Þjóðviljinn - 21.10.1970, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 21. október 1970 — 35. árgangur — 239. tölublað.
Jónas Árnason
Skúli Alaxandersson.
Æ
Bjarnfríður Leósdóttir
Guðmundur Þorsteinsson.
1 s X
$ ' js- .s-s,s ■k.irSii;. í'
Alþýðubandalagið Vesturlandi:
Framboðið við kosn-
ingarnar í vor birt
□ Sl. laugardag var haldinn í Borgarnesi fundur í kjör-
dæmisráði Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjördæmi,
sóttu fundinn fulltrúar frá öllum Alþýðubandalagsfélög-
unum í kjördæminu og var ráðið fullskipað. Var á fund-
inum samþykktur einróma framboðslisti Alþýðubandalags-
ins í Vesturlandskjördæmi við alþingiskosningamar að vori
og fjallað um undirbúning kosningabaráttunnar í kjör-
Guðmundur H. Þórðarson.
Leit haldið
ófrant í dag
■ Enn var haldið áfram lcitinni
að Viktori Hansen í gær. Bar
hún ekki árangur. Voru leitar-
flokkar kallaðir inn um kl. 19
í gærkvöldi, og leitinni há hætt
vegna myrkurs. 1 dag verður leit-
inni haldið áfram á vegum Flug-
björgunarsveitarinnair.
Starfsimaður hjá FHiuigbjörgunar-
sveitinni sagði Þjóðviljanurn sivo
frá í gærkvöld. að leitarflokikar
hefðu leitað á svipuðuim sítóöuim
og áður, en þe'.r hefðu brautleit-
að í gjám og gjótum og undir
snjó. Þá hefðu leitanmenn enn-
fremur farið upp í Heiðina há og
leitað ha.r. Hefði þessi leit engan
árapgur borið, en þrír dagar eru
frá þvi Viktor týndist á rjúpna-
veiðum í Bláfjölluim. í dag er
ætlunin að halda áfraim leitinni.
dæmirtu.
Fundinum stjómaði Jenni R.
Ólason í Borgamesi. 1 upphafi
fundarins skýrði fonmaður kjör-
dæmisráðsins, Ólafur Jónsson frá
starfsemi starfsráðsins, er kjörið
var á síðasta kjördæmisráðsfundi.
Hefur starfsráðið, en í þvi eiga
sæti, auk Ólafs, Jenni R. Óla-
son og Pétur Geirsson, látið
hendur standa fram úr ermum.
Hefur ráðiö stkipulagt starfsemi
félaganna að undirbúndngi kosn-
ingabaráttunnar og lagði Ólafur
fram tillögur ráðsins að fjár-
hagsáætlun fyrir kosningabarátt-
una og um hlutdeild félaganna í
kiostnaðinum við hana. Var
ákveðið, að félögin skuli skipa
: istarfsnefndir eða hópa til að
vinna að einsitokum málum og
leglgja þau fyrir félögin. Einnig
var ákveðin blaðaútgáfa, og kos-
in ritnefnd.
Þá gerði formaður uppstilling-
amefndar, Ei-lingur Viggósson,
grein- fyriir störfum og tillögum
uppstillingamefndar og var
framiboðslistinn samþykktur ein-
róma af fundinum.
Mjög margir tóku til máls á
fundinum og stóð hann frá kl.
4 um daginn fram undir mið-
nætti. Voru merm mjög baráttu-
glaðir áhugasamir um starfið
að kasningaundirbúningnum og
fúsir til að taka að sér verkefni.
Fraimlhiaild á 3. síðu.
Valt er að treysta
á uppbótina
Viðtal við JÓNAS ÁRNASON
Þjóðviljinn átti í gær tal
við Jónas Árnason aiþingis-
mann, efsta mann á lista AI-
þýðubandalagsins í Vestur-
landskjördærnj og spurði h-ann
hvort listinn væri mikið
breyttur frá því siða-st.
