Þjóðviljinn - 18.11.1970, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.11.1970, Blaðsíða 10
10 StoA~ ÞðÖÐVœraNN — MðwlfeiÖagltr 18. noveöíSea? ÍmÓ, Harper Lee: Ab granda söngfugli 20 Jemmi spurði Atticus hvort hann myndi haldast eitthvað. Jemmi hafði aldrei séð snjó heldur, en hann vissi þó hvað hann var. Atticus sagðist efcki hafa meira vit á snjó en Jemrni sjálfur, en: — Ég held að hann breytist fljótlega í vætu þegar hann er svona blautur. Síminn hringdi og Atticus reis upp frá morgunverðinum tii að svara. Þegar hann kom tii baka sagði hann: — Þetta var Eula May. Ég endurtek orð hennar: Þar sem ekki hefu-r snjóað i Maycomb- sýslu síðan árið 1885, verður öll r / EFNI K/ SMÁVÖRUR 1 TÍZKUHNAPPAR HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 188 HI. hæð (lyfta) Sími 24-G-16, Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðastræti 21. SÍMI 33-9-68 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 kennsla í skólanum felld niður í dag. Eula May var símastúlkan í Maycomb. Hún hafði einnig það hlutverk að koma til skila opin- berum orðsendingum, boðum í brúðka-upsveizlur, fregnum um eldsvoða o-g leiðbeiningum í hjálp í viðlögum þegar Reynolds læknir var að beiman. Þegar Atticus var loks búinn að róa okku-r dálítið og sldpaði ökkur að beina athy-gli að disk- unum okkar í stað þess að góna sífellt út um gluggann, spurði Jemmi: — Hvemig á maðu-r að búa til snjókarl? — Það hef ég enga hugmynd um, sagði Atticus. — Ég vil ógjaman valda ykkur vonbrigð- um, en ég efast um að það falli einu sinni nógur snjór í snjó- bólta. Calpu-rnia kom á vettvang og sagðist h-alda að snjóxánn héldist. Og þegar við æddum út í garðinn var hann þakinn þunnu lagi af blautu krapi. — E3dd vaða svona yfir hann ailan, sagði Jemmi. — Sjáðu bara sj-álf; hvert einasta fótspor eyði- leggu-r hann. Ég horfði til baka á blaut sporin eftir mig. Jemmi sagði að ef við biðum þangað til að kasmi svolítið meiri snjór, gætum við safnað honum öllum saman og gert úr honum snjókari. Ég teygði tunguna út úr mér eins langt og ég gat og náði í stóra snjóflyksu. Hún brenndi mi-g. — Jemmi, hann er heitur! — Hann er ekkert heitur. Hann er bara svo kaidu-r að hann brennir. Og vertu ekki að éta hann, Skjáta; þá fer hann tdl spillis. Leyfðu honum að falla. — En mér finnst svo gaman að ganga í honum. — Mér dettur nokkuð í hug: Við skulum koma yfir tilMaudie. Jemmi stikaði af stað yfir ga-rðinn. Ég reyndi eftir beztu getu að stíga í sporin hans. Þegar við vorum komin á gangstéttina fyrir framan húsið hennar Maudie, fór herra Avery að agn- úast við okkur. And-litið á honum var rauðbleikt, og stóra ístran hékk niðu-r fyrir beltið. — Já, það er þokkalegt sem þið haifið á samvizkunni, sagði hann. — Það hefur elkki snjóað í manna minnum í Maycomb. Það eru óþekktarormar eins og þið sem trufla gang árstíðanna. Ég velti fyrir mér hvort herra Aveiy vissi með hvílíkum ákafa við höfðum beðið þess að hann endurtæki glansnúmerið sitt, og ég hugsaði með mér að ef þetta væri rafsingin fyrir það afbrot, þá væri sitt hvað gott um synd- ina að segja. Hins vegar braut ég heilann ekkert um hvaðan herra Avery hefði veðurfræðiupplýs- ingar