Þjóðviljinn - 21.10.1970, Blaðsíða 3
TvT '5vikudagur 21. ofctóber 1970 — ÞJÓÐVIL.JINN — SlÐA J
RmSsokkahreyfíngm myndar
marga fjölþætta starfshópa
Rauðsokkahreyfingin hélt al-
mennan fund í Norræna húsinu
á mánudagskvöld. Var ]iar geysi-
mikið fjölmenni samankomið og
þótti fundurinn vel takast í alla
staði og stór hópur gesta lét
að lionum loknum skrá sig til
þátttöku i starfshópum hreyf-
ingarinnar.
Dagskrá fundarins hófst með
þvií aS Helga Gunnarsdóttir
greindi frá upphafi samtakianna
og starfí þeirra til þessa, og því
næst ræddd Helga Siigurjónsdó'tt-
ir um kvenréttindi almennt,
rakti sögu kvenréttindiaibaráitt-
unnar í stóirum dráttum og
minntist á ýmsa þætti baráibt-
unnar í dag. Nefndi hú m.a.
dæmi um hið hróplega launa-
misrétti kynjianma. en þvi fer
fjarri, svo sem k'unnugt er, að
það sé úr sögunni, enda þótt
jafnrétti eigi að gildia í þessum
efnum samkvæmt lagabókstafn-
um. Þá voru lesnir upp kafliar
úr grein Halldórs Laxness Karl,
kona, bam, sem biirtist í Al-
þýðubókinni fyrir u.þ.b. 40 ár-
um. Sigríðuir Snævairr ræddi
Mótmæla
Framhald aí 12. síðu. >
fram á gang, og þakkaði mót-
mælendum fyxir komuna. Hefur
verið fallizt á að ræða við
fulltrúa F.H.K. áður en úrskurð-
ur fellur eftir nokkra daga.
Eftir að mótmælendur gengu
af fundi ráðiuneytisstjór,a ef.ndu
þeir til fundar í Tjarnarbúð.
Skýrðu stjómarmenn þair frá
umræðum við stjórnarhenrana
uppi í Amarhvoli.
Þar tók emnfremur til máls
Þórir Einarsson, form. Bandia-
lags háskólamianna. Þakkaði
hann mótmælendum aðgerðir
þeirra og kvað þá fyrsta hafa
orðið tdl þess að hrjóta ísinn
ai félagshópum innan B.H.M.
Þetta væri ekki síður mótmæli
gegn þeirrj tregðu stjóirnarvalda
að viðurkenna félög innan B.
H.M. sem samningsaðila. Við
höfum verið sndðgengnir síðustu
daga í þessum samningum.
Forsvarsmenn ríkisvaldsins
tala mikið um trúnaðarbrot. Það
er hins vegar hætt að viður-
kenna okkmr sem samningsaðila,
þó að þeir hafi viljað ræða við
okkur á fyrri stigum þessa máls.
Þá upplýstisit á fundi þessum,
að hægt er að kaUa saman fé-
lagsmenn með hálftíma fyrir-
vara til mótmælaaðgerða á
næstu dögum. Stjórnarmenn í
F.H.K. eru Ingólfur Þorkelsson,
formaður, Hörður Bengsmann,
varaformaðuir, Auður Torfiadót1>
ir, ritari, Guðlaugur S'tefánsson,
gj aldkeri og Haukur Sigurðsson,
meðstjórncindi.
í Þjóðviljanum í dag er hið
opna bréf birt á bls. 7.
þvínæst im kvenréttindi firiá
sjónarhóli menntaskólastúlku, og
loks var greint frá væntanlegum
starfsháttum hreyfingarinniar.
