Þjóðviljinn - 04.08.1971, Blaðsíða 1
/
lokið höfðu háskólaprófum í
kennsilugreinum sínum, en höfðu
ekfci lagt stund á uppeldisfrse$i
á háskólaárum sinum. Nám-
skeiðjð stóð frá 15. júní til 31.
júlí Dr. Matthías Jónasson próf.
veitti námskeiðinu forstöðu, en
kennarar með honum voru Dr.
Símon Jóh. Ágústsson, prófessor,
Sigurjón Björnsson prófessor.
Andri Isaiksson forstöðumaður
Skólarannsókna o.fl. Aðal nánrs-
greinar ' voru uppeldisfræði og
aálatífiræði.
C>
Á 10. síðu blaðsins í dag cru
fréttir frá hinum ýmsu mótsstöð-
um um verzlunarmannaihelgina.
Þar er ennfremur frásögn Ósk-
ars Ólasonar yfirlögregluþjóns,
um löggæzlu á þjóðvegunum. Á
2. síðu blaðsins er frásögn af
Húsafellsmótinu, ásamt fjöltla
mynda. — Myndin hér til hliðar
er frá Húsafelli.
S. 1. laugardag lauk við Há-
skóla íslands sex vikna uppeld-
isfræðinámskciði fyrir háskóla-
menntaða kennara. Námskeiðið
sóttu um 60 kennarar víðs veg-
ar að af landinu.
Þetta er þriðja námskeiðið
sem hásikólinn etfnir til, en síð-
ast var uppeldisfræðinámskeið
haildið sumarið 1967. Námskeið
þessd eru haldin til að veita
kennurum með háskólapróf full
kennsluréttindi. Námskeiðið sóttu
rúmlega sextíu kennarar, sem
Miðvikudagur 4. ágúst 1971 — 36. árgangur — 172. tölublað.
Undirbúin kynning land
helgismálsins erlendis
í undirbúningi er hjá ut-
anríkisráðuneytinu að kynna
erlendis á næstunni málstað
fslendinga í landhelgismál-
inu og stefnu ríkisstjórnar-
innar í því máli.
Norska fréttastofan NTB
birti um helgina frétt þess
efnis, að Einar Ágústsson
utanríkisráðherra ætlaði á
næstunni að heimsækja
nokkur Evrópuiönd til að
kynna sjónarmið íslendinga
í landhelgismálinu og vænt-
anlega útfærslu landhelg-
innar í 50 sjómíhir hinn 1.
sept. 1972. Sagði í fréttinni,
að trúlega færi utanríkisráð-
herra til Bretlands og Vest-
ur-Þýzkalands.
Landsleikur 1 kvöld:
ÍSLAND — ENGLAND
í kvöld kl. 20 fer fram á
Laugardalsvelliinum landsleikur
í knattspymu milii íslands og
Englands. Skipan íslenzka liðsins
mt getið á þriðju síðu blaðsins.
Vegna þessa fréttaskeytis
hafði blaðið samband við ut-
anríkisráðherra í gær og
spurðist fyrír um fyrirhug-
aða för.
Utanríkisráðherra upplýsti
að mál þetta væri aðeins á
undirbúningsstigi hjá ríkis-
stjóminni og því of snemmt
að fjölyrða nokkuð um frétt-
ina á þessu stigi málsins.
Hins vegar hefði ríkisstjórn-
in í athuigun að kynna er-
lendis fyrirhugaðar að^erðir
íslendinga í landhelgismál-
inu.
Þá upplýsti ráðherrann, að
fráfarandi ríkisstjórn hefði
tilnefnt þá Hans G. Ander-
sen. Má Elísson, Jón Jónsson
fiskifræðing og Jón Arnalds
ráðuneytisstjóra til að sitja
undirbúningsráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna um réttar-
reglur á hafinu, sem nú
stendur yfir í Genf. Rætt
hefði veríð um, að stjómár-
flokkarnir gætu sent full-
trúa til að kynna sér umræð-
Umræðuhópur um verkalýðs-
mál að störfum annað kvöld
■ Fundur verður haldinn í u’mræðuhópi um verkalýðs-
mál annað kvöld, fimmtudag, kl. 20,30. Fundurínn verður
haldinn í Lindarbæ uppi.
