Þjóðviljinn - 07.05.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.05.1972, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJOÐVTtjJINTf — Summudagur 7. maá 1972. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandl: LJtgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjórf: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson. Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 15.00. „Öhuggulegt" jyjorgunblaðinu í fyrradag finnst „óhuggulega" langt í skattskrána. Skattborgarar vita hvers vegna blaðinu finnst „óhuggulega” langt í ska'tt- skrána. Það er vegna þess að blaðið hefur að und- anfömu keppzt við að sanna að álögur yrðu gífur- lega háar vegna skattalagabreytinga ríkisstjómar- innar. Ekkert myndi þess vegna vera Morgunblað- inu meira að skapi en að skattaálögur yrðu sem hroðalegas'tar og að almenningur yrði sem allra óánægðasitur með skatta sína. Vissulega hafa að- standendur Morgunblaðsins líka lagt nokkuð af mörkum til þess að svo mætti vera. Þannig hafa þeir hvarvetna þar sem því var við komið hækkað fasteignaskatta um helming oe æ'tlun þeirra er að leggja sérstaka tíund ofan á útsvörin. jþegar íhaldið hefur lagt þessar hækkanir ofan á * 1 skattana verða þeir vafalaust „óhuggulega“ há- ir svo notað sé viðeigandi orðalag Morgunblaðsins. En almenningur í landinu veit nú betur en áður | hverjir það eru sem lengst vilja ganga í skattaálög- um í þessu landi; það er Sjálfstæðisflokkurinn að tilhlutan Geirs Hallgrímssonar. ) ... Ekki tuku þá hátíðlega gtjómarandstaða Sjálfstæðisflokksins hefur verið ráðvillt og veik. Þegar ríkistjórnin hefur flutt mál á alþingi hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins að vísu flutt einhvers konar gagnrýni en engin heildarmynd hefur verið á tillöguflutningi flokks- ins. Þannig var með gagnrýni fiokksins á raforku- tillögu ríkisstjómarinnar, eða á tillögu um brey't- ingu á löggjöf um vátryggingastarfseimi. Þar stag- ast talsmenn flokksins á slagorðum sem þeir hafa lært í barnæsku í kaldastríðsskóla Heimdallar um miðstjómarvald og aftur miðstjómarvald. En flokkurinn á engar tillögur sjálfur. Þó ætti jafn- stómm flokki að vera einkar auðvelt að móta heil- legar tillögur um þýðingarmikil mál, ekki sízt þar sem flokkurinn hefiu haft stjómaraðstöðu hér á landi um 12 ára skeið. jyjeginástæðan fyrir þessu getuleysi Sjálfstæðis- i flokksins í stjórnarandstöðu er sú staðreynd að fomsta hans er ákaflega veik og í öðru lagi sú staðreynd að þeir sem þar keppa um valdastöður eiga í innbyrðis erjum sem ómögulegt er að segja hvernig lýkur. Þessar innbvrðis eriur hafa komið fram í vaxandi mæli og þó að meirihluti valda- stofnana reyni að halda minnihlutanum niðri hef-, ur það ekki tekizt að fullu að undanförnu. Og svo j sundurþykkur flokkur sem Sjálfstæðisflokkurinn I í dag, getur ekki komið sér niður á neina stefnu í stórmálum frá degi til dags. Það er allt sundur- laust og gjörsamlega í brotum. Þaðan er ekkj að búast við öðm en nöldri og það marklau.su nöldri í garð stjómarstefnunnar. Þess vegna er engin ástæða til þess að taka Sjálfstæðisflokkinn hátíðlega. 