Þjóðviljinn - 07.07.1972, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 07.07.1972, Qupperneq 5
Köstudagur 7. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5. Kommúnistar og sósíalistar semja un A Iþýðufylkingar- stjórn í Frakklandi Þann 27. júní gerðust merk tíðindi i sögu franskrar og þar með vesturevrópskrar vinstri- hreyfingar. Forystumenn Kommúnistaflokksins og Sósíalistaflokksins, Georges Marchais og Fran- cois Mitterand, undirrituðu þennan dag stefnuskrá fyrir væntanlega sam- steypustjórn kommúnísta og sósialista — og er þetta fyrsta samkomulagið um a Iþýðufy Ikingarst jórn i Frakklandi sem gert er i 36 ár. Ákid 1934 GERÐU verka- lýðsflokkarnir frönsku með sér samning um baráttu gegn fas- isma og árið 1936 mynduðu þeir alþýðufylkingarstjórn undir vigorðinu ,,brauð, frið og frelsi”. Franskir vinstrimenn hafa oft reynt að vekja slika hreyfingu aftur til lifs og kom- ust næst þvi i kosningabanda- lagi 1966. En sá samningur, sem nú er gerður, er af flestum tal- inn mjög sögulegur, enda geng- ur hann að ýmsu leyti lengra en samkomulag það sem alþýðu- fylkingin var á reist fyrir strið. Við undirritun samningsins spáði Marcahais, formaður kommúnista, að hann mundi stuðla að þvi að skapa frjálsara oghamingjusamara Frakkland. Mitterand lét sér nægja að leggja áherzlu á að nú hefðu verkalýðsflokkarnir gert mönn- um grein fyrir þvi, að þeir vildu og gætu stjórnað landinu sam- an. Vitundin um raunverulegan valkost á vinstri armi franskra stjórnmála er reyndar talin mjög þýðingarmikil vegna þess, að eftir 14 ára stjórn sýnast Gaullistar heldur á faralds fæti. MÖGULEIKAR á alþýðu- fylkingarstjórn mun vafalaust skelfa mjög hægrimenn og eitt hvað af miðjufólki. En enginn vafi er heldur talinn á þvi, að hugmyndin um alþýðufylkingu hefur mikið aðdráttarafl. Þrátt fyrir marga vankanta stjórnar Léons Blums 1936-38 minnast franskir verkamenn þeirra tima jafnan með hrifningu (þá komst t.d. á 40 stunda vinnuvika og ýmis önnur baráttumál verk- lýðshreyfingarinnar náðu fram að ganga). Samfylkingin er sögð bæði freista margra þeirra, sem hafa tekið þátt i hin- um ýmsu hópum lengst til vinstri og finnst að þar hafi ver- ið starfað i helzt til lauslegum tengslum við veruleikann, og svo einnig yngri manna i Radikala flokknum, sem eru i andstöðu við Servan-Schreiber, sem þar er nú i fyrirsvari. Sá m á 1 ef n a sa m n i n gu r væntanlegrar stjórnar franskra verklýðsflokka, sem lagður verður fyrir aukaþing flokk- anna þann niunda þessa mán- aðar, er samningur misstórra aðila. Kommúnistaflokkurinn hefur nær hálfa miljón meölima en Sósialistaflokkurinn um 100 þúsund, og öflugasta verklýðs- samband Frakklands, CGT, lýt- ur stjórn kommúnista. - 0 - EINS OG AÐ LIKUM LÆTUR hafa báðir flokkarnir gert til- slakanir, og er mjög um það deilt, hve miklar þær séu i raun og veru. Georges Marchais formaöur franskra kommúnista, og Francois Mitterand, formaður sósialista, svara spurningum blaðamanna. Samningaviðræður stóðu i þrjá mánuði. Merki kommúnistaflokksins og sósialistaflokksins Sósialdemókratar i Vestur- Þýzkalandi, svo tekið sé dæmi, sögðu að mestu skilið við sósial- isk stefnumið árið 1959 þegar þeirsömdu stefnuskra sina sem kennd er við Bad Godesberg. Hins vegar hefur franski sósialistaflokkurinn nú i aukn- um mæli snúið sér að hug- myndafræði launþegaflokks, sem að visu gengur ekki undir vigorðum harðsnúinnar stétta- baráttu, en lætur sér vel lika að samstarfsflokkurinn og nú nán- asti bandamaður hans geri það. Á móti kemur, að Kommún- istaflokkurinn leggur fram tryggingu fyrir þvi, að flokkur- inn muni sætta sig við að fara úr stjórn bæði eftir ósigur i kosn- ingum og svo ef til stjórnar- kreppu kemur. Flokkurinn hef- ur þar með horfið frá þeirri kröfu, að stjórnarkreppa hjá al- þýðufylkingu þurfi ekki sjálf- krafa að hafa i för meö sér nýjar kosningar, heldur geti sósial- istar leitað fyrir sér um sam- starf til hægri ef til kreppu kem- ur. Spiegel og Information reka á svofelldan hátt ákvæði samn- ingsins i einstökum atriðum: EVRÓPUMÁL. Kommúnista- flokkurinn er reiðubúinn til að ,,taka þátt i uppbyggingu Efnahagsbandalagsins”, en kveðst aðeins viðurkenna þær ráðstafanir ráðherranefndar EBE i Brussel sem gerðar eru einróma. Sósialistar hverfa hins vegar frá kenningum sinum um „Evrópu ofar þjóðrikjum”. VARNARMÁL. Kommúnista- flokkurinn vill sem fyrr hafna frönskum kjarnavopnum og uppbyggingu sveita i hernum sem búnar séu slikum vopnum. En með þögn sýnist flokkurinn hafa horfið frá þeirri kröfu sinni