Þjóðviljinn - 15.10.1970, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.10.1970, Blaðsíða 3
Fimm-tudagui* 15. október '1970 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J SADAT SVER EMBÆTTIS- EID SINN Á LAUGARDAG KAÍRÓ 14/10 — Sjö og hálf miljón Egypta mun ganga að kjörborðinu í dag til að staðfesta forsetakjör Anwar Sad- at. Hann var útnefndur 'eftinnaður Nassere af ’miðstjórn Sósíalistabandalags araba og þjóðþingið samþykkti útnefn- inguna einróma Búizt er við. að yfirgnæfandi meirihluti atkvæðisbærra manna greiði Sadat atkvæði sín, og ákveðið hefur verið, að hann sverji embættiseið n. k. laugar- dag Búizt er við, að Sadat fær- ist undan því að gegna öilum þeim störfum, sem Nasser heit- inn sinnti, enda lýsti hann því yfir þegar eftir útnefninguna, að hann væri alls ekki fær um að taka á sínar herðar öll hin veigamiklu verkefni Nassers. Því er talið líklegt, að hann myndi ráð skipað ýmsum helztu stjórn- málamönnum Egyptalands sér til ráðuneytis. Því var vísað á bug í Kaíró í dag, að Nasser hefði kosið ann- an mann, Zakaria Mohieddin sem eftirmann sinn, en þessu liefur verið fram haldið í Beirut. Mohieddin hvarf úr stjórn Nass- ers árið 1968 og hefur síðan verið áhrifalítill í egypzkum stjórnmálum. Innanríkisráðherra Egyptalands Múhamed Haykap lýsti því yfir í dag, að Nasser hefði verið því hlyntur að Sadat tæki sæti sitt eins og bezt sæist á því, að hann hefði valið hann sem aðstoðarforseta, er hann fékk tilkynningu um, að sam- særi hefði verið myndað í því skyni að ráða hann af dögum. Hins vegar mun Nasser aldrei hafa útnefnt eftirmann sinn formlega. kraelsmenn sleppa úr haldi embættismönnum frá Alsír Tillögur Hafsteins í stjórn- inni fengu ekki undirtektir Hafsteinn Sigurbjörnsson, fulltrúi Alþýðbandalagsins í verksmiðjustjórn, svaraði bréfi stjórnar Verkfræðingafélagsins dags. 13. marz, sem birt er hér á 2. síðunni: I bréfi Haf- steins keraur fram að tillögu hans um ráðningu tæknilegs sérfræðings hefur verið frest- að og engin afstaða tekin til tillagna Hafsteins um betri nýtingu tæknilegrar þekkingar við stjórn verksmiðjunnar. — Stjórn Verkfræðingafélagsins afhenti blaðamönnum ljósrit af bréfi Hafsteins á blaða- mannafundinum i gær og fer það hér á eftir: „Akranesi 22. marz 1970. Hr. formaður. Varðandi bréf yðar dags. 13. marz 1970, vil ég tjá yður eft- irfarandi: Á stjórnarfundi í Sements- verksmiðju ríkisins 2. febrúar s.l. kom fram tillaiga um að auglýsa sta.rf' framkvæmda- stjóra Sementsverksm'iðju rík- isins, laust til umsóknar sam- kvæmt 5. gr. laga um Sem- entsverksimiðju rikisins. Þessi tillaga er bókuð í fundargerða- bók stjómarinnar, en náði ekki fraim að ganga, vegna frest- unartilllögu, sem var samlþykkt. Afstaða mín till máls þessa er í stuttu máli ]>essi: Ég tei mjög nauðsynlegt að fram- kvæmdastjóri þessa fyrirtæk- is hafi tækniiega þekkingu og lief nú þegar borið fraim nokkrar tillögur í verksmiðju- stjórn, sem miða að bví að verkfræðileg þekking sé betur nýtt við skipulagningu og stjórn þessa fyrirtækis en nú er gert. Engin þessara tillagna hefir enn fengið afgi'eiðslu og má nokkuð af því ráða áhuga meirihluta stjórnanmanna varðandi tæknilega þekkingu við þetta fyrirtæki. Um frekari framvindu máBs þessa, get ég ekkert sagt á þessu stigi, en mun áfram beita mér fyrir því að tækni- leg þekking verði í framtíð- inni meira i'áðandi við stjóm þessa fyrirtækis. Virðingarifyllst, Hafsteinn Sigurbjömsson“ Aukið athafnafrelsi skæruliða íJórdaníu Þrjú ungmenni tekin höndum fyrir að bera út dreifíbréf TEL AVIV 14/11 — fsraelsmenn Iétu í dag lausa tvo háttsetta alsírska embættismenn, sem þeir handtóku fyrir réttum tveimur mánuðum. Voru mennirnir þá á lcið til Evrópu frá Ilonkkong með brezkri flugvél. Engin skýr- ing var gefin á handtökum þess- um, á sínum tíma. Þjóðfrelsisfylking Palestínu- skæruliða