Þjóðviljinn - 10.06.1970, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.06.1970, Blaðsíða 8
g SlÐA — ÞJÓÐVIUINN — Miðvikudagur 10. júni 1970. H.-K. Rönblom: Haustlauf hyldýpi koma og skammast við strákalýð sem gerir óskunda. — Eða þá að hann hefur kveikt í ruslalhug — það er nóg til af þeim svona á haustin. — Við nánari athugun, sagði Súsanna, — þá er það eiginlega furðulegt að nokkur sikuli borga sig inn í bíó, þegar til eru svo margar aðferðir til að komast inn án þess. Þú ætlar sem sé að spyrja dyravörðinn hvernig þetta hafi gengið til? — Ég hafði hugsað mér að spyrjast fyrsit fyrir hjá lögregl- unni. l>að er hugsanlegt að hún hafi fengið tilkynningu um ein- hverjar óspektir. — Og þegar sannanakeðjan er fullsmíðuð, sagði Súsanna, sem vissi allt um þessa hluti, — þá býðurðu öllum himgað heim sem grunaðir eru og segir frá mála- vöxtum. Þegar þú ert búinn að gera alla dauðhrædda eftir röð þá bendirðu á hinn raunverulega morðingja. Og einmdtt í þeim svifum feemur Kúhk lögregiu- þjónn inn og tekur muröingjann fastan, þvi að allan tímann hefur hann staðið í eldhúskróknum og beðið færis. Qrðið eldhúskrókur vakti hana til déða og hún þaut fram til að taka kaffiketilinn af hellunni, en það var einmitt að sjóða upp- úr honum. Leitin að kjaftakindinni hófst síðdegis heima hjá frú Johans- sbn' í ’ íbúðinni undir ibúð Bácks. Hún var ein heima, eiginmaður- inn í vinnunni, sonuriran í skól- anum. Paul var að verða hag- vanur í eldhúsinu hjá henni. Hann leiddi talið að blaða- viðtalinu. — Er hugsanlegt að einhver óviðkomandi hafi komizt á snoð- ir um það? spurði Paul. HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31. Simi 42240. Hárgreiðsla. — Snyrtingar. Snyrtivörur. Hárgreiðsln- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav 18 III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðsiu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SIMI 13-9-68 — Það held ég ekki, sagði frú Jöhansson íhugandi. — Við ræddurn auðvitað um það við Johansson eftir að Baok hafði talað við Stokfehólm. En enginn af kunndngjum ofekar kannaðist neitt við Báck, svo að við höfð- 33 um enga ástasðu til að tala um þetta við neinn. Hún þagnaði og beit sundur tvinnaenda. Tennur hennar vorú margar og sterklegar og minntu á gulnaðar nótur á göomlu pían- ói. Efeki var það sérlega fallegt, en þó var það traustlegt og bar vott um viljastyrk. — Ágætt, sagði Paul. — Það var bara það sem ég vildi fó að vita. — Okkar vegna gefcur herrann verið alveg rólegur. Við erum engar kjaftakindur. — Ég átti alls ekki við það, sagði Paul í skyndi — Ég ætlaði bara að ganga úr skugga um að efeki hefði verið minnzt á þetta af tilviljun, til að mynda í mjólkurbúðinni. — Jú, auðvitað minntist ég á það í mjólkurbúðinni, sagði frú Johansson, undrandi yifir því að þurfa að eyða orðum að svo sjálfisögðum hluit. — Þau þekkfcu Báck. Ef einræðisherra- hér á landi vill binda endi á málfrelsi, hugsaði Paul, þá verðvr hann að þyrja á því að -loka ..mjólfeur- búðunum. — Símtalið kom á föstudags- kvöldi, sagði hann, — og það hefur þá verið á laugardags- morgni sem málið var á dagskró í mjólkurbúðinni. — Nei, á lauigardögum er engin aðstaða til að spjalla; þá er alltof mikið að gera. Það hdýtur að hafa verið mánu- daginn sem ég minntist á það. Þetta hélt hún fast við og einnig það að hún hefði ekki