— Aðalbreytingin er sú,
sagði Jónas, að Skúli Alex-
andersson ©r í ö'ðru sætd, en
síðast var þar Jenni R. Óla-
son. Jenni hefur flutzt frá
Stykkishólmi til Borgamess
síðan kosið va-r 1967, en fyrir
þvi er hefð hjá okkur að
Snæ-fellingur sé í öðru sæti,
vegna þess að Snæfellsnes er
hvað sam-göngur snertir af-
skekktasti hluti kjördæmis-
ins. Jennj er hins vegar einn
af þremutr mönnum í starfs-
ráði okkar í kjördæm-inu, en
því er ætlað að skipuleggja
kosningabaráttuna sem bezt.
— Hvaða mál heldurðu að
menn í þínu kjördæmi hu-gsi
mest ulTi í sambandi við
næstu kosningar?
— Ó’ðaver ðb ól g-a n er auð-
vitað sama áhyggjuefnið hjá
okkur og öllum öðmm. En
fólki í okkar kjördæmi er
einnig mjög ofarlega í hu-ga
nauðsyn þess að nýta betur
oE fullnýta sjávarafla til þess
að tryggja atvinnu. Þegar
atvinnuleysið dundi yfir varð
ástandið óneitanlega mjö-g
alvarlegt í Vesturlandskjör-
dæmi. t.d. á Snæfellsnesi.
Menn sjá það að breytt
stjórnarstefna er n-auðsynleg
ef þau ósköp eiga ekki að
endurtaka sig. Skólamálin
eru mjög arfið vandamál
næstum því hvar sem er í
kjördæminu. ef fólk þarf að
koma bömum sínum áfram
til náms. Þá finn ég það mjög
á bændum að þeir eru þreytt-
ir á stefnuleysinu í landibún-
aðarmálum; þeim finnst að
forusta bændasamtakann i sé
allt of lin og Framsóknar-
forsprakkamir leggi meiri á-
herzlu á blíðmælj en ra-un-
verulegar athafnir sem leysi
v-anda bænda. En málefnin
eru fleiri en svo að þa-u verði
talin í stuttu viðtali; á þe-ss-
um viðreisnartímum eru æ
fleiri úrlausn-arefni sem
greiða þarf úr
— Og hvemi-g eru kosn-
ingah-orfurnar; má bú-ast við
einhverjum breytingum?
— Stjórnmálin eru í deigl-
unni hjá a-far mörgum í okk-
ar kjördæmi eins og annars-
staða-r Sjálfstæðisflokku-rinn
og Framsóknarflokkurinn
hafa haft prótfkjör og sýnt
inn í slæm-ar heimilisástæður,
og eftir að óbreini þvottur-
inn hefur þannig verið hengd-
ur út eru margir þykkjuþung-
ir í þeim flokkum. AÍS því er
va-rðar Framsókn — og það
byggi ég á viðtö-lum við marga
vinstri sinnaða bændur sem
stutt hafa þann flokk — þá
vantreysta þeir forustu
flokksins í ríkaræ mæh en
nokkru sinni fyrr og gruna
hana um græsku. Þeix eru
óánægðir með þaiu auðhyggju-
sjónarmið sem einkenna fyr-
irtæ-ki samvinnuhreyfingar-
innar æ meira, og þeir telj-a
réttilega að Framsóknarfor-
sprakkarnir beri hötfuðábyrgð-
ina. Hliðstæða óánægju heyri
ég na-unar einnig í röðum Al-
þýðuflokksmánna; kjósendur
þess flokks í Vesturlamds-
kjördæmi eru flestir á vinstri
kantinum og sáróánægðir með
íhaldssamvinnun-a. Það er þvi
áreiðanle-gt að ma-rgir eru að
hugsa sig um.
— Og hverjar eru þá horf-
ur Alþýðubandalagsihs?
