Þjóðviljinn - 07.07.1972, Page 3

Þjóðviljinn - 07.07.1972, Page 3
Föstudagur 7. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3. BOBBY FÍSCHERS Eins og sagt var frá í fréttum í gær höfðu so- vézku skákmennirnir krafizt þess, að Robert Fischer bæðist afsökunar á framferði sínu. I gær- morgun gerðist það svo að Fischer sendi Spasskí af- sökunarbréf og fara hér á eftir helztu atriðin úr þvi: Fischer kveðst biðja i ein- lægni afsökunar á þvi að hann kom ekki til opnunar- hátiðarinnar og ber það fyrir sig að hann hafi leiðzt út i ógöngur vegna smálegrardeilu sinnar við tslenzka skáksambandið út af peningum. Með þvi hafi hann móðgað Spasski og Sovétrikin þar sem skák sé mjög i heiðri höfð. Fischer biður einnig dr. Euwe afsökunar, islenzka skipuleggjendur einvigisins og skákáhugamenn um allan heim, einkum i Bandarikjunum. Hins vegar andmælir Fischer þvi, að af honum sé dæmd fyrsta skákin, vegna þess að þar með væri Spasski kominn með mikið | forskot. Fischer kveðst ekki trúa þvi að heimsmeistarinn | vilji þiggja slikt forskot, lýsir hann iþróttamann ágætan og | heiðursmann og kveðst hlakka til að keppa við hann. Um hádegi var enn ekki aði fullu lokið deilum um það, I hvernig lita bæri á fyrstui skákina, en i fyrrakvöld var það ' haft eftir Spasski sjálfum, aðl hann kærði sig ekki um áður-' nefnt forskot. makki á ísafirði Sýningu að ljúka Senn fer að Ijúka sýningu á teikningum og handa- vinnu barna, sem nú er haldin niðri í Norræna húsinu. Er hún opin i dag, föstudag, kl. 2—10, og til hádegis á morgun, laugar- dag. Myndin sýnir nokkrar barnamyndanna á sýningunni sem er í tengslum við þing norrænna myndíða- kennara. Meðan þessi athyglisverða sýning stendur, og lengur þó, vinna kennarar i Haga- skólanum að ýmsum nytsömum verkefnum. Enn stendur í Enn er allt óvíst um meirihlutamyndun á isa- firði, en á mánudag héldu kratar fund með sér um málið. Síðar þann sama dag funduðu með krötun- um hinir ,,Frjálslyndu vinstrimenn". Fundinn sátu einnig fulltrúar íhalds- ins. íhaldinu vestra hefur borizt liðsstyrkur, en það eru þeir Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Markús Örn Antonsson og (vara) for- maður flokksins Geir Hallgrimsson, en þessir þrir héldu almennan fund á ísa- firði í gær, þar sem þeir ,,uppfræddu" um lands- mál. Ný sjúkraflugyél Pálssonar B j örns I fyrrakvöld um kl. 10,30 settist hér á Reykjavikurflugvöll ný sjúkraflugvél, sem Björn Pálsson hefur keypt frá Bandarikjunum. Þetta er fjórða flugvélin i flug- flota Björns. Blaðamaður Þjóð- viljans brá sér út á flugvöll rétt áður en flugvélin lenti og náði þar tali af Birni og starfsmanni hans á flugafgreiðslunni. Þessi flugvél er af gerðinni Piper Aztec C, 2ja hreyfla og tek- ur 5 farþega auk flugmanns. Flugvélin getur lent á nær öllum þeim flugvöllum, sem hér eru i notkun innanlands. Flugþol henn- ar er um 7 1/2 klukkustund og hún er búin öllum nýtizku tækjum og búnaði. Knútur Óskarsson flaug vélinni frá Bandarikjunum og var flug- timinn um 8 klst. og 20 minútur. Myndin var tekin við komu flugvélarinnar. Bandalag Islendinga i Norður- Þýzkalandi hefur látið prenta sérstaka greinagerð um land- helgismálið og dreift henni til fjölmiðla i Vestur-Þýzkalandi. Einnig hafa þeir sent hana til ein- staklinga og stofnana. Þá gengst bandalagið fyrir almennum fundi i Bremerhaven um landhelgis- málið miðvikudaginn 12. júli. Það er vissulega gleðiefni, að tslend- ingar búsettir erlendis hafa á þennan hátt unnið gott verk til kynningar á lifshagsmunamáli þjóðarsinnar, og æskilegt væri að landar viðar um heim gerðu slikt hið sama. Þjóðviljinn hefur frétt að þegar hafi mörg blöð i V-Þýzkalandi birt þessa greinagerð, m.a. blöð er tilheyra blaðahring Springers. Ljóð próf. Einars Ólafs á frönsku Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur gefið út i franskri þýðingu Ljóö el'tir próf. Einar Ól. Sveinsson og hefur Régis Royer, fyrrum sendi- kennari við liáskólann. gert þýðinguna. Nefnist bókin Chant. Hafsteinn Guðmundsson skýrði frá þvi á blaðamannafundi i gær, að hann hefði lengi haft áhuga á þvi, að koma islenzkum kveo- skap i auknum mæli á framfæri á erlendum tungum, og vel mætti þessi bók verða visir að meiru. Bókin er gefin út i svipuðu formi og islenzka útgáfan, sem kom út 1968. Próf. Einar Ól. Sveinsson sagði, að hann hefði lengi lagt stund á yrkingar og játazt undir að gefa þær út 1968 fyrir vina ráð. Þessi ijóð eru frá öllum timum ævinnar, sagði höfundur enn- fremur. Régis Boyer er nú starfandi við Svartaskóla i Paris, en var hér ummargra ára skeið sendi- kennari og siðar i Uppsölum. Skrifaði hann próf. Einari Ólafi skömmu eftir að Ljóð komu út og NÝ FÉLAGSBÓK FRÁ MÁLI OG MENNINGU Frásagnir eftir Þórberg Þórðarson Bókin er afgreidd til félagsmanna í Bókabúð Máte og menningar Laugavegi 18. bað leyfis að fá að þýða þau. Það er og hugmynd þýðandans að láta fylgja ritgerð Einars Ólafs um Mýrdal. Hann ritar einnig for- mála að bókinni. Áður hefur Helgafell gefið út ljóð Jóns Óskars og Einars Braga á frönsku. Nú er verið að þýða á ensku bók próf. Einars Ólafs Um islenzkar þjóðsögur og má búast við að hún komi út á næsta ári.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.