Þjóðviljinn - 28.12.1969, Síða 3
StHHMidiag.tu? 28, deísamibea? 1969 — IÞJÓíVVl'IiJIlsrN — SlÐA J
Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum skrifar um útvarpsdagskrána
■ . t '
Aðventa í tvennum skilningí
Þeir voru að halda upp á fer-
tugsafmæli sitt í Útvarpsráðinu
um daginn. Fyrst flutti formað-
urinn, Benedikt Gröndal, snot-
urt erindi- Hann er alltaf jafn
innilega hamingjusamur og á-
nægður, þegar hann minnist á
útvarpið sitt. Það hefur orðið
opnara, frjálslyndara og víð-
sýnna með hverju árinu eftir að
Benedikt tók við formennsku
ráðsins- Þetta er ekkert grín hjá
Benedikt. Hann trúir þessu og
við trúum því raumar líka, þótt
okkar trú sé ef til vill ekki
alveg eins sterk og hans.
Við fáum útdrættd úr forystu-
greinum dagblaðanna, við fáum
svolitla nasasjón af orðræðum
manna á Alþingi og við fáum
stundum að heyra rökræður um
ýmis <jleilumál, sem uppi eru
með þjóðinni- En hverjir ráða
því, hvaða«mál skuli tekin til
meðferðar og hverjir ráða,
hvaða mál skuli vera feimnis-
mál, sem látin eru liggia í þagn-
argildi? Við því. gaf Benedikt
engin svör.
Fundur með
undarlegum hætti
Fundurinn, sem haldinn var
með tveimur útvarpsráðsmönn-
um og tveim fulltrúum útvarps-
hlustenda, var að ýmsu leyti
með undarlegum hætti- Sigurð-
ur Lindal bar fram nokkrar
óþægilegar spurningar varðandi
umdeildar athafnir ráðsins á
liðnum áium.
Þorsteinn Hannesson svaraði
af fullri hreinstólni varðandi
afstöðu sína til erindis Þórthalls
Vi’lmundarsonar um menningar-
helgi, er ráðið synjaði fyrir
nokkrum árum.
Hinsvegar hefði það mátt
koma fram, hvort höfundi hefði
verið gelfinn kostur á að fella
niður persónulega ádeilu á
ákveðinn mann, þannig að það
samræmdist hinum ströngu
reglum stofnunarinnar um ó-
áreitni í néungans garð-
Frammistaða Kristjáns Gunn-
arssonar var hinsvegar fram-
úrskarandi læðupokaleg. Vmist
missti hann minnið, þegar hann
þurfti að • svara óþægilegum
spurningum, eða hann hafði
verið fjarverandi þegar einhver
umdeild ákvörðun hafði verið
tekin. Ekki fékkst það upplýst
á þessum fundi, og fæst senni-
lega aldrei fyrr en í eilífðinni,
hversvegna Magnús Torfi var
látinn hætta við þáttinn, sem
hann fór af stað með fyrir
no'kkmm árum og naut mdkilla
vinsælda-
Þótt lífið í útvarpinu gangi
sinn vanagang og allir séu þar
frjálsir orða sinha, innan marka
velsæmiisins, samkvæmt þeim
reglum sem þar um gilda, höf-
um við það einlhvernvegin á
tilfinningunni, að milli meiri-
hluta útvarpsráðs og einíhverra
Jónas Kristjánsson: Ræðumað-
ur 1. desember
Málmiðnaðtrmein
á ítalíu sömðu
RÓM 22/12 — Samkomulaig
tókst í gær í kjaradeilu 1,1
miljónar málmiðnaðiarmiann,a á
Ítalíu og atvinnuirekenda og er
í því gert ráð fyrir verulegum
kauphækkunum og styttingu
vinnuvikunnar smám saman nið-
ur í 40 klukkuistundir. Sam-
komulagið verður nú borið und-
ir atkvæði í félögum deiluiaðila.
styðja Nordek
STOKKHÓLMI 22/12 — Algert
samkomul'aig er mdlli flokka sósá-
aldemókrata og alþýðusamband-
anna á Norðurlöndum um haúð-
syn þess að Nordek-áæflunin um
aukna efnaihagssamvinnu Norð-
nrlandia komist í framkvæmd og
að endanlega ákvörðun um það
verði að tafca á fyrra helmingii
næsita árs. Þetta wair niðurstiaða
fundar í siamsbarfsnefhd fflökk-
anna Og siambandanna sem hald-
inn var í Lidingö við Stokkhólm
um heilginia.
