Þjóðviljinn - 07.07.1972, Side 7
6. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN L’östudagur 7. júli 1972
Föstudagur 7. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 7.
algeng dagsöltun, fara 50 tonn af
salti, en fast aö 3/4 hlutum þess
koma til skila aftur, er stæðurnar
eru rifnar upp og umsaltaðar eftir
5—8 daga. Við frumsöltun i
skemmunum hjá Benedikt leggja
tveir flattan þorskinn niður i
hverja stæðu og tveir saltarar
moka það miklu salti, að vart sést
grisja i hvert lag af fiski; þannig
er byggt upp i axlarhæð. Venju-
lega eru þrjár stæður byggðar
upp samtimis, fiski og viðbótar-
salti er ekið á hjólbörum.
Hér vinna svona i bland þeir,
sem kallaðir eru fimmkallar, það
eru þeir öldungar, sem staðið
hafa að verðmætasköpun svo
margra áratugi, og svo langan
vinnudag, að nú hafa þeir ekki út-
hald lengur en til kl. fimm dag
hvern. Já, sei sei! Þetta er vist
ekkert virðingarheiti, og það þarf
vist ekki að búast við miklu af
þessum körlum senn hvaö liður;
en finir herrar, sem leggja leið
sina um Hornafjörð mættu nú
samt taka ofan fyrir þeim, þvi svo
dularfullar eru leiðir fjár-
málanna, að eitthvað af verö-
mætunum, sem þessi fimmkallar
á Hornafirði hafa skapað, kann að
vera á óliklegustu stöðum.
Það eru svo sem fleiri hér, sem
mætti taka ofan fyrir. Hér er
kona, sem við segjum okkar á
milli að afkasti eins og stóriðju-
ver. Það býr óskiljanlegur þrótt-
ur og atorka með þessari dömu-
legu konu, sem alltaf virðist tilbú-
in til veizlu. Ég held að maðurinn
hennar hafi háar tekjur, en sem
hreinræktaður Skaftfellingur tel-
ur hún ekki eftir sér að taka þátt i
björgun og sköpun verðmæta. —
Og á Höfðanum, hinni söltunar-
stöðinni var önnur kona, sem
komst upp i það að veiða með sln-
um tveim höndum allan fisk úr 60
tonna dagsöltun upp úr keri með
isköldu vatni og láta hann i hjól-
börur. Samt var þessi unga
sveitakona grönn eins og álfkona,
stigin út úr ævintýrum
þjóöarinnar.
Það er vist einkenni á miklum
náms- og menntamönnum, að
þegar þeir hafa verið ein 15 ár i
skóla, finna þeir sárlega til þess,
hvað þeir vita litið, og bæta við
sig 10—15 ára námi i viöbót en
slitna þá stundum úr samhengi
við raunveruleikann. Ég held að
enginn saltarinn hjá K.A.S.K.
hafi mörg próf upp á vasann eöa
langa skólagöngu aö baki, en þeir
halda samt við raunveruleikann.
Einn þeirra hefur skroppið frá
verki til þess að flytja erindi við
Háskóla tslands fyrir fullri
kennslustofu hálærðra, áhuga-
samra og dálitið undrandi fræði-
manna. Hann hefur lika
lengi veriö hjálparhella innlendra
og erlendra skordýra- og liffræð-
inga, nú siðustu árin við Surts-
eyjarrannsóknir ár hvert og á
stómerkilegt skordýrasafn. Þessi
maður er Hálfdán Björnsson
bóndi á Kviskerjum; hann býr þar
með systkinum sinum, en á auk
þess að baki margar vertiðir i
Vestmannaeyjum og einhverjar
hér á Höfn. Andlegt atgervi
Hálfdáns á Kviskerjum og Sveins
Dúfu er andstæða eftir pvi sem
kemur fram i kvæði um þann
siðarnefnda, en eftirfarandi
hending á vel við um báða:
„Þetta er að kunna vel til vigs og
vera lands sins hnoss”. Hálfdán
Björnsson eys hverju salttonninu
eftir annað yfir saltfisksstæður
þjóðarinnar, með hugann fullan
af visdómi og latinunöfnum yfir
óliklegustu skorkvikindi landsins.
