hægt að panta hana hjá honum að Hverfisgötu 90 í Reykjavik. Bókin er prentuð í Leiftri h.f., Höfðatúni 12, sem tekur á móti pöntunum á bókinni eftir áramót. Frímann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.