■ Á dagskrá fundaríns eru ný viðhorf í verkalýðsmálum
vegna ríkisstj órnarskiptanna.
ur á ráðstefnunni, en hún
mun standa út ágústmánuð.
Á næstunni mun nánar
skýrt frá aðgerðum stjórn-
arinnar hvað kynningu þessa
máls snertir.
BER AÐ
LAUNAJAFNRÉTTI
— segir Jón Ásgeirsson
varaformaður Einingar
Svo langt serni þessifyr- ugt takmark fýrir þá
iriheit um kjarabætur ná hjá
ríkisstjóminni, þá er ég á-
nægöur meö þau, sagdi Jón
Ásgeirsson, varaformaður Ein-
ingar á Akiureyri í gær.
Ég he£ þó kosið að fara
aðra leið í vísitölumáilinu. Þar
átti að taka mieira mið ef
tekjulægstu launþegunum. —
Það hefur lengi verið mín
skoðun, aö vísitölukerfið þarfin-
ist endurskoðiunair, ef stefna
ber að launajafnrétti í þjóð-
fiélaginu, sagði Jón.
— Hvernig lízt þér á 20%
kaupmáttaraukningu á næstu
2 árum?
. — Þetta eru vitaskuld á-
nægjuleg fyrirheit hjástjórn-
inni almennt fyxir launiþega
' í landinu. En er þetta verð-
launuðu í landinu? Verkafólk
er býr við aðeins 15 til 16
þús. kr. mónaðarlaun. Það
er skoðun mín, að ekki sé
hægt að tala um minna en
4 til 5 þús fcr. hækfcun á mán.
til handa þessu fólki, sagði
Jón.
Þá er ég ánægðúr með
lengingu oriofs úr 3 vikum
í 4 vikur, en mér finnst tal-
ið um styttingu vinnuvik-
■unnar ekki jafn rauinhæft. Hér
er aðeins verið að fækkaþeim
vinnustundum í viku, sem
verkafólk vinnur í dagvinnu.
Það heldur áfram að vinna
60 stundir í viku sem áður af
því að kaupið hrekkur ekki
fyrir lífsnauðsynjum á dag-
vinnutekjum,, sagði Jón.
Jón Ásgeirsson.
— Hvemig lízt þér á vinstri
ríkisstjórn?
— Þegar verkalýðsflokkar
bera sigur úr bítum í áLþing-
iskosningum, þá er eðlilegt
að mynda ríkisstjóm, er vinn-
ur launafóLki í landinu og
slík ríkisstjóm á að búa í
haginn fyrir það. Við 'væntum
mikils af ofckar mönnum í
ríkisstjóim. — g.m.
ælisrúm
fyrir vangefna
íslenzkir fulltruar kynna málefni vangefinna á norrænu þingi
SaVmkvæmt upplýsingum
sem blaðið aflaði sér í gær
hjá Styrktarfélaigi vangef-
inna, vantar enn hælisrýnri
fyrir 200 vangefna.
Norrænar ráðstefnur um mál-
efini vangefinna eru haldnar á
fjögurra ára fresti. í gær hófst
ráðstefna um mélefni vangef-
inna í Tiaimmerfoss í Finmlandi
og sœkja bana um 900 ftdltrúar,
sérfræðingar og óhu,gafólk. Síð-
asta ráðstefna af bessu tagi var
haldin í Svíþjóð érið 1967. Þrír
íslendingar eiga sœti £ stjórn
þedrra samtaka er standa að
þessari ráðstefnu. Það era: Ragn-
hildur Ingibergsidóttir yfirlasknir
á Kópavogsihælinu, Björn Gests-
son forstöðumaður Kópavogshæl-
is og Sigríður Ingimarsdóttir rit-
ari Styrktarfélags vangefinna. En
auk þeirra eru 3 eða 4 aðrir fuill-
trúar ifirá íslandi.
