Þjóðviljinn - 11.01.1970, Síða 7

Þjóðviljinn - 11.01.1970, Síða 7
Suinniuidiaigíír 11. janúar 1970 —- ÞJÖÐVTLJTNN — SÍBA J Fortíð og samtíð í Islendinga- sögum Gildi þýðinga Hermann Pálsson í Edinborg er í heimsókn og tilvalið að spyrja hann tíðinda, eljumann í fræðastörfium og hresisan við kenningasmíði eins og vera ber á, byltingartímum í íslenzkum fræðum. Eitt af því sem ég er að ger a núna, fegir Hermann, er að þýða ísle'ndingiasögiur á ensku. Það eru komin út fjöigur bindi hjá Penguin, það síðasta í hauist, en að þessu höfum við Magnús Magnússon unnið. Þá er eátt hefti komið út hjá New York University Press, en að því hef ég unnið með Paui Edwards. Fimmita bindi Pengu- inútgáfunnar er í undirbúningi og verð ég einn með það — þar verður Hrafnkeissaga og fleiri stuttar söigur. Þetta hefur gengið vel — ég held að 05—70 þúsund eintök af Njálu hafi þagar selzt og eitthvað svipað af Vínlands- sögum. Ég héld að þessar þýðingar h-afi tvöfalt gildi. I fyrsta lagi getur aimenningur, læs á ensku, kynnt sér þessar bók- menntir. Og í annan stað — og það finnst mér meiru skipta, veita þýðingamar öðrum fræði- mönnum greiðari aðgang að sögunum, til dærnis sérfræð- ingum í aimenniri þókmennta- söigu, í miðaldiafræðum, sagn- fræðingum. '■ Ég lít svo á, að eitt af því siem verst fór með íslenzk fræði. hafi varið það, að allt- of þröngur hópur hefur stund- að þau. Um Islendingasögur hafa oftast fjallað germanistár, norrænufræðingar, íslenzku- fræðingar sem voru yfirleitt í litlu sambandí við 13. öldina í Evrópu. Ef við nefnum Njálu til dæmis, skrifaða seint á 13. öld, þá taka germanistar hana sem hluta af germ.anskri fortíð, norrænufræðingar sem hluta af norrænni en ísienzkumenn af ísienzkri fortíð. AUir fylgja þeir genetískum sjónarmiðum, setja verkið í samband við ein- hiverja fortið fyrst og. fremst. Hinsvegar hefur að mínu viti ekkj verið gert nægiJega mikið að því að setja t.d. NjáJu í samhengi við samtið verksins. Við megum ekki gleyma því, að íslenzkuir höfundur, gem skrifar sögu á 13. öld, er eng- inn útkjálkamaður. hann litur á sig sem hluta af Evrópu. Og hann horiir ekki aðeins aftur fyrir siig, tdl tíundu aldar, held- ur og í kringum sig — alveg eins og rithöfundux sem í dag sikrifar sögulega skáldsögu, lít- ur til samtíðar sinnar. Með því að fá sögurnar á skikkanlegar þýðingar kynnast þeim fleiri fræðimenn, en þær hafa sivo sannarléga verið van- rækitar af miðaldafræðingum. Ég man, að einu sinni benti ég sérfræðingi í evrópskri mið- aldalýrík á írienzkt kvæði, ort á 12. öld. Já, en það er drótt- kvæði, sagði hann. í>eitta kom honurn sem sagt ekki við: ís- land var ekki Evrópa. Og þessi misskilningur hefur verið al- gengur. Ólíkt þjóðfélag Ég er að undirbúa bók um sögurn.ar á ensku, um það hvað þær eru, hvað höfundarnir voru í raun og veru að gera að mínu viti, og þar kem ég auðvitað inn á það, sem nú var á minnzt. Nefnum dáemi. Þeir sem skrifuðu íslendingabók, Land- námu, Islendingasöguir, Ari fróði og eftirmenn hans, báru sig ekki aðeins saroan við for- tíðina beldur og samtíðina. Og þeir komiast að því hve ólikir við erum öðrum þjóðum, bæði að því leyti, hve við eigum þá stutta sögu og búum við ólíka stjórnskipun hinum, sem við höfum hielzt samneyti við, höf- um ekkert