Þjóðviljinn - 06.08.1970, Blaðsíða 4
4 SlÐA — 'ÞJÓÐVTLJINiN — Fimmitudagiur 6. ágúst 1970
— Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrefsfs —
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkv.stjórh Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Ivar H. iónsson (áb.), Magnús Kjartansson
Sigurður Guðmundsson
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson
Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson.
Auglýsingastj.r Olafur Jónsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Síml 17500
(5 línur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00.
Skýrari Unur
|Jm langan aldur ha’fa sósíalis’tar ben’t’ á sífellt
skarpari andstæður í veröldinni milli arðræn-
ingja og arðrændra. Nú á síðustu árum hefur
ungt fólk í neyzluþjóðfélögum Vesturlanda tekið I
undir þessi sjónarmið í vaxandi mæli, hafa um
leið fært umræðu og aðgerðir á nýtt stig. Breyt-
ingarnar á andstæðunum sjálfum eru ekki mikl-
ar í grundvallara’triðum — áhrif þeirra verða hins
vegar æ meiri þar sem bilið breikkar stöðugt og
andstæðurnar skepast: Hungrið í heiminum verð-
ur sífellt geigvænlegra og arðránið um leið hrika-
legra; andstæðumar verða ósættanlegar. Uim leið
og þetta geris't er Ijóst, að lausn þjóðfélagsvanda-
mála getur aðeins falizt í sósíalískum aðgerðum
sem hindra misnotkun og ofnotkun auðæfanna í
þágu lítils hluta mannkyns gegn meirihluta þess.
Það er auðvitað. aðeins spurning um tíma hve
lengi afturhaldsöflunum tekst að halda undirtök-
unum — þau hafa þegar misst af yfirráðum víða.
Plms vegar er augljóst að baráttan milli aftur-
halds og sósíalisma verður um leið sífellt harð-
ari eftir því sem andstæðumar skerpas’t. Og
milli þessara andstæðna eru engin grið gefin,
allur fláttskapur forboðinn og undirhyggja
óheimil.
Jginnig hér á íslandi hljóta þessar innri mótsefn-
ingar að setja svip sinn á allt þjóðlíf: Á síð-
ustu misserum hefur þetta birzt í landflótta og at-
vinnuleysi annars vegar en samþættingu innlends
og erlends auðmagns hins vegar. Þessar mótsetn-
ingar koma glöggt fram í stefnu og starfi stjórn-
málaflokka: Annars vegar em afturhaldsöflin
undir fomstu Sjálfstæðisflokksins, með aðstoð for-
ustu Alþýðuflokksins og hægra arms Framsókn-
arflokksins. Hins vegar er Alþýðubandalagið og
samleið með því eiga fjölmargir sem ekki hafa
stutt það áður, en hafa kosið ýmist Alþýðuflokk
eða Framsóknarflokk, þegar þeir hafa bmgðið yf-
ir sig vinstrisvip. Staða Framsóknarflokksins í ís-
lenzku þjóðfélagi er tímaskekkja í umhverfi þar
sem linkind, hentistefna og undirferli eiga ekki
að þrífast. Milli hinna andstæðu sjónarmiða í ís-
lenzka þjóðfélaginu sem heiminum er ekkert stig,
ekkert hlé; spumingin um afstöðu manna hljóðar
upp á annað hvort eða. Það er þetta sem íslenzk-
ur almenningur verður að gera sér ljóst og um
þessi gmndvallarviðhorf verður tekizt í næstu
átökum, kosningum eða kjarabaráttu. Þessi átök
verða um sjónarmið Alþýðubandalagsins annars
vegar — afturhaldsins hins vegar.
r
Jslenzka þjóðin 'fær ef ’til vill tækifæri 'til þess
innan skamms tíma að kveða upp dóm, sinn.
Sá dómur þarf að hljóða upp á kröfuna um skýr-
ari línur í íslenzkum stjómmálum. — sv.
Enn um kvennablöð. — Sjónvarpað frá
útför. — Mánudagsmyndir Háskólabíós.
í Bæjarpóstinum í dag er
fyrst bréfkorn frá Þuríði El-
ísabeti um kvennablöð og fl.
