Þjóðviljinn - 07.07.1972, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Köstudagur 7. júli 1972
MOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag ÞJóðviljans.
Framkvæmdastjóri: EiSur Bergmann,
Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson,
Svavar Gestsson (áb.).
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 línur).
Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuðf.
Lausasöluverð kr. 15.00.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Skáklist í hættu
íslenzk blöð skrifa leiðara um heims-
meistaraeinvigið i skák, eins og vonlegt
er. í Morgunblaðsleiðara i fyrradag er t.d.
tekinn upp hanzkinn fyrir Bobby Fischer
með svofelldu móti: ,,Þess er þó að gæta,
að hann hefur verið samkvæmur sjálfum
sér i kröfum sinum frá upphafi, og ekkert
bendir til þess, að hann geri i þeim efnum
neitt, sem að mati hans sjálfs er ekki
rétt”.
Þetta hljómar kannski ekki illa, en fær i
reynd ekki staðizt. Ef það er lagt til
grundvallar á mati á athöfnum manna,
hvort þeim sjálfum einum finnist þeir
gera rétt eða ekki, þá er undirstöðunni
kippt undan staðhæfingum um rétt eða
rangt i mannlegu félagi. Og þegar hér við
bætist, að framferði Bobby Fischers hef-
ur, umbúðalaust sagt, miðað að þvi einu
að kúga meira fé af Skáksambandi ís-
lands (eða hverjum þeim sem vildi hlaupa
i skarðið) þá verður afsökunin enn
hæpnari. Þó svo geti vel átt heima á siðum
Morgunblaðsins, sem jafnan hefur talið
mönnum það helzt til ágætis að þeir kynnu
að græða fé — hvernig svo sem þeir færu
að þvi.
Það hefur verið talað um það, að kröfu-
harka Fischers á skákmótum geti bætt
kjör skákmanna yfir höfuð, og vist kann
nokkuð að vera til i þvi. En hitt skiptir þó
miklu meira máli i þessu sambandi, að
þessi „kommersialisering”, þetta fjár-
málabrask með ágæta iþrótt, mun vart
verða henni til framdráttar i bráð og
lengd. Umsvif.Fischers geta sjálfsagt leitt
til þess, að teflt verði i stærri sölum, t.d. i
heimalandi hans, að meira fé verði i veltu,
að fleiri fái meiri tekjur af skák en hingað
til, osfrv. En hér mun á eftir fara margt
fleira sem fylgir braski með iþróttir : spá-
kaupmennska, hæpin veðmálastarfsemi,
baksamningar, mútur og annað góðgæti.
Má vera að svo fari, að skák, þessi iþrótt
einbeittni, rökvisi og hugkvæmni, verði að
lokum breytt i einskonar andlega hnefa-
leika, sem stjórnað verði af þeim skipu-
lögðu glæpa flokkum, sem jafnan eru
mættir þar sem peningaþefur er af keppni
— eins og dæmi hinna eiginlegu hnefaleika
sanna. We are not impressed.
Lélegur rekstur
í Straumsvík
Þjóðviljinn hefur undanfarna tvo daga
birt athyglisverðar greinar um áliðnaðinn
og auðhringinn Alusuisse. Er þar gerður
samanburður á rekstri islenzku Álverk-
smiðjunnar i Straumsvik og Húsness i
Noregi, en bæði eru fyrirtækin dótturfyr-
irtæki Alusuisse. í þessum greinum kem-
ur m.a. fram:
1. Áliðnaðurinn átti að skapa festu i
islenzku efnahagslifi og vera til fyrir-
myndar um framleiðni, en þar skella fyr-
irvaralaust á markaðsörðugleikar, verð-
fall og samdráttur i framleiðslu.
2. Samanburður milli Húsness og
Straumsvikur leiðir i ljós, að framleiðni i
annars sambærilegum fyrirtækjum i
Noregi er allt að helmingi meiri i Noregi.
3. Vegna taprekstrarins eignaðist dótt-
urfyrirtæki Alusuisse á íslandi innistæðu
hjá rikinu upp á 47 milj. kr., en raunveru-
leg skattgreiðsla þess varð aðeins 9
miljónir.
