Þjóðviljinn - 07.08.1970, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.08.1970, Blaðsíða 8
g SÍÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Föstudagur 7. ágúst 1970 JULIUS BARK: SEM LINDIN TÆR... 16 engu að leyna, hugsaði Óli. Það tók því ekki. — Já, sagði hann loks. Hann ætlaði að koma til mín. — Af nokkrum sérstökum ástæðum? — Nei, bara til að eyða kvöld- inu í kjaftasnakk eins og venju- lega. — Báðuð þér hann að koma ekki? — Já. — Hvers vegna? — Ég var búinn að ákveða að reyna að vinna. Ég vildi ekki láta trufla mig. — Er herra Lindell að skritfa nýja bók? — Já, ég var nýbyrjaður á bók. — Haldið þér að Cæsar Borg hafi verið á •leiðinni til yðar, þegar þetta gerðist? Það er stutt á milli hjáleigunnar yðar og tjarnarinnar. Óli varð aJftur þungbúinn og þegjandalegur. Hann hafði ekki hugsað út í þetta. 1 þessu fólst ásökun. Þetta var Óla að kenna, hann hafði vísað Cæsari á bug, og þess vegna gerðist þetta. Það var ekki beiinlínis hsegt að á- kæra hann fyrir neitt, en samt sem áður var söm hans gerð. — Ég veit ekki hvert hann v^r að fara,’ sagði Óli. Auðvitað getur verið að hann hafi látið sig það engu skipta að ég ætl- aði að vinna. Get ég nokkuð að því gert? — Við erum bara að reyna að átta okkur á málavöxtum. Gleraugun dönsuðu í höndum hans, sólargeislamir spegluðust í þeim og dönsuðu um her- bergisveggina. Ungfrú Ahlner skrifaði og skrjáfaði. — Cæsar Borg hefur væntan- lega ekki verið að rukka yður um peningana sem þér skulduð- uð honum? spurði rannsóknar- fulltrúinn dálítið óþolinmóðlega. HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31. Simi 42240. Hárgreiðsia — Snyrtingar. Snyrtivömr. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 188 HL hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðastræti 21. SÍMl 33-9-68. — Nei. Við minntumst ekkert á peninga. Óli laug. Tókst það nógu vel? Cæsar og hann höfðu talað um endurgreiðslu. En Óli gat ekki talað um það, hann fann að lögreglan var ekki beiniínis ánægð með hann og han vildi ógjarnan sverta álit þeirra á sér frekar en orðið var. Bernhardsson skipti um um- ræðuefni. — Þér eruð víst trúlofaður, herra Lindell. — Já. — Ungfrú Lísabetu Akermark, sagði rannsóknarfulltrúinn og leit í plögg sín. — Já svaraðj Óli stuttur í spuna. — Afsakið tillitsleysið, en stóð til að unnusta yðar færi til Parísar með Cæsari Borg? — Unnusta mín! Nei, svo sannarlega ekki. Af hverju spyrjið þér? — Ég var bara að velta því fyrir mér. Óli leit undrandi á Bernhards- son en hann gerði sig ekki lík- legan til að útekýra þetta nénar. Hélt hann að Óli hefði myrt Cæsar? Drepið hann af afbrýði- semi? — Þá getur herra Lindell víst ekki hjálpað okkur meira í bili. Bernhardsson reis á fastur, sneri bakinu í glugigann og sól- in lýsti ailt i kringum hann. Hann rétti fram höndina. — Er herra Lindell nokikuð á förum héðan á næstunni? spurði hann. — Ekki svo ég viti. — Það er ágætt. Ef til vill þurfurn við að leggja fleird spurningar fyrir yður. — Getið þið ekki tekið mig fastan undir eins? Rannsóknarfulltrúinn lét sem hann heyrði þetta ekiki. — Þakka yður fyrir að þér vilduð koma, sagði hann aðeins. — Við látum til okkar heyra ef til kemur. Óli getok að dyrunum, en þeg- ar hann var í þann veginn að ganga út um þær stanzaði Bemhardsson