Þjóðviljinn - 08.03.1970, Blaðsíða 7
*
Suimudagur 8. marz 1970 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J
MORGUNBLAÐIÐ OG MENNINGARMÁLIN
LÍFSEIGIR PÚKAR
0G
STEINGERFINGAR
Jóhann Hjálmarsson:
tckinn við forystunni
SÍÐARI HLUTI
Og cf Jicir halda að þeír
geti stofnað efnishyggjufélag
á móti mér, þá skal ég sýna
þeimþað: ég skal koma af stað
þeim andlegu öflum hér í
SViðinsvík að þeir skulu ekki
þurfa að binda um skeinu.
Pétur Þníhross.
Við vorum þar komin í yfir-
liti um menningarskrif Morgun-
blaðsins, að það hefur boðið
vegalausum höfundum inn í sitt
hjarta, ef þeir vilja gerast þess
skáld. Og því var lofað, að nú
skyldi gerð nokkur grein fyrir
því, hvaða afgreiðslu hinir
fengju, þeir óþekku, neikvæðu,
þeir sem líta öðrum augum á
málin, vinstra hyskið, hemáms-
andstæðingar, andófsmenn,
kommar.
Kurteisi með
fyrirvara
Það skal fyrst af öllu tekið
fram, að það er töluverð við-
leitni í Morgunblaðinu til að
sýna einnig þeim óstýrilátu
nokkra kurteisi — eins og menn
muna er menning fagnaðarefni
í sjálfri sér Þetta á þó einkum
við um þá, sem þegar hafa
unnið sér viðurkenningu t.d.
með því að vera í heiðursilauna-
flokki eða a.m.k. efra flokki
listamannalauna; þeir sem ekki
eru komnir svo hátt á Pamass-
inn mega hinsvegar búast við
harkalegri meðferð En þar með
er ekki öll sagan sögð. Það er
í reynd furðu mikil samkvæmni
í þvi hiá beim, sem skrifa í
Mörgunblaðið, að þeir geta
hrósað mönnum í ýmsar áttir
fyrir hæfileika. listræna kunn-
áttu — en um jleiö og komið er
inn á ákveðið hættusvið gjör-
breytist tónninn. Hvenær sem á
dagskrá er þjóðfélagsfleg gagn-
rýni, hvenær sem minnzt er á
stéttaátök. hemám, Víetnam,
svo dæmi séu nefnd — þá er hið
listræna umburðarlyndi fókið út
í veður og vind Þá er þvi strax
sleeið fram. að skáldinu láti ekki
að fara með ádeilu Að ádeilu-
efnið sé úrelt. bótt það hefði
kannski haft þýðingu fyrir 30
árum. Að sósíalísk viðhorf, rót-
tækni i menningarmáium séu
yfir höfuð úrelt. dauð, mark-
levsa, ekki. samboðin skáldum.
Þessi viðbrögð við hverskyns
félagslegri gagnrýni í bók-
menntum eru svo sterk og fyrir-
ferðanmikil að þau hljóta að
teljast sjálfur kjami menn-
ingarstefnu Morgumbl a ðsi n s.
Þetta þarf að sjálfsögðu ekki að
koma mönnum á óvart. Það
væru sannarlega ómerkilegar á-
deilu- og andófsbókmenntir sem
höfuðmálgagn kerfisins hiefði
ekkert við að athuga. En til
frekari fróðleiks er rétt að sýna
í dæmum, hvernig þessari stefnu
er fylgt eftir.