Benedikt Gröndal: Alltaf jafn
innilcga hamingjusamur
Steinþór Þórðarson: Vel varið
30 klukkustundum
ósýnilegra, næstum dularfulli'a
afla, útan stofmmarinnar, liggi
leyniþræð'ir-
Þegar máttarvöidunum efra
finnst sem að eitthvað gangi á
annan veg í stofnuninni en þeiim
gott þykir, kippa þau í þræðina
og ráðsmennirnir í neðra taka
strax við sér og vita hvað þeim
ber að gera- En þair mega ekki
fyrir sitt litla líf láta það vitn-
ast, eða játa að í þá halfi ver-
ið kippt. Þar við liggur heiður
stofnunai'innar, sem þeir eiga
að stjórna.
Og allt féll í ljúfa löð
þeirra í milli
Ég 'heyrði um daginn, að Guð-
mundur Jónsson er byrjaður
með pósthólfið sitt. Eru heimt-
ur slæmar, að því er hann sagði,
svo siæmar, að ekki er sýnna
en að loka verði pósthólfinu, ef
ekki rætist úr- Og sagðist Guð-
mumdur ekiri harma það fyrir
sitt leyti-
Sé Guðmundur orðinn lang-
þreyttur á hluistendum væi'i
ekfci óhugsandi, að hlustendur
væru orðnir langþreyttir á hon-
um og að hinar slæmu heimtur ■
í hólfið ættu ef til vill að ein-
hverju leyti rót sína að rekja
til slíkrar þreytu.
Guðmundur er góður leikari,
svo góðuir að hamn á mjög auð-
velt með að gera hlustendatoréf,
sem honum finnst eitthvað af-
káralegt, enn afkáralegra en
efni standa til- Auk þess' eru
svör hans stundum ekki toeinlín-
is uppörvandi fyrir þá sem bréfL
in senda. Það getur jafnvel
stundum öriað á útúrsnúningi
og það bregður fyrir hæðnistón
í röddinni- Þótt einhver hlust-
andi beri fram tillögu um eitt-.
hvað varðandi rekistur ríkisút-
varpsins og Guðmundi sýnist í
krafti þek'kingar sinnar að til-
lagan sé óframkvasmanleg eða
hrein fjarstæða, á hinn fáfróði
hlustandi rétt á að vera fræddur
um hið rétta eðli hlutanna, áu
þess að vera minntur á, hve til-
laga hans sé fjarstæðukennd,
eða eitthvað þaða,n af verra, því
að fáfræði þarf ekki endilega að
stafa af heimsiku-
En við skulum vona að Eyj-
óllfur hressist, að hlustendur
fari að skrifa og Guðmundi lær-
ist að lesa bréf þeirra og svara
, þeim, þannig að^llir megi vel
við una. Hann skortir hvort sem
er ekki nema herzlumuným til
þess að leysa þetta verk vel af .
. hcndi-
' Dagairhír hafa liðið. Fyrr en
varir er kominn laugardagur 6-
des- Þá gerist það á miðjum
degi, að' Guðmundur Jónsson
hefur upp raust sina og tilkynn-
ir, að bréfin hafi streymt inn í
pósthólf han,s, fleiri, en hann fái
yfir k'omizt. Og það sem var enn
toetra: Þetta vóru yfirleitt góð
bréf, frá skynsömu fólki- Sem
sagt, allí heiíur fallið í ljúfa löð
milli Guðmundar og hlustenda.
Hlustendur eru ánægðir með
útvarpið og Guðmundur er
ánægður með hlustendur-
Guðfræðingar á Ak-
ureyri og biblíulestur
Ég get að vissu leyti tekið
undir þessa ánægju hlustenda
og gefst ef til vill tækifæri til
þess að víkja að þvi nánar síð-
ar- Að þessu sinni vil ég þó geta
þess, að Akureyrarþáttur Jón-
asar Jónassonar, frá 6. des-, var
að því er mér fannst edmhver
toezti skemmtiþáttuir, sem hann
hefur um fjallað- Er það hvort-
tveggja, að Akureyringar virð-
ast vera einihvern veginn léttari
á sér en fólfcið á hötfuðtoorgar-
svæðinu, sem og hitt, að Jónas
nýtur sín betur þar nyrðra, en
í sínum heimahögum. '
Þó það sé reyndar önnur
saga og óskyld, má skjóta því
hér inn, að Akuneyrarguðfræð-
in er miklu auð9kiidari og að-
gengilegri en Reykjaví'kurguð-
fræð'in- Akureyringar eiga
ágæta guðfræðinga, og má
nefna menn eins og Kristján
skáld ifrá Djúpalæk, Ólaf
Tryg'gvason og Sæmund á Sjón-
arhæð.
