Þjóðviljinn - 09.10.1970, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 09.10.1970, Qupperneq 8
g SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 9. október 1970. NICHOLAS BLAKE: DÝPSTA UNDIN 37 hún vitað það, heíði hún engan þátt viljað taka í því. Hún er skynsöm kona — Það er hún, það er hún. Bn hvað um yður sjálfan, herra Eyre. Hafið þér áhuga á að breyta þeirri skýrslu sem þér hafið þegar gefið mér? — Hvaða skýrslu? — Um það sem þér höfðuzt að um nóttina sem Harriet Lee- son var myrt. — Ég er þá enn sá sem þér grunið mest? — Þér hafið ekki svarað spum- ingu minni. — Nei, af hverju ætti ég að breyta skýrslu minni? Ég var reiður sjálfum mér fyrir að hafa logið að lögregluíulltrúanum. En nú varð ég að leika leikinn til enda. — Ef ég hefði laumazt út þessa nótt tiil að myrða Harriet, færi ég varla að viðurkenna það fyrir yður. Og ég endurtek, að það var ekki ég sem myrti hana. — En þór laumuðust út? Rödd Concannons var enn mjóróma í lokin. — Nei, sagði ég ákveðinn. — Það var leitt. Þér hefðuð getað heyrt eitthvað eða séð sem hefði getað komið okkur á slóð- ina. Ég sagði ekkert. < ! — Þér og Flurry Leeson eruð orðnir svo góðir vinir, hélt hann álfram og rödd hans var þannig að það var engu líkara en hann væri að hugsa upphátt. — Þér standið í mikilli þakkarsfculd við hann, herra Eyre, og þá á ég ekki aðeins við viðsikintabannið. — Hvað eigið þér þá við? — Þér standið í þakkarskuld við hann, sagði Concannon hranalega, — vegna þess að hann lánaði yður konuna sína. — Það er einkamál hans og mitt, finnst mér. — Hatfið þér játað það fyrir honurn að þér hélduð við kon- una hans? Þar kom hann mér í klemmu. — Já, það hef ég, viðurkenndi ég. — Og hann tók því vel? Það var hæðnishreimur í rödd Con- cannons. Mér fannst hann leika sér að mér eins og peði á skák- borði. — Hann var mjög skilnings- rí’kur. Flurry er mjög óvenjuleg persóna — það er mér orðið ljóst. — Hann getur sem sé ekki orðið afbrýðisamur. Hann hlýtur að vera dýrlingur. 'Er hann ekki einu sinni reiður yfir því að þér áttuð von á bami með konunni hans? — Það hetf ég ekki hugmynd Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi BRETXI — HURÐIR — VÉLALOK og GEYMSLULOK á Volkswagen í allflestum litum. — Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. — REYNIÐ VIÐSKIPTIN. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25. — Sími 19099 Og 20988. — Ég stend í mikilli þakkar- skuld við hann, sagði ég var- fæmislega. — Án hans hjálpar hefði ég orðið hungurmorða. — Hvað á nú þetta að þýða? Þótt hálfrokkið væri inni í litla herberginu gat ég greint að Con- cannon leit rannsakandi á mig. Ég sagði honum frá viðskipta- banninu. Hann virtist miklu fremur áhugasamur en undrandi, og hann fékk mig til að lýsa í smáatriðum hvernig allt héfði gengið fyrir siig. — Já, ójá. Mjög öþægilegt fyrir yður. Fólkið hér getur verið mjög hranalegt í viðmóti við útlendinga, sagði hann kæruleys- islega. — En nú er þetta vænt- anlega komið í lag? — Ég held að fólk hafi ekki fundið upp á þessu af sjálfsdáð- um. Ef þér viljið vita álit mitt, þá held ég að það hafi fengið fyrirmæli um þetta. — Frá hverjum? — Kevin Leeson. Hver hefði það annars átt að vera? Vissi lögreglan ekkert um þetta? — Kevin Leeson! Þetta er al- varleg ásökun, sem þór beinið gegn honum. Á hverju byggið þér hana? Hafið þér talað um þetta við hann? — Nei. Þetta gerðist ekki fyrr en í gær og hann var einhvers staðar langt í burtu. En ég ræddi það við konuna hans. Hún opn- aði dyr sínar fyrir mér, svo að ég kæmist undan öllu því fólki sem veitti mér aðkast. — Einmitt það. Vissi hún ekk- ert um þetta viðskiptabann? — Það held ég ekld. En hefði HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó ^augav. 