haft orð á símtalinu neins staðar annars staðar Paul hélt á burt sæmilega ánægður. Eftir mjólk- urbúðarfréttum einum saman hefði enginn sfcálvírsmorðingi látið til skarar skríða. Næsta verk hans var að halda til Fréttablaðs Sundahafn- ar og spyrja eftir fréttastjóran- um. Hann sat í smáskonsu og skrifaði lofgrein um listsýningu („Einkum eru olíumálverkin frá sólarlandinu Italíu litskrúðug"). Hann þefekti Paul undir eins aftur, hiustaði á spurningu hans og svaraði henni neitandi. — Það var elkki umtalsvert. Þeir geta átt viðtal við hwem sem þeim sýnist. Paul útskýrði að spuming hans beindist að því að komast að þwí hvernig utanaðkomandi fólk hefði fengið vitneskju um vænt- anlegt blaðaviðtal. — Ég hef nefniiega ástæðu til að æfcla, bætti hann við, — að stálvírsmaðurinn hafi vitað um málið. Tálbeitan hafði tilætluð áhrif. Áhugi blaðamannsins vaknaði. — Hann hefur ómögulega get- að fengið upplýsingarnar frá mér, sagði hann. — Ég held varla að hann hafi fengið þær hjá Báck sjálfum, sagði Paul. — Jæja, þá veit ég ekki hvernig á því stendúr — en bíðið nú hægur! Ég var ekki sá fyrsti sem þeir leituðu ráða hjá frá Stokkhólmsblaðinu. Þeir hringdu bara í miig af því að þeir fundu efeki símanúmer Báoks í skránni. En sá sem hringdi vissi að Báak var af- lesari hjá rafveitunni, og það hlýtur einíhver annar að hafa sagt honum. — Hver hefði það getað verið? Hefur Stokfehólmsblaðið nokkurn fréfctaritara eða umboðsmann í Sundahöfn? — Hann var í sumarleyfi i ágúst og þess vegna hringdu þeir í mig. En það er bezt þér hringið og spyrjið þá sjálfa. Þetta var heitlráð og Paul hélt heimleiðis til að fara eftir því. Samtalið kom meðan hann beið eftir matnurn Hann bað um samband við Wimansson ritstjóra. Sá var staddur á skrifstofu sinni og svaraði undir einis. Eftir óhjákvæmileg inngangs- orð komu þeir að efninu. Wi- mansson hafði oft verið kynnir í útvarpi og hafði lært þá list að fylla upp allar þagnir með orðaflaumi. — Já, það var skelfileg fyrir- höfn að ná sambandi við þetta fólk sem ég ætlaði að tala við. Ölýsanleg fyrirhöfn. Stundum gátu fréttaritaramir úti um landsbyggðina hjálpað mér Ann- ars varð ég að snúa mér til heimamanna sem voru sérlega fróðir um samborgara sína. Fólk er svo misjafnt hvað þetta snert- ir. Sumir — — Við hvern töluðuð þér til að fræðast um Back? — Við skulum sjá til, Báok? Það var í Sundalhöfn. þar höfum við fréttaritara — — Hann var í sumarleyfi í ágúst. — Jæja? Já, nú man ég það. Maður huigsar aldrei um að annað fólk sé í leyfi; maður man bara eftir sínu eigin leyfi og hugsar þeim mun meira um það. I þessu starfi — — Til hvers sneruð þér yður? — Jú, ég man ég hringdi í Bhlevik þingmann. — Jæja, í Ehlevik. — Já, ég þefeki hann persónu- léga, hann hjálpár ók'ikur stund- um um smáfréttir úr þinginu. Mjög viðfeldinn og sanngjam maður — -" — Minntuzt þér nokkuð á um hvað viðtalið ætti að Ifjalla? — Já, vitaskuld, er nokkuð athugavert við það? Bf maður vill að fólk leggi sig í líma fyrir mann, verður maður að gefa eitthvað á móti. Að gefa og taka — Málið var upplýst. Blaðamað- urinn sem Paul hafði áður talað við, hafði minnzt á að „sambönd úti um landsbyggðina“ hefðu verið hjálpleg við að leita uppi viðmælendurna. Auðvitað voru allmai’gir þingmenn í hópi þeirra sambanda. Paul var viðutan við matborðið, en Súsanna léfc hann ekki í firiði. — Náðirðu