Þjóðviljinn - 11.01.1970, Page 4

Þjóðviljinn - 11.01.1970, Page 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVTLJTN'N — SuiniiOTdlaigar ÍSL jauiúar 1970. — málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Útgáfufétag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Bitstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Ólafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Að ráðaium hug ^ það var bent hér í blaðinu fyrir nokkrum dög- um að augljóst væri að stjómarvöld og sérfræð- ingar væm að framkvæma hérlendis hagfræði- kenninguna um það „hæfilega atvinnuleysi“ sem dygði til þess að halda lífskjömm launafólks í lágmarki. Morgunblaðið segir í gær að í þessu viðhorfi birtist „hyldýpi ofstækis“, en hver er dómur reynslunnar? þegar á árinu 1967 var fyrirsjáanlega framundan vemlegt atvinnuleysi vegna þess hversu mikill samdráttur hafði orðið í atvinnulífi landsmanna af völdum viðreisnanstefnunnar. Þá þegar voru bomar fram kröfur um ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi, en þeiim var í engu sinnt af valdhöfunuim. Því varð mjög vemlegur at- vinnuskortur á íslandi veturinn 1967-1968. í kjara- samningunum vorið 1968 bar atvinnumálin mjög á góma, og málalok urðu þau að verklýðshreyf- ingin féllst á verulega skerðingu á vísitölukerfinu, gegn jþví að ríkisstjómin hét því í yfirlýsingu í mörgum liðum að gera ráðstafanir til þéss að tryggja fullt atvinnuöryggi á nýjan leik. Efndim- ar urðu hins vegar þær að hver einasti liður y'fir- lýsingarinnar var svikinn. Sumarið 1968 leið án þess að nokkrar ráðstafanir væru gerðar til þess að koma í veg fyrir eða takmarka stórfellt at- vinnuleysi sem fyrirsjáanlegt var veturinn á eft- ir, enda tók atvinnuleysi að maignast með haust- dögum. í janúarmánuði 1969 vom um 6.000 manns skráðir atvinnulausir, og enn gerði ríkisstjórnin nýtt samkomulag um ráðstafanir sem ættu að leysa vandann, að þessu sinni með skipun atvinnu- málanefnda og útvegun á lánsfé. Engu að síður hefur atvinnuleysið haldizt óslitið síðan, einnig um hábjargræðistímann þegar a|drei var atvinnu- leysi á verstu kreppuámnum fyrir stríð. Um síð- ustu áramót reyndust svo skráðir atvinnuleys- ingjar fleiri en um næstu áramót á undan, enda þótt á annað þúsund manns hefðu flúið land í at- vinnuleit á því tímabili. Allar líkur benda 'til þess að ástandið í vetur verði enn alvarlegra en það var í fyrra. JJíkisstjómin hefur þannig haft hvorki meira né iminna en þrjú ár til þess að leysa þetta örlaga- ríka vandamál. Hún getur ekki lengur borið því við að hana hafi skort þekkingu og ráðrúm; at- vinnuleysið á íslandi er óumdeilanlegt sjálfskap- arvíti. Enda fer það nú mjög í vöxí að ráðamenn tali um atvinnuleysið sem eðlilegt og sjálfsagt ástand og vitni til þess að það sé ekki verra hér en í- ýmsum löndum öðrum. Sú ályktun verður því ekki umflúin að atvinnuleysið hafi verið skipu- lagt af ráðnum hug til þess að gera samningsað- stöðu alþýðusamtakanna erfiðari, ítiJ þess að gera ísland að því varanlega láglaunasvæði sem var ein af forsendunum fyrlr inngöngu í EFTA. — m. Elín Ellingsen Örfá kveðju- og þakkarorð Á morsun, mánudaginn 12. jan. 1970, verður gerð frá Dóm- kirkjunini útför frú Ellínar Sig- ríðar BUingsen, Mikiubraut 