hann. — Það var edtt enn, sagði fulltrúinn. — Þegar þér funduð líkið tókuð þér þá eftir þvi hvort Borg var í skóm? Skóm á báðum fótum. — Ned. — Þér hafið ekki tekið eftir því hivort hann vantaðd skó á annan fótinn? •— Nei. Var hann sikólaus? — Sem sagt, þér tókuð ekki eftir því. Nei, það þarf ekki að vera nedtt undarlegt. Það var orðið ‘skuggsýnt. — Var eitthvað sérstakt í sambandi við skóna? spurði Óli. — Nei, alls ekld. Ég var bara að velta þessu fyrir mér. Rannsóknarfulltrúinn benti Óla að halda álfiram út. Hann var hvorki vinsamlegur né ó- vinsamlegur, _ aðeins ópersónu- legur, embættismannslegur; hann hafði verið að yfirheyra, það var allt Og sumt. Þótt Óli væri í einhverju uppnámi, þá kom það honum ekki við. Óli flýtti sér út í ferskt maí- sólskindð. Hann gekk hraitt gegn- um fremri skrifstofuna, þar sem Strömpóli sat og horfði á eftir honum. '■y — Og þegar þú komst út af lögreglustöðinni, fannst þér þú þá næstum liggja undir gruh? spurði Peter. — Næstum? sagði Óli. — Meira en næstum. Ég var sann- færður um að það væri ég sem Bernihardsson ætlaði að veiða í netið sitt. Mig vantaði fjarvistar- sönnun, enginn hafði séð mig í s'kóginum, enginn var til vitnis um að ég hefði soifið. Og svo hafði ég fengið lánaða peninga hjá Cæsari og ég hafði fumdið líkið. Bernhardsson átti sjálfsagt aðeins eftir að ganga úr skugga um hvemig ég hefði borið mig að. Óli og Peter sátu einir á kaffi- stofunni. Það var nýbúið að t>pna og það gat liðið góð stund áður en fyrstu hádegisgestimir kæmu með nestispakka sína og pönt- uðu kaffi. Þeir sátu hvor andspænis öðr- um, Óli í stól og Peter í rauðum, veggföstum gallonsólBa. Kaffið var þunnt og fitugt, gamall og súr tóbaksreykur óg þvæld vikublöð tiiheyrðu innbúinu. , — Bemihardsson virtist vera traustur og skýr náungi, sagði Peter. — Vissulega. Hann var áreið- anlega starfi sínu vaxinn. En einmitt þá féll mér ekki beinlinis vélu við hann, mér leið hálf- ónotalega í maganum þegar ég steig upp í bílinn minn og ók upp torgið. — Hingað? — Ég lagði binum hér fyrir utan, en ég átti erindi í tóbaks- búðina, til hennar frú Lindberg, vinkonu þinnar. — Svt> góðir vinir urðum við nú tæpast, sagði Peter. — Ekki skaltu taka það nærri þér, sagði Óli. — Við emm engir periuvinir heldur. Hún hefiur skrifað hjá mér fulloft En í það skipti átti ég peninga fyrir tóbaksbréfi. Og ég stikaði, seip. sé«&k'4haMt yfir torgið og tók þá 'eifitir þvi að fólk gaf mér homauga. Sumir sneru sér við án þess að reyna aö leyna því, fólk sem ég þekkti ekki neitt. Eftir nokkra stund fór ég að skilja. — Frú Lindgren? — Við hvað áttu? — Það hafði trúlega verið slúðrað um dauðsfallið, og þú sagðir sjálfur að tóbaksbúðin væri slúðurmiðstöðin. — Já, sagði Óli. Allir vissu hvað hafði komið fyrir. Og það lá auðvitað í augum uppi. Sumir höfðu séð eða heyrt talað um athafnir lögreglunnar við tjöm- ina. Fagerkvist hafði áreiðanlega tekdð eftir þeim. Og hjúkrunar- konan hjá Palmér lækni, sem sé héraðslækninum, hafði áreið- anlega elcki látið sitt eftir liggja. — Það er ekki beinlínis auð- velt að halda leyndu dauðsfalli, sagði, Peter. — Og blöðin era vön að leggja sitt af mörkum. — Það gerðu þau svo sannar- lega hér, eins og þú manst kannski. — Já. Ég fylgdist með þvi, sem skrifað var. — Allavega