þarna komst m^iður i kynni við
blessaðan þorskinn, nýkominn
upp úr sjónum. En hvað þeir
allra stærstu minntu á vissa stór-
milla, þessa með klækjavitið og
hraðfrystu tilfinningarnar, þó eru
þorskarnir ivið gáfulegri; en að
einu leyti er þeim þveröfugt far-
ið: Innan undir roði þorsksins eru
eintóm verðmæti.
Við Þórhallur og einhverjir
fleiri gengum niður i mötuneyti
að aðgerð lokinni til þess að fá
okkur kaffisopa. Að morgni átti
að pakka saltfiski, þvi ekkert af
fiskinum, sem við gerðum að átti
að fara i söltun. Ég var léttur i
spori eftir að hafa komizt i
þorskaorustu með þessari
vikingasveit, enda læddist að mér
sá grunur, aö sumir þeirra væru
afkomendur helgra manna
irskra.
I saltfiskinum hjá Benedikt
Þorsteinssyni, þar sem ég vann
að jafnaði er mannlifið fjölbreyti-
legra, fólk á öllum aldri og af báð-
um kynjum vinnur við hin ýmsu
störf. Vinnan var jöfn og mikil,
fiskur barst að flesta daga, en ef
hlé varð á söltun var látlaus vinna
við að umsalta, pakka eða þá
skipa út þessum dýrmætu gjald-
eyrisskapandi vörum. Þarna var
lika þurrkklefi, þar sem lakari
flokkar af saltfiski voru þurrkaðir
og gátu vist hækkað i verði um
fast að 100 kr. á meðalstóran fisk.
Morgunninn hófst venjulega á þvi
að nokkrir skiptu um fisk i þurrk-
klefanum. Þar var handagangur i
öskjunni, og vinnuhraðanum réð
kona. Aðrir fóru aö undirbúa sölt-
un eða pökkun eða rifa upp stæður
og umsalta; það er mikið verk,
þvi að i 50 tonn af fiski, sem er
Fyrsti hluti
birtist
30. júní.
r r'‘ :*#i**?*~
fSe, jsr,
SAL TfTSKS TÆÐA
ÞJÓÐARCSNAR
„Ég held að enginn saltarinn hjá K.A.S.K. hafi mörg
próf upp á vasann eða langa skólagöngu að baki,
en þeir halda samt við raunvieruleikann. Einn þeirra
hefur skroppið frá verki til þess að flytja erindi við
Háskóla tsiands fyrir fullri kennslustofu hálærðra,
áhugasamra og dálitið undrandi fræðimanna”.
Bátarnir fara að tinast að
seinni part dags, og það getur
veriðstanzlaus löndun langt fram
á morgun. Akveðin sýni eru tekin
af afla hvers báts, þau eru hand-
flött og metin af fiskmatsmannin-
um, Eiriki Einarssyni, einum
mesta húmorista héraðsins. Og
þvi spyr ég i sakleysi sinu: Er
hugsanlegt samhengi milli tap-
reksturs hraðfrystihúsa og
húmorleysis fiskimatsmanna á
hverjum stað?
Aðgerð hófst af fullum krafti
stuttu eftir að löndun hófst, og ég
hef ekki oft séð meira kapp viö
vinnu en þar á Höfðanum, sem er
önnur saltverkunarstöð, sem
K.A.S.K. rekur. Ég fékk tvisvar
aö vinna með þessum görpum i
aðgerðinni og ef ég sá mér færi á
að gjóta augunum til hliðar, sá ég
röð af skylmingamönnum og allir
virtust hafa marga hnifa á lofti.
