Þjóðviljinn - 10.09.1971, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.09.1971, Blaðsíða 5
Föstudagur 10. septemiber 1971 — ÞJöÐVILJINN — SlÐA g - RÆTT VIÐ STEFÁN SIGFÚSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRA HEYKÖGGLAVERKSMIÐJUNNAR í GUNNARSHOLTÍ Stefán Sigfússon og ársframleiðsla um 1000 tonn, en framleiSsl'utíminn er aðeins um 4 mánuðir. Afköstin fara talsvert eftir veðurfari, og eru eðlilega mest á þurrkatimum, því að þá tekur þurrkun til- tölulega skamman tíma. Ó- þurrkasumarið 1969 framleidd- \ um við í Gunnarsholti að með- altali 7,7 tonn á sólarhring. en í fyrrasumar var meðaltals- framleiðsla á sólarhring 9,2 tonn og heíur verið meiri í sumar. Verksmiðjan er í gargi allan sólarhringinn og 10 manns vinna þar á vöktum. — Nú er ég ekki svo viss uon, að allir átti sig á, hver er kost- urinn við heyköggla. — Aðalkosturinn við þá er, að þá má nota bæði sem gróf- fóður og kjamfóður. Að vísu má ekki nota þá sem gróffóð- ur eingöngu, jórturdýr þurfa að fá hiey, því að annars ná þau ekki fram jórtrinu, en í hev- leysisárum má drýgja heybirgð- ir verulega með notkun hey- köggla. Innfluttur fóðurbætir hefur um langt skeið verið not- aður í miklu magni hér á landi en tilraunir og reynsla manna benda til. að heykögglar geri samia gagn og kjamfóður og þarf frá 1,2 til 1,3 kg. af köggl- um á móti 1 kg. af fóðurbæti. Heykögglaframleiðsla á fslandi hefur að minni hyggju þrjá meginkosti. Hún skapar at- vinnu. ýtir undir landgræðslu og hefur gjaldeyrisspamað í för með sér. — En það virðist koma nokk- um veginn í sama stað niður fyrir bændur fjárhagslega séð, hvort þeir nota heyköggla eða innfluttan fóðurbæti sem kjam- fóður. — Ég er þeirrar skoðunar, að draga megi úr framleiðslukostn- aði við hieyköggla, m.a. með því Stefán skýrir fréttamönnum frá starfsemi Gunnarsholtsverksmiðjunnar. Að rækta upp alla sandana á Rangárvðllum og Talið er fullvist, oð mjög megi draga úr innflutningi er- lends fóðurbætis með aukinni notkun heyköggla. oe benda til- raunir til að fóðra megi kýr og sauðfé til sömu afurða með heykögglum og innfluttum fóð- urbæti. Eins og sakir standa er fram- leiðslukostnaður heyköggla það hár, að um beinan sparnað er , vart að ræða með notkun þeirra, en kunnugir telja, að með aukinni hagkvæmni megi lækka framleiðslukostnaðinn verulega. ★ Fyrir nokkrum árum þutu heykögglaverksmiður upp eins og gorkúlur í Danmörku og nú virðist sama þróunin vera haf- in hér. Fyrsta íslenzka hey- kögglaverksmiðjan var stofnuð að Gunnarsholti og hófst fram- leiðsla þar árið 1964. Gnais- mjölsverksmiðjunni að Stóró'lfs- velli var breytt í kögglaverk- smiðju í vetur, og hófist starf- semi hennar nú í sumar. Lögð bafa verið drög að heyköggla- verksmiðju í Saurbæ í Dölum, og í mörgum byggðarlögum öðr- um hefur vaknað áhugi á hey- kögglaf ramleiðslu. Fréttamenn voru fyrir nokkru á ferð um Riangárvallasýslu í boði upplýsingamiðstöðvar land- búnaðarins og beimsóttu m.a. heykögglaverksmiðjumar tvær. Ýmsar spumingar vöknuðu þá um þessa nýju iðngrein, og því fór Þjóðviljinn þess á teit við Stefán Sigfússon, framkvæmda- stjóra verksmiðjunnar að Gunn- arsholti, að hann gerði henni nokkur skil í stuttu vi’ðtali. Stefán er jafnframt starfsmað- ux hjá Landnámi ríkisins, sem samkvæmt lögum mun hafa yf- irumsjón með ríkisreknum hey- kögglaverksmiðjum í framtið- inni. Við báðum Stefán að segjia okkur íyrst í stuttu máli hvemig framleiðsla heyköggl- anna færi fram — Grasið er slegið og saxað, síðan er því biáisið upp á vagn, það flutt a’ð verksmiðjU'dyrum og síðan mokað inn í þurrkara. Eftir þurrkun er rakainnihald um 6-7%, en þegar talað er um að hey sé þurrt. er raka- innihald 18 - 29%. Siðan er hey- ið malað og formað í köggla, sem loks eru sekkjoðir. Afköst verksmiðjanna tveggjia eru svipuð, eða um 500 kg. á klst., Ágúst Brynjólfsson verkstjóri Gunnársholti að hafa framleiðslueiningamar hentugri Verksmiðjan í Gunn- arsholti hefur staðið undir sér sl., 2-3 ár og skila'ð nokkru upp í afskriftir, en ekki meira. Þar gætum við hins vegar tvö- faldað afköst með því að aufca vélafcostinn en án þess að þurf,a að fjölga starfsliði veru- lega. Það þyrfti að reikna út, hvaða stærð á verksmiðjum er hentuguist fyrir okfcur, miðað við hinn skamma framleiðslu- tíma, sem við höfum. Á hitt ber einnig að líta, að