virtist það hafa verið hjúkrunarkona Palmérs sem kom af stað þeim orðrómi, að um eitran hefði verið að ræða. — Já, það stóð líka í blöðun- um, sagði Peter. — En þá vissi ég það eklki. Fól'k sem ég hafði aldrei séð, góndi á mig og nokkrar kt>nur bentu meira að segja á eftir mér. Ég þaut inn í tóbaksbúðina til að sleppa frá þessu. Peter hellti síðustu lögginni í bollana, hagræddi sér í óþægi- legum sófanum og lét Óla halda áfram. Þegar Óli kom inn í tóbaks- búðina var þar fyrir dálítill hópur. af fólki, sem var að tala um dauða Cæsars, það fann Óli á sér. Samtálið þagnaði sam- stundis og þeir sem inni vora óku sér til og fónu að fikta við blöðin. Meðal þeirra sem innd vora var Rolf Jonsson, skólastjórinin. Hann heilsaði Óla fálega, fáiegar en hann var vanur. Óla gramdist; hann var í uppnámí eftir yfir- heyrsluna og ekki batnaði líðan hans við þetta. Hann leit á viðskiptavini frú Lindbergs, fann þögla andúð liggja í loftinu, andúð sem var blandin forvitni, fyrst annars vegar var aðskotadýrið í Hindr- unamesi. Og sælllegt og kringlótt en afundið andlitið á Roilf leysti gremju hans úr læðingi. — Ósköp erað þið ólundarleg á svipinn, sagði Óii. — Hefur nokkuð komið fyrir? Annað en það að Cæsar er dauður? Óróleiki greip viðstadda. Það átti að tala með virðingu um þá sem látnir voru. Fólk hafði reyndar vanizt því að Óli Lind- ell viðhefði gálaust tall, en það vora þó takmörk fyrir því sem hægt var að leyfa sér. Samfestingsitólæddur náungi skeytti ekkert um nærvera Óla. Hann setti fimmkall á búðar- borðið og bað um pakka af John Silver. Minningarkort 9 Akraneskirkju. ¥ Borgarneskirkju, ¥ Fríkirkjunnar. Hallgrímskirkju. V Háteigskirkju. ¥ Selfosskirkju. ¥ Slysavarnafélags tslands. 9 Barnaspítalasjóðs Hringsins. V- Skálatúnsheimilisins. # Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. 3? Helgu Ivarsdóttur, Vorsabæ. 9 Sálarrannsóknarfélags íslands. # S.Í.B.S. ¥ Styrktarfélags vangefinna V Maríu Jónsdóttur, flugfreyju. # Sjúkrahússjóðs Iðnaðar- mannafélagsihs á SelfossL Krabbameinsfélags Islands. ¥ Signrðar Guðmundssonar, skólameistara. ¥ Minningarsjóðs Ara Jónssonar, kaupmanns. ¥ Minningarsjóðs Steinars Richards Elíassonar. ¥ Kapellusjóðs Jóns Steingrímssonar, Kirkjubæjarklaustri. ¥ Blindravinafélags íslands. ¥ Sjálfsbjargar. ¥ Minningarsjóðs Helgu Sigurðardóttur skólastj. ¥ T íknarsjóðs Kvenfélags Keflavíkur. Minningarsjóðs Astu M. Jónsdóttur, hjúkrunark. V Flugbjörgunarsveitar- innar ¥ Minningarsjóðs séra Páls Sigurðssonar. ¥ Rauða kross Islands Fást í Minningabúðinni Laugavegi 56 — Sími 26725. HARPIC er ilmand! elnl sein hreinsar salernisskálina og drepur sýkla Húsráðendur! Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa, ieka á ofnum og hitaveituleiðslum. STILLI HITAVEITUKERFI. HILMAR J. H. LÚTHERSSON pípulagningameistari. Sími 17041 — til kl. 22 e.h. iii!!S!iiiíiiiiíilliíi!liili!!iiilii=i‘íiíllilíliiiiiiiíili!!l!iiii!liliiiílí=i!!!il!iiiii!il!!ilii!!liiiilii!ii!liiiil'iliilliiiill!lililliSi CTTI “Jl' m m HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUSIÐ * SUÐURLANDS- BRAUT 10 *■ S!MI 83570 iinnniininiiHiiiiiiniiiiHSimifflinniiliniHiiiiiiiiiiiiniimiliiniiniiniiiiiiinÍHiiilniiimiiiiiiniliiíiiiiiniíniiíii «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.