Þjóðviljinn - 21.06.1972, Page 8

Þjóðviljinn - 21.06.1972, Page 8
8. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 21. júni 1972. Það er ef til vill auðveldara að skýra í hverju lífshamingja er ekki fólgin; og hún hefur örugglega ekki aukizt í markaðsþjóðfélagi hins stöðuga hagvaxtar. HAG- VEXTI ERU TAK- MÖRK SETT Hvert stefnir i velferðarmál- um? er sú spurning sem Samband islenzkra sveitarfélaga hefur beðið mig að bollaleggja um. bar er um að ræða ákaflega viðtækt viðfangsefni, margbreytilegra og flóknara em svo að þvi verði gerð nokkur fullnægjandi skil i stuttu erindi. Þessi spurning er rædd af vaxandi áhuga og áhyggjum viða um heim i ljósi nýrra staðreynda sem nú blasa við mannkyninu, einn þáttur hennar var til að mynda meginkjarninn i þeirri miklu umhverfismálaráðstefnu sem staðið hefur yfir i Stokkhólmi að undanförnu. Þau sjónarmið eru yfirleitt rikjandi að gera verði mjög róttækar ráðstafanir til þess að tryggja velferð og raunar til- veru mannkynsins á félagslegum forsendum, þær ráðstafanir sem við teljum velferðarstefnu um þessar mundir séu eitt saman kák i samanburði við þau tröllauknu vandamál sem leysa verði þegar á næstu árum og áratugum. Raunar má einnig heyra and- stæðar kenningar. Þannig hefur eitt af islenzku dagblöðunum flutt þann boðskap að undanförnu að allt of langt sé gengið i velferðar- málum, afskipti rikis og sveitar- félaga af málefnum þegnanna séu orðin til muna of mikil, verið sé að búa til „staðlað mannlif” i stað þess að nú þurfi að auka hið svo- kallaða framtak einstaklingsins og frelsi fyrirtækja. Telur blaðið að sérstaklega Sviar séu komnir út i miklar öfgar með velferðar- þjóðfélag sitt, þar sé að finna vit- in sem beri að varast. Slikar raddir eru hins vegar svo sjald- gæfar og forneskjulegar i hinum alþjóðlegu umræðum að naumast er ástæða til þess að fjajla um þær sérstaklega. Aölögunaraðgerðir velferð- arþjóöfélagsins. Hin svokölluðu velferðarþjóð- félög okkar tima hafa að forsendu samfelldan hagvöxt og sivaxandi iðnvæðingu. Þjóðarframleiðslan á að aukast með hverju ári og einkanlega framleiðsla á hvers kyns iðnaðarvarningi til neyzlu. Þetta eru forsendur sem menn hefur naumast greint á um, þær hafa verið boðaðar sem algildur sannleiki jafnt i auðvaldsrikjum vesturlanda sem i þeim rikjum er kenna sig sósialisma. Þegar kalda striðið stóð sem hæst og Bandarikjamenn og Rússar stóðu andspænis hvorir öðrum og þótt- ust vera persónugervingar and- stæðra lifsskoðana, var hagvöxt- urinn sú aðferð sem báðir ætluðu að beita til þess að sigra; ágrein- ingurinn var um það hvort kerfið væri betur til þess fallið að auka framleiðsluna. Hagvöxturinn átti að tryggja sivaxandi framboð af lifsgæðum, þar til komið væri að þvi útópiska þjóðfélagi ailsnægt- anna, þar sem menn fengju öllum þörfum sinum fullnægt en legðu fram þá vinnu eina sem þeir ósk- uðu eftir. I þessu þjóðfélagi hag- vaxtar og iðnvæðingar áttu verk- efni velferðarmála að vera þau að koma i veg fyrir að þjóðfélags- hópar yrðu allt of afskiptir. Menntamál og heilbrigðismál hafa viöa verið skipulögö á félagslegum forsendum til þess að tryggja sem mest jafnrétti; Það líf, sem lifað er í steinsteyptum og malbikuðum risa- borgum, undir reykspúandi verksmiðjum, milli endalausra raða af einkabílum, í ærandi hávaða,er æði fjarlægt því fagra mannlífi sem hagvöxturinn átti að tryggja. Miðvikudagur 21. júnl 1972. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9. komið hefur veriö upp almanna- tryggingum og lifeyrissjóðum til þess að sjá öllum fyrir þurftar- launum; reynt hefur verið að skipuleggja borgir og samgöngur á félagslegum forsendum o.s.frv. En allt hafa þetta verið að- lögunaraðgerðir, það sem máli skiptir og bar framtiðina i sér átti að vera hagvöxtur og sivaxandi vöruframleiðsla. Félagslegar ráðstafanir velferðarþjóðfélags- ins voru fyrst og fremst jaðar- vandamál sem áttu að snerta minnihlutahópa i þjóðfélaginu. Hagvöxturinn og uppreisn- artilburðir ungs fólks. Allt fram undir siðustu ár hafa menn litið á kenninguna um gagnsemi hins endalausa hag- vaxtar sem óumdeildanleg sann- indi. Þó hafa sumir um skeið dregið i efa að hin háþróuðu iðn- aðarsamfélög okkar tima væru að þróast i átt til vaxandi fullkomn- unar frá mannlegu sjónarmiði séð. Kenningin um gagnsemihins stöðuga hagvaxtar hefur haft ákaflega viðtæk áhrif innan þess- ara þjóðfélaga, einnig á lifsvið- horf og gildismat manna. Á sama hátt og þjóðarframleiðslan átti stöðugt að aukast þurfti hvert fyrirtæki að auka framleiðslu sina ár frá ári. Og á sömu for- sendum gerðu þegnarnir kröfu til þess að einkatekjur þeirra héldu áfram af vaxa, þegar einni teg- und þarfa hafði verið fullnægt bættust aðrar nýjar við og ekki stóð á framleiðendum að innræta mönnum endalausar gerviþarfir. Enginn vildi verða minni en nágranninn, allir þurftu að geta hampað stöðutáknum sinum. Afleiðingin hefur orðið æ ómennskari andrúmsloft, enda- laus samkeppni og streita, lifs- þægindagræðgi og eftirsókn eftir verðmætum sem við fullnægingu reynast vindur einn. Þessi kalda miskunnarlausa þróun markaðs- þjóðfélaganna hefur á siðustu ár- um vakið sivaxandi andst.,ekki sizt hjá ungu fólki, sem gripið hefur til margsk. úrræða til þess að hafna lifsviðhorfum feðra sinna og mæðra. Þessir upp- reisnartilburðir ungs fólks hafa verið fálmandi og tilviljana- kenndir, stundum kenndir við nýja fatatizku, poppmúsik og hass, stundum við Ché Guevara eða Jesúm Krist, og oftast hafnað i hinum háþróaða og arðsama af- þreyingariðnaði okkar tima, en engu að siður eru þessi viðbrögð til marks um það að neyzluþjóð- félögin veita ungu fólki ekki lifs- gleði og fullnægju. Það lif sem lif- að er i steinsteyptum og malbik- uöum risaborgum, undir reyk- spúandi verksmiðjum, milli endalausra raða af einkabilum, i ærandi hávaða, er æði fjarlægt þvi fagra mannlifi sem hagvöxt- urinn átti að tryggja. Aö drukkna í sínu eigin sorpi. Annað háskamerki sem mann- kynið hefur veitt sivaxandi at- hygli á undanförnum árum er mengunin. Iðnvæðing og sivaxandi vöruframleiðsla fullnægja ekki aðeins þörfum og gerviþörfum, heldur hefur afleið- ingin orðið sivaxandi náttúru- spjöll, mengun lofts og láðs og lagar. Um mengun hefur verið rætt og ritað svo mikið að undan förnu að ég tel ástæðulaust að fjalla um þann vanda i löngu máli. Mig langar aðeins að vitna i bandariskar skýrslur um þá mengun sem fylgir venjum manna i neyzluþjóöfélagi. Hver Bandarikjamaður kastar að meðaltali á ævi sinni 10.000 flösk- um sem ekki verða notaðar aftur, 17.500 dósum, 27.000 flöskulokum, 2.3 bilum, 35 gúmmidekkjum og 126 tonnum af sorpi, og af hans völdum berast 9.8 tonn af úrgangsefnum út i andrúmsloftið. Bandariska