En fyrst við erurn fannir að
tala um guðfræði, rifjast það
upp fyrir okkur, að það er far-
ig að lesa Biblíuma í útvarpið,
og byrjað á byrjuninni, og
hefði'.mátt fyrr vera. En lesand-
inn er ekki ’starfi sínu vaxinn-
í guðanna bænum, takið þið
Bitolíuna af þassum manmi og
fáið hana í hendur Vilborgu
Dagþjartedóttur, og mun hún
vel fyrir sjá. Það sannaði hún
með lestri sínum á Rutarþók og
fleiri köflum gamlatestamentis-
ins á síðastliðnu'sumri.
En Vilborg getur lesið fleira
en Biblíuna. Atómljóð fflytur
hún með slíkum ágætum, að'
jafnvel mér.. finnst sem að ég
skilji eitthvað í því, sem hún
er að fara með.
Æviminningar Stein-
þórs bónda á Hala
Steinþór á Hala hefur varið
þi’játíu klukkuistundum til þess /
að tala æviminningar sínar inn'
á segulband, að því er Stefán
Jónsson hermir- Trúlegt þykir
mér að allir þeir, er á útvaip
hlusta, verði á einu máli um
að þeim tíma hafi verið vel
varið, sem og hitt, að útvarpinu
hafi ver-ið það mikið happ, að
fá ævisögu Steinþórs til flutn-
ings með þessum hætti, enda er
hér um einstakt afrek að ræða-
Hinsvegar kynnu einhverjir
að dra-ga í efa, að, þeim fimm
árum sem Þorgeir Þorgeirsson
hefur eytt í það að grafa upp
Illugastaðamálið og færa í
leikbúning, halfd verið vel var-
ið. Þetta er eins og hvert annað
bókmenntalegt slys, sem bezt
er sem fæst orð um að hafa-
Hefði útvarpið átt að taka þann
kost'að greiða höfundi rit- bg
leikstjórnarlaun með því skil-
yrði' að verkið yrði ekki -fflutt
fyrr en þjóðin væri yfirleitt
komin á það menningar- 'og
þroskaistig, að hún kynni að
meta slíkar bókmenntir. En nú
er bessu lokið, guði sé.lof, en
Steiíiþór á Hala mun fylgja
Vilborg Dagbjartsdóttir:
lesið fleira en bibliuna
Getur
Þorsteinn Hannesson: Svaraði
af fullri hreinskilni
okkur fram á næsta ár og mun
eflaust eiga nofckurn þátt í því,
að hin bókmenntalegu spor Þor -
geirs Þorgeirssonar máist út í
vitund okkar-
F ríverzlunarbanda-
lagið og bókvitið
Nú er aðventa, og meir að
segja í tvennum s'kilninigi. í
fyrsta lagi hin venjulega að-
venta, sú sem tengd er kirkju-
árinu og undirbúningi jólahá-
tíðarinnar, bæði í kristilegum
og ókristilegum skilningi-
1 annan stað er sú aðventa,
sem tenigd er væntanlegri inn-
göngu þjóðarinnar í Fríverzlun-
arbandalagið- Nú þarf að hafa
hraðan á, svo að þjóðin hafi
lært að þekkja sinn vitjunar-
tíma fyrir .áramót:
Allt þetta tilstand minnir
einna helzt á fjaðrafokið um-
hverfis umferðarbreytinguna,
fyrir þrem misserum.
Þetta hófst fyrir alvörú hinn
1. des. Dagurinn var að vísu
ekki beinlínis helgaður Efta,
heldur bókvitinu, sem á að láta
í askana- Vinnuaflið og jafnvel
fjármagnið skipta sáralitlu
máli, borið saman við bókvitið,
sagði aðalræðumaður dagsins,
Jónas Kristjánisson.
