Þjóðviljinn - 07.07.1972, Side 11
Köstudagur 7. júli l!)72 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11.
Rannveig Majasdóttir
19. júni 1891 - 29. júní 1972
Það var drungalegt óveðurs-
kvöld i skammdeginu,
aldamótaárið.að fiskibát hvolfdi i
lendingu i Bolungarvik. Meðal
þeirra, sem biðu ástvina sinna i
fjörukambinum, var Sólveig
Sigurbjörg Jónsdóttir i Þjóðólfs-
tungu. Maður hennar, Majas
Eliasson sjómaður, var einn
þeirra, sem þarna háðu ójafnan
leik við höfuðskepnurnar, á litilli
skel. Innan stundar var það lýð-
um ljóst, að nú stóð Sólveig ein
uppi með sex ung börn, það elsta
á niunda ári.
Þaö var ekki á færi einstæðrar
móður á þeim timum, að sjá sex
ungum börnum farborða, enda
varð hún að láta þau frá sér og
gat sjaldnast haft nema eitt
þeirra á sinum vegum. Rannveig
var elzt þessara systkina, ekki
náðu nema þrjú þeirra fullorðins-
aldri. Ekkert hinna komst nema á
tvitugsaldur. Þrjár systurnar
komust á efri ár og er nú ein eftir-
lifandi.
Um tvitugt hélt Rannveig til
Reykjavikur og dvaldist þar æ
siðan. Hún réðist kaupakona að
Kirkjubóli við Laugarnesveg, þar
sem hún kynntist manni sinum,
Guðmundi Magnúss. frá Digra-
nesi. Þeim hjónum varð sjö barna
auðið. Árið 1934 missti Rannveig
mann sinn, sem hafði þá átt við
vanheilsu að striða i mörg ár. Þa
stóð hún i sporum Sólveigar móð-
ur sinnar,með sjö börn, þau elztu
að visu orðin sjálfbjarga og farin
að hjálpa til.
Þegar ég kynntist Rannveigu
vorið 1937 og heyröi smám saman
um þau, oft óbliðu ævikjör, sem
henni höfðu hlotnazt, þ'á fannst
mér strax til um hversu létt og
beiskjulaust allt fas hennar var.
Tengdir við hana og nánari kynni
hafa með árunum fyllt þá mynd,
sem ég á nú i huga minum af
þessari vel gerðu konu, og mun
sizt fölna i minningunni.
Æfisaga Rannveigar
Majasdóttur speglar lifsbaráttu
alþyðunnar i þessu landi, það sem
af er öldinni og lengur, braut-
seigju fólksins og óbilandi kjark
til að mæta jafnt bliðu sem striðu.
Einh snarasti þáttur i skapgerð
Rannveigar var félagslyndið. Á
heimili hennar var jafnan margt
um manninn og öllum tekið af
sömu eðlislægu ljúfmennskunni.
Hún var vinmörg, enda batt hún
ævitryggð við margt sambýlis-
fólk og aðra, sem hún hafði sam-
neyti við á ýmsum skeiðum æv-
innar. Tryggð hennar og vinfesta
við það fólk, sem hún kynntist
fyrir vestan,varði alla tið. Lifs-
reynsla hennar jók skilning henn-
ar og samúð með öllum þeim,
sem áttu við bágindi að striða.
Hún var einn af stofnendum
Mæðrafélagsins i Reykjavik og
sinnti þar félagsstarfi af áhuga
meðan heilsan leyfði. Siðustu árin
átti hún við þungbær veikindi að
striða, sem aldrei gátu þó bugað
meðfætt, hóglátt glaðsinni henn-
ar, né umhyggju hennar fyrir
öðrum.
Nýjar vörur
daglega
Bikinibuxur — Bikiniundirfatasett —
Buxur úr burstuðu denim — Frottekjólar á
telpur — Drengjaföt (stutt st. 2—4—6) —
Permapress herrabuxur og blússur —
Glæsilegt úrval af kvenblússum — Herra-
skyrtur, margar fallegar gerðir á sérlega
lágu verði — Frottéskyrtur — Bómullar-
bolir — Matrósablússur — Matrósaföt —
Nyjar barnaúlpur — Rennilásajakkar —
Flauelisanorakkar — Garbobuxur.