krafðist þess á dögun- um, að mennirnir tveir Khatib Djelloul og Ali Belageg yrðu látnir lausir í skiptum fyrir flugi'arþegana, sem teknir voru í gíslingu eftir flugvélaránin miklu. ísraelsk yfirvöld lýstu því yfir í morgun, að mennirnir yrðu filuttir flugleiðis til London, og yrðu þeir síðan frjálsir ferða sinna. Áður en Alsírbúamir hurfu frá Israel ræddu frétta- menn við þá og létu þeir bæri- Sertientsverksm. Framhald af 1. síðu. Sðkriáfiá‘'fíkisins. Taísmenn verkfræðinga bentu á, að í Sementsveirksmiðjunni væru mikil ver’ðmæti [ húfi. Hún fuamleiddi fyri.r 3 Vz miljarð á ári hverju og 10% gæðasveifla í sementi gæti haft í för með sér stórfelldan sparnað fyrir þjóðarbúið — kannski 10.000 til 13.000 krónuir á meðalibúð. Verk- firæðingarnir bentu á, að ef æðsti maður fyrirtækis eins og Sementsverksmiðjunnar hefði ekki tækniþekkingu, stöðvaðist framþrójn þess, jafnvel þó að undirmenn hefðu tæknimenntun því að þeir tækju ekki fram fyr- ir hendu.r æðsta manns fyrir- tækisins. Þá bentu þei,r á að á- kvarðanir um málefni verksmiðj- unnar ættu að byggjast á tækni- þekkingu — það væri ekki nóg að hafa tæknimann sem túlk — stjórnin sjálf yrði einnig að ráða yfir tækniþekkingu. Það var ennfremur upplýst á blaðamannafundinum í gæir- morgun, að VFÍ hefur nú í at- hjgun á hvern hátt mætti bæta framleiðsluvörur Sementsverk- smiðjunnar Var nefnt sem dæmi að 1933 hefðu Danir á- kveðið þann staðal að 28 daga styrkleiki steypu skyldi vera a.m.k 400 kíló á fersentimetra — hérna væri enn aðeins miðað við 350 kiló á fersentimetra. Mdð þvi að bæta gæðin mætti spara nijög stórlega í bygging- arkostnaði Aðspurðir sö'gðu verkfræðing- arnir að þeir myndu ekki svaira síðasta bréfi stjórnar Sements- verksmiðjunnar — við teljum ekki ástæðu til að ræða frekar við st.iórnina. Það tók sex mán- uði a'ð fó svar við óskum okk- ar. sögðu verkfræðingarnir. Loks kom það fram á fundin- um að samkvæmt nýjum könn- unum starfa 189 verkfræðingar hér á landi hjá opinberum aðil- Um — en 184 hjá öðrum aðil- um. Þetta sýnir kannski betur en margt annað hvemig tækni- þróuninni er hóttað á vegum hins opinbera hér á landi. lega af dvölinni í landinu. Kváð- ust þeir aldrei hafa verið látnir í fangelsi, heldur hefðu þeir verið í haldi í einkahúsum, og oft hefði verið skipt um íveru- staði í öryggisskyni. Svo sem að framan greinir var engin skýring gefin á handtöku mannanna tveggja, en f dag var því lýst yfir í Israel, að hún hefði farið fram á viðsjárverðum tímum ' og ekki helfði verið ástæðulaust að gi-una mennina um græsku m. a. hefði Djelloul verið i tengslum við alsírsk'u leyniþjónustuna. hnnú ssmsærið gegn stjórninni í Sierra Leone FREETOWN 14/10 — 6 ungir liðsforingjar í Sierra Leone voru handteknir í aðalbækisitöðvum hersdns og höíðu þeir þar í fór- um sinum mikið mia.gn skotfæra. Þeir voru í dag leiddir fyrir for- seta landsins Siaika Stevens. I gærkvöld var ennfremur tveimur háttsettum liðsforirvgj- ura vikið frá stöirf'jm og banda- rískur sendiráðsritari fékk til- mæli um að hverf a tafarlaust úr landi. Er talið. að hann hafi eitthvað verið vi’ðriðinn samsær- ið. Mikið hefu.r verið um hand- tökur í Sierra Leone frá því að upp komst um fyrra samsærið geign ríkisstjórninni 8. okt. sl. AMMAN 13/10 — Palestínuar- abar <>g stjóru Jórtlaníu hafa gert nieð sér samning, seni var undirritaður í sendiráði Túnis í Animan í gær. Samkvæmt samkomulagi þessu rýmkast mjög athafnafrelsi Palestínuar- aba, og fá þeir til umráða sér- staka baei skammt frá landa- mærum ísraels, en þeim er þó bannað að bera vopn í borgum. Sáttmálann undirrituðu þeir Yasser Arafat formaður skæru- liðasambandsins, Hussein Jórd- aníukonungu,r og Bahi Ladgham forsætisráðherra Túnis, en hann er samkvæmt Kaíró-sáttmálan- um formaður vopnahlésnefndar- innar. Samkomulag þetta á að g’ildá til langframa. Svo