Þjóðviljinn - 06.12.1969, Page 5

Þjóðviljinn - 06.12.1969, Page 5
Laugarda/gur 6. dasember 1"969 ÞJÖÐVILJINN SÍÖA 5 SJÓNVARPSRÝNI Föstudagskvöldið fór að mestu í EFTA og kynningu á því lausnarorði. Ýmsir hafa orðið til að bera lof á þetta „framtak“ sjónvarpsins, en ég get ekki orðið i þeim hópi nema að takmörkuðu leyti- Að vísu mun venjulegum veg- faranda nú eitthvað ljósara en áður, hvað EFTA er, að svo miklu leyti sem ailmenningur skilur málfar viðskiptalílfsins. En sú örlagaríka spuming, hvort íslendingar eigi að ganga í EFTA, hlaut lævís- lega einihliða handfjötlun. Af öllum þeim mannasæg, sem við var talað, var aðeins einn úr hópi þeirra, sem eru and- vígir inngöngu- Það sýnir ekki rétt hlutföll- Af útlend- ingum var nær einvörðungu rætt við ráðherra úr stjórn- um aðildarríkja og æðstu starfsmenn bandalagsins, og það er ekki nokkur tilætlun að þeir geri annað en hrósa sinni stefnu- Það má svosem vel vera, að þjóðir þessara ríkja séu einhuga um ágæti EFTA aðildar, en það yrði tekið trúanlegra. hefði einn- egin verið rætt við fulltrúa verkamanna, sjómanna og bænda svo eitthvað sé nefnt. — Enn greinilegra var þó þetta missmíði hér á heima- vigstöðvum. Þar var að vísu leitað álits fulltrúa allra þing- flokka og Jóni Hannibals loifað líka, en síðan var rætt við tvo iðnrekendur, sem báðir Lævísi og loðmulla voru fylgjandi aðild, en engan sem mælti í geign. Þó er öll- um sem með fylgjast kunnugt, að a-m-k. */4 iðnrekenda eru aðildinni algerlega andvígir, fjölmenn samtök iðnaðar- manna hafa lýst sig mót- fallin henni. Og þátrturinn hef- ur vonandi átt að upplýsa þá, sem illa þekktu til- Þar á of- an var ekki spurt um álit eins einasta iðnverkamanns, hvað þá fulltrúa Verkamannasam- bandsins, Sjómannasambands- ins, Alþýðuisambandsins sjálfs eða Stéttarsambands bæ<nda, og eru þetta þó fjölmennustu stéttir þjóðfélagsins. En því «r líkast, að litið sé á þetta fólk sem „samsafn fífla einna“. eins og það var eitt sinn brð- að í Morgunblaðinu, og ekki taki þvi að spyrja um skoðanir þess- Það getur meira en ver- ið, að niðurstaðan hefði orðið hin sama, en vinnubrögðin eru slík, að maður tekur að hugsa um reglur útvarpsins um að gæta fyllstu óhlutdrægni gagnvart öllum skoðunum o- s-frv. Þá bar nokkuð á því, að reynt væri að sýna EBE sem hálfgerða grýlu í samanburði við sakleysingjan EFTA. En nú aukast líkur á að Bretar, Danir og Norðmenn gangi í EBE, og hvað þá? Einnig gætti nokkurs rugjings, þegar stjórnandi talaði um, að „þjóðir“ Efnahagsbandalagsins hefðu séð sér hag í að tengj- ast nánar til að mynda í kola- og stáliðnaði, þar sem auðvit- að er um að ræða auðfyrirtæk- in, sem öllu ráða á því sviði- — Ég vil allsekki gera því skóna, að stjórnandi þáttarins hafi visvitandi viljað leiða menn á villigötur með hálf- sannleik, heldur mun félags- legt uppeldi ráða því, að hon- um finnst hann vera ærlegur og óhlutdrægur. En niðurstaða ófróðs sjáanda hlaut að verða sú, að okkur væri ótvíræður hagur að inngöngu. ★ Hér var á dögunum veitzt allharkalega að sovézku sjón- varpsefni, sem okkur bærist- Því fremur er skylt að geta þess, sem gott er, en því var að heilsa með laugardagís- kvikmyndinni Hermaður í or- lofi, sem eiginlega heitir þó Ballaða um hcrmann. Þetta er ein af þeim góðu myndum með efni úr stríðinu, sem gerðar Voru á tímum Krúst- joffs, hvort sem það var til- viljun. Hún minnir