Þá skirifar Þ.Þ. um sjón-
varpsþátt frá útför forsætis-
ráðherrahjónanna og loks er
stutt bréf um mánudags-
myndir Háskólabíós:
Hr. Bæjarpóstur!
Ég var að Ijúka lesfiri biréfs
frá Feuninu í dálki þínum í
dag. Mig langar aðedns til að
undirstrika þá skoðun, að
kvennablöð eru úrelt, þau
auka aðeins kynvitund og for-
dóana kvennanna sjálfra.
Úr þvi að ég er byrjuð á
þessu kroti, langar mig að
þakka fyrir greinar, sem birzt
bafa í Þjóðviljanum um hina
nýju réttindabaráttu kvenna.
Þið hafið gengið á undan með
góðu fordæmi; ég vil aðeins
vara ykkur við að bafa á-
framhaldið of yfirborðskennt,
það vdll svo oft brenna við í
blaðagreinum.
Virðíngarfyllst,
Þuríður Elísabet.
Bæjarpóstur góður!
Síðastliðinn laugardag fluitti
sjónvarpið dagskrá um útför
forsætisráðbeirrahjónanna og
dóttursonar þeirra. Ég bafði
hlýtt á þessa athöfn í útvarpi
og /fannst hún þá fögur og
virðuleg, eins og við átti, en
framsetning sjónvarpsins var
að minni hyggju afar kauða-
leg, — benlínis óviðkunnan-
leg.
Þulurinn, sem ég hef aldrei
heyrt í áður, lýsti komu út-
farairgesita með kæruleysás-
legri röddu, eins og hann
væri að lýsa brúðkaupsgest-
um I fínni kóngaveizlu í út-
löndum. Svo virðist sem hinn
hörmulegi atburður, sem snart
alla þjóðina, hefði ekki haft
hin minnstu áhrif á mann
þennan. Hann hefði rétt eins
getað verið að segja okkur
frá opnun kaupstefnu eða
hestamannamóts. Það er eðli-
legt að þá, sem ekki höfðu
tækifæri til að fylgjast með
útförinni, bafi langað til þess
að horfa á sjónvarpstöku frá
henni, en þá hefðd þurft að
búa svo um hnútana, að þessi
virðulega, en jafnframt átak-
anlega athöfn kæmist nokk-
urn veginn til skila.
Annars fannst mér mynda-
takan nokkuð góð, og það átti
vel við að sýna mannfjöldann
úti fyrir, þessi ótal andlit
ungra sem gamialla. er fylgd-
ust með af djúpri hryggð. En
var ekki alveg óþaxfi að sýna
grátbólgin andlit aðstandenda
hinna látnu? A.m.k. fannst
mér það óviðeigandi og svo
er uim marga aðra.
Þ.Þ.
Kæri Bæjarpóstur!
Viltu korna á framfæri fyrir
mig þaJddæti til forráðamanna
Hásikólabíós fyrir mánudags-
myndimar. Þessd prýðilega
nýbreytoi mælist greinilega
afar vel fyrir, am.k. var fjöldi
manns á 5-sýningu sl. mánu-
dag um verzlunarmannahelg-
iria. þegar flestir, sem vett-
lingi geta valdið fara eitt-
hvað út í buskann. Vonandi
verða sýningamar á þessari
mynd. Verzlun við Aðalstræti,
fleiri, því að þetta er mynd
sem allir þuxfa að sjá. Ég ef-
ast um, að það sé hsegt að
lýsa hörmungum nazistatíma-
bilsins á áhrifameiri hátt, en
höfundum kvikmyndar þess-
arar hefur tekizt, enda þótt
svið hennar sé Jítið og tak-
miarkað. Og þótt nazistar sem
siíkir séu að mestu úr sög-
unni, svífur andi þeirra enn
yfir vötnunum, og glæpdr naz-
ismans eru framdir í nafni
frelsis, lýðræðis og rétttrún-
aðar um víða veröld nú á
okkar dögum.
S.E.
Þá eru bréfin ekki fledri í
daig, en Bæjarpósturinn vill
enn og aftur brýna fyrir bréf-
riturum að láta nafn og heim-
ilisfang fylgja með bréfum,
enda þótt þau séu aðeins birt
undir dulnefnum, sé þess
óskað.