sem áð framan greinir tryggir það mjö'g stöðu Palestínuaraba í Jórdaníu og hér eftir verður litið á þá sem sérstaka heild innan ríkis- ins. Skæruliðar og Jórdanir hafa Slitnað upp úr Framhald af 1. síðu. liinn bæjarfulltrúi þessa flokks var í algerri andstöðu við samflokksmann sinn og vav einn af flutningsmönnum tillögunnar um Guðmund í starf skrifstofustjóra. skipzt á föngjm undanfama daga, og svo virðist sem friður sé kominn á í landinu. Ekki hafa Til nokkurra átaka kom í Austurbæjarbíói í gærkvöld við sýningu á bandarísku morðmyndinni „Green Berr,- ets“. Ungt fólk hafði safnazt saman fyrir utan húsið áður en sýningin byrjaði og dreifði gögnum til viðstaddra.' ’ Siðan fór allstór hópur ungs fólks inn í kvikmyndahúsið án þess að borga. I»egar sýningin átti að hefjast fóru um 50 ung- mennj upp á sviðið og höfð- ust þar við þannig að ekki var unnt að hefja sýningu myndarinnar. Eftir nokkurn tíma komu 15 lögregluþjónar á vettvang og tóku að ræða við fólkið á sviðinu um gagnsleysi mótmælaaðgerða af þessu tagi. Einn úr hópi ung'mennanna lýsti andúð á myndinni og skýrði frá því að framhald yrði á mótmælaað- MOSKVU 14/10 — Þrjú erlend ungmenni voru handtekin í stærsta vöruhúisi Moskvu, Gum við Rauða torgið er þau dreifðiu bréfum, þar sem hvatt var tdl gerðum ef framhald yrði á sýningu myndarinnar. Þegar Iögregluþjónum tókst ekki að fá fólkið ofan af sviðinu með umræðum hófu þeir að beita valdi og tókst að ryðja sviðið. Voru fimm manus úr hópi mótmælenda handteknir. Hópurinn bað um að fá tal af bíóstjóranum en því var ekki sinnt. Eftir fundinn var sam- þykkt af hópnum kröfugerð og átti að senda hana bíóstjóranum. Er kröfugerðin undirrituð af Starfshóp 14. október og er þar farið fram á að annað hvort verði sýningum kvikmyndarinn- ar hætt samstundis eða miðaverð vcrði lækkað um 75% og Víct- namhreyfingunni heimilað að skipuleggja umræðufundi um stríðið í Víetnam, áður en mynd- in hefst, í hléum og eftir sýn- ingar. mótmælaaðgerða gegn handtöku sovézkna mennitamanna. Lögreglumenni.rnir. sem hand- tóku fólki’ð vorj óeinkennis- klæddir, og náðu fólkinu á sitt vald fljótlega eftir að það tók að dreifa miðunum. Hér var um að ræða tvo Frakka og sænska stúlku. Á miðunum stóð. að fé- lag'Sskapurinn Smog í París stæði að baki þessum aðgerðum. Þrjú atvik sem þetta komu fyrir á síðasta áxi og voru þá fjórir Vestur-Evrópumenn teknir hönd- um, en látnir lausir nokkrum vikum síðar. í dreifibréfinu vax mótmælt fangelsun Grigbrenkís, Alexand- ers Ginsburg blaðamanns og frú Larissu Daniel og annarra sov- ézkira menntamanna. sem sitja í fangelsi vegna skoðana sinna. 5 megatn. neðan- iarðarsprengja BOMBAY 14/10 — Kjamorku- rannsóknarstofnun Indlands skýrði frá því í dag, að kjam- orkusprengja hefdi verið sprengd í gufuhvolfinu yfir Kína í morg- un. Var hún sprengd yfir Lop Nor, þar sem Kínverjar hafa gert. tilraunir með kjamorku- vopn EKKIAÐEINS SUMT - HELDUR ALLT W scm Þarf til að gera ibúðina fallega og verðmætari, m.ö.o. til etc að gera fjóra veggj að ibúð, fae*t i LITAVEKI. Nú um mánaðamötln september-október viljum við minna á að viðskipti við LITAVER eru yður hagkvæm vegna þess að LITAVER leggur áherzlu á GRENStóVœi 22 - M MAGNINNKAUP, sem iækkar vöruverð allverulega. T d.: »02 80-3 262 GÖLFTEPPI VEGGFÓÐUR GÖLFDÚKUR allir gæðaflokkar — allar breiddir — margar tegundir. Verð frá 298,00 til 861,00 hver fermetri. pappír — plast — vinyl — silkidamask. Fjöldi nýrra lita. Verð og gæði við allra hæfi. parket- vinyl-gólfdúkur, á lækkuðu verði, að auki fjöldi annarra tegunda. HVAÐ UM ALLT HITT? JÚ MÁLNING, MÁLNINGARVÖRUR, SP ARSTL. LÍM, LÍMBÖND, JÚ ALLT SEM MEÐ ÞARF. — Líttu viö í Litaveri — Það hefur margsýnt sig, að það þorgar sig ávallt bezt — Mótmælií Austurbæjarbíói — fímm voru handteknir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.