Auður Hildur Hákon-ardótitir
greindi frá helztu hiugmyndun-
nm um þá í máli og myndum
og Lilja Ólaifsdóttir skýrði firá
nokfcrum starfishópum, sem
starfa miumu innan hreyfingar-
innar. Verðuir þar m.a. fj.allað
nm atvinnumál, en undir þamn
hóp flokkast m.a. skipting fólks
eftir kynjum í atvinnugreinar,
launamisrétti og annað ,þar að
lútandi. Annar siiarfsihópur mun
hafa fræðslumál á sinni könnu
og gerta m.a. athuganir á náms-
efni skólanna eða kanna hvernig
fólk velur sér námsgreinar eftif
kynferði. Þriðji hópuirinn mun
láta ýmsar greinar uppeldismála
til sín taka, þá verður unnið að
athugunum á bamagæzln og
heimilishjálp og loks mun hóp-
ur starfa að athuigunum á svið-
um félagsmála. Starf&hóparnir
verða ugglaust fleiri, þegar fram
í sækir og á fundinum kom
fram athyglisverð tillaga frá
Guðrúnu Sigríði Guðbjömsdótt-
ur nm starfsbóp. sem tækí að
sér að rannsiafca aðstöðumun
þéttbýlis og dreifbýlis einkum
með tilliti til skóla- og atvinnu-
mála.
Að framsöguerindum loknum
var gert fundarhlé, en þvínæst
var orðið gefið laust, og tófcu
ýmsiir til máls, Vilborg Dag-
bjartsdóttir fflutti m.a. sköirur
lega ræðu um slæma aðstöðu
útivinnandi mæðr^ og benti á
tillögu. sem Adda Bára Sigfús-
dóttir lagði nýlega fram í borg-
arstjóm nm að giftum konum
verði séð fyrir dagvist handa
börnum sínum og þeim þannig
gert kleyfit að situnda nám eða
vinnu utan heimilis. Yrðj til-
kom-a siíks dagvisitairheimilis ó-
metanlegiur áfangi, og lagði hún
til, að konur sýndu ábuga sinn
á málefni þessu í verki með því
að mæta á áheyrendapöllum
þann dag, sem tillagan yirði af-
greidd eða grípa til róttækiari
ráðstafiana, svo sem efna til
verkfalls. Anna Sigurðairdóttir
tók næst til máls og hvatti kon-
ur eindregið tjl starfa innan
Kvenréttindafélaigs íslands, ýms-
ir aðrir stigu í pontun-a, og var
ýmist slegið á létta strengi eða
alvarlega, þair til fundi var slit-
i’ð seint um kvöldið.
Samkomusalur Norræna húss-
ins var troðfullur af áhugasöm-
um gestum. Ungar konuir vom
í miklum meirihluta, en talsvert
var þó um miðaldra konur, og
allmargir karlmenn v!oru á fund-
imum. Anddyri Norræna hússins
vair þakið veggspjöldjm, þar
sem á voru letruð ýmis helztu
baráttumál hreyfingarinnar: Að
vinna að fullkomnu jafnrétti
karla og kvenna á öllum sviðum
þjóðíélagsins. Að vinna geign
því, að kynferði komi í veg
fyrir að einstaklingur getj valið
sér starf í samræmi við hæfi-
leika sína og ábugamál. Að
hvetja konur til að notfæra sér
í ríkara mæli en þær gera nú
þau réttindi, sem þær þegar
hafia. Að uppræta aldagamlan
hugsunarhátt og alls konar for-
dóma varðandi verkaskiptíngu í
þjóðfélaginu eftir kynjjm. Að
hvetja félaga sína tíl að kynna
sér þjóðfélagsmál og vera virik-
airi þátttakendnr í þjóðfélaginu.
Lsngar viíræður
MOSKVU 20/10 — Frú Indira
Gandhi forsætisiráðihenria InJ-
lands og Kosygin forsætisráð-
herra Sovétríkjanna ræddust við
i dag um sambúð landa sinnn
svo og ýmis mikilvæg alþjóðleg
málefni. Stóð fundur þeirria í
nokkrar klukkuistundir. Indiira
Gandhi millilenti í Moskvu á
leið sinni til New York, þar sem
hún mun taka þátt í hátíðahöld-
unum vegna aldaríjór'ðungsaf-
mælis Sameinuðu þjóðanna.
AB Vesturlandi
Framhald aí 1. siðu,
Þá vom kosnir eftirtaldir full-
trúar á flokksráðsfund Alþýðu-
bandalagsins, er hefst í Reykja-
vík n. k. föstudag: Sveinbjöm
Þórðarson, Ólafsví’k, Ólafur Jóns-
son og Erlingur Viggósson,
Stykkishólmi, Hafsteinn Sigur-
björnsson, Akranesi, Sfcúli Alex-
andersson, Hellissandi, Sveinn
Kristinsson, Laugaskóla, Dölum,
Sigurður B. Guðbrandss'on, Borg-
arnesi og Guðbrandur Brynjólfs-
son, Brúarlandi.
