Þjóðviljinn - 20.07.1971, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJTNN — Þriðjudagur 20. jiúlí 190.
Dregið í riðla HM í knattspyrnu
Islmd í ríðli með Hollandi, Belgíu, Noregi
Eins og komið hefur fram
í fréttum ákvað stjórn KSI
að íslenzka landsliðið skyldi
taka þátt í heimsmeistara
keppninni í knattspymu, það
er að segja undanrásum henn-
ar. A laugardaginn var svo
dregið um hvaða lið leiki
saman i riðli og lenti Island
þá i riðli með Hollandi, Belg-
íu og Noregi. Það verða því
engir aukvisar er íslenzkalið-
ið fær á möti sér, þar sem
þama er um að ræða at-
vinnumannalið þessara þjóða.
Leikið verður að sjálfsögðu
heima og heiman svo íslenzk-
ir knattspyrauunnendur eiga
von á góðri skemmtun að
sjá tvð af beztu landsliðum
Evrópu leika hér á Laugar-
dalsvellinum.
★
Hollendingar eru nú orðnir
ein mesta knattspyrauþjóð
Evrópu og hafa meistaralið
þeirra orðið Evrópumeistarar
tvö síðustu árin; nú siðast
Ajax, en áður Fejenoord, sem
einnig vann það afrek að
verða heimsmeistari félags-
liða eftir úrslitaleik við Suð-
ur-Ameríkumeistarana Estud-
iantes frá Argentínu. Lands-
lið Hollands er eitt bezta
landslið Evrópu í dag, enda
hlýtur svo að vera hjá þjóð,
sem á jafn mörg góð fé-
lagslið og Hollendingar, jafn-
vel þótt í félagsliðunum séu
alltaf einhverjir útlendingar.
Þá eru Belgíumenn ekki
síðri og má sem dæmi nefna
að þeir voru meðal 16 beztu
í síðustu HM og komust í
Iokakeppnina í Mexíkó. — I
undankeppni síðustu HM voru
Belgiumenn í riðli með Júgó-
slövum, Spánverjum og Finn-
um. Belgarnir unnu þáFinna
2:1 og 6:1, Júgóslavana 3:0,
Spánverjana 2:1, en jafntefli
1:1 varð í síðari lciknum og
Belgíumennirnir unnu riðilinn
eins og áður segir og komust
til Mexíkó. Það þarf vart að
segja meira, því það eitt að
komast í lokakcppnina segir
meira en nokkur orð um
styrkleika þeirra.
Norðmenn eru okkur að
sjálfsögðu aö góðu kunnir og
norska liðið er eina liðið, sem
við getum gert okkur nokkr-
ar vonir um sigur gegn, í riöl-
inum. En hvort sem viðvinn-
um eða töpum í þessari und-
ankeppni er þátttaka í heims-
meistarakeppni eini mögu-
Ieikinn sem við eigum til að
fá svo sterk lið, sem Belgíu
og Holland til að koma hing-
að til lands og leika hér og
það eitt réttlætir þátttöku
okkar í keppninni.
íslandsmótið 1. deild: Fram — ÍBA 5:2
ÍBA náði 2ja marka forskoti
en Fram vann bað upp í sigur
□ Enn halda Framarar sínu striki í 1. deild-
arkeppninni og- hafa nú náð þar umtalsverðu for-
skoti, I leiknum við ÍBA gerðist það, að Akur.
eyringarnir náðu txeggja marka forskoti í byrj-
gp leiksins, en hsegt og sígandi unnu Framar.
arnir það upp og áður en lauk höfðu þeir skor-
að 5 mörk gegn þessum tveim mörkum Akur-
eyring-a og þótt þetta sé of mikill munur var
sigur Fram sanngjarn.
Akureyringamir byrjuðu
leikinn af krafti og sitrax á 4
miínútu átti Eyjóifur Ágústsson
dauðaifæri er hann komst einn
innfyrir Fram-vömina en Þor-
bergur kom út og lokaði mark-
inu mjög vel svo efckert varð
'úr sKöti “Eýjöilfs."
En svo á 12. mínútu kom
fyrsta markið. Skúli Ágústsson
gaf vel fyrir markið, Eyjólfur
bróðir hans vissi af Sigbimi
Gunnarssyni I betri stöðu fyrir
aftan sig svo hann hoppaði yf-
íslandsmótið 1. deild: ÍBV — ÍA 3:2
Enn tapa íslandsmeistarar
ÍBV bezta liðið sem leikið hefur á Akranesi í sumar
□ Það fer vart á milli mála, að ÍBV-liðið er
eitt bezta lið landsins um þessar mundir og það
sýndi betri leik en nokkurt lið hefur sýnt hér á
Akranesi í sumar, er það sigraði ÍA 3:1 sl. laug-
ard. Sigurinn var sanngjarn, þótt munurinn hefði
ef til vill ekki átt að vera nema eitt mark mið-
að við gang leiksins og tækifæri.
