Þjóðviljinn - 05.09.1971, Side 3

Þjóðviljinn - 05.09.1971, Side 3
Sunwudagur 5. Eeptember 498* — SlÐA 3 Hér er brezkur togari á miðunum innan 12 milna. Skipsmenn hafa breitt húð yfir nafn togarans og númer, en þó má greina fyrsta orðið í nafni togarans, LORD. 1 baksýn grillir í brezkan bryn- dreka hennar hátignar. Myndin sýnir brezkan togara stefna á fullri ferð á haf út, eftir að hann hafði fengið stöðvunar- merki frá íslenzku varðskipi. Atburðir sem þessi voru algengir í landhelgisstríðinu svonefnda. Skipstjórar togaranna lögðu traust sitt á það, að brezku bryndrekamir kæmu þeim til hjálpar. 12 mílur 1958 50 mílur 1972 Þegar vinstri stjómin var mynduð árið 1956, lýsti hún yfir í málefnasamningi, að hún hygðist færa út landhelgina í , 12 míluir. Lengi stóð í stappi að fá stjórnmálaflokkana til að saimeinast um útfærslu. Var Sjálfstæðisflokkurinn flolcka tregastur til að taka ákvörðun og vildi samningamakk við NATO-ríkin um lífshagsmuna- mál þjóðarinnar. Aliþýðuiflokk- t urinn-ya.iiviengi tregur, en féiist loks á útfærslu og gaf þá Lúð- vík Jósépsson sjávarú tvegsráð- , herrn -ýí-,,t:eg 1 ugerð um útfærslu. 30. júni 1958, sem síðain gekk í gildi 1. sep. 1958 Þann dag fyrir 13 árum við- urkenndu öll ríki 12 mílna fisik- veiðilögsöguna i verki, nema Bretar. Þeir beittu óPbeldi og veiddu undir berskipavernd. eins og ýmsar af meðfylgjandi myndum sýna. Árið 1961 samdi viðreisnarstjómin við stjórn i'nnrásarflotans. en Alþýðu- bandalagið og Framsókn and- mæltu þeim samningum og lýstu þá nauðungarsamninga. Nú stendur íslenzka þjóðin enn einu sinni frammi fyrir því, að verða að færa út fisk- veiðilögsöguna að þessu sinni í 50 mílur, til að vernda fiski- stofninn. Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að útfærsla fiskveiði- lögsögunnar verði framkvæmd eigi síðar en 1. september 1972, en áður verði samningunum við Breta og Vestur-Þjóðveirja sagt upp. Nú ríður á að þjóðin standi einih.uga að útfærslunni í þetta sinn og því kappkosta stjórnvöld að ná samstöðu um aðgerðir. v .■ Brezkir gerðu mikið af þvi, að falsa einkenmsstafi og nofn togara , þeirra sem. voru að veiðum innan 12 mílna markanna. Hér sjáum við mcrki»gu á einum slíkum og verður ekki sagt að fölsunin sé sannfærandi. ■I ^v.1 y ■ x-x^x-k?: iíi V -X-- V -----------------É vXvvv/.. Hér sjáum’ við varðskipið Albert koma til hafnar í Vestmannaeyjum með landhclgisbrjót. Hannes lóðs, hafnsögubáturinn í Eyjum aðstcðar varðskipið við að koma togaranum að bryggju. - , , ,,, - ’-iMi'tiÍHIUÍin lii Á meðan nauðungarsamningarnir við Breta og Þjóðverja fóru fram í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu, stóð hópur fólks vörð við húsið nótt og dag með spjöld sem á voru letraðar kröfur um að íslendingar stæðu fast á rétti sínum. 50 MÍLUR 1972 I»ó íslenzku varðskipin væru lítil samanborið við brezku bryndrekana þá tókst þeim samt að taka marga togara að ól'öglegum veiðum, þó svo að bryndrekarnir beittu þá ógnunum o.g ofbeldi. Brczk- ir sáu að togveiðar undir herskipavernd voru illframkvæmalilegar. Myndln sýnir nokkur varð- skipanna í Reykjavíkurhöfn. >

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.