1 SAMÚÐ MEÐ MORÐI Bandaríkjamenn hafa valið sér það hlutskipti að vera mestu glæpamenn okkar aldar. Aðeins tuttugu og fimm árum eftir að morðfélagi Hiders hefur verið eytt, stendur veröldin andspænis því, að þetta vesturheimska stór- veldi, sem telur sig forystuþjóð frelsis og lýðræðis, lætur sér sæma að strá eiturefnum yfir akra fjar- lægrar þjóðar og fara með því langt fram úr sjálfum nazistum, sem sannarlega kölluðu þó ekki allt ömmu sína, þegar um það var að ræða að drýgja glæpi. Að ekki sé nú minnzt á þann stríðs- glæp að fara árum saman með lofthernaði gegn þjóð, sem þeir hafa aldrei sagt formlega stríð á hendur. Á allt þetta horfir heim- urinn í dag — og blöskrar að vonum. Þó þarf þetta ekki að koma neinum á óvart, sem fylgzt hefur með þróun þessa mam- monsríkis og vitfirringslegri af- stöðu þess til alþjóðamála sein- ustu áratugina (sbr. fávizku þeirra gagnvart Kína í tuttugu ár). Hitt er allrar athygli vert, að hér norð- ur á hjara heims, hjá fámennustu og vopnlausustu þjóð veraldar, skuli vera til blaðsnepill, sem hefur svo ríka samúð með morð- sveitum Nixons, að skriffinnar þess láta sig ekki muna um að hrakyrða og hafa I hótunum við þá landa sína, sem dirfast að tala opinskátt um þessa plágu heims- ins og það meira að segja á miklu mýkra máli en stríðsbrölt Ame- ríkana verðskuldar. En þetta gerði Morgunblaðið bæði í forystugrein og svokölluðu „lesendabréfi", sem birtist í Staksteinum síðasta vetr- ardag og má segja að þar hafi aðstandendur þessa ómerkilegíista blaðs á íslandi kvatt veturinn eins og við mátti búast. Hér —O Áform Sovétmanna í sjávarútvegi: 47% frmleiðsluaukning ug 900 ný skip fyrír áríð 75 Á gildistíma níundu fimm ára áæílunarinnar í Sovétríkj- unum 1971-1975 á framieiðslan í sovézka fisikiðnaðinutm að aukast um 47 af h-umclraðd. Vladimir Kamæntséf, aðstoðar- fiskimálaráðiherra Sovétríkj- anna, segir bannig frá pesso: — Áætluninni um fram- leiðsluaukninguna á árunum 1971-1975 á fyrst og fremst að ná með aukinni framieiiðni A öllum sviðum fiskiðnaðarins og meiri hagkvæmni í rekstri. Þ-á verður nýjustu tæikni beitt við framleiðsluina og hverskonsr nýjungum á sviði vélvæðingar og sjálfvirkini. T.d. á að búa öU stór og miðlungsstór veiði- sJtip nafbúnaði til stjómar á veiðarfærum. Fiskveiðair með rafskautum verða stundaðar með vörpu til veiða á mikiu Malf. Félags ísl. rithöfunda Aðalfundúr Félags íslenzkra rithöfunda var haldinn í Rvík 27. apríl sl. Formaður, Guð- rnundur Daníelsson, minntist nýlátiinna rithöfunda, en flutli síðan skýrslu stjðrnar fyrir lið- ið starfsár. Þá lagði hann til, að d;r. Richard Beck yrði út- nefndiur heiðu-rsfélagi, og var það einróma sambykkt. Við stjórnarkjör til næsta kjörtímabiis baðst Guðmundur Daníelsson unda,n endurkosn- ingu, og var Þóroddur Guð- mundsson kosinn formaður fé- lagsins. Erlendur Jónsson var j kosinn ritari, Jenna Jensdóttir! gjaldkex-i og Raignar. Þorsteins- ! son meðstjómandi, en auk þeirra á Indriðd G. Þorsteins- son sæti í stjómimini. Varamenn voru kjömir Guðmundur G. Hagalín og Indriði Indriðason. 1 stjórn Rithöfundasambands Is- lands hlutu kos-ningu Ármann Kr. Binarsson og Gréta Sigfús- dóttir en til vara Jóm Björns- i son. Jón Helgason var kosinn . fulltrúi félagsins í stjórtn Rit- I höfundasjóös Ríkisútvarpsáns. sjávardýpi, yfir 1000 meira dýpi, og mun hin nýja veiði- tækni reynast mjög þýðingar- mikil í sambandi við veiðar á heilagfiski og öðrum verðmæt- um fisktegiundium sem hailda sig á mikflu hafdýpi. Veiðamar sjálfar, bæði á heimastóðum og höfum úti langt í burt, eru bara ein hlið- in á fiskiðmaðinum. Hin er sú að verka mikinn afla fljótt og vel. I fiskvinnsiustöðvum í lamdi verða rúmiega þúsund af- kastamikiar vélar teknar i notkun og í veiðiskipum lið- lega 300 flökumiarvélasamstaeður. Að auki verða yfdr 400 frysti- og niðursuðuvélasamstæður settar niður. — Hvað um endumýjun fiskiskipaflotans? Á timiaibili núgildanidi fimm ^ ára áætlunar bœtast í flotann liðlaga 900 ný fiskiskip með vélarafl 300 hestöfl eða meira. 