heilbrigöisráöuneytið hefur skýrt frá þvi að árlega sé kastað i Bandarikjunum 3.500 miljónum tonna af föstum úr- gangsefnum, en þar er m.a. um að ræða 7 miljónir bila, 20 rhiljón- ir tonna af pappir, 48 miljón dósir, 26.000 miljón flöskur og krukkur, 3.000 miljón tonn af steinefnum og málmum og 142 miljón tonn af reyk og eiturefnum — og daglega mengar hver Bandarikjamaður 300 litra af vatni. Það er sannar- lega ekki að furða þótt menn spyrji hvort mannkynið sé ekki á góöri leið með að drukkna i sinu eigin sorpi. Hin hliðin á þessari sóun og mengun er neyzlan. Hver Bandarikjamaður notar á ævi sinni að jafnaði 120 miljón litra af vatni, 28 tonn af járni og stáli, 1.200 tunnuraf steinoliu, 6.000 kiló af pappir og 50 tonn af matvælum. Fyrir hvern einasta mann i Bandarikjunum eru árlega grafin úr jörðu 3.5 tonn af steinum, sandi og möl; notkunin á mann á ári eru um 250 tonn af sementi, um 200 kiló af leir og um 100 kiló af salti. Arlega verður að grafa um 20 tonn af hráefnum úr jörðu og vinna úr þeim til þess að fullnægja þörfum og svokölluðum þörfum hvers einstaklings i Bandarikjunum. Hagvextinum og iðnvæð- ingunni eru takmörk sett. Og þá erum við komnir að þeirri staðreynd sem hvað mest er rætt um i heiminum um þessar mundir af visindamönnum og stjórnmálamönnum. Hagvextin- um og iðnvæðingunni eru tak- mörk sett, og við erum að nálgast þau takmörk. Hnötturinn sem við lifum á er endanleg stærð, þar á meðal þær auðlindir sem nýtan- legar eru til mannlegra þarfa og ekki endurnýjast, einnig hafið, vatnið og loftið. Enda þótt við Is- lendingar til dæmis njótum þeirra ómetanlegu forréttinda að búa fá- ir i stóru og tiltölulega ósnortnu landi og höfun rétt aðeins hafið iðnvæðingu, þekkjum við þessa staðreynd af eigin raun, hún brennur nú þegar á okkur. A undanförnum árum hafa stórir fiskiflotar með fullkomnum leitar- og aflatækjum elt fiski- göngurnar á Norður-Atlanzhafi austanverðu og vestanverðu, leitað hverju sinni uppi þann stofn sem bezt vegnaði og klófest hámarksafla, stundum að heita má urið upp fisktegundir eins og sildina sem nú má heita horfin. Nýjustu skýrslur sem okkur hafa borizt frá fiskifræðingum sýna að allir fiskistofnar i Norður-Atlanz- hafi eru annaðhvort fullnýttir eða ofnýttir. A næstu árum getur þvi ekki orðið um neina framleiðslu- aukningu i fiskveiðum að ræða i Norður-Atlanzhafi, engan hag- vöxt á þessu sviði. Verði reynt að sækjast eftir framleiðsluaukn- ingu með þvi að bæta við fiski- skipum, eins og vissulega er hald- ið áfram að gera, og auka tækni þeirra, verður afleiðingin sú ein að fiskistofnana þrýtur, og skipin, hin glæsilegu tákn mannlegrar tækni, hampa afkastagetu sinni yfir dauðu hafi. Þetta er ástæöan fyrir þvi að við Islendingar leggj- um það ofurkapp sem allir þekkja á stækkun fiskveiðilögsögunnar. Við viljum leggja fram okkar skerf til þess að tryggja auðlindir hafsins, þvi að án þeirra verður ekki lifvænlegt á tslandi. Niöurstööur tölvunnar í Massachusetts um þróun á hnettinum til ársins 2100. Þessi vandi brennur á okkur, og hliðstæð vandamál blasa við öðrum þjóðum, öllu mannkyni. Hagvextinum og framleiðslunni eru takmörk sett. A siðustu árum hafa visindamenn reynt að gera sér grein fyrir þvi hvar þau tak- mörk væri aö finna og hvenær komið væri aö leiðarenda. Fyrr á Rœða Magnúsar Kjartanssonar