í kjaftaikindina þína? spurði hún. — Hún býr á hæðinni fyrir neðan okkur. — Ehlevik? Hvað heldurðu að það tákni? — Ég ætla einmitt að reyna að komast að því þegar við erum búin að borða. Bhlevik þingmaður hafði verið á borgarskrifstofunini um morg- uninn, síðdegis hafði hann verið í skrifstofum flokksstjómarinnar og um kvöldið ætlaði hann að vera á kosningafundi. Eins og flestir önnum kafnir menn, virtist honum ekki liggja mikið á. Hann tók hlaða af kosninga- bæklingum af stól og bauð Paul sæti. — Eruð þér enn að leita að stálvírsmanninum? Þér eruð auðvitað búnir að tala við Irene Oarp? — Já, en hún neitar því að hafa átt stefnumót við Báck — En var ekki vitni sem sá til hennar? — Jú, og býsna trúverðugt vitni skilst mér. En hún neitar samt. — Jæja, hún hefur trúlega sínar ástæður til þess. Áttuð þér eitthvert sérstakt erindi við mig? — Já, það var í sambandi við blaðaviðtal sem Báck hafði lofað að eiga við Stokkhólmsblað skömmu fyrir dauða sinn. Þingmaðurinn strauk sér um hökuna og það urgaði í. Hann leit rannsakandi á Paul. — Já, ég kannast við það. Hringið í Wimanisson ritstjóra við Stokkhólmsblaðið, þá getur hann frætt yður um það. — Ég var einmitt að tala við hann rétt áðan. — Þá vitið þér eins mikið og ég. Wimansson er kunningi minn í blaðamannastétt. Menn í mínu starfi verða að eiga nokkra slíka eins og þér skiljið kannski. Hann lét eftir sér að brosa. — Hann hrinigdi og spurði hvort Baok væri á lífi og því gat ég svarað samstundis. Hvað kemur þetta svo stálvírsmanninum við? Eða er þetta sér á parti? HlllHUillilUUHUiUiiiiiniiliiililUil£!iiiilUUiliUliiíiIU!liUi!liU!iUiiiil!iiiIHUU!i‘IUU‘IÍIiiUIiiHSSli!!llilliilHIÍIII «-elfur Laugavegi 38 o g V estmannaey jum Brjóstahöld og mjaðmabelti. Fjölbreytt úrval við hagstæðu verði. HúsráBendur! Geri við f\eita og kalda krana, WC og WC-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðslum STILLI HITAVEITUKERFI. HILMAR J. H. LÚTHERSSON pípulagningameistari. Sími 17041 — til kl. 22 e.E immi HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUSIÐ * SUÐURLANDS- BRAUT 10 *• SÍHfll 83570 & ÍfiliiiÍ!Hi!!!!!Ííi!iÍi!t!Hilt!ii‘!i'í!'í!’l!ÍÍ!iÍÍÍ!ÍH!!ÍíÍiii!!'"!i!!!H!HnniÍ!Í!i!'’!!!''ii'i’'!'’iii!"iiÍÍÍiiiiii!tíiÍÍÍ1IÍII!!jÍÍ SÓLÓ-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum stserðum og gerðuwi. — Einkum hagkvæmar fyrir sveita- bæi, sumarbústaði og báta. VARAHLUTAÞJÓNUSTA. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavélar fyrir smærri báta og litla sumarbústaði. ELDAVÉLAVERKSTÆÐI IÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 - Sími 33069. Minningarkort • Slysavarnafélags íslands. • Barnaspítalasjóðs Hxingsins. • Skálatúnsheimilisins. • F.iórðungssjúkrahússins Akureyri • Helgu Ivarsdóttur. Vorsabæ. • Sálarrannsóknafélags íslands. ■ S.I.B.S. • Styrktarfélags van- gefinna. • Mariu Jónsdóttur. flugfreyju. • Sjúkrahússjóðs Iðnað- armannafélagsins á ^elfossi. • Krabbameinsfélags íslands. • Sigurðar Guðmunds- sonar, skólameistara. • Minningarsjóðs Árna Jónssonar kaupmanns. • Hallgrimskirkju. • Borgarneskirkju. • Minningarsjóðs Steinars Richards Elíassonar. • Kapellusjóðs Jóns Steingrímssonar, Kirkjubæjarklaustrt • Akraneskirkju. • Selfosskirkju. • Blindravinafélags tslands. Fást í MINNINGABÚÐINNI Laugavegi 56 — Simi 26725.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.