Þjóðviljinn - 07.05.1972, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.05.1972, Blaðsíða 6
g SlÐA — ÞJÖÐVIIiJINN — Summudagur 7. maí 1972. w Kosningaborðar frá flokkunum yfir umferðargötu í Rómaborg. Á myndinni elga að sjást borðar frá MSI (nýfasistum), komm- únistum, kristilegum demókrötum og sósíalistum. í baksýn sjást rústir Colosseum sem tákn um það hvernig fortíðin ríkir á vissan hátt yfir augnablikinu í bor.g eilífðarinnar. í ársskýrsdu hins mikla sviss- neska auðhrings Alusuisse fyrir árið 1971 sem álgreifarnir í Straumsvík sendu íslenzkum fjöl- miðlum um daginn, er frá því skýrt að álframleiðsla hringsins á Ítalíu hafi dregizt saman úr 55.800 tonnum x 38.200 tonn vegna endurtekinna verkfalla. En á sama tíma jókst framleiðslan hjá íslenzka dótturfélaginu um 8,4%. Einnig er getið um rekstr- artruflanir og framleiðslustöðv- anir í öðrum ítölskum fyrirtækj- um hringsins, en annars staðar í veröldinni blómgaðist hagur hans undantekningarlaust. ÁLGREIFAR OG NATÓ-GREIFAR Ef til vill eru umboðsmenn Alusuisse á Ítalíu í hópi þeirra iðjuhölda sem brezka tímaritið Economist frá 29. apríl talar um, að séu veiklundaðir gagnvart áróðri nýfasista. Og má vera að þeim getist vel að þeim virðu- leikablæ sem sjóliðsforinginn Birindelli, áður aðalforingi NATO í Suður-Evrópu með að- setri á Möltu, setti á samtök ný- fasista, MTI, er hann gekk til liðs við þau í vetur. KJÓSA UM LÖG OG REGLU Að koma á lögum og reglu, það er aðalatriðið í kosninga- áróðri nýfasista á Ítalíu. Raunat má segja þetta um alla flokka, en þeir benda á mismunandi að- ferðir. Því enginn getur neitað þvi að Ítalía er land óeirða og upplausnar. Það er talað um að efnahagslífið sé í kreppu og kreppuástand sé í stjórnmálum. Ef-til vill er gert meira úr vand- rasðaástandinu en efni standa tii í kosningaáróðri hinna f jölmörgu stríðandi flokka. En eitthvað er að, úr því að rjúfa þurfti þing og efna til kosninga einu ári fyrir iok kjörtímabilsins, en slíkt hefur aldrei komið fyrir áður í sögu ítalska lýðveldisins. 30. ráðuneyt- ið eftir stríðslok gafst upp við verkefni sín fyrir tveimur mán- uðum, og þingflokkarnir treystu sér ekki til að gera fleiri tilrapn- ir til stjórnarmyndunar. EFNAHAGSMEININ Hagfræðingar Efnahagsbanda- lagsins hrósa ekki ástandinu f ítölskum efnahagsmálum. Þeim finnst verðbólgan ískyggileg, en framfærslukostnaður hækkaði um 6,6% í fyrra og þykir varla mikið hér á norðurslóðum. Iðnaðarfram- leiðslan dróst saman um 2,7% miðað við 1970 og framkvæmdir skruppu enn meira saman eða um 10 prósent. Verzlunarjöfnuður við útlönd var óhagstæður á síðast liðnu ári um sem svarar 70 milj- arða króna og lialli varð á ríkis- reikningi um 475 miljarða króna. Þeir telja aðalorsökina að þessu ófremdarástandi vera verkföllin i landinu. Á einu ári, 1970/71, töpuðust 1.700 vinnudagar vegna verkfalla á hverja 1.000 iðnverka- menn. Samsvarandi tala í Banda- ríkjunum var 700 og í Bretlandi, sem þó er talið mikið vinnudeilu- land, aðeins 300. Hitt er svo ekki víst að þeir sömu hagfræðingar telji atvinnuleysið meðal efna- hagsmeina, en það er landlægt á □ I dag og á morgnn eiga 37 miljónir ítala kost á því að