bæði á Trönurnar fljúga og Heiðan himin, en er ekki eins áhrifa- mikil og örlög manns- Þetta er falleg mynd og indæl, mannleg og sorgleg, og slapp þó að mestu við væmni. Meira af svo góðu- Þátturinn 1 góðu tómi var öllu lakari nú en í fyrsta sinn, enda komu nú tvær hljóm- sveitir fram í stað einnar- Þvi verr gefast heimskra manna ráð, sem þeir koma fleiri sam- an. Einhvemveginn fannst mér endilega fulltrúi Dúmbó og Steina segja, að þeim hefði fundizt þeir vera orðnir loð- mullulegir og vildu þvi hætta- En kannski var þetta einhver heilabrenglun í mér, af því mér fannst þeir vera það. — Hljómsveitin Náttúra virðist vilja vel, en mega lítið Þeir hugsa sér að dekra ekki við smekk, sem er undir meðal- visitölu, eins og hinsvegar Ævintýri gerir, og er það út af fyrir sig gott- Þeim féll illa, að þurfa að stytta 2ja tíma óperu- Ojæja- Ég hef séð Hamlet styttan í tilraúnaleik- húsi úr 4rum tímum oní 3 stundarfjórðunga, og það var ágætt. En leikstjórinn vildi helzt stytta hann oní kortér. — Það eru ósköp að sjá þetta fólk, sem sækir Tónabæ- Því er .yfirleitt vamað máls fyrir jórturleðri, augun eru daufleg og sviplaus, þá sjaldan sést í þau fyrir hárlufsum- Verst ef menn fara að halda, að þetta sé eitthvert valið úrtak íslenzkrar æsku- Sem betur fer mun þetta fremur afmarkaður hópur. Og þá er spumingin: Hversvegna var ekki rætt við álíka marga unglinga, sem ekki sækja Tónabæ að stað- aldri og af hverju? Þeir eru þó án efa fleiri. — Þá var rætt við Björn Vigni blaðamann á Mogganum, af hverju sem hann varð nú fyrir valinu- Einhverntíma var sú þjóðsaga á kreiki, að blaðamenn væru upp til hópa orðskáir, fljótir að hugsa, fyndnir, jafnvel andríkir- Þetta hefur kannski verið arfsögn frá fyrstu tímum blaðamennsku hér, þegar menn eins og Gestur Pálsson, Jón Ólafsson, Einar Bene- diktsson, Þorsteinn Erlingsson og Skúli Thoroddsen fengust við þetta- Kannski er velgem- ingur að kveða þessa þjóðsögu niður. — Ég er ekki frá þvi að Stefán Halldórsson reynist far- sæll; hann er a.m-k- ný gerð af stjómanda, reynir ekkert að trana sér fram eða vera sniðugur og stela senum- En lengi skal manninn reyna- Á þriðjudaginn fór fram ópinber hýðing- Það er utan vafa ójafnaisti leikur, sem sézt hefur í þættinum A öndverð- um meiði, þegar Lúðvík Jós- efsson þjarmaði að sjávarút- vegsmálaráðherra Eggert G. Þorsteinssyni, sem mátti sér enga vöm veita fremur en hann væri kominn með box- hanzka inn í hringinn á mótá Kassíusi Klei- Þótt maður væri málstað Lúðviks alveg sammála, var ékki hægt ann- að en kenna í brjósti um eymingja Eggert- En þama fór saman yfirburða þekking Lúðvíks á þessu efni og skýr- leiki í framsetningu móti minni gjörþekkingu og loð- mullulegu orðatfari Eggerts; ' og stoðaði ekki þótt stjómandi reyndi að koma ráðherra ör- lítið til hjólpar. — Það fór vel á þvi ,að næsti dagskrár- liður hét Á flótta. sem var reyndar með skásta móti að þessu sinni. Miðvikudagsmyndin var ekki sem verst, þótt hugmynd- in þyki nokkuð þvæld nú. En á undan var þáttur um til- raur.ir manna einkum í Banda- og Sovétríkjunum við að láta böm þroskast fyrr en gerzt hefur Námið byrjar þeg- ar í vöggunni. — ef þá ekki fyrr. Mér kom þá aðeins í hug það. sem sr. Sigurður Pálsson sagði eitt sinn í rússa- gildi við okkur ungstúdenta: að hann vonaði að þrátt fyr- ir allar tækniframfarir mund- um við halda áfram að elska