um þróun velferðarmála er hunn flutti í gœr á norrœnu sveitarstjórn- arþingi að Laugarvatni þessu ári kom út i Bandarikjun- um skýrsla um þetta efni, The Limits to Growth, takmörk vaxt- arins, unnin á vegum bandariska háskólans i Massachusetts Institute of Technology. Skýrsla þessi er árangur af margra ára starfi hinna færustu visinda- manna i Evrópu og Bandarikjun- um, og þeir beittu að lokum tölvu- tækni til þess að komast að niður- stöðu. Tölvunni var látin i té vit- neskja um fimm meginþætti sem ráða sameiginlega úrslitum um þróun framleiðslu og mannlifs á jörðinni. Þessir fimm meginþætt- ir eru mannfjöldi, matvælafram- leiðsla, iðnaðarframleiðsla, hráefni sem ekki endurnýjast og mengun. Með þessu móti var reynt að gera spá um þróunina á hnettinum fram til ársins 2100. Af þeirri vitneskju sem tölvunni var gert aö taka tillit til má nefna matvælaframleiðsluna. Gert er ráð fyrir að ræktanleg landsvæði á hnettinum séu um 3.2 miljaröar hektara og að um helmingur þessa svæðis sé nú i rækt. Einnig var gert ráö fyrir þvi aö 0.4 hektara þyrfti til þess að tryggja hverjum einstaklingi næringu, en það er sama meöaltal og nú, þótt þess megi geta aö i Bandarikjun- um þarf 0.9 hektara á mann til þess að fullnægja þeim neyzlu- venjum sem þar tiðkast. I sam- ræmi við þessar forsendur hættir matvælaframleiðslan að fullnægja þörfum mannkynsins árið 2000. Tækist að fjórfalda af- raksturinn af einingu yrði þessu marki náð árið 2075. Er þarna gert ráð fyrir þvi, að árið 2000 verði ibúar hnattarins 7 miljarðar, en árið 2075 30 miljarð- ar, ef menn geta hugsað þá hugs- un til enda. Til dæmis um það hversu erfitt það er að auka framleiðni i matvælaframleiðslu má nefna að á árabilinu 1951—1966 jókst matvælafram- leiðslan i heiminum um 34%, en til þess aö ná þvi marki varð aö fjölga dráttarvélum um 65%, framleiðslu á tilbúnum áburði um 14% og framleiðslu skordýraeit- urs um 300%. Það er umhugsun- arefni að til þess að auka fram- leiðslu i matvælaframleiðslu verður hluti iðnaðarins i sifellu stærri, og þaö er m.a. undirstaða þeirrar svokölluðu grænu bylting- ar sem fátækar þjóðir hafa bund- ið miklar vonir við að undan- förnu. Komist iðnaðarframleiðsl- an úr tengslum við eðlileg skilyröi mannkynsins og náttúrunnar og fari úr skorðum mun það einnig bitna á matvælaframleiðslunni. Auk staðreynda af þessu tagi um matvælaframleiðslu og fólks- fjölgun i samræmi við þann vaxtarhraða sem nú tiðkast, voru tölvunni eins og áður er sagt látnar i té hliðstæðar staðreyndir um iönaðarframleiðslu, hráefni, sem ekki endurnýjast og um mengun. Og siðan var tölvan spurð, hvað gerast myndi sam- kvæmt þessum forsendum. Hvaö gerist ef núverandi þróun heldur áfram. Svör tölvunnar voru þau að ef núverandi þróun héldi áfram mundi mannkyninu halda áfram að fjölga fram að árinu 2050, en þá mundi taka við snögg mannfækkun af völdum hallæris. Matvælaframleiðslan mundi halda áfram að aukast fram að árinu 2000 en fara siðan minnk- andi og vera árið 2050 komin nið- ur i helming þess sem hún er nú. Iðnaöarframleiðslan mundi tvöfaldast frá þvi sem nú er fram til ársins 2010, en vera árið 2100 komin niður fyrir þaö sem hún var árið 1900. Mengunin mundi áttfaldast fram til ársins 2050 en fara siðan mjög minnkandi þar sem iðnaðarframleiösla væri orð- in sáralitil. Óendurnýjanleg hrá- efni