fóðurbæt- ir er fluttur inn tollfrjiálst, og heykögglaframleiðslan þarf að keppa við það tollírelsi, enda þótt allur iðnaður annar í iand- í heykögglaverksmiðjunni að inu sé meira og minna toll- vemdaður. — Ekki er hægt að setja nið- ur heykögglaverksmiðju, hvar sem er? — Ræktunarskilyrði verða vitaskuld að vera fyrir hendi og miðað við 1000 tonna fram- leiðslu á ári, er lágmarfc, að verksaniðjan hafi 300 hiöktara af ræktuðu landi. en þeim mun meira, eftir því sem af- kastagetan er meiri. Heyköggla- gerð á nýuppgrædðum landis- svæðum er heppileg fyrir rnargra hluta sakir, og þaö er hugmynd, sem ýmsir hafa ver- ið að gæiLa við. að rækta beri upp sandana á Rangárvöllum og fratmleiða þar heyköggla í stórum stil. Það hefði í för með sér ýrnsa kosti aðra en fjárhagstegan spamað, og þess- ari hugmynd ber vissulega að gefa fulian gaum. —■ Hvernig hefur framleiðsl- an Mfcað til þessa ? — HingaÖ til hiefur verfc- smiðjan í Gunnarsholti ekiki getað annað eftirspum. Núna hefur verið heldur minna um pantanir en áður. en það staf- ar væntantega af því, að bænd- ur eru nú betur settir með hey- forða en undanfarin sumur, þurfa því ekki aö afla sér köiggla í stað gróffóðurs, en eru ekfci famir enn að panta sér kjarnfóður. Ég er þó viss um, aö þegar líða tekur á haustið, seljast birgðimar upp eins og venjulega. — Og nú er Verið að tala um- útflutning á heykögglum. — Ég l.ef efcki kynnt mér þá hlið málisins en ég tel ótrú- tegt, að heykögglaframteiðslan geti orðið útflutningsigrein, og reyndar óþarft að huiga að því, á meðan við þurfum aÖ flytja inn rnikið magn af fóðurbæti. Danir, sem framleiða talsvert ódýrari heyköggla en við, munu nú vera í vandræðum með að koma á erlendan markað því miagni, sem þeir þurfa ekki að nota sjálfir, þannig að það er mjög ólíklegt, aÖ við getum orðið samkeppnisfærir við þá. — Með aukinni heyköggla- framleiðslu er greinilega stefnt að því að draiga úr innflutn- ingi á ertendum fóðurbæti, en nú hafa fóðurbætisinnflytjend- ur ráðizt í miklia fjárfestingu og komið á fót sameiginlegri blöndunarstöð. Hvemig kemur^. þetta heim og saman? — Ég get a'Uðvitað ekki svar- að fyrir fóðurbætisinnflytjend- ur, en enda þótt við stefnum að því að heykögglamir komi í stað fóðurbætis að verulegu leyti, getum við ekki algertega án hans verið. Einhver inn- flutningur hlýtur að eiga sér stað í framtíöinni, og í sam- bandi við komhlöðuna, mætti koma þar u>pp aðstöðu til að blianda heyköggla öðrum efn- um, og yrðu þeir þá fluttir þangað ósekkjaðir frá nær- liggjandi verksmiðjum. Þetta hefiur þó lítið verið rætt enn sem komið er. — Og að lokum, Stefán, flestir starfsmenn í Gunnars- holtsverksmiðjumni ertu vist- menn á drykkjumannahælinu, sem rekið er í Gunnarholti. — Hvemig starfSkraftur er þetta — og hvemig laun flá þessir menn greidd? — í sumar starfa 7 vistaienn j hjá ofckur. Þeir haifia reynzt bæði áhugasamir og samvizku- , samir, og með góðri verkstjóm eru ekki nokkur vandkvæði á \ að nýta þetta vinnuafl, og tel i ég, að það eigi að geta oröið | öllum aðilum þ.e.a.s hælinu, mönnunum og verksmiðjunni til góðs að hafa þennan hátt á. Hvað viðkemur síðari spum- ingunni, þá fá þessir menn greidd laun samkvæmt taxta verkalýðsfélagsins í Ramgár- vallasýslu og umsamið vaifcta- álag, þegar imnið er á vöktum. AÖ dagtegur rekstur gengur eins vel og rarrn ber vitni um, er fyrst og fremst að þakka því, að við vorum svo heppn- ir að fiá mjög duglegan og hæf- an mann, Ágúst Brynjólfsson, sem verksmiðjustjóra. RáðiztáMao MOSKVU 7/9 — Undanfarna þrjá daga hafa soivézik blöð gert harðar árásir á kánverska kommúnisita. I diag segir blað- ið Rauða stjaman, sem er málgaign sovézka hersinsi, að kiíawerski h’erinn sé notaður til þesis aö halda alþýðunni niðri og fá hana til þess að trúa blint á hina valdasjúku og þjóðemissinnuðu steftnu Maoista. Herinn hefur fengið það ihlutverk að halda hinum vinmandi stéttum fjarri leið- togunum. Mao-klfkan hefur þannig fengið nauðsynlegt al- ræðisvald til að innleiða kredtíiukenn’ingar sínar, sem eru ósamrýmanlegar Marx- Lenínismanum í mikilvasgum atriðum, segir blaðið. 1 Skömmu aður hafði blað sovéztou stéttarsannbandianna, , Þrud, sagt að leiðtogamir i Peking byggðu upp herafla 1 tandsins á kostnað hinna i vinmiandi stétta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.