að öll kjarnavopn verði eyði- lögð, og sömuleiðis krefst flokk- urinn þess ekki að alþýðufylk- ingarstjórn segi Frakkland úr NATO. Hér kemur það á móti, að Sósialistaflokkurinn skrifar undir þá kröfu að fylgt verði „sjálfstæðri stefnu gagnvart hernaðarbandalögum þeim sem nú eru til”. ÞJÓÐNÝTING. Sósialistar vildu ganga all skammt i þjóð nýtingu, en hafa fallizt á kröfu um fulla þjóðnýtingu á einum sautján framleiðslugreinum. Meðal þeirra er talað um vopnaiðnaðinn og kjarnorkuiðn- að, ýmsa banka, lyfjafram- leiðslu og rafeindaiðnað. Þjóð- nýtingin verður framkvæmd i þrem stigum eða áföngum, sumpart verða heilar greinar þjóðnýttar, i öðru lagi verða þjóðnýtt lykilfyrirtæki i ýmsum greinum, og i þriðja lagi verður komið á meðákvörðunarrétti starfsfólks i fyrirtækjum, i ýms- um tilvikum fær starfsfólk hreinan meirihluta i stjórn þeirra. af erlendum vettvangi Róttæk efling ábyrgðar- tilfinningar Art Buchwald kann ágætt ráð til að efla sparnað i rikisrekstri, sem hollt er að kynna sem viðast um heiminn nú i agúrkutíð. VINUR MINN DUNCAN er áhyggjufullur. „Það er alltof mikið af léttúðartali i þessu landi um miljarða af dollurum. Það er ekki langt siðan að við töluðum um miljónir dollara, en allt i einu erum við dottnir i miljarða. Eng- inn stjórnmálamaður sem ber virðingu fyrir sjálfum sér mun nefna á nafn miljón dollara leng- ur, þvi að miljarður hljómar miklu betur. — Ég held að það skipti ekki svo miklu máli fyrir hvern venju- legan mann, sagði ég við Duncan. Hann hefur aldrei séð miljón doll- ara hvort eð er og ekki miljarð heldur. Honum er nokkuð sama. — Það er einmitt þar sem hundurinn liggur grafinn og hnif- urinn stendur i kúnni, sagði Duncan. Ekki einn einasti af þeim mönnum sem hafa beðið um miljarð dollara hefur vitað, hverju þessi miljarður er likur. Hann rúllar þessu fram af tungu sinni eins og hann sé að tala um tylft af eggjum. Valdhafar munu ekki hætta að leika sér að pening- um skattborgarans fyrr en þeir vita hvað miljarður er. og vel. Við segjum honum, að hann geti fengið þá, en hann verð- ur að taka þá út i reiðufé. Laird verður að fara i banka með tilvis- un frá þinginu og afhenda hana gjaldkeranum. Gjaldkerinn mun rétta honum peningana i tiu og tuttugu dala seðlum, og hann mun skuldbundinn til þess með lögum að ganga úr skugga um að hann hafi fengið rétta upphæð. Þegar Laird er búinn að telja peningana verður Sameinað her- forjngjaráð að telja þá aftur til að ganga úr skugga um að rétt sé talið. Og er Laird hefur talið vit- laust þá verður hann að telja allt upp á nýtt. — Ekki verður hann iðjulaus, sagði ég. — Ef þingmaður fer fram á miljarð i einhverja fjárveitingu ber að krefjast þess af honum, að hann telji peningana áöuren hann leggur frumvarpið fram, sagði Duncan. Peningarnir verða lagðir til hlið- ■ ar i geymslu á Kapitólhæð og eftir EFTIR ART BUCHWALD — OG HVER ER ÞIN LAUSN? spurði ég. — Til dæmis sagði hann, skul- um við gera ráð fyrir þvi að Melvyn Laird varnarmálaráð- herra vilji fá tiu miljarði dollara fyrir tiu nýja Tritonkafbáta. Gott að frumvarpið er samþykkt, eiga allir sem greiddu þvi atkvæði að telja peningana. Ef 340 þing- menn segja já, þá þarf að telja peningana 340 sinnum. Ef að þingmaður neitar að telja verður atkvæði hans talið ógilt. - ÆRINN STARFI ÞAÐ á kosningaári, sagði ég. En ekki ætlast þú þó til þess, að forseti Bandarikjanna telji alla miljarð- ana sem hann vill fá fyrir fjárlög sin? — Auðvitað ekki, sagði Duncan. Forsetinn er of önnum kafinn við aðra hluti. Ég held að kona hans og fjölskylda ætti að telja fyrir hann. — Kona hans og fjölskylda? — Já. Hvenærsem forsetinn er búinn að reikna það út, hve mikla peninga hann þarf til að stjórna landinu, mundu vörubilar aka þeim til Hvíta hússins i sekkjum og eiginkona hans og fjölskylda mundu byrja að telja þá i ibúðinni uppi. Það er min trú, að þegar forseti sér konu sina með græna augn- skugga sitja á gólfinu i svefnher- bergi Lincolns og telja miljarði dollara, þá muni það hafa mjög róandi áhrif á hann. — Duncan, þú hefur komið með mjög róttæka tillögu, en ég verð að játa, að hún hefur sina kosti. — Min skoðun er sú, sagði hann, að um leið og við förum að greiða i seðlum i stað ávisana þá komiupp ný tegund af ábyrgðartiÞ finningu i fjármálum þjóðarinn- ar. Við þurfum ekki annað en að segja við þá sem stjórna: Ef þið viljið fá peninga — teljið þá! Og þú munt sjá, að allt þetta lausa- leiksslúður um miljarði dollara verður fljótt að hverfa.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.