Þjóðviljinn - 30.01.1971, Page 4
4 Sft>A — ÞJÖÐVTLJrM'í — LaugaiPdiaglur 30. Jainéair 1971.
Talið frá vinstri: Ólafur Gunnlaugsson læknir, Halldór Magnússon form. Kiwanis-kiúbbsins Heklu, Bjarni Bjarnason læknir,
form. Krabbameinsfélags íslands, Gunnlaugur Snædal læknlr, for m. Krabbameinsfélags Reykjavíkur, Haukur Jónasson læknir og
Tómas Á. Jónsson læknir.
Kiwanisklúbburinn Hekla fœrir Krabba-
meinsfélagi fslands dýrmœt tœki að gjöf
Formaður Kiwanistelúbbsins
HEKLU, ásamt 7 öðrum for-
ráðamönnum hans, afhentu
Krabbameinsfélagi íslands,
hinn 21. jan. sl. dýrmætt tæki
til rannsóknar á vélinda og
maga, útbúið til að spegla sh'm-
húð magans, tatea vefjarsýni
úr þeim og losá frumur á
grunsamlegium blettum með
skolun. Tæikið er japanskt og
hin mesta dv^rgasmíð.
Afhendingin fór fram í húsi
Krabbameinsfélaganna að Suð-
urgötu 22, að viðstöddum for-
mönnum Krabbameinsfélags
Islands og Reykjavíteur, lækn-
um þeim, sem lært hafa notk-
un tækisins, auk fleiri lækna
og annars starfsfólks félaganna.
Tækið er ætlað til leitar að
krabbameini á byrjunarstigi,
þegar erfitt er og jafnvel ó-
gerlegt að greina það með
öðrum aðferðum.
Stundum er svo 'erfitt að
greina hvort sjúklegar breyt-
ingaar í maganum tóu hlkynja
eða góðkynja, að ekki er um
annað að ræða en skera sjúk-
linginn upp til að ganga úr
sfcugga um það. Með tilkomu
þessa tækis eru miklu meiri
líkur til að minna þiurfi að
beita slflcum aðferðum og að
tateast megi að finna byrjandi
krabbamein, sem ekkl er hægt
að greina á annan hátt en
spegla magann með tækinu
og ná sýnum til vefjagreininga.
Þetta tæki er hið einasta
sinnar tegundar á landinu, og
fyrir velyilja verksmiðjunnar,
sem framleiddi það, tókst' að
fá það keypt áður en tæki
þessarar tegundar voru komin.
á heimsmarkaðinn.
posturinn
ít
Þórólfur Bech Eiríksson
gagnrýnir stjómvöld harðlega
fyrir óráðsíu í bréfi, sem hamn
vim láta kalla „Rányikju rík-
isstjómairinnar“. Bréfrítari,
sem kaUar sig X+Y, fjallar
uim þjófhað á málmum, Ak-
ureyringur sikrifar um aug-
lýsingar kvitemyndahúsa, og
loks er í pósitinum athuga-
seimd frá ÁM um viðtal, sem
Þjóðvilljinn átti við Ástrafliu-
fara mjög nýlega.
1 nýju frumvarpi á alþingi
er tillaga um rán á þjóðar-
eigm, sem neimur 170 mifljónuna
og er eitt mesta hneytesli í
sögu þjóðar vorrar. Það er
ektei aðeins verið að ræna
eign, heldur jafnvel þjóðar-
teikjum fram í tímamn, sem
svarar 10 árum, en þjóðinni
ber að rísa upp og mótmæla
dlÆteu óréttlæti.
Ríteisstjórnir virðast ekki
haifa neina sómatilfinningu
fyrir teomandi kynslóðum og
grunni menningar og sögu
þjóðar vorrar, en það ætti að
minna á, að landið á 1100 ára
byggðaraifmæfli í bróð, og
fólk getur ímryndað sór, hvað
hægt er að gera við slíka
fjármuni í heiibrigðu augna-
miði.
Kosningar fara í hönd, og
það færi vefl, að ríkisstjómin
hygði að gjörðum sínum.
Land vort og menning krefst
þess, að við byggjum hér upp
eins heilbrigt þjóðféflag og
framast er unnt
Þórólfur Bech Eiríksson.
Hér mun Þórólfur eiga við
frumvarpið að hinum nýju
frasðsfluflögum, sem fulltrúar
afllra þdngfilotetea hafa fagnað.
