Þjóðviljinn - 18.11.1970, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 18.11.1970, Qupperneq 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVIkJINN — Miðvikudagiuir 18. nóvemibeir 1970. Þorvaldur Steinason: — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórarí ' Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Fréttastjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingai, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 línur)..— Askriftarverð kr. 195.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12.00. Undanhaldið ekkinóg |Jndanhald ríkisstjórnar íhaldsins og Alþýðu- flokksins, sem fjármálaráðherra tilkynnti í efri deild á mánudag, er að sjálfsögðú bein afleið- ing af mótmælum verkalýðshreyfingarinnar. Eng- inn sem hlustað hefur á málflutning ráðherra og stjórnarþingmanna við meðferð málsins í neðri deild gæti efazt um, að allt fram í vikulokin var það fastur ásetningur stjórnarflokkanna að hefja kaupránið með niðurfellingu tveggja stiga kaup- gjaldsvísitölunnar þegar 1. desember. Enda fórst Magnúsi Jónssyni óvenjuklaufalega málflutning- urinn í efri deild því til skýringar, að ráðherrarn- ir hefðu orðið þetta ögn skynsamari við nýja at- hugun málsins nú um helgina; þá hefðu þeir reyndar komizt að þeirri niðurstöðu að ekki væri „þörf“ á að fella niður vísitölustigin strax 1. des- ember, heldur yrðu niðurgreiðslur úr ríkissjóði enn auknar. |Jndanhald má þetta kallasí, en þó ekki meira en svo, að ólíklegt má teljast að það breyti afstöðu verklýðshreyfingarinnar til þessara þvingunarlaga. Ekki er ætlunin að breyta frumvarpinu í neinu, ságði fjármálaráðherra, heldur einungis fram- kvæmd málsins; ákvæðinu um ,,frestun“ ítveggja vísitölustiga án þess nokkuð komi á móti á að standa í lögunum áfram og gerði ráðherrann ráð fyrir aíð það kæmi til framkvæmda í vetur eða vor. Ákvæðin sem miða að fölsun vísitölunnar og rösk- un vísitölugrundvallarins standa óhreyfð, og stjórnarflokkarnir jafn staðráðnir í að samþykkja þau og áður. Af hálfu verkalýðshreyfingarinnar hefur það ávallt verið meginatriði að stjómar- flokkunuim yrði ekki liðið að ráðast á frjálsa samninga verkalýðsfélaganna svo sem gert er með þessu stjómarfrumvarpi, að engri ríkisstjóm né stjórnarflokkum megi haldast það uppi að ógilda með löggjöf nýgerða kjarasamninga verkalýðsfé- laganna. Mótmæli verkalýðshreyfingarinnar hafa fyrst og fremst beinzt að því, að vemda hinn frjálsa samningsrétt, og því hafa þau bmgðið svo hart við sem marka má af samþykktum þeirra og mótmælum. í síðustu ræðu sinni um málið í neðri deild lagði Gylfi Þ. Gíslasoh þyngsta áherzlu á, að meirihluti á Alþingi gæti samþykkt hvað sem væri, og ætti ekkert tillit að taka til „samþykkta úti í bæ“, og sérstaklega tók hann fram að núver- andi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins væri „siðferðilega óskuldbundin“ gagn- vart vilja og afstöðu alþýðusamtakanna. Samt urðu ráðherramir að setjast niður nú um helgina og reyna að draga ögn úr árásinni á kjarasamning- ana, sem þeir em að burðast við að láta lögfesta. Langtum sæmra hefði þeim að sjálfsögðu verið að fara að tillögum þingmanna stjómarandstöð- unnar og taka úr verðstöðvunarfmmvarpinu á- kvæðin uim árásina á kjarasamninga