Þjóðviljinn - 13.10.1970, Síða 4

Þjóðviljinn - 13.10.1970, Síða 4
4 SÍÐA — &JÖÐVELJINN — Þriðjudaigiur 13. október 1970. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandl: Útgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjórl: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson SigurSur GuSmundsson Fréttaritstjórt: SigurSur V. Friðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur). — AskriftarverS kr. 165.00 á mánuSI. — LausasöiuverS kr. 10.00. Áróðurstækni |Jm þessar mundir eru liðin rétí fimm ár síðan Bandaríkjastjórn sendi meiriháttar innrásar- heri til Víetnams. Fram að þeiim tíma hafði stór- veldið haft í Víetnam mikinn fjölda svokallaðra sérfræðinga, sem einnig tóku þátt í styrjaldarað- gerðum, en megináherzla hafði þó verið lögð á að tryggja leppstjórninni í Saigon alla þá aðstoð sem hún þyrfti á að halda í fjármunum og hergögn- um. En haustið 1965 blasti sú staðreynd við hverj- um manni að valdsmennirnir í Saigon voru í senn rúnir trausti og getu; allar horfur voru á að þjóð- frelsisfylkingin ynni fullan sigur eftir nokkra mánuði. í>á var ákveðið að bandaríski herinn yrði að skerast í leikinn og koma í veg fyrir að Víet- namar fengju sjálfir að ráða örlögum sínum. Sú styrjöld sem Bandaríkin hafa síðan háð um fimm ára skeið er á ýmsan hátt einstæð í sögu mann- kynsins. Enginn blettur á yfirborði jarðar hefur orðið að þola jafn mikið magn af sprengjum; hvergi hefúr verið unnið jafn sérfræðilega að því að tortíma fólki með nýjum tækjum, nála- sprengjum, kúlusprengjum, eiturefnum, gasi, sMp.UÍagðri tmengun og bensínhlaupi; á þennan hátt hafa miljónir manna verið sviptar heilsu eða lífi. Aldrei fyrr hefur styrjöld verið háð af jafn kaldrifjuðu miskunnarleysi, jafn villimannlegri grimmd, hvort sem hún hefur birzt í afköstum morðtóla eða hryðjuverkum einstaklinga. JJersveitir Bandaríkjanna í Víetnam komust yf- ir hálfa miljón manna, og aldrei fyrr hefur jafn afkastamiklum hergögnum verið einbeitt að jafn litlu svæði. Samt hafa þessi þjóðarmorð ekki heitað styrjöld á máli bandarískra valdamanna; Bandaríkin héldu uppi loftárásum á Norður-Víet- nam og jöfnuðu þar flestar varanlegar bygging- ar við jörðu án þess að segja Norður-Víetnöm- um stríð á hendur; stórveldið réðst inn í annað fullvalda ríki, Kambódju, án nokkurrar stríðsyf- irlýsingar. Þess í stað hafa bandarískir valda- menn um fimm ára skeið endalaust flutt ræður og tillögur um frið í Víetnam og öllu Indókína! í hvert skipti sem stórveldið hefur magnað árás- ir sínar og skipulagt ný glæpaverk, hafa þær að- gerðir verið undirbúnar með ræðum um frið. Þessar endalausu friðarræður, jafnhliðá linnulaus- um manndrápum, eru dæmi um hina siðlausu og ómennsku áróðurstækni nútímans. Og tæknin hrífur. Morgunblaðið sem um langt skeið hefur ekki þorað að verja ofbeldisverk stórveldisins birtir nú leiðara eftir leiðara um göfugar hugsjón- ir og friðarást hins blóði stokkna Bandaríkjaior- seta. Og því er bætt við að nú beri Víe'tnamar — öðru nafni kommúnistar — einir ábyrgð á styrj- öldinni; þeir vilji fyrir alla muni láta myrða sig. Jjær íriðartillögur einar koma að