konur okkar, og að hið ham- ingjusama mannkyn framtið- arinnar mætti verða til á svip- aðan hátt og hingaðtil- Á. Bj. Sjónvarpið viku Sunnudagur 7. desember 18.00 Helgistund. Séra Þorsteinn t L- Jónsson, Vestmannaeyjum- 1815 Stundin okkar. Ágústa Rósmundsdóttir og Kristján Stef ánsson leika á harmonikk- ur. Á Skansinum, mynd úr dýragarðinum í Stofckhólmi, 4 þáttur-Þýðandi Höskuldur Þráinssun- (Nordyision — Sænska sjónvarpið). Nemend- ur dansskóla Sigvalda sýna dansa. Heimsókn í öldutúns- skóla í Hafnarfirði. Kristín Ölafsdóttir- Umsjón: Andrés Indriðason og Tage Ammendrup. 18 55 Hlé. 20.00 Fréttir- 20- 00 Skemmtiþáttur. Umsjón- armaður Svavar Gests- Mán- ar frá Selfossi, Bassi Bjarna- son, Inga Þórðardóttir og - Ingibjörg Guðmundsdóttir ■ skemmta- Gestur þáttarins: Enok Ingimundarson. 21- 05 Barbara- Norskt sjón- . varpsleikrit- Aðalhlutverk: Tom Tollefsen, Kari Simon- sen, Jon Heggedal og Kjersti Dövigen- Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. — Kvæntur blaðamaður er tekinn að \ þreytast í hjónabandinu, og brá eftir tilbreytimru gerir óþyrmilega va.rt við sig hjá honum. — (Nordvision — Norska sjónvarpið). 21- 50 Veröld vélanna- Mynd án orða um lff nútímamanns í heimi hábróaðrar tækni. 22- 25 Dagskrárlok Mánudagur 8 desember- 20 00 Fréttir. 20-35 Tón akvartetetinn frá Húsavík- Kvart-ettinn skipa: Ingvar Þórarinsson, Eysteinn Sigurjónsson. Stefán Þórar- ins-son og Stefán Sören-sson- Undirleik annast Björg Friðr- iksdóttir. 20-50 Oliver Twist- Upphaf nýs framhaldsmvndaflokks. sem BBC hefur gert eftir sam- nefndri skáldsögu Charles Dickens.‘Þýðandi: Dóra Ha|! eteinsdóttir- — 1. og 2 h' ur- Co-'-t------ r' ■ T ur: Oliver Twiist: Bruce Pro- chnifc; Hr. Bumble: Willough- by Goddard; Frú Mann: Mary Quinn; Hr. Sawberry: Donald Eccles; frú Sawberry: Barbara Hicks- 21-45 Gandhi og Indland- ■ Þess • hefur verið víða mirtnzt í ár, að öld er liðin frá fæðirtgu Gandihis, hinnar hæglátu og staðföstu frelsishetju Ind- lands, en hann var ráðinn af dögum árið 1948. — Þýðandi og þulur: Þórður öm Sigurðs- son. 22 35 Dagskrárlok. Þriðjudagur 9. desember 20.00 Fréttir- 20- 30 Kona er nefnd • • - Aðal- björg Sigurðardóttir. — Elín Pálmadóttir „ræðir við Aðal- björgu- 21- 00 Á flótta. Dómurinn. Fyrri hluti lokaþáttar Þýðandi: Ingibjörg Jónsdóttir- 21- 55 Fangar í búri- Ótal dýr lifa ófrjáls i framandi um- hverfi í dýragörðum- (Nord- vision — Finnska sjónvarp- ið). 22- 20 Dagskrárlok- Miðvikudagur 10. desember. 18.00 Guistur- Dýralæknirinn- Þýðandi: Ellert Sigurbjöms- son- 18-25 Hrói höttur- Svarta pjatlan- Þýðandi: Ellert. Sigurbjöms- son- 18.50 Hlé- 20 00 Fréttir. 20- 30 Það er svo margt.... Kvikmyndaþáttur Magnúsar Jóhannssonar- Flug á Græn- landsjökul árið 1951- ísland árið 1938, landkynningar- mynd, sem tekin var í tilefni af Heiimssýningunni í New York 1939- 21- 00 Lucy Ball- Lucy tekur þátt í bökunarkeppni- Þýð-. andi Knstmann Eiðsison- 21-35 Seglskipið Pamir. Þýzk myrtd um þetta fræga skip, sem var síðasta stórseglskip í heiminum Lýsir hún einni af síðustu ferðum þess- Þýð- andi Björn Mattlhíasson 23- 00 Dagskráriok. 7° d-sembcr 1969- ,20.35 Munir og minjair. Þegair , ljósmyndavélin kom- Þór Magnússon, þjóðminjavörður, talar um fyrstu ljósmyndar- ana hér á landi og bregður upp nokkmm 'ljósmyndum frá síðustu tugum nítjándu aldar- 21-00 Fræknir feðgar. Dýravin- urinn- Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21- 50 Stefnumót í Stokkhólmi. Sænskur skemmtiþáttur með franska söngvaranum Sacha Distel og sænsku söngkon- unni Monicu Zetterlund- (Nordvision — Sænska sjón- varpið). 