Liðinu stjórnaði Jón frændi
Asgrims kaupfélagsstjóra, og
Arni bróðir söng, Borgfirðingur,
en þaðan eru margir harðdugleg-
ir vertiðarmenn. Þá var þarna
herbergisfélagi minn, Þórhallur
Sigurðsson frá Holtaseli á Mýr-
um; hann kann svör viö flestum
spurningum i spurningakeppnum
þar i sýslunni, þó honum gefist oft
litill timi til að auðga andann við
lestur, og hnifnum beitir hann
eins og hann væri i kappleik. Jafn
harðduglegir eru bræður hans,
sem þarna voru, og ég hafði áður
unniðmeðá Höföanum. Hér voru
Austur-Skaftfellingar og Aust-
firðingar i bland. Við stóðum
þarna i röðum, báðum megin við
langt borð, tveir og tveir unnu
saman, hvor á móti öðrum, annar
risti fyrir frá lifodda aftur i got-
rauf, hinn sleit og lét fiskinn
ganga áfram á færibandi, þangað
sem hann var isaður i fiskkassa,
en hrogn lifur og slóg fór i rennu
að borði þar sem aðskilið var af
tveim til þremmönnum, hrognin
fóru i frystingu, lifrin i bræðslu og
slógið i fiskimjöl, svo að hér var
gjörnýting verðmætanna.
Hver löndunarkassinn af öðrum
var tæmdur i kassa hjá okkur oe
Annar hluti
útvarpserindis
eftir
Gunnar
Valdimarsson
frá TeigL
Hálfdán Björnsson á Kviskerj-
um.....hefur skroppið frá verki til
að flytja erindi við Háskóla ls-
lands...”.
Bæj arstj órnarfund ur undir
lögregluvernd
Eitt harðasta baráttuár i sögu íslenzkrar verkalýðs-
hreyfingarerárið 1932, þegar kreppan hafði hvað viðtæk-
ust áhrif hér á landi og atvinnuleysið varð mest. Kom þá
oft til harðra átaka milli atvinnuleysingja og lögreglu.
Ein hörðustu átökin urðu fyrir utan Góðtemplarahúsið 7.
júlí er þarvarhaldinnbæjarstjómarfundur.i dag eru 40 ár
síðan þetta gerðist og því skal hér rif jað upp það helzta er
þá atvikaðist.
Um þessar mundir árið 1932
hafði atvinnuleysið farið dagvax-
andi i Reykjavik og viða um land.
Nefnd frá verkalýðsfélögunum i
Reykjavik hafði gert könnun á
ástandinu, og þar kom m.a. eftir-
farandi fram: Núlega komu 723
atvinnuleysingjar til skráningar.
Þeir höfðu 2462 menn á framfæri
sinu. Meðaltekjur 447 Dags-
brúnarverkamanna, sem i júli
voru skráðir atvinnulausir, höfðu
fyrstu sex mánuði ársins haft að
meðaltali 110 kr. I laun. Meðal-
húsaleiga þessara manna var 67
kr. á mán. Þessir 447 menn höfðu
533 börn og 36 gamalmenni á
framfæri sinu. Meðaltekjur 276
atvinnulausra sjómanna hafði á
sama tima verið 160 kr. á mánuði
og höfðu þeir á framfæri sinu 383
börn og 14 gamalmenni. Þannig
var ástandið hjá þeim atvinnu-
lausu i júli 1932 þegar atvinnu-
leysingjar fóru á fund bæjar-
stjórnar Reykjavikur til að
heimta atvinnubótavinnu.
Mannfjöldinn við Gúttó.
Að Góðtemplarahúsinu, þar
sem bæjarstjórnarfundir voru
haldnir, safnaðist mikill mann-
fjöldi þennan dag fyrir 40 árum.
Vildu menn komast inn, en lög-
reglan var þar i dyrum og varði
fFyri
ir 40 árum
)
inngöngu. Þá var skotið á fundi
fyrir utan og voru fluttar ræður af
tröppum Þórshamars. Þar töl-
uðu: Stefán Pétursson, Einar
Olgeirsson, Jens Figved, Bjarni
Guðmundsson, Haukur Björnsson
og Gunnar Benediktsson.
Þegar það fréttist, að borgar-
stjórinn Knud Zimsen hefði sagt,
að engin úrræði væru til atvinnu-
bóta, tók mannfjöldinn að ókyrr-
ast og leitaði inngöngu, en lög-
reglan varði dyr. Þegar fjöldinn
þrýsti á réðust lögreglumenn með
kylfum að mönnum og börðu
hlifðarlaust á þeim, sem fyrir
urðu.