sínar; þaö var óþarfi; þær kpmu beina leið af Rosette- steininum. — Jem Finch; hailó Jemmi litli Finch! — Ungfrú Maudie er að kalla á þig, Jemmi. — Reyndu nú að halda þig á miðri grasflötinni. Það vex enskt gras undir snj’ónum alveg hjá veröndirxrri. Gæbtu þess að troða það ekki niður. — Já, ungfrú Maudie, hrópaði Jernmi. — Þetta er svei mér stórkostlegt, ungf-rú Maudie, er það ektó? — Og fjandakomið! Bf það kernur frost í nótt, þá er úti um azaleurnar mínar! Gamli stráhatturinn hennar Maudie glitraði af litlurn snjó- komum. Hún var að bogra yfir runnum og vafði utan um þá gömlum pokastriga. Jemmi spurði hana, af hverju hún væri að þessu. — Til að halda á þeim hita, sagði hún. — Hvernig er hægt að halda hita á blómum? Þau hafa enga blóðrás. — Tja, sjáðu til Jemmi litli Finch, þessu get ég ekki svarað. Ég veit það eitt, að ef það kem-ur frost í nótt, þá deyja plönturnar og þess vegna þarf að vefja einhverju um þær. Skil- urðu það. — Já, ungfrú Maudie. Ungfrú Maudie? — Hvað nú ungi maður? — Megum við Skjáta fá dálítið af snjónum þínum að láni? — Með mestu ánægju — takið hann allan. Inni u-ndir hús-inu er gömul ferskjukarfa — þið getið borið hann í henni. Unglfrú Maudie kipraði saman augun. — En segðu mér eitt, Jemmi Finch, hvað ætlið þið að gera við snjó- inn minn? — Það skaltu fá að sjá seinna, sagði Jemmi, og við fórum nú að bera eins mikinn snjó og við gátum úr garðinum hennar Maudie og inn í garðinn ofckar, Og þetta var allsóðalegt fyrirtæki. — Hvað eigum við að gera, Jemmi? spurðf ég. — Það færðu að sjá seinna, sagði hann. — Taktu nú körfuna og safnaðu saman öllum þeim snjó sem þú getur rótað saman í fremri garðinum. Og gættu þess að stíga í sporin eftir sjálfa þdg, bætti hann við aðvarandi. — Eigum við að búa til snjó- krakka, Jemmi? — Nei. Alvöru snjókari. En það verður púl. Jemmi hljóp um í garðinum, fann gamlan haka og fór að hamast bak við brenniihlaðann en lagði þó til hliðar alla orma og lirfur sem hann fann til að nota síðar. Síðan hvarf hann aftur inn í húsið en kram til baka eftir andartak með þvottakörf- una, fyllti hana af mold og bar hana fram fyrir húsið. Þegar við vorum búin að draga að okku-r fimm körfur af mold og tvær körfur af snjó, sagði Jemmi að nú gætum við byrjað. — Finnst þér þetta ekki dáh't- ill sóðaskapur? spurði ég var- fæmislega. — í bili, jú — en þetta lagast á eftir, sagði hann sjálfumglaður. Jemmi rótaði upp haug af leir- ugri mold, þjappaði henni sam- an, lagði síðan nýjan haug ofaná, þjappaði honum saman og þann- ig hélt hann áfram þar til kom- inn var gróffigerður húkur. — Jemmi, sagði ég. — Ég hef aldrei heyrt talað um svert- ingjasnjókarl. — Hann verður efcki svartur lengi, urraði Jemmi. Hann sótti nokkra trjápinna yfir í bakgarðinn og fór að hlaða moldarklíningi utaná þá, svo að þeir líktust eins loonar útlimum. — Hann er eins og ungfrú Stefania Grawford þegar hún stendur með hendur á mjöðm- um, sagði ég: — Feit um mittið og með pínulitla thandleggi. — Þeir stækka, sagði Jemmi og rótaði medri moldardrullu á karlinn. Hann virti hann íhug- andi fyrir sér nokkra stund, svo tók hann til við að búa til á hann þungan framstæðan kvið fyrir