Góð skáld
— en vond
Jóhann Hjálmarsson t.d.,
hann finnur margt lofsvert við
Skáldskap Hannesar Sigfússonar
(Lesbók 28. sept. 5. nóv.) en allt
annað verður uppi þegar komið
er að á'kveðnum viðfangsefnum:
„Vietnamljóð Hannesar er gott
dæmi um þann ofhlæðisstíl sem
hann stundar. Boðskapur ljóðs-
ins hverfur algjörlega í Ólgandi
haf lýsinga,.sannkallaða óhugn-
aðarveizlu . . . Orðalag, álika
þvi, sem kemur fram í Vietnam-
ljóðinu er aumur blettur á
ljóðagerð Hannesar Sigfússonar,
það opinberar tómleika sinn
með bægslagangi ... er hann
fallinn í gryfju mærðar, sem á
sér að skátkaskjóli nýtízkulegt
yfirbragð, en er jafn innilega
gamaldags og hefðbundið og
hefðbundinn skóldskapur getur
verið“. Þessi ritdómari hefur
reyndar oftar hamazt gegn Viet-
namljóðum — nú fyrir nokkrum
dögum kom ljóð Stefáns Harð-
ar honum fullkomlega úr jafn-
vægi mitt í heldur lofsamlegri
umsögn. Svipað gerist þegar
Jóhann fjallar um Sigfús Daða-
son (Lesbók 23. nóv.), aillt geng-
ur svona nokkumveginn þar til
kemur að Borgum og strönd-
um (Handur og orð); „Þetta
ljóð er eitt af þeim fáu eftir
Sigfús sem geta kallast „inn-
legg i baráttuna" . . . Enda þótt
ljóðið sé forvitnilegt ... er
hringur þess of þröngur, skáld-
skapargildi þess of fátæklegt,
til þess að heil bók verði byggð
á því. „Og það er allt í sama
anda þegar Jóhann finnur svo-
fellda ástæðu til að hrósa Stef-
áni Herði (Lasbók 18. nóv.);
„Þegar þorpsljóð Stefáns Harð-
ar eru lesin, kemur í Ijós hve
mikils virði er að eiga skáld
eins og Stefán Hörð sem getur
ort um þorp án þess að gera á-
deilu eða þjóðfélagsgagnrýni að
aðalatriði ...“
Jákvætt viðhorf
Eða þá skáldsagan? Sá sami
Jóhann (hann kemur hér oft
fyrir, enda hefur hann tekið for-
ystuna af Matthiasi í menniog-
arbaráttunni) skrifaði 23. Dkt.
hugleiðingu um skáldsöguna,
hvert hún stefndi. Að vísu
fékkist ekki svar við því; þetta
var almennt spjall í upptalning-
artón, og allir höfundar heldur
góðir — nema þegar komdð var
að þeim sem „leggja fyrir sig
þjóðfélagsádeilu“ — þá kom á
daginn að „furðu litið fer fyrir
nýstárlegum tökum á viðlfangs-
efninu í bókum þeirra“.
Erlendur Jónsson fjallar all-
ýtarlega um það, af hverju fátt
bendi til að þjóðfélagsádeila
hefjist aftur til vegs — og get-
ur bensýnilega helzt sætt sig við
hana í nokkurri fortíð: „Endur-
vakning þessarar bókmennta-
tegundar hefur tæplega tekizt
eins og höfundar hljóta að hafa
gert sér vonir um, ekki vegna
þess að höfundunum hafi ekki
verið alvara, heldur sökum hins
að forsendumar hefur brostið,
veröldin er ekki í dag móttæki-
leg fyrir skéldisögu af því tagi
eins og hún var t.a.m. á kreppu-
árunum“. (Lesbók 21. sept). Bn
þótt Erlendur geti sætt siig við
t.d. sögur frá upphafi verklýðs-
baráttu (t.d. Brirnar við Böl-
klett), er honum strax oröið órótt
þegar komið er að hemámsára-
sögum — Atómstöð Laxness
telur hann t.d. „misheppnaða"
(Lesbók 26. okt.), ásamt tveim
sögum sem sannarlega eru það;
allir ráða af samhenginu að
Atómstöðin er því aðeins „mis-
heppnuð", að hún hefur alltal
verið þymir í augum Morgun-
blaðsmanna og feimnismál.
Skemmtilegast er þó, þegar
Steinar Lúðvíksson fer að tala
um Edensepli Óskars Aðalsteins
og feril þess höfundar. Sagt er
að framan af hafi „sterk sósíal-
ísk áhrif“ verið áberandi, en
síðan gerðiust fagnaðartíðindi;
„þó fer fljótlega að koma í Ijós
að trú hans á óskeikulleik sósí-
alismans fer að dvlna og við-
horf hans til mannlífsins al-
mennt fer að verða jákivasðara
og skilningsríkara" Hvað sagði
ekiki Pétur Þríhross: „Skóldin
eiga að vera heilbrigð; heilbrigð
í gleði, heilbrigð í sorg. Ég við-
urkenni ekiki nerna heilbrigð
skáld“.
Erlcndur Jónsson:
ádciluskáldsagan úrelt
Halldór Laxness:
AtómstöOin misheppnuð
Af hverju
þessi læti?