Á þesisum ráðstefnum eru
haldin erindd um málefni van-
gefinna og fulltrúi frá hverju
Norðurlandainna gefa skýrslur
um aðstöðu vangefinna og að-
gerðir í málefnum. þeirra fráþví
síðasta þing var haldið.
Blaðið sneri sér í gær til
skrifstofu Styrktarfélags vangef-
i inna í Reykjavík og spurðist
fyrir um hvernig ástandið væri
; héi- á landi. Fékk blaðið þær
i upplýsingar, að samkvæmt þeim
; f járveitingum sem nú fengjust
| til bygginga hæla fyrir vangefna,
þá myndi það taka 20 ár að full-
j nægja lágmarksþörf vangefinna
á hælisrými. Að vísu hefði ým-
; islegt ánnnizt á síðustu f jórum
| árum, cinkum fyrir tilstilli á-
i hugaaðila. Nýbyggingar væru nú
risnar við Skálatún og Kópa-
j vogshæli,. þar sem hægt verður
að taka á móti 24 nýjum vist-
mönnum um áramót. Þá hefðu
dagvistarheimili verið tekin í
notkun á Akureyri og Reykjavík
en í Tjaldanesi hefðu ýmsarend-
urbætur verið gerðar. Þrátt fyrir
þetta vantaði enn hælisrými fyr-
ir 200 vangefna, auk sérþjónustu
og félagsráðgjöf sem komaþyrfti
á — Þetta ófremdarástand hefði
i för með sér ólýsanlega erfið-
lcika fyrir fjölda heimila. Því
væri mikil nauðsyn að stórátak
yrði gert í málefnum vangef-
inna hið bráðasta.
Selir deyja úr
kvikasilfurseitruR
HAAG 2/8 — Undanfarna daga
haifa sautján dauðir selir fundizt
undan ströndum Hollands og er
víst að a.m.k. sjö þeirra hafa
drepizt úr kvikasilfurseitran.
Talið er að Rínarfljót eitt beri
um 70 tonn af mjög eitruðum
kvikasilfurssamböndum til sjáv-
ar á ári, og mikill hluti þeirra
berst sennilega £ bafið ,við Hol-
landsstrendur. Þetta leiðir til
þess að mikil hætta er á því að
dýr sem lifa á fiski verði fyrir
eitrun, einkum á löngum tíma.
Olympíuleikar trésmiða
kaldnir við Hvítárvatn
í árlegu ferðalagi Trésmiðafélags
Reykjavíkur um næstu helgi
Trésmiðafélgg Reykjavíkur
fer í árlegt ferðalag sitt um
næstu helgi. í fáum stéttar-
félögum mun félagslíf standa
með meiri blóma, en einmitt
í Trésmiðafélaginu og því
fannst okkur ástæða til að
slá á þráðinn til formanns
félagsins, Jóns Snorra Þor-
leifssonar og forvitnast um
ferðina:
— Hvert á að fara í þetta
sinn Jón Snorri?
— Meiningin er að fara í
Kerlingarfjöll og á Hveravelli.
Það verður lagt af stað frá
Laufásvegi 8 klukkan fimm
á föstudaig og ekið eins og
leið liggur að Hvítárnesi við
HvMrvatn, en þar verður
sllegið upp tjaldborg og bæiki-
stöð. Á iaugardag verður síð-
an farið í Kerlingafjöll og þeir
sem haifa með sér búnað til
skíðaiðkana verða þar eftir,
en aðrir haida ferðinni áfram
á Hveravelli. Til baka verður
svo farið seinna um daginn
og komið í Hvítárnes klukkan
sex.
— Verður eitthvað til
skemmtunar þar?
— Það er nú likast til. Þar
verða ólympíuleikar trésmiða
haldnir og kvöldvaka ad
auki. i
— Hversu lengi hafa tré-
simiðdr ferðast saman?
— Við höfum farið í svona
ferðaiög óslitið árlega síðan
1960. Auk þess höfum viðfar-
ið í gönguferðir á Jónsmessu-
nótt s.l. fimm til sex ár. —
Þátttakendum fer sífellt fjöig-
andi í þessum ferðum og get-
um við búizt við um 120
manns núna.
60 kennarar l/úka námi við HÍ