og vísitölu. Ætli þeir að berja frumvarpið fram óbreytt, er hætt við að óttamenguð helgarákvörðun þeirra um smávegis undanhald verði þeim lítil stoð. — s. Fimmþúsund skriðdrekar týndir! Þriðjudaginn 10 nóvember s. 1. barst sú fregn út á öldium ljósvaikans til Islendinga, að fyrir nokkrum árum hafi 5000 — fimm þúsund — skriðdreikar týnzt frá herstjórn NATÓ í Evrópu. Að 10.000 — tíu þús- und — fótgönguliðar hefðu beð- ið þess albúnir, að stíga upp í þessa skriðdreka og verða þar með vélaherdeild, að þessir tiu þúsund fótgönguliðar hafi verið, ekki staðsettir, nei, nei, heldur niðursettir við landamæri Tékkóslóvakíu. Herstjórn NATÓ í Þýzkalandi stóð uppi ráðþrota. Sjál'fsmorð, eða voru það launmorð, hátt- settra NATÓ-ista voru tíð. Allt var í öngþveiti, NATÓ í Evrópu með aðeins fimm til sex þúsund vísa skriðdreka á móti allt að tíu þúsund ótýndum drekum Rússa, ekki var útlitið glaesi- legt. Hvað var orðið af öllum þess- um skriðdrekum? Voru þeir komnir í hendur Rússa, eins og eldflaugin fræga? Voru það .týndu skriðdrekamir, sem .Rússar og fylgjendur þeirra fbrunuðu á inn í Tékkóslóvakiu? 'Þcssu lfkar spumingar brunnu á vörum allra NATÓ-sinna um gjörvalla Vestur-Evrópu. Herstjóm NATÓ í Evrópu, og þar með talin NATÓska hers- ingin við Morgunblaðið á ís- landi, var þess fullviss, að Rússamir myndu notfæra sér tækifæiri týndu skriðdrekanna og vaða yíir alla Vestur-Evrópu, þeir báðu því hina allsvaidandi stjóm NATÓs vestur í Ameríku sem guð sér til hjáipar að senda sór fleiri öfluga skrið- dreka sem ekki týndust. Hin allsráðandi herstjórn NATÓ í Ameríku fór sér að engu óðslega. Hún lagði saman tölur og talnaraðir og sjá: allt stóð það heirna sem NATÓ- meistararnir í Evrópu sögðu, fimm þúsund skriðdrekar voru horfnir sjónum undirsátanna í Evrópu. Vestur í Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku var Pentagon, hveira erindnekar voru ná- kvæmir í talningu og ekki síður í því að finna það sem öðrum var falið. Til dæmis höfðu þeir sýnt fágæta nákvæmni í taln- ingu á drepnum og særðum hermönnum Þjóðfrelsisfylking- arinnar og Norður-Víetnama eftir hverja stórorustu, svo nákvæma talningu, að ekki skakkaði um einn ednasta drep- inn og særðan hermann, hundr- uð eða þúsundir, jafnvel þó þeir væm grafnir undir hús- rústum eða í sprengjugígum í frumskóginum. Og það sem meira var, þeir voru ekki í neinum vafa um það úr hvoru liöinu hver maður var. Til þessara hluta þurftu þeir ekki lengri tíma en svo, að tölumar voru komnar um gjörvalla j'arðarkringluna áður en dægur var liðið. Til þessara meistara leituðu hinir alvísu og alisráðandi NATÓ-herfóringjar. Leitararnir vesturheimsku, gæðingar Penta- gons, flugu austur um haf og þeir voru ekki lenigi að sjá, að tala þeirra skriðdreka, sem evrópslku NATÓ-amir vissu um, var rétt. En þeir komust einnig að öðru. Á hliöargötum í Vestur- Þýzkalandi voru 5000 — fimm þúsund — skriðdrekar faldir undir ábreiðum. Skriðdrekar tilbúnir til ferðar og orrustu, þegar 10.000 — tíu þúsund — fótgönguliða vélaherdeildin væri stigin upp í þá. En það var fleira sem-'teljaramir — leit- aramir — urðu vísari. Þeir sáu í hendi sér, að þó evrópska NATÓ-herstjómin væri óvit- andi um þessa dreka, þá voru þeir ekki faldir fyrir