Þjóðviljinn - 23.07.1971, Síða 3

Þjóðviljinn - 23.07.1971, Síða 3
I Föstudagur 23. júlí 1971 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Ný uppreisn gerð í Súdan — al Nemery forseti á ný KHARTOUM 22/7 — Jaafar al Neimery, fyrrver- andi forse'ti Súdans, sem rekinn var frá völdum í uppreisninni á mánudaginn, komst aftur til valda í dag eftir að ný uppreisn hafði verið gerð. Þessi uppreisn var gerð eftir að brezk farþegaflugvél á leið frá London til Khartoum með hinn nýja forseto Súdans, Bab- akr al Nur ofursta, um borð var neydci til að lenda í Benghazi í Libýu. El Nur og hægri hönd hans, Farouk Hamadallah yfir- gáfu flugvélina af sjálfsdáðum eftir að yfirvöldd í Libýu höfðu hótað því a ðöryggi allra far- þega vélarinnar væri í hættu. Ekki er vitað hvar þeir eru niðurkomnir. Mikil óvissa rikti í Kartaum í dag. Strax eftir flugvélarrán- ið umkringdu hersveitir úr Súd- anska hernum sendiráð Egypta- lands, Libýu og Sýrlands, aBr- izt var á götum borgarinnar og gerð var hörð skothríð á aðal- stöðvar herforingjanna, sem tóku völdin á mánudaginn. Frétt- >r bárust um að óþekkt flugvél hefði kastað sprengjum á aðal- stöðvar byltingarráðsins. Eftir mikla skothríð, umkringdu skrið- drekar forsetahöllina og her- menn brutust inn í hana. Her- flokkar á bandi al Nimerys her- tóku útvarpsbygginguna. Lýst hefur verið neyðarástandi og út- göngubanni um allt Súdan. A1 Nimery hélt útvarpsræðu og siagðist mundu tryggja ör- yggi allra Súdanbúa en varaði um leið við öllum nýjum bylt- íþróttir ‘ Framhald, af 2. síðu. . Aldur þátttakenda: Piltar: f. 1957 og síðar Sveinar: f. 1955 og 1956 Drengir: f. 1953 og 1954 Telpur: f. 1957 og síðar Meyjar: f. 1955 og 1956 Stúlkur f. 1953 og 1954. Þátttökutilkynnimgar slkulu berast Þorvaldi Jónassyni, skrif- stofu FRl, fyrir 1. ágúst n.k. ingaraðgerðum. Hann boðaði stórfelldar aðgerðir gegn komm- únistaflokki landsins, og sagðist vona að allir, bæði hermenn og óbreyttir borgarar, tækju þátt í þeim. aHnn skoraði á menn að handtaka kommúnista. eða gefa næstu lögreglustöð tilkynningu um þá, þv íað þeir væru svikar- ar. Útvarpið í Khartoum sagði að mikili mannfjöldi væri á götum úti og hyllti Nimery forseta. E1 Nur, sem hafði verið til- nefndur forseti eftir uppreisn ina á mánudaginn, var í Lond- on til lækninga. þegar uppreisn- in var gerð. Hann sagðist þá ætla að mynda lýðræðissinnaða vinstri stjórn í landinu. í morg- un lagði hann af stað til Kharto- um með farþegavél, en þegar flugvélin var stödd yíir Libýu hótuðu yfirvöld landsins að skjóta hana niður ef hún lenti ekki. Flugstjóri vélarinnar, sem var með 105 farþega um borð. lenti þá í Benghazi. Straz eftir lendinguna var flugstjóranum enn hótað þvi að allir farþeg- arnir væru i lífshættu ef súd- önsku herforingjamir tveir kæmu ekk iút. Þegar el Nur heyrði þetta gaf hann sig fram af fúsum vilja ásamt Hamad- allah Nokkrum klukkustundum síðar flaug flugvélin aftur til London. Engar skýringar hafa enn komið fram á þessu framferði Libýustjómar sem virðast hafa komi’ð hinni nýju stjóm Súdans algerltga á óvart. Yfirvöld Lib- ýu neituðu því að um mannrán hafi verið að ræða. og segja að flugstjóri ensku vélarinnar hafi lent í