188 III. hæð (lyfta) Síml 24-6-16. Perma Hárgreiðslfu- og snyrtistofa Gar'ðastræti 21 SÍMI 33-9-68. um, laug ég. — Ég veit ekki einu sinni sjálfur hvort það er satt. Hið eina sem ég mátti aldrei segja Concannon var það, að ég hefdi viðuricennt fyrir Flurry að hafa verið með Harriet kvöldið sem hún var myrt. Næstu orð lögreglufulltrúans komu flatt upp á mig. — Ég er viss um að þér eruð slyngur við að hafa leyndarmál upp úr fólki. Annars gætuð þér varla skrifað skáldsögur. — Það getur vel verið. — En ef til vill eigið þér mik- ið ólært. Um frumstætt fólk — til að mynda óheflaðar mann- eskjur eins og okkur Ira. Við enim þrjótar frá fornu fari. Við höfum aldagamla reynslu í að leyna hinu foma hatri okkar á Englendingum. — Ég skil ekki hvað — — Irlendinigur gæti leyntsvört- ustu afbrýðisemi þar til stundin væri runnin upp til að — Concannon lauk ekki setning- unni. Eftir stutta og talandi þögn hélt hann áfram. — Það sem ég er að reyna að fá yður til að skilja er að Flurry hefði getað haft yður undir smásjánni allan tímann. Þegar hann fékk órækar sannanir fyrir sambandi yðar við konu hans, tók hann til sinna ráða svo að um munaði. Þetta morð framdi afbrýðisamur mað- ur. — Nei, nei, nei, hrópaði ég. — Flurry — þér hafið alveg misskilið hann. — Hann hafði ærið tilefni. Og tækitfærið var lagt upp í hend- urnar á honum — faðir Bresni- han var nýfarinn frá honum. Hann kom að konu sinni þar sem hún sat nakin niðri við ána og beið eftir öðrum karlmanni. Hefði ekki hver einasti eigin- maður séð rautt? — Ég neita að trúa því. Hann hefði drepið mig, ef hann væri eins og þér haldið — ellegar þá að hann hefði drepið okkur bæði. — Sjáið þér ekki hve klók- indalegt það er að taka yður upp á arma sína eins og hann hefur gert síðan þetta gerðist, Tilgang- ur hans er að allir sjái hvað hann er sáttfús og friðsamlegur. Hvenær gæti afbrýðisamur eigin- maður komið þannig fram? Hann verður hafinn yfir allan grun. — Br þetta alvara yðar? — Það er rammasta alvara min, herra Eyre. — Já, en þér gerðuð húsrann- sókn í Lissawn House. — Ef þér eruð að hugsa um blóðug föt, þá efa ég ekki að hver svo sem gerði þetta, klæddi sig fyTst úr og stökk síðan í ána. Flurry. Eða þér, herra Eyre. Aftur rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds. — Af hverju takið þér mig þá ekki fastan og ljúkið þessu af? hrópaði ég. — Ég kæri mig ekki um að þér leikið yður að mér eins og kött- ur að' mús — — Og ég kæri mig ekki um morð, sagði Concannon hátíðlega — Og ég kæri mig ekki heldur um að ákæra saklausan mann. — Táknar þetta að við Flurry séum þeir einu sem grunur hvílir á? Þér virðist halla yður að þeim nánustu. — Jæja, svo að yður finnst það, sagði hann þolinmóðlega. Umhugsunin um að Flurry væri allt að því grunaður, varð til þess að ég leysti frá skjóð- unni um dálítið, sem ég hefði