I þessum dúr þumbast menn
áfram hver með sínu lagi og
í einum anda Ásgeir Ásgeirs-
son hafði það fagnaðarerindi að
flytja 5. sept. að „ungt listþing“
hefði engan áhuga haft á „mót-
mæla- og uppreisnaröldu", né
heldur á ádeilubrölti kommún-
ista. 19. okt. sallar Jóhann
HjálmarssDn niður „mótmæli
æskumanna á Islandi“ sem hafi
„einkum verið bundin við mjög
þröngan hóp, sem annað hvort
af þekkingarskorti eða róman-
tísikri blindu hefur reynt að hafa
áhrif á almenning“. 16. nóv
tekiur sami maður sig til við að
hirta þá sem ekki kunna rétta
hegðun: „1 blaði Jóhannesar (úr
Svava Jakobsdóttir:
hæpin tök á viðfangsefninu
Hannes Sigfússon:
tómlciki og bægslagangur
Kötíum), Þjóðviljanum, gat að
Mta á afmælisdegi hans greinar
eftír pólitíska stooðanabræður
haras, evo og þá leiðitömu menn
við komimúnismanin eða af-
sprengi hans, sem stundum vita
ekki í hvom fót þeir eigi að
stíga. Einkennileg þvermóðska
lýsir sér t.d. í grein Jón úr
Vör ...“ 6. desember siglir Árni
Johnsen fram með þumgum
skrið með sígildan Morgun-
blaðsboðskap í einkar persónu-
legu formi: „Það er gömul
púkasaga að til að geta með
góðri samvizku halft áhuga á
listum verði viðkomandi að hafa
haft kommúnískar tilhneiging-
ar eða a.m.k. tíðar virustri sveifl-
ur í hjarta sánu. Þessi púki er
nú orðinn all óhrjáiegur og að-
eins tímaspursmál hvenær hann
kymgir síðasta munnbitanum af
sjálfum sér. Listir eru nefni-
lega ekiki til fyrir fbnmúlur eða
ákveðnar reglur, þær eru til fyr-
ir manneskjur sem vilja fá eitt-
hvað fallegt út úr lífinu“. (Pétur
kallinn Þríhross enn: heilbrigð
skulu slkáldin í gleði og sorg).
Og höfundur Reykjavíkurbréfa
dregur sínar ályktandr af rit-
höfundaþingi 2. nóv.: „Vænt-
anlega eru allir sammála um
það að þingi loknu, að það haifi
ekki drepið bókmenmtimar. En
hins vegar virðist það hafa
gengið að ítökum réttlínu
kommúnista dauðum í forystu-
sveit íslenzkra rithöfunda".
Hvað á maðurinn eiginlega
við? Það veit ég ekki. Ég veit
heldur ekki 'hvemig á því
stendur, að ef þjóðfélagsieg á-
deila, andóf, sósíalísk viðhorf,
eru dauð, úreilt, enginn hefur á-
huga á þeim nema þeir sem
þjást af þekkingarskorti og
blindu, ef þessi fyrirbæri eru
ófín, úr tízku, moj, steingerving-
ar á Suðunskautslandi, púka-
saga, hjátrú — af hverju í ó-
sköpunum eru Morgunblaðs-
menn þá að eyða öllu þessu
púðri á svo hundómerkilega
hluti? Af hverju geta þeir varla
um annað talað? Af hverju í
ósköpunum taka þeir sig ekki
heldur tíl og bera fram með
reisn sinar jákvæðu huigsjónir
um listir og þjóðlfélag fyrir allt
það elsteulega fölk sem les
Morgunblaðið Dg vill „fá eitt-
hvað fallegt út úr lífin.u“?
Ný dæmi
Kannski eru særingamennim-
ir ekki alltof trúaðir á það, sem
þeir em að sogja. Má vera að sú
margdauða villutrú, sem þeir
þreytast ekki á að reyna að
kveða niður, sé óþæigilega lílf-
sedg, þrátt fyrir alllt. Það er ekki
gatt að vita. Hitt er rétt að
minna á, að einmitt á þeim
tíma sem hér ræðir komu út
tvær bækur, sem voru bæði
ágætlega vandaðar og um leið
næsta óþægilegar þeirri kenn-
ingu sem Morgunblaðið heldur
mest upp á — Leigjandinn eft-
ir Svövu Jakobsdóttur og Him-
inlbjargarsiaga Þorsteins frá
Hamri. Hér er ekki staður til að
miinna ýtarlega á þessar bækur,
en hitt er víst, að í þeim er
meðal annars fjallað um við-
skipti íslendinga við erlendan
her, við nýtt gildaimat, um
atómbombu og byltingarhreyf-
ingar og margt fleira með ein-
hverjum þeim hætti, sepi ekki
fellur að hinni sælu heimsmynd
Morgunblaðsins. Yfirídeólóginn,
Jóhann Hjálmarsson, er ber-
sýnilega í vandræöum. Þegar
hann ræðir um bók Þorsteins
bregður hann á það ráð að tala
út í hött, þannig að blaðales-
andi fær óvenju takmarkaða
hugmynd um það sem er á
seyði. Þegar svo komið er að
Leigjanda Svövu (19. des.),
verður ritdómarinn enn tregari
til að viðurkenna kosti verks-
ins, það er t.d. mjög dregið í efa.
