Þjóðviljinn - 12.09.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJöÐVHíJTNN — Laugardagur 12. septeomlber 1970.
— Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis —■
Qtgefandi: Qtgáfufélag Þjóðviljans.
Framkv.stjórl: EiSur Bergmann.
Ritstjórar: Ivar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson
SigurSur Guðmundsson
Fréttaritstjóri: SigurSur V. Friðþjófsson
Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson.
Auglýsingastj.: Olafur lónsson.
Ritstjórn, afgreiSsla, augiýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500
(5 linur). — Áskriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00.
íslendmgahús
jyýlega er lokið opinberri heimsókn forseta ís-
lands til Danmerkur og herma fréttir að hún
hafi tekizt með ágæ’tum, þótt henni fylgdi ýmis-
legt hégómlegt tildur sem enn er talið hæfa þeg-
ar norrænir þjóðhöfðingjar eiga í hlut. íslending-
um ber vissulega að rækja vináttu og frændsemi
,við dönsku þjóðina, bæði vegna sameiginlegrar
sögu og fjölbreytilegra samiskipta um þessar
mundir, eins og forseti íslands gerði grein fyrir
í ágætum ræðum sem hann flutti meðan á heim-
sókninni stóð.
j^nn er Danmörk það erlent ríki sem íslendingar
hafa langmest samskipti við. Á Kaupmanna-
hafnarsvæðinu dvelst t.d. að staðaldri stór hópur
íslendinga, sumir búsettir, aðrir við nám. í dag
gerist sá ánægjulegi atburður að þessir íslending-
ar fá aðstöðu til félagslegrar starfsemi í húsi sem
Carl Sæmundssen verzlunarmaður gaf Alþingi
Íslendinga fyrir nokkrum árum. í húsi þessu bjó
Jón Sigurðsson um langt skeið og þar lézt hann,
og alþingi var gefið húsið í minningu hans. Tók
þingið þá skynsamlegu ákvörðun að gera húsið
ekki að einu saman safni, heldur tryggja að það
yrði í lifandi tengslum við þá íslendinga sem í
Danmörku dveljast. Verður það nú verkefni fé-
lags námsmanna og íslendingafélagsins að starf-
rækja félagsheimilið á lífrænan og myndarlegan
há'tt, og þarf að tryggja þeim þann fjárhagslega
stuðning sem nauðsynlegur er til þess að hrinda
þeirri starfsemi rösklega af stað.
Kona I ráðherrastófí
það eru annálsverð tíðindi að nú hefur konu ver-
ið falið að gegna ráðherrastörfum í fyrsta skipti
í sögu landsins. Vafalaust hefur stóraukið umtal
uim jafnrétti karla og kvenna stuðlað að þessari
ákvörðun Sjálfstæðisflokksins, og meginkostur
hennar er sá að hún hlýtur að vekja aukna at-
hygli á þeirri hlálegu og ósæmilegu staðreynd, að
á Alþingi íslendinga sitirr aðeins ein kona innan
um 59 karla. Hliðstætt ástand blasir við hvarvetna
í þjóðfélaginu. Ef ráðherradómur Auðar Auðuns
getur stuðlað að því að auka skilning á þessu jafn-
réttismáli er hann fagnaðarefni að því leyti. Hitt
er jafn ljóst að mannaforráð Auðar Auðuns í
stjómarráðinu breyta á engan hátt til bóta póli-
tískum svip þeirrar ríkisstjómar sem nú fer með
völd. Auður Auðuns hefur á stjórnmálaferli sín-
um verið tryggur og trúr erindreki Sjálfstæðis-
flokksins og ekki sýnt félagslegan skilning eða
áhuga umfram karlana í flokki sínum. Trúlega
eru það einmitt þeir eiginleikar Auðar sem í raun
hafa orðið henni drýgst veganesti upp í ráðherra-
stólinn. — m.