1 landi verða réist fisikiðjuver í tuigatali og ferskífisíkeidis- stöðvar, einikum í austustil hér- uðum Sovétríkjanna oe mið-og suðurhéruðum landsins. Bryggj- ur í fiskihöfnum verða lengdar um meira en 6 km. samanlagt. Frystihús munu geta tekið við allt að 100 þús. lesta afla í lok áætlunartímaibiisdns. — Hvar verða fiskveiðarnar aðallega -stundaðar? — Á úthafssvæðum, bar sem fiskveiðar eru ekki háðar lög- sögu strandríkja. Liðlega 86 af hundraði aílans munu fást á þeim veiðislóðum. svo og í stöðuvötnum inni í landi og eldistjörnum. 1 áætl- uninni er gert ráð fyrir að auka veiðar í fliskeldisvöitnum um 170 prósent. — Hvað um hliut neytemda? — Dreifingaraðilar fá veru- lega aukið magn af fisiki til söilu: nýjan fisk, reykitan og þurrkaðan, og ýmisilegt 'annað góðgæti úr sjó'num. í lok fimm ára áætlunartímabilsdns á til dæmis sala nýs fisks að hafa aukizt um 130 af hundraði, sala á fflö-kum um 200%, styrju um 210% oig kavíars úr styrju- hrognum um 480 prósent. Þetta eru einungis fáeinar tölulegar staðreyndir. Þeigar á heildina er litið á neyzla fisks og fiskmetis á tímabdli fimm ára ásetlunarinnar að aukast um 31,4%, mdðað við árið 1970. stendur ekki til að rökræða við Morgunblaðið, enda er málflutn- ingur þess ákaflega sjaldan slíkur, að hann sé nokkurra svara verður. En það verður að koma almehn- ingi vel og rækilega í skilning um hvers konar fyrirbæri það er, sem potað er inn á svo að segja ann- aðhvert heimili á íslandi. Gustur. ÍJ iJ IxKJí* Ahnannutryggingannu / Reykjuvík Útborgun ellilífeyris í Reykjavík hefst að þessu sinni þriðjudaginn 9. maí. Sovétríkin hafa undirritað 34 alþjóðlega samninga um ut- hafsveiðar og fisikirannsóknir og eiga aðild að 15 albjóðleg- um nefndum eða ráðum sem fjaMa ™ þessi mál. Sovézk stjómarvöld leggja sig fram um að efla alþjóðlegt samstarf um 'ærndun og skyns-amlega hag- nýtingu þessara miklu auð- linda, sem í höfunum emi fólg- in; fullur vilji og áhuigi er á viðhal.di fiskistofna í heims- höBunum. Við stundum lika veiðar á grunnmiðum við strendur Sov- étríkjanna og í öllum innhöf- um sem að löndum okicar liggja, TRYGGINGASTOFNHN RÍKISINS. TIL SÖLU Vauxhall Victor station árgerð 1969 ekinn 57 þús. km. Skipti á ódýrari bíl koma til greina, einnig skuldabréf. uvw Upplýsingar í síma 17500 kl. 9—6, og Íis' síma 51860 á kvöldin. RÍS- PAPPÍRSLAMPINN FRÁ JAPAN Japansk) rispappírslampinn fæst nú einni'' á fslandi 1 4 sóærðum. Hentar hvar sem er, skapar góða birtu og er til skrauts. bæði einn og einn og i sam- setningum, eins og á mynd- inni. Athyglisverð og eiguleg nýjung HtSGAGNAVERZLUN AXELS EYJÓLFSSONAR Skipholti 7 — Reykjavík. Símar 10117 oe 18742 RAUÐI KROSSINN Reykjavíkurdeild. Sumardvalir Þeir s-em að ætla að sækj-a uvn sumardvalir fyrir böm hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross Islands, komi í skrifstofuna. Öldugötu 4. dagana ofí 9. maí kl. 9—12 og 13—18. Tekin verða börn fæd-d á tímabilinu 1. iúní 1965 til 1. sept. 1963 , Ætlunin er að gefa kost á 6 vikna eða 12 vikna sumardvöl. Stjórn Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.