ailtsjáandi augum Rússanna. Þannig var fréttin sem barst til hlustenda íslenzka útvarps- ins, hljóðvarps, frá einum flytj- anda þáttarins „Frá útlöndum“ þriðjudagskvöldið 10. nóvember s. 1. , Hér er fréttin ekki söigð með orðum ræðumanns, en efni hennar rakið svo sem kostur er á. Þegar ég hlustaði á þetta er- indi eða frásögn, kom fýrst upp í huga minn sú spumtng: Er maðurinn að gera grín að út- varpshlustendum ? Getur það verið, að íslenzkir fjölmiðlar hafi látið slíka frétt fara fram hjá sér? Eða er það aif ásetningi gert hjá íslenzkum f jölmiðlum, að stinga frétt sem þessari undir stól? Ég leitaði svara við þessum spumingum, án árangurs. Að lokum skaut upp í huga mér, orðum sem íslenzk kona lét falla á blaða- mannafundi. Orðum sem vöktu úlfaþyt í herbúðum allra fjöl- miðla á Islandi, orðum sem framkölluðu meiri austur fúk- yrða og ærumeiðandi ummæla um konu þessa, en venjulega glansa á síðum (slenzku „sorp- blaðanna", jafnvel Morgun- blaðsins. Minnugur yiðbragða „sorp- blaðana", hinna íslenzku NATÓ- blaða, leitaði ég enn skýringa. Þá vöknuðu enn spumingar í huga mér, spumingar sem urðu áleitnar: Hvaða hlutverki áttu þessir týndu skriðdrekar að þjóna? Til hverra hluta var fótgönguliðavélaherdeildin við landamæri Tékkóslóvakíu ætl- uð? Voru þessir földu, nei týndu ætlaði ég að segja, skrið- drekar, undir yfirbreiðslum í Vestur-Þýzkalandi, ásamt fót- gönguliða-vélaherdeildinni, hin vissa forsenda fyrir innrás Rússa og fylgjenda þeirra í Tékkóslóvakíu 1968? 14. nóvember 1970 Þorvaldur Steinason Minningarorð Kristín Eiríksdóttir Engan of snemma hinn alvitri kallar, sagði Bjami Thorarensen. En snögglega kemur það oft, þetta kall. Svo var það um konuna, sem hér verður minnzt. Mið- vikudaginn 11. nóvember s. 1. gekk hún hress að störfum á heimili sínu og hafði lokið ýmsum venjulegum húsverkum um miðjan dag. Lagðist hún þá til hvíldar og sofnaði, en vakn- aði ekki af þeim btandi aftur til þessa jarðlífs. Kristín Eiríksdóttir var fædd að Stað í Súgandafirði 3. maí 1901. Foreldrar hennar voru hjónin Guðfinna Daníelsdóttir og Eiríkur Egilsson skipstjóri og bóndi, bæði af vestfirzkum ættum. Var hún yngst af sjö börnum þeirra hjóna. Föður sinn missti hún, er hún var að- eins tveggja ára gömul. Eftir -------------------------—--------® Kópavogur Þjóðviljann vantar blaðbera á Hlíðarveg. Þ JÓÐ VIL JINN Sími 40-319 BIBLÍAN erbólcin handa fermingarbarninu lát manns síns brá Guðfinna búi að Stað og fluttist með bömum sínum að Botni í Súgandafirði. Nokkru síðar varð Guðmundur Halldórsson frá Hóli í önundarfirði róðs- maður hjá Guðfinnu og giftust þau árið 1908. Eignuðust þau einn son. Guðfinna lézt árið 1912. Var Kristín þá 11 ára gömul. Kvæntist Guðmundur nokkruup árum síðar Svein- björgu Hermannsdóttur, ættaöri frá Isafjarðardjúpi. Hélt hún uppi búinu í Botnj af myndar- brag með Guðmundi. Eldri syst- kyni Kristínar vom einnig heimilisföst í Botni til fullorð- insára, er þau stofnuðu heimili annars staðar, flest í Súganda- firði. Reyndist Sveinbjörg Kristínu sem bezta móðir og hélzt tryggðavinátta milli þeirra alla tíð, en Sveinbjörg er enn á lífi, 84 ára að aldri, og á heima í Súgandafirði. Hugur Kristiínar stafndi til náms á æskuárunum, hún var ágætum hæfileikum