Benghazi vegna þess að flugvöllurinn í Khartoum hafi verið lokaður. Joseph Godber ráðherra mót- mælti þessu flugvélarráni mjög harðlega í yfirlýsingu í neðri málstofu brezkia þingsins í dag og krafðist þess að Súdanmenn- irnir yr’ðu báðir látnir lausir þegar í stað. Um 60 súdansikir stúdentar i Prag hertóku sendiráð Libýu þar í dag til að mótmæla mannrán- unum í Benghazi. eÞir yfirgáfu staðinn síðan eftir að hafa skil- ið eftir mótmælabréf. Umferðarfræðsla á skyldunámsstigl Dagana 21. til 25. júní s.L var haldin ráðstefna í Vínarborg á vegum Evrópuráðsins um um- ferðafræðslu fyrir skólabörn. Þátttatoandi af hálfu mennta- málaráðuneytisins í ráðstefnu þessari var Guðbjartur Gunnar- son, kennari. í ályktun ráðstefnunnar seg- ir m.a. að umferðarfræðsla ætti að vena skyldunáms'grein allt frá smábamaskóla til loka gagn- fræðaskóla og 10-20 kennslu- stundum varið til hennar á hverju ári í tengslum við aðrar námsgreinar. (Frá menntamálaráðun.). Staðfest að kólerusótt hafí brotizt út nálægt Saragossa GENF 22/7 — Talsmaður al- þjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í eGnf skýrði frá því í dag, að sjúkdómur sá, sem koimið hefur upp a Spáni að undanförnu. sé i raun og vem kólera, og menn hafi látizt af henni. aHnn sagði að þetta væri mildara form sjúkdómsins og ætti að vera auðvelt að ráða við hann. Það væri því engin hætta á kólerufaraldri. Yfirvöld Spónar viðurkenndu það í fyrsta skipti í dag, að. sér- fræðingar séu nú að rannsaka hvort kólera hafi komið upp i þremur þarpum í grennd við Saragosisa á norðaustur Spáni. Þau vildu þó ekki viðurkenna að þeir sjö menn, sem látizt hafa úr þessum sjúkdómi, hafi í raun- inni látizt úr kóleru. Hinir látnu voru allir mjög aldraðir Miklar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar, m.a. hafa tvær miljónir manna verið bólusettar tvær síð- ustu vikur. Þessar fréttir hafa engin á- hrif haft á ferðamannastraum- inn til Spánar. Margir ferða- mannanna hafa átið bólusetja sig, en talsmaður WIIO í Genf taldi enga ástæðu til fjöldabólu- setningar á þeim. Þrír lelðtogar Ekathflokksins farast í flagslysi BAGDAD 22.7. — Þrír af leið- togum stjómarflokks íraks, Baath-sósíalistafilokksins, fórust í flugsilysi í morgun á leið frá Bagdad til Khartoum. Flugvélin hrapaði fimm km. fyrir norðan borgina Jeddah í Saudi-Araibíu. f flugvélinni var sendinefnd, sem átti að fara til Kbartoum til að óiska hinum nýju leiðtog- um Súdans til hamingju. Þeir eru miklu róttækari en fyivi stjórnendur landsins cg hafa tekið upp nánari samvinnu við stjórn íraks. se-m talin er lengst til vinstri af stjómum Araba- ríkjanna.. Stjórn íraks er hin eina, se-m hefur viðurkennt hina nýju stjóm Súdans. Finn hinn.Ei látnu var Múham- eð Salam, sem var sérfræðingur í allþjóðamálum, og hinir voru S-alaih, .Saleh,. .félagi,. í .heianála- r.efnd flokksins, og Hammoudi el-Izzawi. Ekki er enn upplýst hverjir aðrir vo*ru í flugvélinni, og hve margir fórust. Tvær sendinefndir frá Irak fóru í kvöld til Jeddah til að flytja líkin heim og kanna silys- ið. Farseðlar til allra landa HÓPFERÐIR - IT-FERÐIR- EINSTAKLINGSFERÐIR LÆGSTU FARGJÖLD amsiiciu FLUGFAR STRAX - | FAR GREITT SÍÐAR LOFTLEIDIR V