Framboðslisti Alþýðubanda-
lagsins í Vesturlandsikjördæmi
við alþi'ngiskosningarnar að vori
verður þannig skipaður:
1. Jónas Árnason, alþingismað-
ur, Reykholti.
2. Skúli Alexandersson, oddviti,
Hellissandi.
3. Bjarnfríður Lcósdóttir, hús-
frú, Akranesi.
4. Guðmundur Þorstcinsson,
bóndi, Skálpastöðum.
5. Guðmundur H. Þórðarson,
héraðslæknir, Stykkishólmi.
6. Sigrurður Lárusson. form.
Verkalýðsfélagsins Stjarnan,
Grundarfirði.
7. Einar Ólafsson, bóndi Lamb-
eyrum, Laxárdal.
8. Guðmundur Pálmason, skip-
stjóri, Akranesi.
9. Kristján Helgason, stýrimað-
ur, Ólafsvík.
10. Guðmundur Böðvarsson, skáld,
Kirkjubóli.
Umboðsmenn listans eru Jenni
R. Ólason og Sigurður B. Guð-
brandssom Borgamesi.
BRIDGESTONE
Japönsku
NYLON SNJÓHJÖLBARÐARNIR
fásf hjá okkur.
Allar stærðir með eða án snjónagla.
Sendum gegn póstkröfu um land allt
Verkstæðið opið alia daga kl. 7.30 til kl. 22,
GÚMIUIIVNNUSTOFAN HF.
SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055
irirSr*’
KHftia
Bæði konur og karlar sóttu fund Rauðsokkahreyfingarinnar og þar var slegið á jafnt létta strengi
sem alvarlega
Enn ékyrrt í Jórdan
AMMAN 20/10 — Til óeirða kom í bænum Ramtha í
Jórdaníu skammt frá landamærum Sýrlands í dag, og
geisaði þar skothríð í nokkrar klukkustundir, áður en ný-
stofnuð rannsóknarnefnd araba náði að skakka leikinn.
Bærinn Ramtha hefur verið á
valdi skæruliða frá því í borg-
arastríðinu í september, en nú
hefur stjómarhemum tekizt að
ná á sitt vald tollstöðinni i
bænum. Haía skæruliðar áðu.r
haldið því fram, að stjórnar-
hermenn leitist við að teppa
flutnin'galeiðir þeinra frá Sýr-
landi, og bend.a atburðirnir í dag
til þess að þær fullyrðinga.r sóu
á rökum reistar. Þó hefur ekki
verið frá því skýrt opinberlega,
hver upptökin vou að þessu
sinni, en á fundi sínum í gær
ákrvað vopniahlésnefndin að
kanna , gaumgæfilegia orsakir. á-
takanna u<m helgina. Þá var
jafnframt ákve'ðið á fundinum,
að stofna sérstaka rannsóknar-
nefnd til að hafa eftirlit með
því að vopnahléð yrði baldið og
kveðið á um, að þeir, sem á-
byrgir vaeru fyrir vopna'hlés-
brotum yrðu leiddir fyrir rétt.
Rannsóknarnefnd sú, sem
stillti til firiðar í dag, er skip-
Kennaraskortur
Framhald af 12. síðu.
réttindalausum kennu.rum við
barnaskóla landsins. „Foreldrar
eiga þá kröfu á hendur ríkis-
valdinu, að börnum þeirra sé
séð fyrir sérmenntuöum og hæf-
um kennurum, þar sem miklu
varðar, hvernig til tekst um
skólagöngu barna,“ segir í álykt
un stjórnarinnar. „En því miður
hefur réttlátt mat ríkisvaldsins á
kennarastarfinu enn sem komið
er tafcmarkazt við falleg orð í
ræðum við hátíðleg tækifæri".