þagað yfir ella. Ég vildi ógjarn- an valda Maire óþægindum, en mér fannst það óþolandi tilhugs- un að Flurry lægi undir grun. — Ef þér eruð að leita að afbrýðisömum manni, af hverju gefið þér þá ekki meiri gaum að Kevin? Concannon leit á mig rann- sóknaraugum. Ég gerði mér ljóst að ég var einmitt að gera það sem grunuðum manni hættir tii þegar hann er sekur — að reyna að koma gruninum yfir á annan. En nú var of seint að iðrast, — ég var búinn að segja af mikið. — Harriet gaf mér fyllilega í skyn að Kevin hefði verið elsk- hugi hennar. Það var ég þegar búinn að segja yður. Vitið þér að hann var í nánd við Lissawn House þegar hún var myrt? — Einmitt það? — Hamingjan góða, hafið þér engan áhuga á þessu, maður? — Hvaðan vitið þér allt þetta? Ég endurtók allt sem Maire hafði sagt mér um þetta öriaga- ríka kvöld — allt nema það að hún hefði sjálf ráfað um landar- eign Flurrys — það hefði verið oí gróft trúnaðarbrot. Concannon lét mig tala út og gera grein fyrir hugmyndum mínum; hann virtist ekki sérlega uppnæ'mur, en sennilega kærir enginn at- vinnulögreglumaður sig um að leitomaður sikipti sér af gerðum hans. — Þér skiljið vonandi n-úna að það þarf að rannsaka þessa ökuferð nánar. Ef hann hefur gelfið upp ran-gan tíma, gæti — — Ég skal sjá um þetta. Duttlungafull írsk sólin hafði nú brotizít gegnum dapurlegt skýjaþykknið og sendi geisia sína skáhallt inn um gluggann. Cbncannon sat og staði á mig óræðu augnaráði eins og vana- lega, en það var kominn nýr svipur á andlit hans, í senn al- varlegur og dálítið háðskur. Hann minnti á jesúíta sem hlýðir á helzti bamalegar guðlfræði- útllistanir nýliða. — Jæja, ef þér álítið að ekk- ert — — Síður en svo. Þér hafið orðið mér að mitolu liði, herra Eyre. Ég er yður mjög þakikiátur. En ef afbrýðisemi er eina til- fellið, þá kemur enn einn mögu- leiikfL til greina. — Hver þá? — Maire Leeson var svo af- brýðisöm að hún ráfaði um allt að leita að honum, þótt hann væri aðeins tveim tímum á eftir áætlun. — Hamingjan góða. Þér haldið þó ekki að hún myndi fremja morð? — Því ekiki það? Þegar ég yfirheyrði hana, fékk ég þá hug- mynd að hún væri kona með niðurbældar kenndir — og með ofsafengið skap sem hún reynir að halfa hemil á. Eiginmaður hennar er svo kaldlyndur að hann myndi aldrei missa stjóm á sér og f-remja morð í andar- taks æði. Concannon þagði og þótt hann reykti sjaldan, kveikti hann nú í sígarettu. — Þannig held ég líka að þér séuð undir niðri, herra Eyre. 2>^2sinnui LENGRI LÝSIN n neOex 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framieiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 CHERRY HiOSSO^I-skoáburdur: Glaitsar betur9 endisl betur Frá Raznoexport, U.S.S.R. . o „ „, „ MarsTradingEompanyM Aog B gæðaflokkar Laugaveg 103 sími 173 73 Hver býður betur? Það er hjá okkur sem þið getið fengið AXMINSTER feppi með aðeins 10% útborgun. AXMINSTER — annað ekki. Grensásvegi 8 — sími 30676. Laugavegi 45 B — sími 26280. !i!!ii!ií!!ili!iiiiiliiíiii!!!!iliiiii!iiilil!lii!liii!liilli!!iiiili!!!íii!i!iliiíiiiiiilliill!liil!!llliliili!!lll!Í!lliii!iiiíII!i!!H!lii! HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUSIÐ * SUÐURLANDS' BRAUT 10 *■ SÍMI 83570 Auglýsingasími Þjóðviljans er 17500

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.