Þjóðviljinn - 07.07.1972, Page 1

Þjóðviljinn - 07.07.1972, Page 1
djúðvhhnn Föstudagur 7. júli 1972 — 37. árgangur —148. tölublað Alþýðubankinn hf ykkar hagur okkar metnaður Laun iðnnema lœgri en persónufrá- dráttur Halda með Fischer Þær vinna hjá skrúðgörðum Reykjavikurborgar og hvildu sig i hjarta borgarinnar, við Tjörnina eftir góðan vinnu- dag. Þær eru, eins og svo margir aðrir, orðnar hálf- þreyttar á öllu umstanginu vcgna skákeinvigisins, cn fylgjast þó enn með, fullar áhuga.Allar eru þær eldheitir stuðningsmcnn áskorandans, Bobby Fischers, og segja að þar sem peningar hafi allt að segja i hinum spilltu Banda- rikjum sé undarleg hegðun og fégræðgi hans að vissu leyti réttlætanlcg. (Ljósm. Þjv. Gunnar Steinn) Spasskí á fyrsta leik í gær kl. 20 átti að draga um lit í fyrstu skák þeirra Spasskis og Fischers. Þetta var þó ekki framkvæmt fyrr en um 20,30 þar sem keppendurnir virtust þá eiga eftir að ákveða fyrsta keppnisdag, en tilkynnt var að fyrsta skákin yrði tefld á þriöjudag kl. 17.00 , og hefur þá einviginu seinkað um rúma viku. Athöfnin hófst með þvi að Golombek kynnt keppendur og aðstoöarmenn. Að þvi loknu var dregið og kom i hlut Spasskis að stýra hvitu mönnunum. Keppendurnir skoðuðu borðið og taflmennina og var ekki annaö sjá en þeir sættu sig við hvort tveggja. Dr Euwe fór til Hollands í gær og við stöðu hans tók þvi Englcndingurinn Golombek, kunnur skákmaður. Adda Bára kynnti á Neskaupstað Rétt fólks tíl tryggmga Adda Bára Sigfúsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðis-og tryggingaráðherra, fór nýlega til Neskaupsstaðar til að tala við fólk um frumvarpið til heil- brigðislöggjafar og tryggingamál og ennfremur til að kanna hvort bótaþegar almannatrygginganna vissu nógu vel um rétt sinn og hvernig framkvæmd trygginga- málanna gengi. Þjóðviljinn hafði samband við öddu og spurði hana nánar um þessa stuttu heimsókn. Sagðist hún m.a. hafa heimsótt sjúkra- húsið og rætt við alla aðila, sem hafa með framkvæmd heil- brigðis- og tryggingamál á staðnum. Þá heföi hún efnt til fundar i felagsheimilinu s.l. mánudag með ellilifeyrisþegum og hefðu um 40 manns sótt þann fund. A fundinum hefði komið i ljós hver nauðsyn er á að þessi Geir gagnrýndur á borgarstj ómarfundi fyrir Vanrækslu í starfi A fundi Borgarstjórnar Reykjavikur i gær urðu tals- vcrðar umræður utan dagskrár um störf Geirs Hallgrimssonar, borgarstjóra. Borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins, þeir Sigur- jón Pétursson og Kristján Bene- diktsson, átöldu við þessar um- ræður harðlega hve borgarstjóri hefur alltfrá þinglokum litið sinnt starfi sinu scm borgarstjóri. Kristján Benediktsson tók fyrstur til máls og sagði að hann hefði vænzt þess, að eftir að þingi lauk i vor þá myndi borgarstjóri gefa sig óskiptan að starfi sinu sem borgarstjóri. Reyndin hefði hinsvegar orðiö sú að frá þinglok- um hefði Geir Hallgrimsson verið önnum kafinn við umfangsmikil fundahöld viðsvegar um land á vegum Sjálfstæðisflokksins. Með þessu hefði borgarstjóri bæði sýnt embættinu og borgarbúum litils- virðingu. Afleiðing þessara miklu fjarvista borgarstjóra væri sú, að mjög hefði slaknað á heildar- stjórn borgarmálanna og ábyrgðin i of rikum mæli færzt yfir á herðar einstakra starfs- manna og embættismanna borgarinnar. Sigurjón Fétursson tók mjög undir gagnrýni Kristjáns. Hann kvað engan draga i efa að Geir Hallgrimsson væri starfssamur og athafnamikill. Afsakanlegt væri að þingstörf tækju verulegan tima borgarstjóra, meðan á þingi stóð. Hins vegar kastaði tólfunum þegar borgarstjóri hefði eftir aö þingi lauk vanrækt fundi i borgar- ráði og varla mátt vera að þvi að sitja þar nokkurn fund til enda, vegna aukafunda með flokks- mönnum sinum. Sigurjón sagði að i sinum augum væri starl borgarstjóra fullt starf og hann hefði lika laun i samræmi við þaö. Það væri þvi sjálfsögð og eðlileg krafa aö embættinu væri sinnt i samræmi við þær kröfur sem til þess væru geröar. Adda Bára Sigfúsdóttir mál séu kynnt betur og að sam- starfsaðilar fáist á hverjum stað. Adda