Þjóðviljinn - 16.08.1970, Side 2

Þjóðviljinn - 16.08.1970, Side 2
2 ~ ÞJÓÐVTE>JTNIKf — Sunnudiaigar 16. ágúst 1970 Bikarkeppni FRÍ lýkur síðdegis Fimmta bikarkeppni Frjáls- íþróttasambands Islands hófst á Laugardalsvellinum i gær og verður haldið áfram í dag, sunnudag. Hefst keppnin kl. 14, en skráðir keppendur eru um 80 talsins frá Reykjavíkurfélög- unum Armanni, KR og IR, Hér- aðssambandinu Skarphéðni og UMSK. I dag verður keppt í þessum greinum karla: 110 m grinda- hlaupi, 100 m hlaupi, 400 m hlaupi, 1500 metra hlaupi, 5000 m hlaupi, kringlukasti, sleggju- kasti, stangarstökki, þrístökki og 1000 metra boðhlaupi. Konur keppa í þessum greinum: 100 m grindahlaupi, 200 m hlaupi, langstökki og kringiukasti. í þau fjögur skipti sem efnt hefur verið til bikarkeppni FRl hafa KR-ingar sigrað, en að þessu sinni er búizt við tví- sýnni keppni en áður. Vegna þess hversu sunnu- dagsblöðin eru snemma búin til prentunar á laugardögum er ekki hægt að greina frá úrslit- um stigakeppninnar fyrsta dag- inn. Sýning á v atnsl i tamynd um og ljósmyndum Collingwood í Norræna húsinu til þriðju- dagskvölds 18. ágúst. Fjölskyldudeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða starfsmann til þess að vinna að málum, er lúta að fjölskyldumeðferð. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf þurfa að hafa borizt Félags'.nálastofn- un Reykjavíkurborgar, Vonarstræti 4, fyrir 26. ágúst n.k. Nánari upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldu- deildar. Útboö Sparisjóður alþýðu óskar tilboða í að breyta og innrétta aðra hæð hússins nr. 31 við Laugaveg. Útboðsgögn verða afhent í afgreiðslu sparisjóðsins, Skólavörðustíg 16 frá og með mánudeginum 17. þ.m. gegn tvö þúsund króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu sparisjóðsins mánudaginn 24. ágúst kL 17,00. ^4 Eb 1 i I. DEILD Akranesvöllur kl. 16 í dag, sunnudaginn 16. ágúst leika IA - /BA Mánudaigur 17. ágúst Laugardalsvöllur kl. 19,30 Á morgun imánudaginn 17. á'gúst leika Víkingur — Fram MótanefncL KSÍ mismunar fréttamönnum Aðeins fréttamanni AAorgunblaðsins boðið að sitja Norrænu knatt- spyrnuráðstefnuna sem hér var haldin um síðustu helgi Énn einu sinni hefur það gerzt, að KSl mismunar fréttamönnum dagblaðanna. Um síðustu helgi var haldin hér á landi ráðstefna forráða- manna knattspyrnusambanda Norðurlanda og var íþrótta- fréttamanni „Morgunblaðsins" einum boðið að sitja þessa ráðstefnu og þáði hann að sjálfsögðu og birti Morgun- blaðið eitt allra blaða fréttir frá þcssari ráðstefnu og vlð- töl við erlendu gestina. Hin- um blöðunum hefur ekki einu sinni borizt ályktun um eitt eða neitt er fram fór á þessari ráðstefnu og þau fengu enga tilkynningu um aö ráð- stefnuna ætti að halda hér á landi. Hinsvegar fréttist á skotspónum að hér ætti að halda þcssa ráðstcfnu og var því af cðlilegum ástæðum sagt mjög Iítið frá henni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem KSÍ mismunar dagblöð- unum um fréttir. Fimmtu- daiginn 30. júli sl. hringdi undirritaður í framkvaemda- stjóra KSl og spurði hann um sannleiksgildi þeirrar flugu- fregnar, að íslenzka landsllðið myndi taka þátt í undan- keppni Ólympíuleikanna, en sá orðrómur var þá mjög sterkur. Hann bað um frest til að svara þessu, sagðist ætla að tala við formann KSl um málið. Einni kluktoustund síðar hringdi ég aftur og þá sagði framkvæmdastjórinn, að ekkert væri hæft í þessari fregn, KSÍ hefði ekki ákveðið neitt um þetta mál. Aðeins 3 dögum síðar tilkynnir formað- ur KSÍ dagblaðinu „Vísi‘‘ einu blaða, að ákveðið hafi verið að landsliðið taki þátt í Ólympíuleikunum og að það hafi verið ákveðið af ISl fyrir mánaðamótin. Hlutir á borð við þetta hafa oftar en einu sinni gerzt, bæði í sambandi við birtingu landsliðsins ag úrvalsliða á vegum KSÍ og fleira, Það er ekkert við það að athuga þegar dúiglegir fréttamenn ná í fréttir og birta þær einir, en þegar opinber íþróttastofn- un eins og KSl, mismunar blöðtmum viljandi á svo gróf- an hátt og gert var þegar Norðurlandaráðstefnan var haldin hér um