neðan beltisstað. Hann gaut til mín auigunum og aiugu hans ljómuðu. — Finnst þér ekki líka herra Avery líkur snjókarli? Nú réðst Jernmi á snjódnn og fór að klína honum ofaná mold- ina. Ég fókk bara leyfi til að meðhöndla á honum bakið; hann vildi sjálfur annast framhliðina. Hægt en markvisst varð herra Avery hvítur og þokkalegur. Með því að nota smáspýtur fyrir augu, nef, munn og hnappa kom smátt og smátt sikilsmynd á herra Avery. Hann var dálítið önuglegu-r á svip. Brennibútur fullkomnaði verkið. Jemmi steig skref aftur á bak og virti fyrir sér handaverk sín. — Hann er dásamlegur, Jemmd, sagði ég. — Manni finnst næst- um því eins og hann gæti talað. — Já, er það ekki? sagði hann með hæfilegri hógværð. Við gátum ekki beðið eftir þvi að Atticus kæmi að borða, heldu-r hringdum við til hans og sógð- umst þurfa- að sýna honum dá- lítið sem kæmi honum á óvart. Hann sýndist dálítið undrandi þega-r hann sá að megnið af kál- garðinum var komið fram fyrir hús, en hann sagði samt, að við hefðum staðið okk-ur með mestu prýði. — Ég hefði ekki haldið að þú gætir þetta, sonur sæll, sagöi hann við Jemma. — En fram- vegis þarf ég víst ekki að haifa neinar áihyggjur af því hvað úr þér verður; þú ert svo sannar- lega hugmyndaríkur. Hrós Atticusar varð til þess að Jemmi roðnaði alveg út að eyr- um, en hann lei-t upp með vök- ulum svip þegar Atticus steig fáein skref aftur á bak. Þar stóð hann, kipraði saman augunum og einblíndi á snjókarlinn. Fyrst brosti hann. Síðan hló hann. Og loks sagði hann: — Já, drengur minn, ég veit sved mér ekki hvað verður úr þér í fyllingu tímans — verkfræð- ingur, lögfræðingur eða mynda- smiður — en í þessu tiilviki hef- urðu komizt býsna nærri dálitlu sem við köllum ærumeiðingar í mínum verkahring. Þú verður að duibúa d-rjólann dálítið. VIPPU - BltSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270sm Aðrar siærðir. smiðaðar eftir beiðni. gluggas miðjan Siðumúja 12 - Sími 38220 Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi BRETTl — HURÐIR — VÉLALOK og GEYMSLULOK á Volkswagen í allflestum litum. — Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. — REYNIÐ VIÐSKIPTIN. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25 — Sími 19099 og 20988. HARPIC er ilmandf efni sem hreinsar salernisskálina og drepnr sýkla Indversk undraveröld Frá Austurlöndum fjær, úrval hand- unninna skrautmuna úr margvisleg- um efnivið m.a. útskorin borð, flóka- teppi. heklaðir dúkar, kamfóruviðar- kistur, uppstoppaðir villikettir, Bali- styttur. kertastjakar, ávaxta- og kon- fektskálar, blómavasar. könnur, ösku- bakkar, borðbjöllur, vindla- og sígar- ettukassar, ódýrir, indverskir skart- gripir og margt fleira. m Einnig margar tegundir af reykelsi. Fallegar og sérkennilegar gjafir, sem veita varanlega ánseg'ju, fáið þér á SNORRABRAUT 22. SENDIBÍLASTÖÐ KÓPAVOGS H.F. Sími 42222 Tökum að okkur breytingar, viðgerðir og húsbyggingar. Vönduð vinna Upplýsingar í síma 18892. Röskur sendill óskast fyrir hádegi. — Þarf að hafa hjól. ÞJÓÐVILJINN sími 17500. JÓLASKYRTURNAR í miklu og fallegu úrvali. PÓSTSENDUM. Laugavegi 71. Sími 20141.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.