að hölfundur hafi „fullkomið
vald á viðfangsefni sínu“, sem
síðan er lýst svo: „Það liggur
beint við að álíta að Leigjand-
inn f jalli um Island og umheim-
inn, ásókn nútímans, hinna
köldu og ófrjóu stöðutákna. Það
er hægt að skilja söguna póli-
tískum skilningi, en ég held að
lesandinn græði mest á þvá að
lesa Leigjandann án þess að
setja atburði hans í bednt sam-
band við ákveðnar fyrirmyndir,
vissar hættur tómamnia. Aðferð
rithöfundarins við að segjasög-
una er á þá leið, að tovika henn-
ar verður sjálf fjarstæða, ekki
það sem liggur að bafci orð-
anna“. Mikil ósfcöp — um að
gera að leiða hugann efctei að
„vissum hættum tímanna", þótt
það „liggi beint við“ fáum orð-
um áður.
Þægilegheit
Nú er leitun á lesandi manni
sem ekki teldi þessar tvær bæk-
ur einna merkastar þeirra f rum-
samdra verka sem út korau hér
á sl. vetrarventíð. Morgunblaðs-
tónninn í garð þessara verka,
dræmur og ndðurdrepandi (svip-
að gerðist þegar Snaran eítir
Jakobínu Sigurðardóttur kom
út 1968) er því einkar athyglis-
verður. Efcki hivað sízt ef miinnzt
er á það lof sem helztu ritdómar-
ar blaðsins bera á „stórglæsi-
lega“ fiskabóte Guðmundar
DaníelssDnar, hestábætour,
slysabætour, einnig Hjúltoruinar-
kvennatal. Allar geta þessar
bæfcur verið góðar til simma
þarfa, vitanlega — en saman-
burður þessi er lýgitega skýr
ábending til hlutaðedganda um
að Morgunblaðdð beitir aiflli sínu
til að skapa bannhelgi á áifcveðn-
um sviðum, tilteknum viðfangs-
efnum.
I annan stað stoal minnt á
það, að víðtaakur fjandskapur
Morgunblaðsins við alllt það
sem hér á landi getur fallið
undir þjóðfélagsgagnrýni fer
saman við sérstaka umlhyggju
fyrir þjóðfélagsádeilu austan
tjalds. Eins og allir vita telur
Morguniblaðið t.d. sovézfcar bók-
menntir því aðeins einihivers
virði, að þær gagnrýni þjóðfé-
laigslkerfið, en þá höfunda sem
ekki gera það einskis virði. Síð-
astur manna skal ég verða til
að mæla gegn stuöningi við sov-
éthöfunda, sem hafa orðið fyr-
ir ofsóknum heima fyrir. En af
sjálfiu leiðdr að Morgunblaðið er
stitokfrí í þessum efnum. Það
er nefnilega einum of þægilegt
að sitja hér undir vemdarvæmg
Bjama Ben., og Bandaríkjahers
og berjast fyrir þjóðfélagslegri
gagnrýni í Mosfcvu — um leið
og reynt er að gera slíkri gagn-
rýni hér heima allt til miska.
Það er eins og að siitja í Mositovu
og hafa allan hugann vdð þjóð-
félagsigagnrýni í Bandaríkjun-
um.
Áhrif orða
Þessar athuganir hafa efcki
verið gerðar vegna þess að ég
telji að rithöfundar eigi upp
til hópa að fást eingöngu við
þjóðfélagsleg vandamál, berjast
fyrir róttækum hugsjónum, þótt
ég sé í hópi þeirra sem hafa
áhuga og samúð með slíkri við-
leitni. Það er heldur etoki rætt
um það nú, hvemig einstökum
höfundum hefur til tekizt. Það
er hinsvegar spurt um mögu-
leika gagnrýni á þvi að skipa
þann sess sem henni ber. Nauð-
syn þess að snúast gegn þeirri
skipulögðu herferð, sem fram
fer í helzta fjölmiðlara landsins
gegn öllum þeim sem halda uppi
þjóðfélagslegri gagnrýni í bók-
menntum, herferð til að ófrægja
viðleitni þeirra, níða hana. Þvi
slik herferð stefnir að þvi> að
þrengja íslenzkar bótomenntir,
tatomarka hlutverk þeirra, gera
þær srruærri. meinlausari. Og
þessi samantekt getur einnig
minnt á annað. Það er oft tal-
að um gengisfall orðanna, að
ekki sé lengur tekið rnark á
neinu sem skrifað er Menn geta
þó að minnsta kosti huggað sig
við það, að málgagn þeirra sem
hér fara með völd tekur fullt
mark á þeim, sem ekki ganga
á þeirra veffnm
i
t
4