Ég get ómögiuilesa séð noikflcuð
satenæmt við það að hróflað
verði við ofldtoar staðnaða
fræðslufcerfi og sú skoðun ryð-
ur sér æ meira til rúms, sem
betur fer, að aiukin og bætt
menntun þegnanna sé bezta
fjárfesting þjóðarinnar. A.m.k.
er það mín slkoðun að 1100 ára
afmælis Islandsbyggðar verði
betur minnzt með stórstígum
framförum í menntamiáflum
heldur en með byggingu land-
námsbæjar til að sýna framá,
að fslenzk menning hafi í upp-
hafi verið höfðingjamenndng,
eins og Matthías Johannessen
sagði í sjónvarpsviðtali 1. des.
síðastliðinn
Bæjarpósturinn.
f Þjóðviljajium s. 1. sunnu-
dag er frétt um, að stoliðhafii
verið eir á Akranesi fyrir 11
þús. fcr. að söluverðmeeti hér í
Reyfcjavfk. Það er æði otft, að
slíkur þjófnaður hefur verið
framinn og haifa ýmsir aðilar
orðið fyrir stórtjóni, t.d. raf-
magnsveitumar, síminn, állver-
ið í Stnaumsvfk -o. fil.
Nú er mér spum: Hvernig
fara þeir að því að verja sig,
sem fcaupa þessa málma? I
mörgum tilfellum er náttúr-
lega augljóst, að um er að
ræða stólið etfni, sem fcotnið
er með til þeirra, en afldrei
fréttist af neinum dómum, sem
þessir fcaupendur og sdljendur
fiá á sig. Væri fróðiegt, etflög-
regian vildi upplýsa, hvemig
Rányrkja ríkisstjómarinnar‘
Hugsunarháttur andfætlinganna
Þjófnaður á málmi
Eins og í Lögbergi - Heimskringlu
þessi miál eru ranmsöteuð, og
hvað hún ætlar að gera til
þess að draga úr þessum þjófn-
aði.
X+Y.
•
Bæjarpóstur góður!
S.1. sunnudag birtist í Þjóö-
viljanum viðtal við tvo pillta,
sem höfðu það sér tii firægðar
unnið að hafla dvalizt í Ástr-
alíu um skeið. Það lá í aug-
um uppi, hvað þeir höfðusótt
til andifætlinga óktear, og mig
hiyllti við þeirri tillhugsun, að
sama máfli gegndi etf til vili
um hundrað íslendinga, sem
létu ævintýraþrá og von um
skjótflenginn gróða lokflca sig
til Ástrallíu á sínum tíma. Frá
sjónarhóli þessara tveggja
pilta sést aðedns eitt — r>en-
ingar, það sem ekki er pen-
inga virði er einskis virði Það
er jafnvefl. mjög etftirsóikiiarvert
að ganga í herinn og direpa
menn, af þvi að það er vefl
borgað Ég hélt að islending-
ar hefðu eiteki þvílfkan huigs-
unarhátt, en nú hetfur hann
greinilega verið sóttur tilÁstr-
aiíu.
Af viðtalinu við piltanatvo
má ráða, að frumibyggjar Ástr-
alíu séu mjög svo ómedlcilegt
fiólk, og ekikert sé skiijanlegra
en að fólki af hinum döikika
kynþætti sé óheimil vist í
Ástrailíu. Ástrallía er bezta
land í heimi, en næst henni í
í röðinni er greinilcga Suð-
ur-Amerfka, bví að þar er
hægt að koma sér áfram.
Þangað, þar sem kyniþáttamis-
rétti, fcúgun og ófliugnaður er
mestur á byggðu bóflj, langar
piltana til að fara, og skiipa
sér í hóp þeirra, sem geta
kcmið sér áflram á kostnað
annarra, af þvi að skaparinn
lét þeim í té hvítan hörunds-
lit.
— Alifur.
Kæri Bæjarpóstur!
Ég var að giamni mtfnu að
filetta Morgunblaðinu frá 9.
janúar, og sá þar mokfcuð, sem
því miður er eikiki óallgengt í
auglýsánigasíðum íslenzlcra
dagblaða. 8 reykvísk kivik-
myndahús áttu auglýsingar á
„bíósíðunni“ og 4 þeirra aug-
lýstu vaming sinn á ensiku.