Bardagi og áverkar
Hófst nú harður bardagi milli
lögreglu og mannfjöldans. Voru
rúður brotnar, og verkamenn
hlutu höfuðhögg og hnigu i valinn.
Mannfjöldinn hrópaði: Niður með
bæjarstjórnina! Niður með blóð-
hundana! Þegar mannfjöldinn
dreifðist, barst leikurinn i átt til
hafnarinnar. Fjórir verkamenn
hlutu svo slæman áverka á höfði,
að flytja varð þá til læknis. Að
Fundur var haldinn á tröppum Þórshamars næsta húss við Gúttó.
Þar talaði fyrstur Einar Olgeirsson og siðan nokkrir menn aðrir.
lokum var haldinn fundur við
Kalkofnsveg, og sóttu hann um
3000 manns.
Atvinnubótavinnu heitið
Sá árangur varð af þessari bar-
áttu verkalýösins, að skömmu
siðar samþykkti bæjarstjórnin,
að unnið skyldi að viðtækari at-
vinnubótum i næsta mánuði. Um
haustið eöa i nóvember gerði
bæjarstjórnin aftur á móti tilraun
til að lækka kaupið i atvinnubóta-
vinnunni, og urðu þá enn harðari
átök við Gúttó 9. nóv.
Fangelsanir og
eftirleikurinn
Nokkrir af forystumönnum
Kommúnistaflokksins, sem haft
höfðu sig i frammi i fyrrnefndum
átökum, voru yfirheyrðir 25. og
26. júli. Það voru Indiana Gari-
baldadóttir (eina konan á Islandi
sem setið hefur inni fyrir pólitisk-
ar sakir), Jens Figved, Stefán
Pétursson og Einar Olgeirsson.
Þau fjögur neituðu aö svara
spurningum dómarans „meðan
hneykslismál vissra forystu-
manna burgeisastéttarinnar
væru ekki tekin til rannsóknar”,
og voru þau öll þá urskurðuö i
fangelsi upp á vatn og brauð,
samkvæmt gamalli tilskipun
Danakonungs frá 18. öld. 1 fang-
elsinu neituðu þau að boröa
brauðiö og fóru i algert hungur-
verkfall, eins og siður er
pólitiskra fanga. Samherjar
hinna handteknu héldu útifundi
og kröfugöngur og heimtuöu þau
látin laus. Eftir fjögurra daga
hungurverkfall voru þau öll látin
laus. Þannig lauk þessum átökum
um sumarið 1932, en siðar hörön-
uðu þau.
RÁÐUNEYTISMÖNNUM SVARAÐ
Fjármálaráöuneytiö hef-
ursent frá sér athugasemd,
dags. 19. júní, vegna fréttar
frá Kennarafélagi Mennta-
skólans við Hamrahlíð um
„óviðunandi þjónustu
launadeildar ráðuneytisins
við nefnt kennarafélag".
Það er fjarri kennurum MH að
álasa starfsmönnum launadeild-
ar eða öðru fólki fyrir venjuleg
mannleg mistök, en hins vegar
verður að teljast ámælisvert að
koma ekki til móts við launþega
og skýra fyrir þeim, eða reyna að
skýra, hvernig laun þeirra eru
reiknuð. A fundi fulltrúa
Kennarafélags MH með fjár-
málaráðherra 11. nóvember sl.
var deildarstjóri launadeildar
fjármálaráðuneytis viðstaddur
og lofaði i viðurvist ráðherra að
láta i té mjög fljótlega yfirlit um
það hvernig launadeildin reiknar
laun hvers kennara, og sýndi við-
stöddum eitt slikt yfirlit. Og eins
og fram kemur i fréttatilkynn-
ingu kennarafélagsins 15. júni var
margsinnis leitað eftir efndum á
þessu loforði. Sú opinbera um-
kvörtun sem fólst i fréttatil-
kynningu Kennarafélags MH var
ekki gerð fyrr en séð var að betta
loforð yrði ekki efnt á kennsluár-
inu. Um betta er miskliðarefnið i
bessu máli, og allar tilraunir
ráðuneytisins til að blanda öðrum
atriðum i málið, eru aðeins til að
flækja það og draga athyglina frá ,
kjarnanum.