FERBAÞJÓNUSTA Luxembourg VESTURGATA 2 sími 20200 Undanfarna da-ga hefur blóðugur harmleikur verið að gerast í Jórdandalnum. Há- værar og samhljóða raddir heyrast jafnt frá Ammansem firá Tel Aviv um að loks sé búið að útrýma palestínsikum „glæpalýð" og „hryðjuverka- mönnum“. Brosandi konung- ur lætur taka myndir af sér milli hetjulegra hermanna sinna, og Abba Eban tilkynn- ir í ísraelska þinginu aðfána- bera-r öfgasinnanna hafi -leit- að skjóls í því landi, sem þeir höfðu svairið að eyði- leggja. ,Hvílík kaldhæðni" sö-gðu menn um myndir, þar sem. Palestínuskæruliðar gefa sig fram af sjáifsdáðum við ís- raelska hermenn og eru flutt- ir til fangabúða með bundið fyrir augu. Það ©r naumast rétt að kalla þetta kaldhæðni, en það varpar þó skýru ljósi á ýmsa hluti. Þessi atviksýna það vel hve sammála stjórn- ir Jórdaníu o-g ísraels e-ru í raun og veru, og þær vilja ekki láta Palestínubúa spilla því. Israelsmenn hafa lagt undir sig vesturhluta Palest- ínu og Hússein vonast enn eftir því að fá austurhlutann t aftur. Hvorugum þeirra dett- 7 ur í hug að taka kröfur Pal- \ ' estínubúa um eigið ríki í eig- in landi alvarlega. Innan skænuliðahreyfing- arinnar hafa lengi verið til hópar með „ídeologískar til- hneigingair" eins og Wasfi Tell, forsætisráðherra Jórdan- íu orðaði það. Félagar úr þessum hópum munu nú korna fyrir herrétt. Og þessir hópar, PFLP og PDFLP, hafa lemgi krafizt þess af A1 Fatah, að hætt verði að gera stjórn- málasa-mningi við Hússein, þ-ví aö hermemn hans brjóti slíka s-amminga um leið og þeir eru gerdir. Skæruliðahreifing Palest- ínubúa hefur beðið endanleg- an ó-sigur í þeirri mynd, sem við hö'fum þekkt hana hingað til. því að baráttuaðferðir hennar voru rangar. Hún gat ekki í einu gripið til sín æ meiri völd í Jórdaníu (skap- að palesttnskt ríki í rikiinu) og búizt við því að valdhafar Jórdaníu reyndu ekki að vinna gegn þ-ví. Viðbrögð Hússeins eru því alls ekki undarleg. — Baráttuaðferðir skæruliðanna voru i-angar vegna þess að þeir unnu ekki að markmiðum sinum í réttri röð. Þeir börðust í einu gegn Israelsríki, hinum afturhalds- sarna Hússein konungi og öðrum leppum Bandaríkja- manna í Arabaríkjunum, og þeir veittust að Nass- er, þegar hann féllst á áætlu-n Konungurinn brosti Nú ættu menn ekki að þurfa að heyra meira um hina þjóð- sagnakenndu einingu Araba. Hún er hugarburður og hefur ekki verið annað len-gi. Að undanförnu hefur milcið verið sl-:rifað um hrun bandarísku þ.icðsagnanna um Víetnam og Kína. Þjóðsagnanna um ná- Xægari austurlönd bíða svip- uð örlög. Margir. trúa því enn að ísraelsmenn eigi í höggi við fjandsamleg og sameinuð Arabaríki, sem séu reiðubúin að ráðast á ríki Sí- onista. viij fyrsta . tækifæri. Sannleikurinn eir sá, að stjórnir Járdaníu og ísraels ,,gi:u. sgmmála í ,ö}Jum megin- atfiðum. Um leið og Israels- menn vilja -afhenda Egyptum Sinai-eyðimörkina að nýju, geta Hússein og leiðtogar Isr- aelsmanna orðið sammála um friðarskilmála á fimm mín- útum. Á bak við Palestínu- búa að sjálfsögðu. Hússein konungur hefur fyrir löngu haildið leynifundi, m.a. með Yigal Allon, aðstoðairforsætis- ráðherra ísraels, til að ræða slík mál. Bæði leiðto-gar Israels og Hússein konungur