búin, hafði námsgáfur í bezta lagi og var bókhneigð og ljóðelsk. Þó var það einkum söngur og tónlist, sem var yndi hennar og unað- ur. A uppvaxtarárunum var jafnan söngur og hljómlist I kringum hana. Hún hafði fagra söngrödd og lyfti öðrum til glaðværðar í söng, bæði í heimahúsum, á ferðalögum og í hópi fólks, sem kom saman til að skemmta sér. Það má tíl tíðinda telja, að þau Botnssyst- kini, og þá ekki sizt fyrir at- beina Kristínar, keyptu fyrsta grammifóninn, sem fluttur var inn í það hérað, og nokkrar hljómplötur með. Þetta var á öðrum tug aldarinnar. Þá eign- aðist hún einfalda harmoniku. sem hún lærði að leika á. Er hún var 18 ára fór hún að Ármúla við Isafjarðardjúp tii Sigvalda Kaldaións tónskálds. til þess að læra hjá honum orgelleik. Var hún þar um eins árs skeið Af frekara námi varð þó ekki og lágu til þess óvið- ráðanlegar ástæður. Nokkiru síð- ar fór hún til náims í Hús- stjómarskóla Reykjavikur og lauk þar námi. Þvínæst lærði hún fatasaum og vann á klæð- skeraverkstæðum í Reykjavik í nokkur ár. Hinn 18. mai 1929 giftist hún Gunnari M. Magnúss, en hann er einnig fæddur og uppalinn á Vestfjörðum. Voni þau kunn- ug frá æskuárum í Súganda- firði. Áttu þau alla tíð heima í Reykjavík, að undantefcnu einu og hálfu ári, er þaiu voru búsett í Danmörku. Þau eignuðust þrjá syni: Magnús, er lærði vélvirkjun. Hann er kvæntur Málfríði Öskarsdóttur, ættaðri úr Þing- eyjarsýslu. Gylfi Snær, er stundaði verzl- unarstörf á síðari árum. Hann lézt fyrir fáuim árum, 34 ára að aldri. Hann var kvæntur Oddnýju Sigurðardóttur hjúkr- unarkonu. Yngstur er Gunnsteinn lækn- ir. Hann er kvæntur Agnesi Engilbertsdóttur ljósmóður. Kristín var mikil húsmóðir og á allan hátt vel verki farin og snyrtimennska £ blóð borin. Helgaði hún heimili sínu, edgin- manni og afkomendum h'f sitt. Og bamabömin áttu hjá henni ástríki að fagna, þau hnedgðust mjög að henni og guldu henni á móti fölskvalausa ást í ríkum mæli. Hún var hrein og fals- laus í lífi sínu, unni fegurð í listum og fylgdist jafnan með atburðarás þjóðmála og heims- mála og hafði ákveðnar og óhvikular skoðanir á mönnum og málefnum. Hún var gædd næmri tilfinnigu fyrir rétti og sannlcdka, fyrir hinum smáa og veigalitla, og þeim, sem rang- læti urðu að þola. Þess vegna lagði hún þeim málum lið, 1 orði og verki, sem studdu hina undirokuðu og verst settu 1 þjóðfélaginu. Og málstaður konunnar var henni heitt áhugamál, er átti stuðning hennar, þar sem þvi var við komið. Ást hennar á fegurð og gróðri var rík og siung. Kristín var ekfci á allra færi, en mikill Dg tryggur vinur vina sinna. Hún var glæsileg stúlka, svo að af bar á yngri árum og hélt persónulegri redsn til hinztu stundar. Vinur. MOSKVU 15/11 Þrír sovézkir eðl- isíræðingar — og er þeirra þekkt- astur kjameðlifræðingurinn And- rei Zakarov, hafa myndað nefnd, sem hyggst rannsaka - og koma fnaim með játovæða gagnrýni á mannréttindi í sovézkri lög- gjöf. Leggja þedr áherzlu á það í skjali, sem erflendir fréttamenn hafa séð, að þeír vllji startfa á grundveUd sovézkra laga og hafa samband við fuilltrúa ríkisvalds- ins, sem er þó talið vafasamt að takist. lEPMHBSII HEFUR TEPPIN SEM HENTAYÐUR SUDURLANDS BRAUT 10

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.