Þjóðviljinn - 30.12.1971, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.12.1971, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐV5ILJINN — Fimmtuxíaguir 30. desember 1971. — Málgagn sósíalisma, verkalýSshreyfingar og þjóðfrelsis — Gtgefandi: Utgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr 195.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12,00. Úr Brennu-Njálssögu með inngangs- Bótagreiðslur hækka JJeilbrigðis- og tryggingaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um hækkun bóta almannatrygg- inga og er það í annað sinn í tíð vinstri s'tjóm- arinnar sem þessar bætur hækka. Hins vegar minnast menn ennþá hinnar aumu frammistöðu viðreisnarstjómarinnar sem í fyrravetur lét sam- þykkja hækkun sem eigi átti að koma til fram- kvæmda fyrr en í ársbyrjun 1972 og var þar um að ræða mun minni hækkun en nú er verið að fraimkvæma. Samkvæmt hinni nýju reglugerð hækkar elli- og örorkulífeyrir úr 5.880 kr. í 6.468 kr. Bamalífeyrir, mæðralaun og siúkradag- peningar hækka um 10%. Jafnframt þessu er á- fram unnið að því að endurskoða tryggingalögin. Aðgerðir ríkisisitjómarinnar í tryggingamálum hafa stórbætt félagslega aðstöðu þegnanna, eink- um þeirra er minna mega sín í hinni ómannúð- legu samkeppni neyzluþjóðfélagsins. Hækkunar- prósentan frá tíð viðreisnarstjómarinnar í bóta- greiðslur almannatrygginga er um 100% og er óhætt að fullyrða að hækkunin hafi fyrir löngu verið orðin tímabær. Alþýðuflokkurinn hefur löngum reynt að hrósa sjálfum sér fyrir afskipti sín af tryggingaimálum, en nauðsyn aðgerða vin&tri stjórnarinnar nú sýna vel, hve hrapallega tryggingamálin vom vanrækt 1 tíð viðreisnar- stjórnarinnar. Hækkun tryggingabótanna nú ber vitni um þá félagshyggju og samhjálp sem ríkja á í samfélagi sem vill kenna sig við velferð. Verðlagseftírfít ^lþingi samþykkti fyrir jól ákvæði til bráða- birgða við lögin um verðlagseftírlit og sam- kvæmt því eru allar verðhækkanír á vöru og þjónustu háðar samþykki verðlagsstjóra eða leyfi ríkisstjómarinnar. í málefnasamningi ríkisstjórn- arinnar var því lýst yfir að beitt yrði ströngu verðlagseftirliti og reynt að hamla gegn óeðli- legri verðlagsþróun. Slíkar aðgerðir em nauðsyn- legar, ef tryggja á að umsamdar' kauphækkanir verði ekki þegar afmáðar með hækkuðu vöru- verði. Verðlagsmálin verður þvi að taka mjög föst- um tökum. Nú sækja ýmsir aðilar til yfirvalda og óska eftir því að fá að hækka ýmsia þjónustu- liði. Þar er sérstaklega um að ræða sveitarfélög- in sem nú óska eftir hækkun á ýmsum föstum gjöldum og þjónustu. Þá hafia tryggingafélög er annast ábyrgðartryggingar á bifreiðum borið sig mjög aumlega og farið fram á að fá að hækka ið- gjöld sín um 45%. í Þjóðviljanum í gær var itar- legri grein um rekstur tryggingafélaga sýnt fram á hve mikill ágóði þessara fyrirtækja er, hVe miklar fasteignir þau eiga og hvemig þær hafa verið afskrifaðar. Hér í blaðinu hafa Alþýðu- bandalagsmenn um árabil bent á nauðsyn þess að skipulag þessara tryggingafélaga verði endur- skoðað. Lítið þjóðfélag hefur alls ekki efni á að halda uppi 15 tryggingafélögum. Það dugar ekki fyrir tryggingafélögin að fara ár eftir ár fram á stöðugt meiri hækkun á iðgjöldum, og að sam- tímis sé nær ekkert.gert til að auka hagkvæmni í rekstri og skipulagi þessara tryggingafyrir- tækja í heild. — óre. orðum og eftirmála Á síðustu áratugum, ég held allt frá því ég man fyrst eftir mér, ihefir það verið kemning allra fjölmiðla, að íþróttir og ástundun þeiira. væri einn Jiinn göfugasti