— Alþýðubandialagsmenn í
Vesturlandskjördæmj eru
mjög áhu.gasamir og vinna
vel. Þeir eru víða allbjartsýn-
ir, enda dylst þ-að ekki að
fólk er opnara fyrir sjónar-
miðum okkar en nokkru sinni
fyrr. Hins vegar vil ég minna
á það að uppbótarsæti það
sem ég skipa vannst á örfá-
um atkvæðum. Eigj að miða
við uppbótarsœti, erum við
einnig í keppni við Alþýðu-
bandalagsmenn i öð-rum kjör-
dæmum, og í þeim útreikn-
ingum getur aftur orðið mjótt
á mununum. Hitt er ég líka
sa-nnfærður um, að þótt
glöggt kunni að stand-a út-
reikningur uppbótarsæt-a. þá
eigum vdð nú raunverulegan
kost á því að ná kjördæma-
kosnum þingmanni, og jrrði
þá einhver ann-ar að treysta
á uppbótina. — M.K.
<S>-
Miðkvíslarmálið
til ssksóknara
Steángrílmiur Gaiutur Kristjáns-
son setudómiari í M i ðkvíslarmál -
inu sikýrði svo frá í gær, að
rannsókn málsins væri lcikið að
kalila og bjóst hamn við, aö af-
henda það salksókna-ra rikisins til
meðferðar, væntanlega í daig, á-
sarait tifheyrandi aögaum.
fslendingar unnu
Portúgala í bridge
Evrópiuimieistaraimiótið í bridige
hófsit í Lisalbon í gær og spilaði
ísienzka sveitin í fyrstu umtferð
við þá portúgölsiku og sigraði
með 20 sti-guim gegn -4- 4.
Tjrsilit í 1. umferðinni urðu sem
hér segir taiið í punktum: Sví-
þjóð — Italía, 86:58. ísland —
Portúgall, 144:46, Grikkland —
England, 57:85, Finnland —
FrakMand, 46:147, Spánn — Dan-
mörk, 21:112, Beligía — Póiland,
45:84, Noregur — írland, 46:114.
Þýzkaiand — Holland? Aust-
urríki — ísrael, 96:67, Libanon
— Ungverjaland, 87:48, Tyrkla-nd
— Sviss, 65:79.
Geir Gunnarsson talsmaður Alþýðubandalagsins deilir á verðbólgustefnuna
Lífskjör alþýðu og fjárhagslegt
sjálfstæði landsins er í hættu
□ Öllu launafólki er ljóst að hér stefnir í al-
gert óefni, sagði fulltrúi Alþýðubandalagsins Geir
Gunnarsson í fjármálaumræðunum í gærkvöld,
er hann hafði rætt ýtarlega verðbólgustefnu rík-
isstjórnarinnar, og sýnt fram á hvernig fram-
kvæmd hennar hefur leikið launamenn. ,,Lífs-
kjör alþýðu manna og fjárhagslegt sjálfstæði
þjóðarinnar er í hættu ef áfram verður haldið
stefnu ríkisstjómarflokkanna.“
Fyrsta umræða fjárlia@afiruim-
varpsins fór fraim í giærkvöld og
var útvarpað samkvœmt fyrir-
mælum þinigsikapa. Magnús Jóns-
son fjármálaráðheiiTa fllutti fram-
söguræðu en að því búnu töluðu
fiuililtrúar þin-gflokikanna.
Af hálfu Alþý ðubandad a gsi ns
talaði Geir Gunnarsson, en hann
hetfur um margi-a ára skeið verið
tfulltrúi flokiksins í fjárveitinga-
netfnd þingsins. Fjallaði ræða
hans að miklu leyti um verð-
bólgustefnu ríkisstjómarflokk-
anna. Sýndi ræðumaður fram á
að sú stefna hefði í framkvæmd
reynzt aliþýðu landsins þung í
sk-aiuti, og henni hefði fylgt
margen d u rteknar árás;r rfkis-
stjómar og þingmnedriMiuta s-tjóm-
flokkanna á kjör launamianna og
samninga verkalýðshreyfingar-
innar.
# Hálfur ellefti miljarður
Geir minnti á að stjómarflokk-
arnir hatfa á áratugs valdaferli
hvorki meira né minna en tí-
faldað upphæð skattheimtu rikis-
kerfisins, svo hún væri nú áætl-
uð í fljárfögium ársins 1971 hálfur
ellefti miljarður. Þannig hefði
verið eifnt það loforð sem stjóm-
arflokkamir lögðu mesta áherzl-u
á er þeir hóf-u stjómarsamstarfið,
en það var að hatfa hemdl á verð-
bólgulþnóuninni! Deildi Geir fast
á stjórnmállafflokkana fyri-r hið
gffurlega skattarán á alþýðu,
jafnhliða því að aiuðfyrirtækjuim
væri ívilnað.
