Þjóðviljinn - 29.12.1970, Side 5
Þriðjudagur 29. desember 1970 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J
Vinna að undirbúningi XX. 0L / Miinchen 1972
Sem kunnugt er verða
næstu clympíuleikar, sum-
arleikarnir, haldnir í
Miinchen í Vestur-Þýzka-
landi dagana 26. ágúst
til 10. september 1972.
Þetta verða tuttugustu
olympíuleikarnir á vor-
um dögum. Fyrir löngu
er margháttaður undir-
búningurinn hafinn fyrir
þessa miklu íþróttahátið
og undirbúningsnefndin í
Vestur-Þýzkalandi sendir
reglulega frá sér ýmsar
fréttir um gang mála. Nú
siðast fékk Þjóðviljinn
senda þcssa mynd af því
fólki, sem undirbúnings-
starfið hvílir mest á og
er aðalframkvæmdastjór-
inn, Ernst Schmidt-Hilde-
brandt fyrir miðri mynd
(með gleraugu).
Aleksejew bætti heimsmetið
mmmm
íí'i'Í-ffiííftvíífííííS'
Sterkasti maður veraldar, sovézki lyftingamaðurlnn Wassilj Al-
eksejew bætti heimsmet sitt í lyftingum á sovézka meistaramót-
inu sem haldið var um jólahelgina. Lyfti Aleksejew samtals
625 kg. Hann pressaði 22^5 kg„ snaraðj 172,5 og jafnhattaði
230 kg. Aleksejew bætti heimsmetið síðasta á heimsmeistara-
keppninni er fram fór í Bandaríkjunum á liðnu sumri.
Liilian Board er látin
Þessi mynd er tekin. þegar Lilllan Board hóf endasprettinn í
4x400 m. boðhlaupinu fyrir ensku sveitina er setti glæsilegt
heimsmet í samveldisleikunum sem fram fóru í júnímánuði sl.
Elnhver frægasta íþrótta-
kona síðari ára, Lillian Board
lézt sl. sunnudag á sjúkrahúsi
í V-Þýzkalandi eftir margra
mánaða erfiða sjúkrahúslegu.
Lillian Board fæddist í S-Afr-
íku, en fluttist þaðan kornung
til Englands, þar sem hún
ólst upp og fyrir England hef-
ur hún unmið hvern stórsigur-
inn af öðrum í 400 og 800 m.
hlaupum á síðasta áratug.
-<S>
„íþróttamaður
árslas" verður
kjörinn í dag
1 daig munu íþrótta-
fréttaimenn velja „íþirótta-
mann ársíns“ 1970 og
verður valið kunngjört í
hótfii er firóttamenn halda
síðari hluta dags. öruggt
má telja að val „íiþnóitta-
manns ársins“ verði mjög
jafint eins og endranær,
enda hafa margir ísienzk-
ir fþróttamenn unnið góð
af.rek í srumar og sl. vetur.
íþróttamaður ársdns 1969
var sem kunnugt er Guö-
mundur Gíslason sund-
maður en á undan honum
Geir HaMsteánsson.
S.dór.
Lillian Board var talin sig-
urstranglegust í 400 m hlaupi
á síðustu Ólympíuleikum, en
tapaði óvænt fyrir franskri
stúlku Besson að naífni og varð
að láta sér nægja 2. sætið, en
síðan vann hún 800 m hlaupið.
Síðan hafa þær Besson og
Board háð fjölda mörg ein-
vígi á hlaupabrautinni cg sigr-
að til skipti's, en verið of jarlar
annarra kvenna í þessum
hlaupagreinum. Frægust varð
Lillian Board fyrir endasprett
sinn með ensku boðhlaupsveit-
inni í 4x400 m hlaupi á síð-
ustu samveldisleikunum er
fram fór á liðnu sumri. Þá
setti sveitin nýtt heimsmet
3.30,8 mín. Var það ekki sízt
hinn stórkostlegi endasprett-
ur Board er tryggði sveitinni
sigur og þetta glæsilega heims-
met.
En það er skamrnt milli Iífs
og dauða. Fljótlega eftir sam-
veldisleikana, þeir fóru fram í
júní sl., fótr Lillian Board að
kenna sér þess meins er að
Iokum dró hana til dauða eins
og áður segir sl. sunnudag.
Að sögn lækna var það hivít-
blæði er þessi fræga íþrótta-
kona varð að lúta í lægra
lialdi fyrir.
//
ÍÞRÓTTAPAR ÁRSINS
vv
Þetta er sovézka listskautaparið Alexandr Suraikin og Ludmilla er kjörin hafa verið
„íþróttapar ársins“ og ekki að ástæðulausu. Þau urðu bæði heimsmeistarar og
Evrópumeistarar í, listskautahlaupi sl. tvö ár. Þau eru bæði stúdentar við háskóla í
Leningrad og eru 21 og 22ia ára gömul.
Lillian Board
á