Unnur Skúladóttir (Thoroddsen)
Fædd 20. ágúst 1885 — Dáin 6. ágúst 1970
7 —
? i
Unnuir heitin var eizta barn
sýsluimannsihjónanna í Isaifirði,
Skúla og Theódóru Tlhoroddsen.
Svo sem oÆt vill verða um
frumburðinn í fjölsikyldunni
varð hin unga mær mikið
uppálhald föður síns, enda líkt-
ist hún honum um margt og
virðist hafa verið honum mjög
nátengd bæði að lífshyggju og
stjómmálaskoðunum. Árið 1901
fluttist hún með fbreldrum sín-
um Oig yngri systkinum til
Bessastaða, en þar bjó fjöl-
skyldan til 1908, er hún settist
að í Reykjavík. Á Bessastöðum
hélt Skúli Thoroddsen heimilis-
kennara, margir þeirra hinir
mestu ágætismenn, og naut
Unnur hinnar beztu menntunar
í heimalhúsum, en 19 ára gömul
var hún send til Skotlands að
læra tungumál og tónlist. Þá
mun hún hafa femgið snert af
tæringu og dvaldi um stund á
Vejleheilsuhæli í Danmörku.
Hún fékk þó unnið bug á þess-
um sjúkdómi, sem á þéim árum
varð mörgum unglingnum að
IN MEMORIAM
fjörtjóni, og varð kvenna elzt.
Hún giftist árið 1909 Halldóri
Stefánssyni, sem varð síðar
héraðsiæknir í Höfðahverfi,
Flateyri og Isafirði, en 1923
fluttust þau hjónin til Reykja-
víkur og þar bjuggu þau bæði
til dauðadags, en mann sinn
missti Unnur árið 1948.
Frú Unmur Skúladóttir var
gædd þeirri líknarlund, sem
mátti svo ekkert aumt sjá, að
hún reyndi ekki úr að bæta
og græða þá áverka, sem lífið
gjaman veitir þeim, sem minni-
máttar eru. Alkunn eru störf
hennar um margra ára skeið
í Mæðrastyrksnefnd og á síraum
tíma tók hún einnig þátt í
Alþjóðasamhjálp verkalýðsins
(ASV), sem íslenzkir kommún-
istar stofnuðu á fjórða tugi
þessarar aldar, þó var hún ekki
kommúnisti, hvorki að lífsskoð-
un né flokkssamtökum, en hún
var jalfnan fús til að leggja
hverjum þeim lið, sem mædd-
ust á leiðinni upp breklkuna og
fór þá aldrei í pólitískt mann-
-3>
Samheldni er nauðsyn
Bitt sinn Iheyrði ég litla telpu
á leikvelli segja við sér yngri
dtreng:
„Þú veizt það, að þú átt að
standa með mér, þegar slagur
er“.
Þessi snjöllu fyrinmæli telp-
unnar hafa löngum verið mér
minnisstæð. Því að það eir nú
einu sinni svo, að það virðist
vefjast fyrir ýmsum, að standa
þar, sem þeir eiga að standa —
að réttu lagi — sjáifra þeirra
vegna.
Ég viðurkenni það að vísu
fúslega, að ofit er erfitt fyrir
fólk að átta sig á hlutunum.
Málfluítningur sumra ledðsögu-
manna í stjórnmálum er svo
þvögluiegur, að varla er hægt
-------------------------------<S>
Sála áskriftar-
skýrteina hjá
LR er hafin
Leikfélag Reykjaivíkur tók
upp þá nýbreytni fyrir tveimur
árum að gefa fólki kost á að
gerast fastir áskrifendiur að
miðum á 4. sýningu allra leik-
rita leikársins. Þótti þetta strax
gefa góða raun. Bæði var að
íölk sá sér hag í að eiga trygg
sæti við hverja sýningu leik-
hússins og Iosna þannig við
hvimleiðar biðraðir og einnig
voru áskrifendakorti n mjög
notuð til tækifærisgjafa. Því
hefiúr Leikfélagið ákveðið að
hafa sama háttinn á í vetur og
er sala áskriftarskírteina hafin,
en fyrsta sýning, sem þau
munu gílda á er Kristnihald
undir Jökii eftir Halldór Lax-
ness og verður hún föstudaginn
18. septamber.