konungsvald. Og þeir reyna, t.d. Ari að gera sér grein fyrir þesisum mismun. Mismun sem hefur mikil áhrif á allan huigsunarhátt íslénd- inga — konungur er gæddur einskonar guðlegum eiginleik- um, valdi sem skipar honum í sérsitöðu, og það raskar ekki lítið raunsærri huigsun manna, ef þeir trúa því, að einhverjir menn séu öðruvísi og langt ofar öðrum. Ég held það sé ekki svo lítils virði fyrir Is- lendinga á þeim tíma er sagna- ritun hefsit að vera annarsveig- ar í nokkuð nánum tengslum við umheiminn, um kirkjuna, viðskipti, ferðalög, en vita það jafnframt, að allt eðli þjóðfé- la.gs þeirra er gerólíkt því siem gerist í kringum þá. Lanqsum og þversum Og víkjum aftur að genet- ísku viðhorfunum, sem ég vil eins kaUa langsumaðferð: flest- ir sem sfcrifa um sögutrnar byirjia aftan frá, frá Eddukvæð- um, öðrum germönsikum hetju- kvæðum. Þeir reyna að rekja þróunina niður á við — fná heiðnum helgikvæðum niður í íslendingasögur. En ég held áð „þversumiaðferðin“ sé miklu vænlegri til skilnings á sögun- um — þ.e.a.s. að líta fyrst og fremst til þess þjóðféLags, sem þær spretta úr. Þár var margt skylt samfélagi á öðrum Norð- urlöndum, en munurinn á is- lenzku og t.d. norsku þjóðfé- lagi þeirra tima er miklu merkilegri en skyldleikinn, þeg- ar þarf að gera grein f jTir bókmenntum. Það eru því mikil verkefni í sambandi við sögurnar að gera grein fyrir íslenzku þjóðfélagi á 12.-14. öld með öllum þesis einkennum, ekki aðeins fyrir forsögu þess heldur og íslenzk- um þjóðfélagsvandamálum tím- ans, efnahagsiegum forsiendúm mannláfs hér ásamt með á- kveðinni afstöðu til umheims- ins. Og inn í þetta kemiur svo kristin menning Evrópu þeirra tíma. Maður sem skrifar bók hlýtur að taka afstöðu til tveggja skauta í veirki sínu: annarsvegar til efnisins, til söguihetjunnar, hinsvegar til lesanda. Halldór Laxness er í Gerplu ekki aðeins að skrifa um þá Fóstbræður, h.ann er að skrifa fyrir okkur 20stu aldar lesendur. Sama gildir einnig um Islendingasögur, þær eru um fortíðina en fyrir samtíð- ina — höfúndurinn er partur af sinni samtíð og rær þar ekki einn sins liðs. fortíðarinnar. Menn ganga út frá þvi sem gefnu að íslend- ingasögur varðveiti fomheiðn- ar hetjuhuigsjónir. Jafnvel þeir fræðimenn sem telja sögum- ar skáldsögur, að atburðir þeirra hafi ekki gerzt í raun og veru, telj.a að Mfsviðhorf þeirra sé arfur frá heiðni. Astæðan fyrir þessum mis- skilningi er tiltölulega ein- föld. Það er hægt að lesa sögu á mismunandi hátt, halda sig við yfirborðið, athurðarásina sjiálfia, eða taka dýpra í, reyna ekiki aðeins áð gera sér grein fyrir því hvað menn gera, held- ur og af hverju. Og að því er tekur til Islendingasagna og skilnings á þeim, þá hefur blandazt einkennilega saman þrettándu aldar og nitjándu aldar rómantík. Á þrettándu öld hafa menn þær rómantísk- ar bugmyndir um fortíðina sem lengi eru við lýði síðan, það er yfir henni viss dýrðar- blær, og menn töldu þá þegar, og eikki að ófyrirsynju, að frelsi mianna á tíundu öld, „söguöldinni", hiefði verið miMu rýmra en á þeirri þrett- ándu. Þar fyrir utan virðist það aUtraust lögmál yfirleitt að fortíðin verði í ritum stærri og litrikari en hún var í raun og veru. Og á 19. öld voru menn í rómantísku hrifnæmi mjög fúsir til að telja allt trú- anlegt sem í sögunum