Ráðuneytið heldur þvi fram að
kennarar hafi „tilhneigingu til að
gera kjarasamninga flókna.” Þvi
vill Kennarafélag MH benda á aö
ráðuneytið semur um kjör
menntaskólakennara og að sumu
leyti um túlkun beirra við BSRB,
aldrei við kennarana sjálfa.
Ráðuneytið tilkynnir siðan kenn-
urum: Svona túlkar ráðuneytið
þetta og þetta ákvæði samning-
anna og greiðir laun samkvæmt
sinni túlkun. — Þrátt fyrir allar
tilkynningar launadeildar (eða
e.t.v. vegna þeirra?) er útreikn-
ingur launa svo flókinn að ráðu-
neytinu hefur ekki enzt kennslu-
árið til að sýna útreininga á laun-
um hvers kennara.
Ráðuneytið minnist á tilraunir
„til að einfalda þessa samninga”,
og tilgreinir eina tilraun sina,
sem fólst i þvi að niður skyldu
felldar greiðslur fyrir tiltekin
störf sumra kennara vegna skrif-
legra úrlausna nemenda. Vera
má að ráðuneytinu hafi ekki
hugsazt sú lausn aö einfalda
kjarasamninga verulega með þvi
að fella niður allar launagreiösl-
ur.
Stjórn Kennarafélags MH játar
að hún skilur ekki niðurlagsorð
athugasemdarinnar um eitthvert
„þing” „Kennarafélags Hamra-
hlíðarskólans”. Það skyldi þó
aldrei vera að ráðuneytið sé
þarna aö rugla sérstöku mis-
klíðarefni milli Kennarafélags
Menntaskólans við Hamrahliö og
ráöuneytisins saman við lands-
þing og aðalfund Félags mennta-
skólakennara (af öllu landinu)
sem einmitt var haldið á Laugar-
vatni 19. og 20. júni?
Stjórn Kennarafélags Mennta-
skólans við Hamrahlið,
Eygló Eyjólfsdóttir form.
Arni Böðvarsson
HeimirPálsson.
Vatnsveitulagnir viða um landið
Starfandi fólk á Reykjalundi er
nú komið i sumarleyfi og verður
frá allan júlimánuð, sagði
Runólfur Jónsson i gær.
Mikið hefur verið að gera
undanfarið á Keykjalundi, eink
um við plaströraframleiðslu.
llafa þeir engan veginn annað
öllum pöntunum á plastpipum,
sem þykja henta vel I vatnsveitu-
lagnir. Þeir eru nýbúnir að fram-
leiða 12 tommu pipur fyrir Akur-
eyrarbæ. Það er fyrirhugað að
leggja vatnslögn 13 km. leiö. Þá
eru þeir lika nýbúnir að framleiða
10 tommu pipur I 8 km vatnslögn
fyrir bæjarfélagið i Stykkishólmi.
Þegar sumarleyfum lýkur hefst
framleiðsla á plastpipum fyrir
Mosfellssveit. Verða það 8 tommu
pipur i 7 km lögn niður eftir Mos-
fellsdalnum. Uppsprettulindin er
hjá Laxnesi og veröur lögnin
þaðan niöur dalinn. Safnað
verður i tanka hjá Helgastööum.
Mosfellssveitin er heldur óyndis-
leg yfir að lita núna. öll sundur-
grafin af skurðum fyrir hitaveitu-
lögn og vegastæði. Einhver hey-
skapur er byrjaður á Blika-
stööum.
Hér er viða verið aö byggja hús
og gagnfræðaskóli er hér i
smiöum. Er gert ráð fyrir að taka
skólann i notkun i haust.
Svo vikið sé aftur að plastpipu-
framleiðslunni á Reykjalundi, þá
hefur Vatnsveita á Skeiðum
pantað hjá okkur pipur. Borg-
nesingar ætla að lcggja nýja
vatnsleiðslu neðansjávar yfir
Borgarfjörð um 2,1 km. leið. Er
uppsprettulindin i Melasveitinni
beint á móti Borgarnesi hinum
megin viö fjörðinn. _ g.m.