skóli ungs fólks, einn hinn vissastd vegur til þess, að öðlast heilbrigða sál og hraust- an líkama. En þó e.t.v. f> -t óg fremst, væri íþróttaleikvang- urinn sá staður, þar sem dreng. skapur ungra manria i-æktaðist til meiri fiullkomriunar og þrosíkaðist til stærri dáða, en á fiestum öðrum sviðum mann- legra viðfangsefna. Nýlega hóflst ednn af rietmend- um þessa ágæta þjóðskóla, ung. ur íþróttagarpur til mikilla áhrifá og forystu í íslenzku þjóðlífi og stjórnmálum. Naum- ast er vafamál, að þessu hafi valdið fráleiki mannsins og fótamennt a.m.k. að jöfnu við annað atgerfi og ýmsir télja sennilegt, að forustulið Sjálf- stæðisflokiksins þyki sér betur henta, til heimabrúks, fætur mikils sparkara en höfuð gáf- aðs hagfræðings. Og svo hafði þessi piltur gengið í annan skóla. Hann var alinn upp í sjálflr i kaupsýisludeild Sjálf- stæðisflokksins. Þessi ungi maður og félagar hans, hafa að undanfömu ver- ið að gera einskonar úttekt á Sjálfstæðisflokiknum, stöðu hans og starfsaðferðum og fest nið- urstöður sínar á blað. Þetta blað áttl að sjálfsögðu að vera eingöngu til ininanihússnota í flokknum og eíkki koma fyrir annarra augu en tryggna flokks- manna. En það varð, með ein- hverjum hætti, lausara í hönd- um þeirra en vera átti og er nú ekkert leyndarmáil lengur. Og hver varð svo niðurstaða hinma ungu liðsodda Sjálfstæó- isfflokksins? Hún varð m.a. sú. að flokikurinn hafi að undan- fömu farið hrakfarir, hvað eft- ir annað, sem hinir gömlu for- ingjar hafi reynt að fela og breiða yfir. Þvi er slegið föstu. að forusta flokksins sé úrræða- lítii, kunni lítt til verka og sé stöEnuveil. Það er bjargföst skoðun hinna ungu manna, að bráð nauðsyn sé á breyttum starfsaðferðum eigi flokkurinn ekki að fara þréðbeint í hund- anau En þeir kunna bjargráðin. Og hver skyidu svo bjargráðog úrbætur hins fótfráa bolta- manns og félaga hans vera? Með hvaða ráðum hugsa þeir sér að viðhalda valdi og áhrif- um Sjálfstæðisflokksins Ekki sjá þeir félagar, að auðga þurfi flokkinn nýjum hugmyndum. Ekki telja þeir neinar ástæður til málefnalegra stefnulbrejdinga. Ekki finnaþeir þörf á hugmyndafræðilegrí endurskoðun. Sem sagt: allt skal vera í sama gamila horf- inu, það er haria gott, nema á- róðurstæknin. Og ungu hetj-^ umar gefa „flormúluna" Áróð- ursteeknin skal nú og héðan í frá, í miiklu rikara mæli en áður og með vaxandi þunga, beinast að því, að „Ala jafnt og þétt á innbyrðis tortryggni vinstri stjórnarflokka og stuðn ingsnlanna þeirra“. Þetta getur ekki, í mæltu máli, býtt annað en það, að rægia skal mann gegn manni, stétt gegn stétt og flokk gegn fflokki. Ég hnaut við þegar ég las þetta. Mér fannst ég hafa áður séð eitthvað þessu líkt á premti, en hvar? Jú, þetta va.r siðfræði Valgarðar hins gráa. 1 Brennu- Njálssögu 107 kap. segir fréþví er þeir ræðast við feðgar, Val- garður og Mörður og Valgarð- ur sogir: „Vil ek at þú launxr þeim því, at þeim dragl öllum til bana. En þat er til þess, at þú rægir þá saman ok drepi synir Njáls Höskuld. Enþareru margir til eftirmáls um hann, og munu þá Njálssynir afþeim sökum drepnir verða“ . . . „En svá fremi skaltú rógit frammi hafa, er orðin er vinátta mikil með yðr og þeir trúa þér eigi verr en sér“ . . . „Muntú svá flremi tafca höfðingsskap, or þessir1 eru allir dauðir“. Síðan segir: „Þessa ráðagerð festu þeir mieð sér, at sjá skyldi flram ganga“. Að mati hinna ungu sjálf- stæðismanna, er heilsa og þnf flokksins undir því komin, að hainn tileinki sér, í enn i-íkara mæli en áður, siðgæði