Vegna nýrxa kennsluihótta varð-
andi tungumála- og raungreina-
kennslu hatfa fræðsluyfirvöld í
vaxandi mæli efnt til kennara-
nómskeiða einkum meðan leyfi
sitanda yfir. Þessi nám&keið hafa
verið vel sótt bæði héðan úr
þéttbýlinu og uitan af landi, enda
þótt kennarar verði sjálfir að
greiða ferða- og dvalarkostnað,
meðan á námskeiðunum stendur.
Sú krafa hefur verið borin fram,
að þessi kostnaður verði greiddur,
svo að kennarar fái laun, meðan
á námskeiðunum stendur, en
þeirri kröfiu hefur ekki verið
sinnt. 1 öðrurn stanfsgreinum er
þessu eðlilega þannig farið, að
vinnuveitendur greiða kostnað
við endurmenntun starfsmanna
sdnna, jaifnffram því, sem þeim
em greidd laun ð námstímabil-
inu.
Er mjög þungt hljóð i kennur-
um vegna kjaramálanna, og von-
andi þuria þeir ekki að grípa til
örþrifaráða, enda hlýtur það að
vera allra hagur að aðstæður
þeirra verði þættar hið bráðasta,
svo mikilvæg sem störf þeirra
eru i nútímaþjóðfélagi, þar sem
uppeldi þegnanna færist æ meira
yfir á herðar skólanna.
uð jafnt stjómarhermönnum
sem skæruliðum. Hún hefur 4
BELFAST 20/10 — Bernadette
Devlin þingmaður, sem setið hef-
trr undanfarna 4 mánuði í
kvennafangelsinu í Armagh á
Norður-írlandi verður látin laus
n. k. föstudag. Hún var dæmd
í 6 mánaða fangelsi fyrir að æsa
til óeirða, en verður látin laus
tveimur mánuðum fyrr en áætlað
var vegná góðrar hegðunar í
íangelsinu.
Bemadette var endurkjörin
þingmaður fyrir kjördæmi á
Norður-lrlandi í síðustu kosning-
um til brezka þingsins í sumar.
bækistöðvar í landinu. í Amm-
an, Irbid, Salt og Kerak. For-
miaður hefndarinnair, Egyptihn
Ahmed Abdel Hamid Hilmi er
nlutlaus og bonum falið það
vandasama verk að samræma
hagsmuni hers og skæruliða-
hreyfingar. Ekki hafa borizt
firegnir af því. hvemig nefnd-
inni hefur tekizt að jafna á-
greining þann, sem olli átökun-
um í da>g.
Hins vegar gat hún ekki unnið
kosningaeið sinn 18. júní eins og
tii stóð vegna fangavistar sinnar.
Búizt er við, að hún vinni eiðinn
í næstu vifcu.
Róstusamt hefur verið á Norð-
ur-lrlandi að undanfömu, og ótt-
ast yfirvöld að ástandið versri
enn, þegar Beimadette verður
látin laus. Kvisazt hefur út,
að hún æifli að efna til mótmæla-
fundar strax um næstu helgi, og
verður ugglaust gripið til ítru&tu
varúðarráðstafana, jafnskjótt,
sem hún stígur út úr fahgelsinu.
WILLIAM
SHAKESPEARE
Þýðingar Helga Hálfdanarsonar
Fimmta bindi er komið út
I
DRAUMUR Á JÓNSMESSUNÓTT
RÓMEÓ OG JÚLÍA
SEM YÐUR ÞÓKNAST
II
JÚLÍUS SESAR
OFVIÐRIÐ
HINRIK FJÓRÐI (fyrra leikritið)
III
HINRIK FJÓRÐI (síðara leikritið)
MAKBEÐ
ÞRETTÁNDAKVÖLD
IV
ALLT í MISGRIPUM
ANTON OG KLEÓPATRA
VINDSÓRKONURNAR KÁTU
V
HAMLET DANAPRINS
LÉR KONUNGUR
Fáeim orð um Shakespeare og samtíð hans
Verð ib. kr. 2.198,00 (söluskattur innifalinn).
Nokkur eintök eru til af öllu verkinu í skinnbandi,
verð ásamt söluskatti: kr. 2.775,00.
19
EIMSKRINGL
Bernadette látin laus 23. þm