var, og veltu því lítt fyrir sér að höf- undar þeirra hefðu getað átt þá samúð með ákveðnum per- sónum eða tilgang sem hefði getað fegrað, ýkt; nei — Gunn- ar stökk í raun og veru hæð sína í öllum herklæðum, heiðn- ir menn gátu verið jafn þrosk- aðir í anda og kristið fyrir- myndarfólk og þar fnam etftir götum. ViSfal v7ð Hermann Pálsson i Eclinborg Sérstaða Rómantík Einn misskilningur er mjög lífseigur sambandi við afstöðu höfunda íslendingasagna til Nefnum eitt atriði í sam- bandi við sérstöðu sagn- anna. Við höfðum ekki Islend- ingar konunga eða jarla, stétta- skipting er mjög fábreytileg, sem verðuir svo til þess, að Is- lendingasögur eru ekki eiigin- legar höfðingj.abókmenntir. Þeir sem skrifuðu þær og þeir sém lásu þær voru oft ná- kvæmlega í sömu tröppunni, bæði stéttarlega og siðferði- lega. Þetta er höfuðmunur á Is- lendingasögum og Konunga- sötgum. Konungasöguir eru um menn sem ekki áttu sinn líka og eru að því leyti skyldar helgra manna sögum, þær eru um menn sem áttu vald meira en aðrir. Islendingasögúr voru hinsvegar um menn sem voru einkar svipaðir ölilum öða-um, gerðu svipaða Huti, stóðu í bú- skap og siglingum — og gerðu líka margt sem menn eiga ekki að gera, stóðu í morðum og vígaferlum. En það er þessi mikli skyldleiki milli persóna, höfundar og viðtakenda sem greinir Islendingasöigur frá um öðrum miðaldabókmennt- um. Atburður og saga Þetta eru hélztu útMnurnar á því Sem ég hef verið að glíma við. 1 bók sem kom út hjá Máii og menningu tók ég fyrir eina sögu, Hrafnkels sögu, eftir þeirri þversumað- ferð sem ég óðan nefndi. Ég reyndi að lesa þessa sögu sem Fraimihaid á 9. síðu. Sýningarhöll reist (og rifin) á mettínw A undanförnum árum hefur BeUa Centret í Kaupmanna- höfn, að sögn stærsta og full- komnasta sýningarsvæði í Skandinavíu, verið vettvangur margra meiriháttar viðburða, t.d. vörusýninga, kiaupstefna. ráðstefna, móta o.s.frv. Forráðamenn BC eiga eins og margir aðrir við vanda að stríða sem er áð fuUnægja sí- aukinni spurn eftir stærra sýn- ingarsvæði. auknu húsrými. Þegar ákveðið var að reisa nýj- an sýningarsal á Bella-svæðinu fylgdi sú kvöð byggingarleyfi af hálfu borgaryfirvalda í Kaupmannahöfn að húsið yrði reist á skömmum tíma og jafn- framt byggt þanni-g að unnt verði að fjarlægja það með stuttum fyrirvara ef nauðsyn kxefji. Fyrirtækið A/S öresö Fabr- ik í Svebölle tók að sér fram- kvæmdir og leysti vandann þannig að sýningarhöUin nýja, 7509 fermetra hús, var reist á 29 vinnudögum og unnt er að rífa han,a og fjarlægja (og reisa á nýjum stað) á enn , skemmri tíma. Hlutar sýningarhallarinnar eru að sjélfsö-gðu verksmiðju- framleiddir en settir saman á byggingarstað. Hófst samsetn- ing húsisins hinn 7. október í haust og verkinu var að fullu lokið 28. nóvember, eða á 29 vinnudögum sem fyrr var sagt. Byggingaráætlunin stóðst full- komlega. Arkitektinn Ole Mey- er hannaði húsið en ráðgjafi Við framikvæmdir var Erik K. Jörgensen verkfræðingur- Frá framkvæmdum á sýningarsvæði Bella Centrets í Kaupmann ahöfn. Efsta myndin var tekin 9. október sl., tveim dögum eftir að samsetning sýningarhallarinnar nýju hófst. í miðið: Svo langt hafði verkinu miðað 15. október. Neðst: Höllm fullgerð 28. nóv. I i i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.