9 Ihér í borg, en hún lézt aðfara- nótt 6. jan. s.l. Maðurinn með ljáinn vægir engu, hann hefur nú, enin einu sinni, sýnt mátt sdnn, svo skyndilega og ótvirætt, að við seim eraniþá bíðum eftdr ferjunni, eigum erfitt með að sætta okkur við miskuinnarleysið. Frú Elín var fædd i Reykja- vík þann 7. aprfl 1909, dóttir hjónanna Haraldar Níelssonar prófessors og f. k. h. Bergljótar Sigurðardótfcur, alþim. og próf- asts í Stykkishólmi. Hún hlaut í vöggugjölf góðar gáfur, gjörvi- leifc og glæsilega reisn, sem síð- an fylgdu henni ævilangt. Þanrt 6. janúar 1934 gekk hún að eiga eftirlifandi eiginmann sinn, Erling Ellingsen verkfræð-<$> ing, og eignuðust þau einn sora bama, Harald viðskiptafræð- ing. Árið 1951 stofnuðu þau hjón- in áisamt fleirum hlutafélagið Tryggingu, og við, sem með þessum línum viljum votta frú Elínu virðingu okkar, gerðumst starfsfólk þess féilags og áttum því láni að fagna að kynnast þessari mikilhæfu og indælu konu, lífsauðgun, sem enginn okkar hefði nú viljað án vera. Frú Elín fylgdist aíf Iífi og sál með störfum manns síns og gengi félagsins í heild og þá ekki hvað sizt með högum okk- ar staxfsfólksins, sem hún lét sig jafnan miklu skipta, gladd- ist við hvem sigur, en stóð jafnframt með útrétta hjálpar- hönd, ef þuúfa þótti, og vildi hvers manns vanda leysa. Fyrir það ber okkur í dag að þakka •af hoilum- hug. Við biöjum um styrk til handa eiginmanni, syni, tengdadóttur, barnabörnum, öllum ættiingjum og vinum. Frú Elínu kveðjum við með þakklæti og virðingu. Blessuð sé minning hennar. Vinir L0KAÐ Vegna jarðarfarar frú Elínar Sigríðar Ellingsen verða skrifstofur vorar lok- aðar mánud. 1 2. jan. n.k. TRYGGING H.F. ALLIANCE FRANCAISE FRÖNSKUNÁMSKEID Frönskumámskeiðin hefjast bráðlega. Kennt verður í mörgum flokkum. í framihaldsflokkum kennir franski sendikennarinn Jacques RAYMOND og ffú Marcelle RAYMOND. Innritun og nánari upplýsingar í Bókaverzlun Snæbjamar Jónssonar & Co., Hafnarstræti 9. — Símar 1-19-36 og 1-31-33. Væntanlegir netnendur eru beðnir að koma til við- tals þriðjudaginn 13. janúar kj. 6.30 í þriðju kennslustofu, háskólanum. sraba skert? NEW YORK 9/1 — Sameinuðu þjóðimar hafa lagt til að kann- að verði, hvað hæft sé í þeim fullyrðingum, að arabar búsett- ir á svæðum, sem hersetin eru af ísraelsmönnum, njóti ekki fullra mannxéttinda. Hefur verið skipuð rannsóknamefnd, og eiga í henni sæti fulltrúar frá Júgó- slavíu, Ceylon og Somalíu. Isra- elsmenn hafa hins vegar bafnað þessari tillögu á þeirri forsendu, að nefndin muni ekki gæta hlut- leysis í könnun þessari, því að nefndanmenn hafi þegar tekið neikvæða afstöðu gagnvaxt Isra- el. SJOVA erelztaog reyndasta... Til vinslri er BWIW 1937 ein fyrsta bifreiðin, sem var tryggð hjá Sjóvá. Til hægri er Cortina fyrsta bifreiðin tryggð á árinu 1970. ... bifr eiðatryggingafélag á íslandi og hef- ur þjónað bifreiðaeigendum frá 1937. Er það þá ekki einmitt rétti aðilinn til að vá- tryggja bifreiðina yðar? . fÍlRibiVtMft '•jjf'ÉnHÉft.atlKT ... , 'Qtfy* - SJÓVÁTRYGGINGARFÉLAG ÍSLANDS 1» LAUGAVEGí 176 — REYKJAVÍK — SÍMI 11700 TEPPAHÚSIÐ Suðurlandsbraut 10 Sími: 83570 á feppabúfum byrjar á mánudag MIKILL AFSLÁTTUR mi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.