gagni í Víetnam sem fela það í sér að allir erlendir herir hverfi úr landinu og hin hrjáða þjóð fái loksins sjálf óskorað frelsi til þess að skipa málum sín- um. — m. Evrópukeppni kvenna í handknattleik Mótherjar Fram frá ísrael Neyðist Fram til að hætta við þátttöku? Svo getur fariö að íslands- meistarar Fram í meistara- flokki kvenna í handknattleik verði að liætta við þátttöku í Evrópubikarkeppninni og á- stæðan er, að Fraim dróst á móti liði frá Israel, en Israel fær að taka þátt í Evrópu- keppninni sem gestur. Öðru- vísi getur þátttaka liðs frá Israel ekki verið, þvi hæpið er að samþykkt yrði að lsrael væri Evrópumeistari. En hvað um það, Fram iendir á móti þessu íraelska liði og Ólafur Jónsson, for- maður handknattleiksdeildar, Fram sagði að engin ákvörðun hefði enn verið tekin um að hætta við þátttöku vegna þessa. „Það er ekki vitað enn þá hvor á heimaleikinn á und- an og ef við eigum hann ear- um við að vona að ísraelska liðið dragi sig til baka og þá höldum við áfram í 2. umferð. Hins vegar þykir mér ótrú- legt annað, ef við þurfum að fara til Irael í fyrri leikinn, en við neyðumst til þess að hætta við þátttöku vegna kostnaðarins“. Þetta sagði Ólafur og hann bjóst við að ferðakostnaðurinn til lsrael myndi aldrei verða undir 45—50 þús. kr. á mann og fara verður með minnst 14 manna hóp. Þá er auðvitað hugsanlcgur sá möguleiki, að liðin mætist á miðri leið og Ieiki þar báða lcikina, en enn þá er allt í óvissu um þetta mái en fljótlega ættu línurn- ar að fara að skýrast. — S.dór. Bikarkeppnin: Valur - Þróttur Neskaupstað, 15:0 Murkumet í bikurkeppninni Hið unga lítt reynda Þróttarlið mátti sín lítils gegn VaL_ □ Valur setti markamet í bikarkeppni sl. sunnudag, er liðið fór til Neskaupstaðar og keppti þar við heima- menn og sigraði 15:0. Þróttur kom uppúr þriðju deild í su’mar og sennilega er munurinn á 1. og 3ju deildar- liðunum okkar álíka og þegar meistaraliðin okkar eru að taka þátt í Evrópukeppni og mæta beztu liðum álf- unnar. — Þá fá þau oft á sig markasúpu upp á tveggja stafa tölu. Enda þótt Þrótbaramir visisu að um vonlausa baróttu yrði að ræða, léku þeir aldrei vamar leik, heldur léku beir eins og andstæðingurinn væri jafningi; léku sðknarleik ailan timann. Það má eflaust segja að betta sé óskynsamlegt, en til hvers að vera að taika bátt í bikax- keppni upp á það að leggjast í vörn, þó vonlítið sé um sigur? Það er að sjálfsögðu ekki til neins, því að í bikarkeppni verða að fást úrslit, jafnvel þóttkasta þurfi uppá það krónu. Vegna þess að Þróttur lék aidrei vamarleik, varð aidrei um stanzlausa pressu Vallsmanna að ræða, heldur sóttu liðin á víxl, en Valsmenn höfðu yfir- -4> Bikarkeppnin: Á.