22- 40 Erlend málefni. Umsjón- armaður Ásgeir Ingólfsison. .23 00 Dagskráriok. Laugardagur 13. desember 1969- 15.30 Endurtekið efni: Hús- mæðraþáttur. Jólabaksturinn. Margrét Kristinsdó-ttir leið- beinir um kökugerð- Áður sýnt 6- desember 1969- 16-10 Albert Schweitzer. Mynd um lækninn og mannvininn Albert Schweitzer, sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1952. Lýst er æsku hans og uppvexti, margþættu námi og starfi hans í Afríku- Þýð- andi og þulur Gylfi Pálsson- Áður sýnt 10- nóvember 1969- 17.00 Þýzka í sjónvarpi. 10. kennis-lustund endurtekin- 11- kennslustund frumflutt- Leið- beinandi Baldur Ingólfsson- f’ 17.45 íþróttir. Hlé. 20-00 Fréttir. 20-25 Smart spæjari. Hinn fram- liðni. Þýðandi Biörn Matt- híasson. 20.50 Se’ ■'"ynd um ævi e: "'rkisbera súmc '.álaralist. Segir ' g ofan af ævi þe' rings, sem kveðst vera Hermes endur- borinn, tvitfari konu sinnar, afsprengi Seifs, ódauðlegur og alvitur — og ýmsir telja ein- hvem frumlegasta listamann vorra tíma og hreinasta galdraman” 4 sviði sjálfs- kynninrr- « 'mdi Óskar f rv •’ rv* « • Myndin er af Bruce Prochnik í lilutverki Olivers Twists. 21-45 Tíðindalaust á vesturvíg- sitöðvunum. Verðlaunamynd frá árin-u 1930, gerð eftir skóldsögu Eric Maria Re- marque- Leikstjóri Lewis Milestone. Aðalhlutverk: Lew Ayres, Louis Wolheim og Joihn Wray- Þýðandi Dóra Hafsteinisdóttir. — Óharðn- aður unglingur býður sig fram til herþjónustu, ásamt bekkjarbræðrum sínum, þeg- ar hedmsstyrjöldin fyrri brýzt út- Fullur af eldmóði og ætt- jarðarást heldur hann til vig- vallanna og kynnist þar grimmd og vitfirringu striðs- ins. 23.25 Dagskrárlok- Heyþurrkun Fraimihald af 4. síðu af vatni fyrir hvern hcstburð heys- Hraðþurrkunartaaki þiau fyrir hey, sem hafa ruitt sér til rúms á seánni árum, er árangur af áratuga þróun, sem fyrst og fremst hefur •miðað að því að nýta sem bezt hitaorku olí- unnar (hráalía eða svartoh'a). Algjengt er, að við notkun þess- ara tækja þurfi 700-1000 kcal til þess að eima einn lítra vatns, en þetta samsvarar þvi, að 1 h'tri af olíu eimi um 10 1 af vatni. Þurfi íslenzkir bændur að verka 400 þús. tonn af þurr- heyi á ári hamda búpeningi sín- um, fyligja því um 1,2 milj. tonna af vatni, sém þarf að þurrka. Sé það gert með hita- orku ur oh'u og notuð hrað- þurrkunartæki með góðri orku- nýtingu, mundi þurfa um 100 þús. tonn af olíu á ári hverju tdl heyþurrkunar, eða 25 kg (30 1) á hestburð. Slik hraðþurrkunartaaki eru dýr í stofnkostnaði og rekstri og mundu tæplega leysa úr heyþurrkunarvanda íslenzkra bænda almennt í náinni fram- tíð. Þax verður að leita ann- arra úrræða- Skulu þau eklú rædd hér, en lögð áherzla á það, að nauðsyn ber að efla þá rannsóknastarfsemi, sem þegar er hafin á sviði heyverkv.nar og fóðuröflunaf hér á landi U1 hagræðis fyrir bændur og þjóðina í heild. ólafur Guðmundsson, tilraunastjóri. RÝMINGARSALA 93 Komið, — RÝMINGARSALA — RÝMINGARSALA —| skoðið, kaupið. RYMINGARSALA ALLT Á MJÖG LÁGtT VERÐI VÖRUSKEMMAN Grettisgötu 2 f ALLT Á AÐ SELJAST RÝMINGARSALA — Karimanns barna og kvenskór < i-J < 03 <\ O z, ’ÍH 03 RÝMINGARSALA — i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.