4. Forsvarsmenn Alusuisse hælast um
yfir hinu lága rafmagnsverði á íslandi,
enda er það að verða 50% lægra en i
Noregi.
Þá er varpað fram þeirri spurningu i
greinunum, vegna gróða auðhringsins, en
bókhaldstaps dótturfyrirtækisins, hvort
hugsanlegt sé, að 300 miljónir hafi farið
undir borðið til Sviss, þar af 200 miljónir
sem skattaivilnun.
Næg atvinna og vantar
fólk á Patreksfirði
— segir Svavar Júlíusson, kaupfélagsstjóri
Mikið er um að vera
hér á Patreksfirði, og
rikir hér yfirleitt fram-
kvæmdahugur og bjart-
sýni hjá fólki, sagði
Svavar Júliusson, kaup-
félagsstjóri, i viðtali við
Þjóðviljann i gær.
Fólk hér er ekki uggandi yfir
dýrtiðarmálum, og virðist mér
fólk lita svo á að sumar af þessum
verðhækkunum hafi verið
óhjákvæmilegar.
Fólk leggur miklu meira upp úr
vinnufriði og atvinnuöryggi.
Hefur fólk þannig lagt út i ýmis-
konar framkvæmdir og dýrar
fjárfestingar.
Sjálfseignarbilstjórar hafa
endurnýjað vörubila sina og
keypt nýja bila. Ekki færri en 14
einbýlishús eru i smiðum hér i
sumar. Var byrjað á þeim i vor.
Ennfremur er hreppsfélagið að
láta reisa verkamannabústaði.
Er þegar byrjað á sex ibúða
stigahúsi sem fyrri áfanga, en
fyrirhugað er aö byggja tólf ibúða
blokk i þessu skyni.
Þá eru undirbúningsfram-
kvæmdir hafnar að byggingu nýs
frystihúss á vegum Hraðfrysti-
húss Patreksfjarðar h.f. Hefur
þegar verið sótt um lóð við höfn-
ina. Ég veit ekki betur en hún sé
fengin, sagði Svavar. Ekki þótti
svara kostnaði að endurbyggja
gamla frystihúsið. Verður nýja
húsið byggt eftir ströngustu kröf-
um um hreinlæti og þrifnað.
Linuvertiðin gekk ágætlega hér
i vetur, og öfluðu bátar vel eins og
Þrymur, Drangey og Maria
Júlia. Stöðug vinna var i báðum
frystihúsunum og átti fólk kost á
helgarvinnu oft á tiðum. Hafðist
ekki undan að vinna fiskinn, og
uröum við stundum að senda fisk
frá okkur til Tálknafjarðar og
Bildudals til vinnslu þar.
Um áramótin voru keyptir
hingað Hólmanesið og Pétur
Thorsteinsson. Hafa þessi skip
verið á togveiðum og fiskað held-
ur illa. En það bregður til hins
betra fyrr en varir, sagði Svavar.
Hér vantar sannarlega fólk i
frystihúsin og sjómenn á bátana.
Ekki er óeðlilegt, að svona staður
geti byggzt upp með aðrar eins
náttúruauðlindir hér fyrir utan, —
á ég þá við hin fengsælu fiskimið.
Hvar er vænlegra til búsetu en i
nágrenni við einar dýrustu
náttúruauðlindir heims?
Unga fólkið vantar hér i at-
vinnulifið, og höfum við hafið
Svavar Júliusson.
smiði á nýju félagsheimili i vor.
Fyrsti áfangi af þessari byggingu
verður fokheldur með haustinu.
Hér er næg atvinna og mikil
gróska á öllum sviðum, sagði
Svavar að lokum.
g.m.
Nei, nei-
stefnan
Nú dregur að þvi, að gömlu við-
reisnarflokkarnir séu búnir að
vera i eitt ár i stjórnarandstöðu.