að skilja, hvort þeir ern heldur
á suður- eða norðurleið með
sína vizkiu. Þó hef ég í ein-
feldni minni trúað því, að
sæmilega greindu fólki ætfci að
reynast þetta mögulegt, með
aðsfioð góðra leiðsögumanna —
allt til þessa.
Nú í ört vaxandi dýrtáð, ætti
samstaða launafóiks að vera
sjáifgefin. En það er rétt eins
og boða þurfi heimsendi — í
fiuHlrd alvöru — til þess að fólk
hópist saman í rétfcláta fylk-
ingu.
Það er óþolandi með öllu,
hversu sá háttur er orðinn fast-
ur í sessi, að undir eins og laun
hæikka um einhvem tittlinga-
skít, þá er unnið að þvi í
ákvæðisvinnu að nema þá
hækkun á brott. Með öðrum
orðum hrein skemmdarstarf-
semi og vísvitandi.
Eru þá tímarnir svona erfiðir,
eins og stundum er sagt. Ég
heid ekiki að svo sé í raun og ^
veru. Þeir geta að vísu verið
erfiðir vegna Heklugoss, ellegar
vannærðra túna um lands-
byggðina. En í almennri merk-
ingu er varla hægt að segja að
tímamir séu sérlega erfiðir fyr-
ir íslenzka þjóð.
Hitt er svo önnur saga, að
alla tíma er auðvelt að gera
erfiða, ef menn leggja sig sér-
staklega fram við að ástunda
neikvæð vinnuibrögð, og vinna
sem mest á öfiugan veg.
Þó var síðasta launahaskkun
aðeins brot af þeirri upphæð,
sem stolið hefur verið næst-
liðinn áratug með hraðvirkum
gengislækkunum. Reiknings-
kúnstir hálærðra breyta þar
engu.
Það er annars nassta fiurðu-
legt hve mikið langlundargeð
fólk geymir i sér, þeigar leið-
togar í stjórnmálum eru annars
vegar. Það er rétt eins og hægt
sé að láta suma una hverju
sem er — og trúa næstum
hvaða þvættingi sem er.
Ég vil í iedðinni snúa orð-
um mínum til unga fólksins:
1 akkar fámenna — en góða
og heilnæma landi — þyrfti
hver hönd að vinna á við tvær,
ef allt vaeri með felldu, því að
alls staðar blasa við næg verk-
efni, og þjóðleg. Það er til
dæmis ekki sæmandi menn-
ingarþjóð, að skólafólk þurfi að
ganga atvinnulaust yfir sumar-
greinarálit. Þó fór iþví fjarri,
að frú Unnur hafi verið „ópóli-
tísik“ — þá hefði ihún ekki verið
dóttir Skúla Thoroddsen. Allt
frá bems'ku í heimahúsum var
hún vígð íslenzfcum málstað,
íslenziku þjóðfrelsi og íslenzku
sjálfstæöi. Á þeim vettvangi
hvikaði hún aldrei.