- Breiðahlik 2:2 Verðu uð leikn nnnnn leik Leik Ármanns og Breiðabliks í bikarkeppninni s.I. laugardag, lauk með jafntefli 2:2 og þá var að sjálfsögðu framlengt, en úr- slit fengust ekki, aftur var jafnt 2:2. Þá var gerð sú skyssa að láta fara fram vítaspyrnukeppni, en henni lauk einnig með jafn- tcfli 4:4, svo að nýr Ieikurverð- ur að fara fram. Að láta fara fram vítaspymu- keppni, ef jafnt er eftir fram- lengingu, er ekki rétt, ef um fyrsta leik liða í bikarkeppn- inni er að ræða. Ef jafnt verð- ur eftir framlenigingu verða lið- <s> Frnm, Vu/ur og /R unnu Vegna þrengsla í blaðinu í dag verða frásagnir af leikjunum í Reykjavífcur- mótinu í handknattleik um helgina að biða næsta dags, en úrslit 1 meistaraflokki karla urðu sem hér segir: Fram vann Víking 15—10 í ágætum leik. Valur sigraði Ármann með yfirburðum, 19—11, og ÍR sigraöi Þrótt 16—15. in að leika aftur og ef þá verð- ur enn jaímt eftir framleng- ingu, á að láta fram fana víta- spymukeppni. En dómuiwn er nokkur vorkunn þótt þeir geri mistök eins og áttu sér stað í leik Ármanns og Breiðábliks, vegna þess að sífeiilt er verið að rokka með og breyta regi- unum um framkvæmd víta- spymukeppninniar. Leikur Ármanns og Breiiða- bliks fór fram í Kópavogi og var eins og úrslitin raunargefa til kynna jafn. Mikið rok var meðan á leiknum stóð og stóð á annað markið. Sótti það lið- ið, sem tmdan vindum lék, svo að segja má að liðin hafi átt sitt hvom háMeikin, og sinn hvom kafla ffamlengingarinnar. Sennilega munu liðin mætast að nýju um næstu helLgi og þá að öilum líkindium á Melavell- inum. — S.dór. burði á knattspymusviðinu og þess vegna nýttust sóknarlot- ur þeirra til hins ýtrasta. Þrótt- ur byrjaði leikinn mjög vel og barðist af krafti en úthaldið skorti og er líða tók á fyrri hálfleikinn tókiu Valsmennimir að skora. Um miðjan fyrri hóilf- leikinn skomðu þeir 4 mörk í röð og aftur fjögur mörk í röð rétt fyrir leikihlé. Því var sitað- an 8:0 í leikhléinu. Strasc í byrjun síðari háilfieiks skoraði Valur sitt 9. mark og síðan tvö í viðbót um mdðjan hálfleikinn. Svo undir leiksllok komu 4 mörk í röð og loka- staðan varð því 15:0 fyrir Val, sem er nýtt markamet í bikar- keppninni. Á okkar mæflifcvarða hér í Neskaupstað, voru mairgir á- horfendur að þessum leik eða um það bii 300 og að sjálfsögðu urðu menn fyrir vonbrigðum með heimaliðið. Við vitum að Þróttarliöið getur meira en þetta, en það viar mrjög tauiga- spennt fyrir þennan fyrstastór- leik sinn og háði það liðinu greinilega. En það sem greini- legast kom í ljós var úthalds- leysi liðsins og er það aitriði sem taka verður til endurskoð- unar hjá idðinu. Beztu menn þess voru þeir Eiríkur Stefáns- son og Theódór Guðmundsson. Þótt Valur ynni þama yfir- burðasigur sýndi liðið ekki þó knattspymu sem búizt var við af því. Það má vel vera aö liðið hafi aildrei þunft að taka á og þess veigna ekki sýnt þá knattspymu, sem búizt var við. en hvað sem það var olll það vonbrigðum. Vonandi verða þessi úrslit til þess að Þróttarliðið geri átak til að bœta ság fyrir næsta keppnistímaibil, en þá leikur liðið í fyrsta s'kipti í 2. dedfld og verður róðurinn að sjálfeögðu þyngri þar en í þedrrl 3ju í suimar. — Har. Ö. í SKÓLANUM, HÉIMA OG í STARFINU ÞURFA ALUR MARGA BIC Þeir, sem aka á BRIDGESTONE snjódekkium, negldum með SANDVIK snjónöglum, komasf leiðar sinnar í snjó og hálku. Sendum gegn póstkröfu um land allt Verksfæðið opið alla daga kl. 7.30 til kl. 22, SÚMMIVNNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVlK SlMI 31055

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.