9 Hættuleg stefna
Undir lok ræðu sinnar mdnnti
Geir Gu-nnarsson á að þjóðin
hefði nýlagt að baki tímabil þeg-
ar afli og atfurði-r kom/ust niðu-r
í það sem, áður var talið meðal-
tal. Undir viðreisnarstjórn þýddu
þær ytri aðstæður stórfellt at-
vinnuleysi svo til þegar í stað og
mikla kjaraskerðingu.
Nú hefur aiffli autoizt og afurða-
verð hætokað mjög. Undir við-
reisnarstjóm þýða þessar hlið-
hollu ytri aðstæður óðaverðbólgu
þcgar í stað!
öllu launafólki er fjóst að hér
stefmr í algert óefni, lífskjör a,l-
þýðu mianna og fjárhagslegt sjálf-
stæði þjóðarinnar er í hættu ef
áfram verður haldið stefnu ríkis-
stjómarinnar og ríkisstjórnar-
fflokfoanna.
# Tafarlaus verðstöðvun
Rítoisstjómin hefur sem fyrr
brugðist launafófltoi í verðlags-
málu-m og eins og mál hoi-fa tel-
ur Alþýðubandalagið óhjátovasmi-
legt að gripið verði til tafarlausr-
ar verðstöðvunar og hefur lagt
fram fmmvarp á Alþingi um taf-
arlaus-a verðstöðvun sem stand:
til 1. septeimiber 1971, en tímiinn
þangað tíl verði notaður til að
gera varanlegri ráðstafanir í dýr-
tíðar- og verðlagsmálum.
Lagði Geir áherzlu á að verð-
stöðvunarfrumvarp Alþýðubanda-
lagsins vær: flutt í þeim tilgangi
-að samþyktot þess mætti tooma í
veg fyrir að athafnaleysi rfkis-
stjórnairinnar í verðlagsmélum
valdi mieiri sk-aða en begar er
orðinn, áður en kjósendur leysa
hana frá störfum í Atlþingistoosn-
in-gunum næsta sumar cg gefa
Olíufundur
LONDON 19/10 — Breztoa olíu-
félagið BP hefur fundið olíu í
Norðuirsjó u.þ.b. 110 sjómílur
frá Aberdeen. Telja sérfræ'ðing-
ar. að hér sé um að ræða mestu
olíulindir, sem fundizt hafi á
þessum slóðum.
Formælandi BP skýrði frá þvl
í dag. að framleiða mætti 4.700
tunnu-r olíu á dag ú.r lind-um
þessum.
nyrri ríkisstjórn færi á að
tryggja farsælli þróun í kjara-
m-álum, verðlagsmálum og at-
vinnumálum á næstu árnjm.
Aðrir sem töluðu voru Hanni-
bal Valdimarsson, Halldór E.
Sigurðsson og Birgir Finnsson.
Aðalfundurinn
er
an«að kvöld
★ Aðaltfundur Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík verð-
ur haldinn í Lindarbæ,
upp:, annað kvöld,-
fimimtudag kl. 20 30.
DAGSKRÁ:
1. Aðalfundarstörf.
2. Kosning fulltrúa í flokks-
ráð Alþýðubandalagsins.
3. Önnur mál.
★ Tillögur kjömefndar um
stjórn Alþýðubandalagsins
í Reykjavito, um tfui'ltrúa-
ráð féla-gsins og um fulll-
trúa í flokksráð Al-
þýðubandaiagsins liggja
framimd á sforifstofu Al-
þýðubandalagsdns áLaiuga-
vegi 11, í dag, miðvikudag,
og á morgun, fimmitudag,
á venjulegum tíma storif-
stotf-unnar
★ Félagar — fjölmennið á
aðalfundinn.
Stjómin.