Ennfremur vill bann minna
lesendur á, að hann er venju-
lega til viðtals kl. 2- 3 dag-
lega í síma 17500. — Geta þar
pennaletingjar fengið skjóta
afgreiðslu.
„Snú þú geiri þínam þangað
91
Einn af dyggustu lærisvein-
um „Hriflungsins“ í íslenzk-
um stjómmáium og söguskýr-
ingum, Helgi Haraldsson, sfcrif-
ar gredn í Tímann í dag, 2.
ágúst 1970, hver ber yfir-
skrift „Mcðuharðindi af manna-
völdum."
Greinarhöfundux ræðir um
þrjár plágur sem þrúgað bafi
íslenzka bændastétt 1969 og
’70, lítinn og lélegan heyforða
eftir sumarið 1969 og svo
Haklugos 1970.
Síðan segir Helgi: „En allt
er þá þrennt er, og 3ja plágan
kom og það voru Móðuharð-
indi af mannavöldum. Það er
áreiðanlega langt þangað til
að bændur landsins sjá fyrir
endann á þvi, sem af þeim
harðindum stafar.“
Það reynist oft sannmæli hið
gamla máltæki: „Lengi getur
vont versnað." Fóðurskortur og
Heklugos, það er svo sem ekk-
erthjáþriðju plágunni: „Móðu-
harðindum af mannavöldum.“
En hver er hún þessi plága,
sem er margfalt verri en kal,
rigningar, sem nærri eyðileggja
heyfeng bænda, og Heklugos?
Svarið finnst hjá Helga Har-
aldssyni, það hljóðar svo:
„Finnst nú engum nem.a mér,
að þau fari að tíðkast hin
breiðu spjótin eins og máls-
hátturinn segir. Þegar bændur
bafa staðið af sér öll harðindi
frá náttúrunnar hendi, og það
með prýði, þá geti nokkrir
ábyrgðarlausir kjaftasfcar í
Samanber þessj ummæli hans:
„og dregur enginn j efa að það
var sanngj arnt.“
Nei, að dómi Helga Haralds-
sonar voru þeir ekki ábyrgðar-
lausu kjaftaskamir, mennirnir
sem neituðu verkamönnum um
sanngjama kauphæfckun. Hin
fámenna klíka Vinnuveitenda-
sambandsins, sem stóð á móti
sanngjörnum kröfum verka-
manna um hækfcað kaup, þeir
eru sýknaðir af „Hriflunsglæri-
sveininum" Helga Haraldssyni,
Það eru þeir sem börðust
fyrir sanngjömum kröfum sem
Helgi Haraldsson vill stefna
fyrir dóm Samanber eftirfar-
andi: „Með öðrum orðum, þessi
móðuharðindi af mannavöldum
stytta þetta stutta sumar um
einn mánuð. Svona skepnuskap-
ur hjá mönnum sem telja sig
meðal forystumanna í þjóðfé-
laginu, er þannig, að þessum
mönnum setti að stefna fyrir
landsdóm, ef nokkurt réttlæti
væri til í þessu landi.
Það má vera gaman fyrir
oddvitann j Selárdal að fljúga
á einkaflugvél sinni yfir Vest-
firðj og horfa á bændnr standa
á graslausum túnum. Hann
aetti að hafa yfir línuna úr
fyrst-i bók Móse: „Hann leit
yfir allt sem hann hafði gert
og sjá það var harla gott“.
í vor þegar samningamenn-
imir voru að spila og skemmta
sér í Alþingishúsinu og viðtal-
ið var við þá í útvarpinu. Þá
flaug í buga minn atvik úr
mannkynssögunni. Það var
þegar Neró keisari var að
dansa en Rómaborg að brenna.“
Og ettn rennur vísdómurinn
úr penna ,, 1 ærisveinsi n s“: „Þó
að ég sé ekki mikill spámaður,
þá þori ég að segja það, að
ekki þarf margar svona sam-
komur til þess að íslendingar
geti fljótlega alveg sparað sér
það ómak að leggja krans að
styttu Jóns Sigurðssonar í
minningu um sjálfstæði þjóð-
arinnar, og þá um leið sparað
æskulýð höfuðstaðarins það
erfiði að tæta kransinn í tætl-
ur, eins og 2 síðustu árin.“
Það fer . ekki milli mála
hverjir það eru sem „læri-
sveinn Hriflungsdns" ber sök-
um um ábyrgð á „Móðubarð-
indum af mannavöldum.“ Það
éru samningamenn verka-
manna sem hann skreytir nafn-
inj „ábyrgðarlausdr kjaftask-
ar.“ Það eru þeir sem berjast
fyrir 9anngjömum kröfum sem
Helgi Haraldsson dæmir sem
höfunda að þeirr; plágu sem
verst er hændum.