Betur að rétt reyndist, og
þetta mun vafalaust reynast
svo, þegar allt verður með felldu
og engir maðkar í þeirri mysu,
sem hinir bóklærðu skammta
ok'kur í askana- En það mætti
t.öljast hreint kraftaverk. ef það
tækist á þessari aðventu, að
koma hinu fáfróða og þýðingar-
litla vinnuafli í skilning um
þýðingarleysi og gildi hins vís-
indalega bðkvits. Það hefur
nelfnilega verið lamið inn í
hausinn á hinu þýðingarlitla
vinnuafli, að síðastliðinn ára-
tug haíi því og raunar þjóðinni
allri verið stjórnað af hinu vís-
indalega bðkviti. Hvernig sem
á því stendur, hefur hið þýð-
ingarlitla vinnuafl aldrei getað
sannfærzt um, að hið mikla
bókvit, sem einkennt hefur
stjómarathafnir undangengins
áratu'gs, hafi hrotið ofan í ask
hins stritandi manns- En við
s'kulum vera bjartsýn og vona
að bókvitinu takist betur að
stjóma aitvinnulífinu, en bvi
hefur tekizt að stjórna ráðherr-
unum sjö.
l- til 8- des. 1969-
Skúli Guðjónsson.
Skotlandsflug í nær aldarfjórðung:
Glasgo w-skrífstofa
FJ. á nýjum stað
Fyrir nokfcru fluittá sifcrdfsitofia
Fluigfélags Isliands í Glasgow á
nýjan stað í borginni, að Queen
Street 94.
í sl. 11 ár hefur sfcrifstofian
verið til húsa við St. Enoch
Squaire 33, en starfisemin hefur
vaxið mjöig á þessum tíma og
hin 'síðari ár hefur orðið að
leigja auifcahúsnæði annarsstað-
ar í borginni. Nú vetrður öll
starfsemi félagsiins að land-
kynningar- og söiljum.álum í
Glasgow sameinuð í hinu nýjia
húsnæði, sem er björt og rúm-
góð söluskrifstofa á götuhæð,
en í kjallara er salur til myndia-
sýninga og fyrirlestrahialds og
einnig eru þair snyrtih'erberigi.
Þessi nýja skrifstofa Flugfé-
Lagsins er í næsta nágrenni
einnar . aðailj árnbrautarstöðiviar
borgarinnair, Queen Street Sta-
tion.
Samskipti í 24 ár
Tengsl Flugfélags isiand's við
Sko'tland ná allt aftuir að lok-
um síðari heimsstyrjaldiar, en
flu'gbátur félagsins TF-ISP fór
fyrsta miliilandafluig Islendinga
með.íarþega hinn 11. júlí 1945.
í þeirri ferð var lent í Largs
Bay skarnmt frá Glasgow. Vor-
ið eftir hófust reglub'Undnar
áætlunarferðir milli landa á
vegum FlU'gféliags íslands og
voru í fyrstu notaðar Liberat-
or-fluigvélair, sem félagið léigði
frá Scottish. Airlines-, Hélzt sú
.sikipan .þar til Flugfélag ís-
lands eignaðist sinn. fyrsta
,.Gullfaxa“ tveim árum síðar.
Ál'lt til ' ársins 1955 höfðu Flug-
félagsvélairnar viðkomu í
Prestwick, en þá um vorið hofu
flugvélar féliagsins viðkomu á
Renfrew-flugvelli við Glasgow
og var Fluigfélag íslands eitt
fyrsta erlenda flugfélagið til
þesis að hiafa þar viðkomur í
flugi til Norðurlanda. Um sama
■ leytd var opnuð sfcrifsrtofa á
staðnum. I nóvember 1958 var
opnuð sölusfcrifstofa í St. En-
och Sq. 33.
Sölu- og kynningarstarfsemi
Með tilkomu hinnar nýju
skrifstofu Flugfélagsins að
Queen Stret 94 sfcapast auknir
möguleikar til söiu- og kynn-
ingarsta'rfs í Skotlandi. fyrsit
og fremst vegna betra húsnæð-
is og ákjósanlegri staðsetndng-
ar- Mikill fjöldi ferðamanna fer
um járnbrautina um Queen
Street Statíon og hinar fjöl-
förnu verzlunargötur Buchan-
an Stree-t og Árgyle Street eru
Framhald á ?• síðu
Þessi mynd var tekin af áhöfn Katalína-flugbátsins TF-ISP. er
fór fyrstu millilandaferdina 11. júlí 1945 og lenti í Largs Bay
skammt frá Glasgow