yrðu um það bil þrotin árið 2100. Þessar meginniðurstöður visindamannanna hafa verið ræddar af vaxandi áhuga og þunga siðan þær voru birtar, og margir hafa orðið til þess að bera fram gagnrýni af margvislegu tagi. Menn hafa bent á að þótt tölvunni væri látin i té marghátt- uð vitneskja, hafi hún aðeins ver- ið svo sem einn hundraðshluti af þeim staðreyndum sem taka þurfi tillit til við spád. af þessu tagi, og það úrtak sé of litið. Menn hafa bent á aö orkuvanda- mál mannkynsins kunni að leys- ast með óþrotlegum hætti ef tekst að beizla vetnisorkuna. Menn hafa sagt að leiðir kunni að finn- ast til þess að auka matvæla- framleiðslu, til að mynda með þvi að hagnýta skipulega þá mögu- leika sem tengdir eru sjávar- gróðri. Vafalaust eru margar þessar aðfinnslur réttar, og á ókomnum árum og áratugum kunna að koma fram staðreyndir sem mönnum eru ekki ljósar nú. En samt fær ekkert haggað þeirri meginniðurstöðu, þeirri grund- vallarstaðreynd, aö vextinum eru takmörk sett, að mannkyninu má ekki fjölga nema upp að ákveð- inni • tölu, að vöruframleiðslan getur ekki vaxið nema að vissu marki, ef þróun mannlifs á jörð- inni á ekki að fara úr reipunum og eyðileggingaröfl taka við. Kenn- ingin um stöðugan hagvöxt sem lausn allra mannlegra vanda- mála fær ekki staðizt. Frelsi er viðurkenning á nauðsyn. Blaðamenn hafa mjög hent á lofti niöurstööur tölvunnar frá Massachusetts og tengt þær við forna spádóma um heimsendi, dómsdag og ragnarök, sem þegar blasi við sem óhjákvæmileg örlög i tiö barnabarna okkar. Slik van- stillingarviöbrögð eru þó ástæöu- laus meö öllu. Það sem nú er að gerast er það eitt að okkar er látin i té aukin vitneskja um efnahags- leg, félagsleg og vistfræðileg lög- mál. Þessi lögmál eru i eöli sinu af sama tagi og sjálf náttúrulög- málin. Framþróun mannkynsins hefur verið bundin vaxandi þekk- ingu á náttúrulögmálum. Menn hafa ekki reynt að berjast gegn lögmálunum, heldur viðurkennt þau, beygt sig fyrir þeim og reynt að hagnýta þau i sina þágu. Þekk- ing á náttúrulögmálum og viður- kenning á þeim er forsenda allra visinda og þess aukna frelsis, þeirra nýju valkosta, sem þau hafa fært mannkyninu. Frelsi er ekki fólgiö i þvi að berjast gegn staðreyndum, heldur i hinu að hagnýta þær. Frelsi er viður- kenning á nauðsyn. Þetta á við um náttúrulögmálin, og þetta á á sama hátt við um lögmál efnahagsmála, félagsmála og vistfræði. Við þurfum ekki að standa andspænis þessum ný- fundnu lögmálum, gagnteknir af skelfingu, eins og frummenn gagnvart náttúrufyrirbærum, heldur ber okkur að viðurkenna þau, afla okkur sem gleggstrar vitneskju um þau, og láta siðan einmitt þessi lögmál þjóna hags- mununum og framtið mannkyns- ins. Að tryggja varanlegt jafn- vægi í mannheimi. Visindamennirnir i Massachus- etts breyttu forsendum sinum á margvislegan hátt til þess að kanna hvað gera þurfti til þess að tryggja varanlegt jafnvægi i mannheimi. Nokkrar niðurstöður þeirra um forsendur sliks jafn- vægis voru þessar: 1. Fjölgun mannkynsins þyrfti að ná núll-marki frá og með árinu 1975, þ.e. fæðingar og dauðsföll yrðu sama talan. Iðnaðarfram- leiðslan getur vaxið fram til ársins 1990, en verður siðan að haldast stöðug. 2. Hráefniseyðslan á neyzluein- ingu verður að lækka ofan i fjórðung þess sem nú tiðkast. »>

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.