Valgarð- ar gráa og vinnulbrögð Marðar og Skammkels. Mamni verður á að spyrja: Ef þjóðskóll íþróttamanna er jafn ágætur og of er látið, hvemig hefðd siðgæði hins knáa flót- boltamanns og félaga hansver- ið háttað, hefðu þeir ekkinot- ið hans, heldur eingömgu mamnræktar og dren-gskapar- skólunar Sjálfstæðisflokksins og aðedns ornað sér við hans hiug- sjónaeld? Augljóst er nú orðið af skrif- um Morgunblaðsins að undan- fömu, að forráðamenn þess haffa fallist á sjómiarmið hinna ungu manna og hagað sér eftir því. En hvemig bregðast hinir almennu kjósendur Sjálfstæðis- flokksins við? Qg hvermag bregst fólkið í lamdinu við? Um þá hluti heflur verið furðu hljótt til þessa. Trúlaga hefur þessi viður- styggð farið framhjá mörgum. En þegar almemningur heffiur áttað sig á þvf, hvað var að gerast, verður dlómurinn áreið- anlega ei-nn og samur hjá öll- um heiðarlegum mönnum. Þessum íhaldspeyjum verður goldin sú nístandi fyrirlitning, sem þeim er verðug. Spuming- im er aðeims sú. hvort þeim lærist að skammast sím. Takist það ekki og takist ekki að út- rýma þessum ófögnuðd úr opin- beru lífi og málflutningi á ís- lamdi, verður þjóðin áreiðan- lega ekki langlíf í lamdinu. LAUST STARF Starf ritara yfirsakadómara er laust til úmsóknar. Leikni í handritun og vélrítun nauðsynleg. Umsóknir sendist skrifstofu sakadóms Reykjavíkur að Borgartúni 7 fyrir 10 janúar 1972. YFIRSAKADÓMARI. Orðsemfíng til Kópavogsbúa. Húseigendur í vesturbæ, munið að fá ykkur sorp- grindur fyrir 1. janúar n.k. Grindumar eru til sýnis í Heilsuvemdarstöðv- arbyggingunni við Digranesveg, en greiðsla fer fram hjá bæjargjaldkera í Félagsheimilinu. — Grindumar verða síðan sendar heim. Rekstrarstjóri. I Framkvæmdastjórí óskast ti.l starf-a fyrir læknasamtökin frá 15. febr- úar 1972 eða síðar eftír samkomulagi. Umsóknir. sem tilgreiní menntun og fyrri störf, sendist til skrifstofu læknafélaganna í Domus Medica fyrir 21. jan. n.k. Læksiafélag íslands. Læknafélag Beykjavíkur. Læknisstaða Staða aðstoðarlæknis við Kleppsspítala-nn er laus til umsóknar. Staðan veitíst til 12 mánaða frá 1. febrúar n.k. Laun samkvæmt kjarasamningum Læknafélags Reykjavíkur og stjómamefndar ríkisspítalanna. Umsóknir, sem greina frá aldri, námsferli og fyrri störfum sendist s-tjómamefnd ríkisspítalanna fyrir 29. janúar 1972. Reykjavík, 29. desember 1971. — SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. Læknisstaða Staða sérfræðings, 3 % eyktir, við taugasjúkdóma- de'ild Lahds-pítalans er laus til umsóknar. Laun samkvæhi-t kjarasamningum . Læknafélags Reykjavikur og stjómamefndar ríkisspítalanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist stjómamefnd ríkisspítal- anna. Eiríksgötu 5, fyrir 29. janúar 1972. Reyk’j-avík. 28. desember 1972. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. Læknisstaða Staða aðstoðarlæknis við Rannsóknarstofu Háskól- ans er laus tíl umsóknar. Laun samkvæöit kjarasamningum Læknafélags Reykjavikur og stjómamefndar ríkisspítalanna. Umsóknir, sem greini frá aldri. námsferli og fyrri störfum, sendist stjómamefnd ríkisspítalanna. Ei- ríksigötu 5, fyrir 29. janúar 1972. R-eykjavík, 29. desember 1971. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. Viðskiptafræðingur eða hagiræðmgur óskast til starfa hjá opin- be-rri s-tofnun. Þeir s-em áhuga kynnu að hafa á starfinu sendi nöfn sín ásamt heimilisfan-gi og símanúmeri í PÓSTHÓLF 1406, Reykjavík. Upplýsingar um nám og f.yrri störf æskilegar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.