Alþýðuflokkurinn lýsti þvi sjálfur
yfir, aðhann teldi rétt að sitja um
tima i skammarkrók islenzkra
stjórnmála eftir ósigurinn i fyrra
og fara á endurhæfingarnám-
skeið. Ekki er að vita, hve lengi
það verður, en fyrri hluta vetrar
sýndi flokkurinn þó nokkra til-
burði i þá átt að styðja rikis-
stjórnina til góðra verka, eins og
þeir orðuðu það. En eftir að for-
maðurinn kom heim, þá fylgdi
flokkurinn gamla vanaganginum
og skilaði sér við hlið gamla höf-
uðbólsins. Þrátt fyrir það verður
Alþýðuflokkurinn ekki sakaður
um það, að hafa ekki haft neitt til
málanna að leggja: ekki hefur
hann verið einhliða neikvæður i
stjórnarandstöðu.
Það sama verður hins vegar
ekki sagt um Sjálfstæðisflokkinn.
A þingi i vetur hafði flokkurinn
ekkert sjálfstætt til málanna að
leggja, engin úrræði, en var yfir-
leitt á móti velflestum tillögum
stjórnarinnar eða var með
sýndaryfirböð. Skýrasta dæmið
um yfirboðsstefnuna var i land-
helgismálinu, þar sem þeir
reyndu að sýnast róttækastir af
öllum, mennirnir sem lögðu i
hendur Breta árið 1961 eina vopn-
ið sem þeir geta nú beitt gegn Is-
lendingum. Meira að segja voru
Sjálfstæðismenn svo samkvæmir
sjálfum sér i nei — nei — afstöðu
sinni, að við lá að þingflokkurinn
greiddi atkvæði gegn styttingu
vinnuvikunnar i 40 stundir og
lengingu orlofs. Við afgreiðslu
skattamálanna var sama nei-
kvæða hljóðið i Sjálfstæðisflokkn-
um, en þegar breytingarnar voru
orðnar að lögum, þá voru þeir
manna æstastir i að nýta álagn-
ingarheimildir til hins ýtrasta.
Nú, þegar umræður eru um
verðhækkanirnar og ráðstafanir
til að tryggja kaupmátt launa,
þá heyrist aðeins barlómur og
hrunkjaftæði úr herbúðum Sjálf-
stæðismanna. Engar tillögur hafa
þeir á takteinum um aðgerðir i
efnahagsmálum, nema ef vera
skyldi gengislækkun. Þeir sjá að-
eins fram á ógurlegt hrun og biða.
Lýsingar þeirra á ástandi efna-
hagsmálanna eru svo svartar, að
ef þessir menn tryðu þvi sem þeir
segja, þá hlytu þeir að flýja land.
Þeir tækju þá eflaust undir með
Jóni i íslandsklukkunni og segðu
landiö vera að sökkva.
Það var sú tið, að hermt var
upp á núverandi forsætisráð-
herra, að hann fylgdi já — já, —
nei — nei — stefnu. Nú litur hins
vegar út fyrir, að forsætisráð-
herra skuggastjórnarinnar, við
skulum segja að það sé Jóhann
Hafstein, að hann hafi tileinkað
sér siðari hluta þessarar stefnu
Ólafs Jóhannessonar og fylgi nei-
nei-nei-stefnu. Sannleikurinn er
sá, að aldrei hefur lélegri stjórn-
arandstaða verið á tslandi. Hún
veitir ekkert aðhald, enga rök-
studda gagnrýni, engin úrræði, en
setur sig upp á móti öllu, sem gert
er. Þannig mun hún eflaust segja
nei-nei- ef vinstri stjórnin gerir
ráðstafanir til að hindra frekari
verðhækkanir og tryggja kaup-
máttinn. Það er heldur engin
furða, að Sjálfstæðismenn hafa
ekki upp á annaö en nei-nei-stefnu
að bjóða. Þeir hafa engan tima til
að fjalla um stjórnmálaástandið,
vegna innanflokksátakanna. í
þau átök fer öll þeirra orka; við
andstæðinginn mega þeir ekki
vera að berjast.
err.