Það sem gerði gæfumuninn f
leiknum var, að Vestmiaranaey-
ingar voru mun átoveðcnari og
fljótari á boltann og síðast en
ekiki sízt var úthald þeirra mun
betra en Skaigamanna. Greini-
lega hefur komið í Ijós, þegar
Skagamann mæta betri liðun
Stóían í 1. deild
Elftir 'úrslit í X. deild um
helgina: ÍBV-lA 3:1 og Fram-
IBA 5:2, er staðan í deildinni
bessá:
Fram
IBV
Keflavík
Valur
ÍBA
IA
Breiðablik
KK
8 6 1 1 23:11 13
8422 21:11 10
6 3 2 1 14:7
7322 13:14
8 3 14 15:18
8 3 0 5 15:18
7 2 0 5
6 10 5
4:19
4:11
um í deildinni, aið úthald liös-
ins er akki nóg og ef hraða er
haldið uppi í ieiknum má segja
að leikmennimir hafi ekki út-
hald nena í fyrri hálftteik, a.m.
k. hafði miaður það á tilifinn-
ingiunmi að þessu sinni. Til að
byrja með var leikurinn nokik-
uð jafn og liðin skiptust á að
sækja en fátt markvert gerðist
fyrr en á 25. mínútu.
Þá var boltinn sendur í átt
að ÍA-markinu en hann fór í
Harald Sturlaugsson og breytti
viö það stefnu, hrökk til Tóm-
asar Páissonar er var óvaldað-
ur á vítateig og hann átti auð-
velt með að skora 1:0.
Áfram var sótt og varizt en
greiniiegt var að IBV hafði
ráðin í leiknum, en þeim Eyja-
mönnum tókst þó ekki að skora
naestu mínúturnar. En svo kornn
mark númer tvö rétt fyrir leik-
hié.
Á 41. mínútu fékk hlnn ungi
og- efnilegi útherji ÍBV, Örn
Óskarsson stungubolta innfyrir
ÍA-vömina og skoraði auðveld-
lega 2:0.
Þannig var svo staðan í leik-
hléi og ekki annað hægt að
segja en þetta hafi verið sann-
gjörn staða miðað við gang
leiksims. Það sama hélt áfram
í síðari hállfleiknuim að Eyja-
mennímir voru mun ákveðnari
og úthald þeirra greinillegai
mjög gott. Þeim tókst þó ekki
að skora nema einu sinni í síð-
ari hálfleiknun.
Það vair á 22. mínútu að einn
bezti maður liðsins Einar Frið-
þjófsson skaut hörkuskoti fri
vítateigslínu og boltinn hafnaði
í netinu. alls óverjandi fyrir
Davíð Kristjánsson markvörð
IA og hann verður ekki sakað-
ur um mörkin þrjú.
Þar með má segja að gert
hafi verið endanlega út um
leikin og vomir Skagamanna
um þó ekki vseri nema annað
stigið að enigu orðnar.
Á síðustu mínútum leiksins
lagaði Matthías Hallrímsson
stöðuna fyrir ÍA er hann einlék
í gegnum vörnina og lék á Pál
markvörð og skoraði eina mark
1A. Leiknum lauk því cins og
Framhald á 7. saðu.
, Ir boltann, sem rann til Sig-
björas er skoraði glæsilega 1:0.
Og það leið svo ekki mínúta
þar til Magnús Jónatansson
bætti síðara mairki ÍBA við,
eftir að Kári Ámason hafði
stungið varnarmann Fram af og
komist uppaö endamörkum,
þaðan sem hann gaf vel fyrir
markið.
En Framiaramir létu þetta
ekkert á sig fá og' sóttu nú stíft
næstu mínúturnar. Uppskeran
varð þó engin fyrr en á 22.
miínútu.
Kjartan Kjartansson sendi
þá vel fyrir markið og þar var
Kristinn Jörundsson hinn
markheppni leikmaður fyrir og
hann átti auðvelt mcð aðskora.
Að margra dómi var Kristinn
þarna rangstæður, en svo mun
þó ekki hafa verið, þar sem
bakvörður ÍBA var fyrir aft-
an hann þogar spymt var, en
hljóp út á móti boltanum og
hugðist skalla frá, sem honum
þó mistókst.
Þannig var þá staðan í ieiik-
Méi og haifði þessd fyrri hálf-
leikur verið nokikuð vel leikinn
og sikommtilegur á að horfa.
Það sama er okiki hægt að
segja um síðairi háilfleikdnn ,er
var eiinin hinn leiðinlegasti er
maður hefur lengi séð, ef þessi
fjögur mörk er Fram skoraði
eru undanskilin.
Ilið fyrsta þcirra, jöfnunar-
markið kom úr vítaspyrnu er
dæmd var á Stclnþór Þórarins-
son á 6. mínútu fyrir að bjarga
marki með því að slá boltann
yfir markið og úr vítaspym-
unni skoraði Marteinn Geirs-
son auðveldlcga.
Næst var það svo á 11. mín-
útu að Kjartan Kjartansson
komst einn innfyrir ÍBA-vöm-
ina og skoraði 3ja mark Fram-
en litlu munaði að Árna Stef-
ánssyni tækist að verja þetta
skot.
Kristinn Jörundsson náði
markaforustunni í 1. deild með
marki á 15 .mínútu en það var
skorað úr mikilli þvögu er
myndaðist inní markteig ÍBA.
A 33. mínútu bætti Eriendur
Magnússon 5ta markinu við,
eftir gróf mistök Steinþórs Þór-
Framhald á 7. síðu.
1
Þessar myndir sýna viðureign Þorbergs Atlasonar markvarðar
Fram og hins efnilega útherja ÍBA Sigurbjörns Gunnarssonar.
Á efri myndinni hefur Sigurbjörn náð að krækja boltanum frá
Þorbergi en á þeirri neðri kemur Þorbergur svifandi og náði
að handsama boltann.