sagði, að þarna, og viða annarsstaöar út um land, hefði framkvæmd tekjutryggingar- ákvæðanna dregizt alltof lengi, en vonandi væri sá dráttur á enda. Þá sagöist Adda einnig hafa sett sig i samband við formenn kvennasamtakanna á staðnum og Framhald á bls. 11 Stjórn Iðnnemasam- bandsins boðaði til blaða- mannafundar i gær til að kynna nýgerða kjarasamn- inga. Kom fram á fundinum, að kjör iðnnema eru frem- ur bág, Svo ekki sé f astar að orði kveðið. Samkvæmt nýju samningunum fá iðn- nemar 576 þúsund krónur í laun, þau fjögur ár sem þeir eru að læra iðn sína. Kjarasamningar iönnema hafa dregizt mjög á langinn, en iön- nemar hafa ekki sjálfir samn- ingsrétt, heldur sjá sveinar um að semja fyrir þá. Sveinarnir tóku þvi upp kröfur iðnnema við gerð kjarasamninganna i haust, en ekkert varð úr samningum. Eftir að gengið hafði veriö frá samn- ingum við verkalýösfélögin, var ætlunin aö taka fyrir samningana við iðnnema jafnframt umræðum um sérkröfur verkalýðsfélag- anna, en ekki varö heldur úr þvi. Eftir að búið var að ganga frá sérkröfum verkalýðsfélaganna hófust viðræður um kjör iðn- nema, fyrir forgöngu Vinnuveit- endasambandsins, og fengu iön- nemar að sitja þá fundi með mál- frelsi og tillögurétti. Þeir samningar sem gerðir hafa verið, fela i sér 5%-10% hækkun á launataxta þeirra meö- an á námi þeirra stendur, auk minni háttar breytinga annarra. Meðal árstekjur iðnnema, fyrstu 2 árin, eru 144 þúsund, en persónufrádráttur til skatts er 145 þúsund, og er það ekki fyrr ená þriðja ári námsins, sem iðnnem- ar ná þvi að hafa sömu laun og persónufrádrátturinn er. Þess má geta, að vinnuveitendur selja út vinnu iðnnema fyrir rúmlega helmingi hærri upphæð, en iðn- nemar fá i laun. 1 landinu eru nú rúmlega 1600 iðnnemar, og eru flestir þeirra i járniön, og hefur orðið mest aukning iðnnema i þeim greinum er lúta að járniðnaði. Samningar iðnnema verða birt- ir hér i blaöinu siðar, en nú er verið aö samþykkja þá af þeim aðilum, sem þar um fjalla. ■Hægt á dýrtíðarvagninum _K.,í ,™ 1R KtK Visob- Irnn gr á árcariinH- VIM CTR I«T IZlH MIM III l l l l l l Morgunblaösmenn hafa hcldur betur tekið sig á I reikni- listinni, og skáka nú sjálfum fyrrverandi viðskiptamálaráð- herra, sem sótti sér viöbótar- fræðslu i reiknilist til Kaup- mannahafnar á liðnum vetri, cnda samgöngur góðar milli flokka fyrrvcrandi ráðherra og Morgunblaösmanna. Niðurstaða nýjasta reikni- iæmis Morguhyaf jasta .aðsmanna er sú , að meðaltalshækkun fram- færsluvisitölunnar þrjú siðustu viðreisnarárin hafi verið 9,4%. Þarna hefur reiknilistin heldur betur leitt drengina á villigötur, þvi um er aö ræða firnalega glópsku. Útkoman er fengin með þvi að setja inn i dæmið þá mánuði af valdatima viðreisnarinnar, sem verð- stöðvunin var i gildi, en þann tima var hækkun framfærslu- visitölunnar 2%. Þessi lága hækkun færir hækkunar- prósentu valdatima viðreisnar- innar niður i 9,4%, sem er al- röng tala. Það sanna i málinu er, að framfærsluvisitalan var sett 100 á árinu 1968, en við upphaf verð- stöðvunar var hún komin i 155 stig. Þessi hækkun svarar til 18,6% hækkunar á ársgrund- velli, svo Morgunblaðsmönnum fatast ekki nema um rétt tæp 100%, sem verður að teljast minniháttar skekkja i þvl bíaði. Ilins vegar hefur vinstri stjórninni tekizt að hægja svo á veröbólguskrúfunni, þrátt fyrir ýmis bindandi loforð um hækkanir á hækkanir ofan, sem viöreisnarráðherrarnir skildu cftir i skrifboröum ráðu- neytanna, og þaö að á eftir verð- stöðvun hljóta að fylgja ákveönar hækkanir, sem vissu- lega hafa ahrif á framfærslu- visitöluna. ÞAÐ EINA AR, SEM VINSTRISTJÓRNIN HEFUR SETIÐ, MÆLIST HÆKKUN FRAMF ÆRSLUVISITÖLU 9,7%, OG HEFUR ÞVl VERIÐ DREGIÐ ÚR VAXTARIIRAÐA FRAMFÆRSLUVtSI- TÖLUNNAR UM ALLT AÐ ÞVt HELMING FRA ÞVt A TtMA VIÐREISNAR. A SAMA TIMA HEFUR KAUP t KRÓNUM HJA DAGSBRÚNARVERKA- MANNI AUKIZT UM 40%. Þetta heitir að auka kaupmátt og út frá þessum staðreyndum ættu Moggamenn að reikna, þó vænlegast væri fyrir þá að leggja þá listiðkun á hilluna. —úþ.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.