Fyrir öllum dómum og kenn-
ingum þarf að vera forsenda,
og forsendan fyrir þessari
kenningu og haða dómi Helga
Haraldssonar er vissulega fyr-
ir hendi.
Forystumenn sunnlenzkra
bænda fundj sér þá sáluhjálp
bezta fyrir nokkrum áirum, að
binda mjólkurvinnslustöðvax
sínar á klafa klíku Vinnuveit-
endasambandsins. Þeirrar fá-
mennu klíku sem fer með öll
samningamál við verkamenn
íslands sem ’eigln mál. Þeirrar
fámennu klíku sem þrjózkast
við og þybbast í samningavið-
ræðum, oft í algjörH^t^sii.wð^
umbjóðendur sína, atvinnrjrek-
endurna, jafnvel svo, að við
ber að hinir raunv^ryjjggu at-
vinnurekendur kvarta ’ saran”
’jndian ofríki klíkunnar, sem
þeir segja að tefji fyrir og
hamli réttlátum samningum.
Ekki hefur orðið vart við
bofs úr munni Helga Haralds-
sonar eða striki úr penna hans
gegn afsölun réttinda til vinnn-
veitendaldíkunnar í Reykja-
vík.
Sennilega brennur hrísvÖnd-
ur hans eigin siamvizku honum
á baki af skömm yfir þessari
framkomu bændaforingjanna.
Ábuxðaxverksmiðja ríkisins
hefur einnig stigið það spor,
að halla sér undir hatt vinnu-
veitendaklíkunnar í Reykjavík
til þess að auðvelda henni
hundsun við sanngjamar kröfur
verkamanna. Ekkj hefur örðið
vart við, að þeir Framsóknax-
menn í verksmiðjustjórn sem
þangað hafa komizt meðal
annars fyrir tilverknað Helga
Haraldssonar hafi verið óf.úsir
að skríða undir þann hatt.
Og síðast en ekki sízt, stjóm
og aðrir forystumenn Kaupfé-
lags Árnesingia í félagi við
vinnumálasamband S.Í.S. stóðu
dyggilega við hlið klíkunnar í
Vinnuveitendasambandinu í
striðinu við verkamenn á síð-
astliðnu vori. Allt ber að sama
Framhald á 7, sdðu.
Reykjavík óátalið lokað dyrun-
um á áburðarverksmdðjunni,
sem bændup ei.ga eins og aðrir
landsmenn, og þar með komið
í veg fyrir að baendur geti í
tæka tíð borið á þann hluta
af túnunum, sem ótíðin hafði
skilið eftir óskemmd.“
Það er ekki svo lítið sem
þessir „kjaftaskar í Reykjavík“
hafa afrekað til óþurftar bænd-
um.
En hverjir eru þeir þessir
„kjaftaskar“, sem Helgi talar
um?
Eru það þeir sem þrjózkuð-
ust við að hækka kaup verka-
manna um land allt? Það kaup
sem iafnvel Helgi telur að hafi
verið sanngjamt að hæfcka.
ÓDÝRT»ÓDÝRT*ÓDÝRT#ÓDÝRT*ÓDÝRT*ÓDÝRT
03
‘>H
Q
O
•
EH
03
Q
O
Ódýrar kápur, regnkápur og jakkar, pils og peysur.
Smábamafatnaður og ýmsar smávörur í úrvali.
Drengja- og karlmannanærföt og mikið af öðrum nýjum
vöruim. — Hjá okkur fáið þið mikið fyrir litla peninga.
KYNNIZT VÖRUNUM OG VERÐLAGINU.
Rýmingarsalan á Laugavegi 48
03
•>H
Q
O
•
H
03
í*
Q
ÓDÝRT»ÓDÝRT*ÓDÝRT*ÓDÝRT»ÓDÝRT*ÓDÝRT*