síöustu helgi og þegiar saigt vair frá á- kvörðuninni um þátttöku landsliðsins í Ólympíuleikun- um, hlýtur maður að mót- mæla. Þegar KSl þarf á að- stoð allra fjölmiðlanna að halda, eins og þegar iliands- leikir eru í námd og annað því um liíkt, stendur eklki á að boða fréttamenn allra fjöl- miðlanna á fund; því hlýfcur það að vera skilyrðislaus krafa allra þessara sömu fjöl- miðla, að þegar einlhverjar merkar ákivarðanir eru téknar innan KSl, að þau sitji þá öU. við siamia borð. Eklkert annað íþróttasamband hefur gert sig sefct um neitt þessu líkt og hafúr samband þeirra við fjölmiðlana verið með á- gætum. Er hugsanllegt að póditfsk afstaða ráði hér ferðinni? Það er að minnsta kosti undarleg tilviljun að Mongun- blaðið og Vísdr stouii hafa orðið fyrir valinu í þessi tvö umræddu skipti. Þá væri illa farið ef pólitísk afstaða vœri farin að ráða ferðinni í þess- um málum. Hún hefur ekki gert það hinigað til, en með nýjum HERRUM koma nýir siðir oig því verða menn að bíða og sjá hvort þetta gerist eánu siinni enn, því að þá ætitu línurnar að skýrast,— S.dór. Fatlaiur maður og mállaus skrifar bók um ævi sína Þegar Ohristy Brown var fimm ára gamall sat hann einu sinni sem oftar á gólfinu í íbúð foreldra sinna í fá- tækrahverfi einu í Dublin á lrlandi. Systir hans var að leysa heimadæmi sín með krit á töflu. Ohristy lyfti varlega vinstra fæti og greip með stórutánni kntarmola úr hendi systur sinnar. Þetta var fyrsta hreyfing drengsins sem var lamaður frá fæðingu og gat ekki talað vegna heilaskemmda. Þegar móðir Christys sá, að drengurinn gat klemmt krít- armola millj tveggja táa kom hún með stafrófskver og kenndi honum að mála bók- stafi á dúkinn á gólfinu. 32 árum eftir að hann skrifaði fyrsta orð sifct — mamma — á glófið sendi hann til útgef- enda handrit að bók sem nú fer slgurför um Bretland og Bandaríkin. Hún heitir „Down all fche days“, og sextán út- gáfufyrirtælci í Evrópu undir- búa nú útgáfu Ihennar. Ohristy skrifaði að vísu ekki þetta handrit með krlt — hann skrifaði það með stóru- tá vinstri fótar á raflmagns- ritvél, sem hann keypti sér fyrir ritlaunin fyrir fyrstu bók sína sem hét einmitt „Með vinstra fæti“. Aðál- persóna hinnar nýju bókar er krypplingur, sem er — eins Cliristy Brown; hann skrifar með stórutá vinstri fótar. og Christy Brown sjálfur — tíunda barn í 22 bama fjöl- skyldu, og sonur forfailins drykkjumanns. Rnown lýsir ýtarlega fátæklegu umlhverfi og deilum föður og móöur og hvaða áhrif þetta allt hetf- ur á krypplingdnn sem bund- inn er við hjólastól sinn. Og hann segir fyrst af öllu frá kynferðislegri neyð hins lamaða oig mállausa unglings, sem baðast köldum svita í hvert sinn er hann sér unga stúlku, harmsögu þess sem gefcur ekká tekið þáfct í lífi þess æskufólks sem er allt í kringum hann. „Bræður mín- ir og systur,“ segir Ghristy Broiwn nú, „létu að vísu sem ég væri einn af þeim — ot gátu gert allt sem ég gat ekki, og það er sárt“. Útgefendur keppast um að hrósa bók Christy Brown. Einn segir að hann sé Ijóð- rænasti höfúndur sem hann hafi kynnzt við síðan Dylan Thornas leið. Annar segir að Brown haö málgáfu sem jafn- ist ekki á við neitt sem hann hafi áður þekkt. Einn gagn- rýnandinn skrilfar að enginn muni lesa bók Christy Browns aðeins vegna þess, að hún er rituð af manni sem ekki get- ur haldið á penna — hún muni af eigin rammleik mæla með sjálfri sér og- verða sí- giTt verk. Höfúndurinn býr nú í Dub- lin hjá systur sinni og hans mesta ánægja er að sitja á knæpu einni þar í grennd og sötra viskí gegnum strá. Hann fer svofelldum orðum um bók sína: „Hún er aðeins brot af lífinu, og þá af fremur hrjúfu lífi . . . Ég átti ekki annars kost en að vera áhorfandi, alltaf sá sem situr hjá“. Höfum opnað Bíla- og rafvélavenkstæði að Ármúla 7, sími 81225. Sveinn Viðar Jónsson, rafvélavirkjameistari Ingibergur Viggó Jensen, bifvélavirkjameistarí Friðrik Þórhallsson, bifvélavirkjameistari K0MMÖÐUR — teak og eik Húsgagnaverzlun Axels Eyjólissonar

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.