Munið Viðskiptakortin.
OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD.
. liHUiMiiiiiiiMiiiminiiimtiiiwtiiiiiiimUmMHiUlili.
..iiniiiiiuiniiuiiiiiiiinimimiiiniiiiniimiiiiiiiiliniunmt.
11111111111111 HWgBfcniiiuuiiniimtiimiiW^^^Mniiiumin.
iiifiiitiiiiiiil MBMHiiiiiiiiiii»iiiniiminiJ^^^^Hhnunim4»K
nmimiMMit HMSMHHgSæfflSnMiiiiMliHlt
«iiiiiiiiii.iiii| ^^^^^T^^^^^^BimMimmhhm
111111111111.1111 AiiiiuiiiiiwM
innilllllllllll M I k\w I W-JuHHHUMM»*
........kAHMflna h^BiiiniiiMMH
....nniiiHMHpsnMBWSmWBB gMBiiliiMlMHMi
.•...ii.i.iiifilBi. ■■ ð.iiiiiil|iiiiiiiimii.M.iú|fH IWiíállllHHtm'
..|imiiiiMNHhniliiiMi.iii.MiilMiiiM..alll,HmiiiMiH»t*'
>‘l|mnilllMllll.llllllHMMMIIIMM.|..ll',IMmMII||..M*
SKEIFUNNI 15.
Beztu stundir i lifi Rannveigar
frá þvi að ég kynntist henni held
ég aö hafi verið á jólum og 19.
júni ár hvert, þegar niðjar hennar
og venzlafólk fyllti hvern kima i
hýbýlum hennar. Þá gekk hún
brosandi um og gladdist með
glöðum og hámingja hennar varð
þvi meiri, sem hópurinn stækk-
aði. Þá mynd mun ég lengst varð-
veita af henni og ég.hygg að svo
verði um fleiri.
Kæra tengdamóðir.
Ég kveð þig með djúpri virðingu
og kærri þökk.
Haraldur Björnsson.
Adda Bára
Framhald af bls. 1.
hefðu þær tekið vel i það að veita
liðsinni sitt við að miðla þekkingu
um tryggingamálin meðal gamla
folksins og annarra, sem á bótum
þurfa að halda. 1 þvi verkefni
væri raunar einnig starfsmaður
verkalýðsfélagsins á staðnum að
ógleymdum bæjarstjóranum
sjálfum.
Mörg ákvæði tryggingar-
laganna eru óneitanlega nokkuð
flókin i augum fólks, og þvi er
aldrei nóg að gert i upplýsinga-
starfi um þessi mál, sagði Adda
Bára.
kveikir
orku
$
SAMBAND ÍSLENZKRA
SAMVINNUFÉLAGA
Véladeild
ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK,
SÍMI 38900
TÍZKUS
AÐ
alla 1)út.
fengari, þegar ge HelmilisiSnaStir,
sýningar, sem Í8lenzkU' halda alla t&ludaga,
samtöKin og Ramm^e ^3a 8kartgripl °g nyi“st“
«« Þess i5lenZkT UH#r'
gerSlr tftlna , ___J!nnavörum.
1VEIIINGASKALINN BUl
FERÐAFÓLK ^
ATHUGIÐ.
Áftur lítil ferftamannaverzlun,nú nýr og rúmgóftur veitingaskáli. Fjölþættar veitingar og inargs-
konar vörur. Gas og gasáfyllingar. Benzfn og olíur. -Þvottaplan - Velkomin i vistleg húsakynni.
VEITINGASKÁLINN BRÚ,
Hrútafirði.
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA tSLANDS
Á mánudag verður dregið i 7. flokki. 4.300 vinningar
að fjárhæð 27.820.000 krónur. í dag er siðasti heili
endurnýjunardagurinn.
7. flokkur.
4 á 1.000.000 kr.
4 á 300.000 kr.
240 á 10.000 kr.
4.044 á 5.000 kr.
Aukavinningar:
8 á 50.000 kr.
4.000.000 kr.
800.000 kr.
2.400.000 kr.
20.220.000 kr.
400.000 kr.
Happdrættí Hásköla tsiands
27.820.000 kr.