njóta stuðn- lngs Bandaríkjanna. Banda- rískt heriið er ekki aðeins reiðubúið til að grípa í taum- ana ef tilveru ísraels er ógn- að, heldur var það líka til- búið að bjarga konungdæm- inu í Jórdaníu frá falli ef þörf krefði bæði 1958 og f septemfoer í fyrra. Það er ekfci annað en barna,- skapur að halda að konungs- ríki eins og Jórdanía með kapítalíska félagsbyggingu og leyniþjónustu sem bandaríska njósnastofnunin CIA hefur skipula.gt, geti haft sömu hagsmunamál og frelsishreyf- ing Pailestínubúa. Skærulið- amir eru hættir að trúa því i sjálfir, þátt þeir hafi lengi veigrað sér við að gera sér grein fyrir því . Rogers, sem hefði haft í för með sér að Egyptar við- urkenndu Israelsríki. Mesti veikleiki skæruliða- hreyfingarinnar var klofning- ur hennar í marga smáhópa. sem höfðu ólík markmið. Það var ekki u-nnt að myndasam- einaða frelsishreyfingu. En þetta var orðið augljóst í febrúar í vetur, og síðan hafa baráttuaðferðir hreyfingarinn- ar breytzt algerlega. Hin op- inbera skæruliðali-reyfing varð ' að hverfa og verða að leyni- hreyfingu. Hermenn Hússeins konungs flýta þessari bi-eyt- ingu, en þeir útrýma frelsis- breyfingun-ni ekki. Hún. er fyrir löngu búin sð gera sín- “ ar varúðarráðstafanir. Það var ástæða þess að skærulið- arnir yfirgáfu Amman af fús- -um vilja í apríl. Abu Iyad úr A1 Fatha, sem var einn þeirra, se-m tóku þessa á- kvörðun, sagði: „Við hö-fðum tólf hreyfingar, og það hafði í för með sér tólf stjómir með tólf mismunandi baráttu- aðferðir og tólf byssur, sem beint var í tólf áttir. Þetta ol-Ii veikleika okkar“. Skæruliðahreyfingin er því að breyta öllu skipulagi sínu. og hún hefur þ-ví ekki beðið ósigur, þótt 2000 skæruliðar i skógunum við Jeras-h hafi tapað orustu. En hinir ýmsu flokkar em þó enn ekki sa-mimála, og sjólfstæðustjórn- málahlutverki hreyfingarinnar í Austurlöndum nær er lokið. Skæruliðamir em að nýju í svipaðri aðstöðu og þeir voru í eftir styrjöldina í júní 1967. en em þó að vísu reynslunni ríkari. Aðalreynsla þessara ára, eins og jafnvel A1 Fatah hlýt- ur að gera sér grein fyrir, er sú, að það er fánýtt að setla sér að berjast fyrir sjálfstæðu ríki f Palestínu, meðan kon- ungdæmi er enn við lýði í Jórdaníu. (Eftir Information). Ferð Nixons PARlS 22.7. — Sendinefnd No-rð- ur-Víetnams og þjóðfrelsishreyf- ingarinnar á friðairráðstefnunni í París lýstu því yfir á fundi i dag, að það yrði að leysa Víet- nam deiluna á friðarráðstefnunni og tóku það sk-ýrt fram að vænt- anleg Kínaför Nixons forseta myndi ekki hafa nein áhrif á lausn málsins. Formenn sendinefndanna héldu fast við þá kröfu sína aðBanda- ríkjamenn ákvæðu þegar hvenær þeir flyttu allt herlið sittábrott engin lausn frá Víetnam. Talsmaður sendi- nefndar Norður-Víetnams sagði að sendinefnd Bandaríkjanna yrði að svara friðaráætlun Þjóð- frelsisliérsins á jákvæðatn hátt tii að nokkv^r 1-ausn fengist á deilunum. Frú Nguyen Thi Binh, formað- ur sendinefndar þjóðfrelsish.ers- ins sagði að tillaga Bandaríkja- manna um vopnahlé í öllu Indó- kína væri hláleg og til þess eins gerð að komast hjá því að gefa svar. við friðaráætlun Þjóðfre-ls- isihersins. *

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.