kjósa sér þingmenn til næstu 5 ára. □ Borgaras-téttin hefur reynzt ófær um að stjórna landinu. Verður fasisminn þrautalendingin í annað sinn á 50 árum? □ Eða ber verkalýðsstéttin gæfu til að standa saman um stjórnmálalega lausn, líkt og henni hefur tekizt í baráttu sinni á vinnustöðunum? Skilningur á stétta- baráttunni er lykillinn að völundarhási ítalskra stjórnmála Ítalíu, einkum þegar sunnar dreg- ur. Um, þessar mundir er tala atvinnuleysingja yfir ein miljón, en það er 100 þúsund meira en í ársbyrjun 1971. STÉTTABARÁTTAN BÆTTI KJÖRIN Haústið 1969 hófst mikil alda verkfalla og skæruhernaðar á vinnustöðum í ítölskum iðnaði. Flokkafylgið Kjörtímabil ítalskra þingmanna er til 5 ára, og fóru síðast fram þingkosningar í maí 1968. Kosnir eru 630 þingmenn til neðri deildar og 315 til efri deildar. Eru þær kosningar aðskildar, kjördæmi stærri og atkvæð- isréttur þrengri í efrideildarkosriingunum en í þeim til neðri deildar. Hér á eftir er greint frá úrslitum í kosningunum til neðri deildarinnar. Kristilegir demókratar hlutu 12,4 miljón atkvæða, flokkar til vinstri við þá samtals 14,6 milj. atkvæði, og hægri flokkar 4,8 miljónir. Tveir langstærstu flokk- arnir eru Kristilegir demókratar og Kommúnistaflokk- urinn með nær 2/3ju atkvæða á bak við sig. Kristilegir fá allmiklu fleiri þingmenn að tiltölu en kommúnistar. Hér fer á eftir skrá yfir þá flokka sem fengu þing- menn kjörna árið 1968, hlutdeild þeirra í heildartölu gildra atkvæða og þingmannatölu í neðri deild: Kristilegir demókratar Kommúnistar Sósíalistar PSIUP (vinstri sósialistar) Frjálslyndir Lýðveldissinnar Konungssinnar MSI (nýfasistar) Aðrir (frá Tíról) 39,1% 266 þingmenn 26,9% 177 þingmenn 14,5% 91 þingmann 4,5% 23 þingmenn 5,8% 31 þingmann 2,0% 9 þingmenn 1,3% 6 þingmenn 4,5% 24 þingmenn 1,4% 3 þingmenn Á árinu 1969 duttu sósíalistar aftur í tvennt, 'en þeir höfðu sameinast úr tveimur flokkum nokkrum árum áður. Fylgdu nú öðrum flokknum 62 þingmenn en 29 hinum. Smávægilegar tilfærslur hafa orðið milli ann- arra þingflokka á kjörtímabilinu. Ástandinu var jafnvel að sumu leyti líkt við maí í Frakklandi árið áður, nema hér væri „maí hægfara". Miljónir manna tóku nú að krefjast þess sem þeim bæri af afrakstri ítalsks atvinnu- lífs, þeir verkamenn sem höfðu gert Ítalíu að sjöunda mesta iðn- aðarveldi heims á tveim áratug- um. Þeir undu því ekki lengur að vera lægst launaðir allra í Efna- hagsbandalaginu. í ársbyrjun 1969 hafði ítalskur iðnverkamað- ur aðeins 75 krónur að meðaltali á klukkustund en vestur-þýzkur starfsbróðir hans 143 krónur (nú- verandi gengi). Jafnvel Frakkinn var 15% hasrri en ítalinn. Eftir meira en 2ja ára baráttu eru ítalskir iðnverkamenn búnir að ná frönskum og hafa nú 107 krónur að meðaltali á tímann. UPP EFTIR FÆTINUM Það er því ekki hægt að neita því að stéttabaráttan hefur bætt kjör ítalskra verkamanna og -kvenna mjög verulega að undan- förnu, og þetta setur mjög svip sinn á þjóðlífið og pólitíkina. Verkalýðssamtökin krefjast ekki aðeins hærra kaups, heldur bera þau fram margvíslegar kröfur um samfélagslegar úrbætur á vanda- málum sem hrannazt hafa upp 1 skjóli hinnar hröðu iðnvæðingar. Eru þau