Þetta skrýtna samsafin ís-
lenzkra og ehskra auglýsinga
minnti mig á kanadíska blað-
ið Lögbarg-Heámsteringlu. Há-
skólabíó auigfliýsti „Rosmary’s
baby“, sem hæglega hefði
verið hægt að sinúa á íslenzku,
en við hliðina var auglýsing
frá Austurbæjarbíói um
myndina „Glæpamienn í gekn-
ferðum“. Þar við hiliðinu aug-
lýst svo Nýja bíó tevikmynd-
ina „Caprice“, og í samadálci:
var augiýsing frá Laugarás-
bíói á kr.-ikmyndinni „1 ó-
vinahöndum“. Frá mínum
bæjardyrum séð ætti að vera
vandallaust að snúa hvaða
bvikmiyndalheiti sem er yfirá
ísflenzllöu, en sé það auglýsend-
um um rnegn, ættu þeir freflcar
að tafca upp sem mieginregllu
að auglýsa heitin á firummél-
unum í stað þess aö grauta
móðurmálinu saman við enslteu
sítent og heilagt eins og þeir
gera.
Akureyringur.
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis —
Otgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans.
Framkv.stjóri: EiSur Bergmann.
Ritstjórar: Ivar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fiitstj.fulltrúl: Svavar Gestsson.
Fréttastjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500
(5 linur). —<■ Askriftarverð kr. 195.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12.00.
Að sa/ta í nefnd
fyrstu dögum þingsins í haust lögðu Magnús
Kjartansson og Geir Gunnarsson fram tillögu
þar sem skorað var á ríkisstjómina að onæla þeg-
ar í stað og fyrir að sett yrðu upp hreinsitæki í
álbræðslunni í Straumi til þesis að takmarka svo
sem unnt væri hina geigvænlegu mengun sem
þaðan berst. Þessi tillaga var ekki flutt að ástæðu-
lausu. Þegar álsamningurinn var gerður var ræki-
lega bent á það á þingi hver mengun fylgdi verk-
smiðjum af þessu tagi, en þeim aðvöranum var
ekki sinnf. S.l. haust blöstu áhrif mengunarinnar
hins vegar við hverjum manni sem virti fyrir sér
trjágróður í nágrenni álbræðslunnar, og Ingólfur
Davíðsson grasafræðingur gerði vísindalega grein
fyrir því að mengunin væri komin á háskalegt
stig. Enda hlýtur eitthvað undan að láta, þegar
verksmiðjan spýr yfir umhverfi sitt meira en 100
kílóum af flúoreitri á klukkustund allan ársins
hring.
'J’illagan um hreinsitæki var rædd á eðlilegian
hátt í neðri deild alþingis, og þar lýsti Jóhann
Hafstein forsætisráðherra yfir því að það væri á
valdi alþingis og ríkisstjómar að ákveða að slík
hreinsitæki skyldu sett upp. Síðan var tillögunni
vísað til iðnaðarnefndar 5. nóvember í fyrra, en
þax með er sögu hennar lokið. Á þingfundi í fyrra-
dag var frá því skýrt að iðnaðarnefnd hefur ekki
haldið einn einasta fund um málið siðan hún fékk
það til meðferðar fyrir tæpum þremur mánuðum.
Raunar hefur nefnd þessi aðeins haldið tvo fundi
eftir að formaður hennar var kjörinn fyrir hálfum
fjórða mánuði!
gkömmu eftir að tillagan um hreinsitæki í ál-
bræðsluna var flutt birti flúornefnd sem starfar
á kostnað álbræðslunnar skýrslu þar sem reynt
var að gera sem minnst úr áhrifum mengunarinn-
ar. íslenzkir vísindamenn hafa nú kannað þessa
skýrslu, og komizt að þeirri niðurstöðu að hún sé
óheiðarlegt áróðursplagg. Trúlega hefur sú vitn-
eskja stuðlað að því að ráðamenn iðnaðamefndar
hafa ekki þorað að ræða tillöguna um mengun frá
álbræðslunni.
það er alkunn aðferð að bægja málum frá með
því að „salta þau í nefnd“ eins og það er orðað,
ef ráðamenn skortir manndóm til þess að'fjalla um
þau fyrir opnum tjöldum. Slík aðferð er hins veg-
ar í senn lítilmannleg og ólýðræðisleg. Því er á-
stæða til að skora á alla þá sem gera sér grein fyrir
vandamálum mengunar og vilja bægja þeim frá
landi okkar eins og kostur er, að krefjast þess að
tillagan um álbræðsluna verði afgreidd eins og
þingsköp mæla fyrir um. Jafnvel. málgögn stjóm-
arflokkanna lýsa einatt með almennum orðum
skilningi sínum á nauðsyn mengunarvama, en
meðferðin á tillögu þeirra Magnúsar Kjartansson-
ar og Geirs Gunnarssonar verður öraggt sönnun-
argagn um það hver hugur fylgir máli. — m.