Líknarlund og hjartahlýja frú
Unnar Skúladóttur tók ekki að-
eins til mannanna, heldur einn-
ig málleysingjanna, dýranna,
sem æðsta skepna jarðarinnar umkomulausa heimafiugl okkar
hefur í oflæti sínu 'lagt í vald Islendinga. Þeim, sem elska
sér. 1 afstöðunni til dýranna jafnt ketti og sólskrfkjur, verð-
voru þau hjónin Unnur og ur Þó stundum noktour vandi á
Halldór læknir samhuga. Heim- höndum: oft leit svo út sem
ilisköttunum tveim var til að allir villikettir Reykjavíkur
mynda sýnd svo mikil kurteisi mæltu sér mót í garði frú Unn-
meðan bæði lifðu, að kisumar ar Slkúladóttur, er veatti þeim
mötuðust við sarna borð og góðan beina þótt hún fengi
heimilisifólkið, prúðar ogveizlu- ekfki alltaf hamið löngun katt-
vanar. Unnur starfaði einnig í arins í ferskt blóð smátfuiglanna.
fyrirferðarlítilli stofnun, sem Kunningjar Unnar stmddu henni
kallast Sólskríkjusjóðurinn, og stundum á þessari þversögn
mun það fóílk, sem þar vann lífsins þegar vernda skal bæði
hafa viljað minnast þess sikálds, sólsitoríkju og kött, og halda
sem fegurst kvað um þennan lífiniu í báðum.
Á ynigri árum var Unnur
, Skúladöttir annáluð fyrir fríð-
ledk og allt fram á élliáir mátti
glöggt karlmannsauiga sjá móta
fyrir fegurð æstou faennar. Þeg-
, ar hún var ógefin mær í föður-
húsum bar það ósjaldan við,
að hjörtu ungra manna fóru
úr skorðum er þeir litu bana
auigum. Þetta var á þeim árum
er rómantísk ást stóð í há-
degisstað á Islandi. Frú Unnur
sagði mér einu sinni,- þá komin
á efri ár, að hdnir ungu biðlar
hefðu venjulega tjáð henni ást
sína í Bessastaðakirkju — auð-
vitað var slíkri stundu etoki
valinn annað en vígður staður.
Og það var ung glettni í auig-
um hennair þegar hún minntist
þessa.
Unnur Skúlad'óttir var mjög
trúhneigð kona, þófit etoki væri
að þjóðkirkjulegum hætti. Hún
hændist að sumum kenninigum
guðspekinga og andatrúar-
manna og sjáltt sagði hún mér
frá dulrænni reynslu, sem við,
hdnir gróft organíseruðu, fáum
erfiðlega skilið. En trú hennar
var jafnan í lífrænum tengsl-
um við feril hennar á þessari
jörð, sem hún vildi, að því er
til hennar kasta kom, gera
að þolanlegri bústað mönnum
og dýrum.
Sverrir Kristjánsson.
mánuðina, vegna þess að enga
vinnu er að fá. Það jaðrar við
það, að halda því fram að því
sé ofaukið í þjóðfélaginu — og
væri 'það þó hlálag speki.
Ég geri mér að vísu grein
fyrir því, að það er ekki gott
að ala æskuna upp við einhliða
peningasjónarmið. Þau eru að
mínum dómi alltof ríkur þáttur
í mannlegri hugsun á okkar
dögum. En hitt er jafnvíst, að
allir verða að hafa í sig og á,
og tjóar ekki um það að deila.
En ég er það bjartsýnn á unga
fólfcið í landinu, að ég hlýt að
trua því, að það verði raun-
særra og drengilegra í vinnu-
brögðum en þeir, sem eru eldri
og breyskari. Og ég trúi því
einnig, að yngra fólkið eigi
eftir að gera stór átök til þess
að bæta og fegra íslenzkt
mannlíf — og landið sjálfflt til
mikilla muna.
Gísli Guðmundsson.
SÓLÓ-eldavélar
Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mðrgum stærðum
og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveita-
bæi, sumarbústaði og báta.
V AR AHLUTAÞ J ÓNU ST A.
Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa
eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði
ELDAVÉLAVERKSTÆÐl
JÓHANNS FR.
KRISTJÁNSSONAR h.l.
Kleppsvegi 62 - Sími 33069
Dömusíðbuxur - Ferða-
og sportbuxur karlmanna
Drengja- og unglingabuxur
O.L.
Laugavegi 71 — sími 20141.
Y