ekki sízt tengd hinum miklu þjóðflutningum sunnan úr landi og norður í iðnaðarhéruðin, en 10 miljón manns hafa fikrað sig upp eftir hinum einkennilega fótlagaða Ítalíuskaga á síðustu 20 árum. Það vantar sjúkrahús, skóla, barnaheimili og ekki sízt íbúðir. Allt þetta er ofarlega á kröfulista verkalýðssamtakanna, en einnig það að ráðin sé bót á atvinnu- ástandinu í landinu. Eymd þess kemur ekki aðeins fram I at- vinnuleysinu,- heldur einnig því að um 5 miljónir ítala vinna er- lendis, einkum í öðrum löndum Efnahagsbandalagsins. HINN RÚMGÓÐI FLOKKUR KREPPUNNAR Þýzka fréttaritið Spiegel kemst svo að orði um innanlandsmálin á Ítalíu að þar ríki „trúnaðar- kreppa", enginn treystir neinum né neinu í þjóðfélaginu. Flokk- arnir treysta ekki hver öðrum og almenningur treystir ekki flokk- unum. Þau eru líka ófá hneyksl- ismálin í ítalskri pólitík: Sósíal- dómókrati í ráðherrastól verðut uppvís að því að moka miljónum í flokkssjóð af mútufé sem hann fær fyrir hagstæða samninga við verktaka. Borgarstjórinn í Róm úr flokki Kristilegra demókrata dregur sér fé frá vöggustofum borgarinnar. Hvorugur þessara herra fékk dóm, og borgarstjór- inn fyrrverandi býður sig nú fram til þings. Það fer ekki hjá því að Kristi- legir demókratar, stærsti flokkur- inn og sá flokkur sem jafnan hef- ur verið í stjórn hann fái á sig stimpilinn „flokkur kreppunnar" En hvað á venjulegur góður ka- þólikki að gera? Hann getur reynt að snúa baki við flokknum, en Eúrlco Berlinguer er formaður í stærsta kommúnistaflokki á Vesturlöndum með yfir tvær miljónir félaga. Kommúnistum hefur með bolabrögðum verið haldið utan rikisstjórnar f 25 ár, en margir telja að eina ráð- ið til að skapa festu í ítölskum stjórnmálum og efnahagslífi sé að fá Þá til rikisstjórnarsam- vinnu. En flokkurinn liggur undir þungri gagnrýni frá vinstri 'um brigð við bylting- arhugsjónir. Uppgjafa latínukennari að nafni Almirante er foringi nýfasista og sést hann hér lyfta hendi til aðdáenda sinna. í hópi þeirra eru vonsviknir smáborg- arar, hræddir iðnjöfrar. rcglu- samir Iögregluþjónar og af- dankaðir NATO-hershöfðingjar. Nýfasistar njóta stuðnings frá grísku herforingjunum. flokkurinn er slík stærð í ítölsk- um stjórnmálum að hann hlýtur alla vega að verða í ríkisstjórn eftir kosningar. Flokkur Kristi- legra demókrata er eins og rúm- góð þjóðkirkja. Vinstri menn inn- an hans kunna að vilja sanjstarf til vinstri, Iengra til vínstri en verið hefur síðasta áratug. Það þýddi það að kommúnistar yrðu kvaddir til ríkisstjórnarþátttöku, en það geta sósíalistar (krata- flokkur) alls ekki hugsað sér að því er Saragat fyrrverandi forseti sagði um daginn (Le Monde, 29. apríl). Það eru líka til harðsvírað- ir hægri menn innan Kristilegra demókrata og sumir sjá fasisma- hættuna einmitt í þeim. En sam- vinna til hægri um ríkisstjórn er óhugsandi að óbreyttu flokkafylgi, nema því aðeins að nýfasistar séu teknir inn í stjórn. Og ennþá leyfir ekki nokkur ábyrgtir stjórn- málamaður sér að hugsa þá hugs- un opinberlega. OF MIKIÐ AF PÍNUPILSUM Aðalkjörorð Kristilegra í kosn- ingabaráttunni er þetta: „Nei við

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.