Þjóðviljinn - 18.07.1972, Síða 8

Þjóðviljinn - 18.07.1972, Síða 8
8. SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Þriðjudagur. 18. júU. 1972 EVA RAAAM: MANNFALL OG MEYJAVAL — Og við berjumst fyrir þessu átta hæða húsivegna þess að við hugsum um velferö annarra, ekki aðeins sjálfra okkar eins og minnihlutinn. Við i verkamanna- flokknum erum þeirrar skóðunar, að annað fólk eigi sama rétt á lifs- ins gæðum og við, og við litum svo á — — Nei, nú ertu svo sannarlega búinn að mala nógu lengi, Stor- haug, sagði Gunda sárgröm. — Nú verðurðu svei mér að skrúfa fyrir. Ég veit ekki til hvers þú ert að þvæla þetta, þetta er allt fyrir- fram ákveðið hvort eð er! Það varð dauðakyrrð i salnum. Tuttugu og fimm andlit sneru sér að Gundu. Tuttugu og fimm and- lit horfðu á hana með skelfingu, rétt eins og hún væri villimaður og siðleysingi sem brytist inn i kirkju. Hakan á Hermanni Henriksen hafði sigið niður að öðrum skyrtuhnappi, hann skipti litum eins og götuviti. Brita sneri sér að blaðamanninum og reyndi að láta sem hún þekkti Gundu alls ekki neitt.hefði aldrei séð hana áður, aldrei talað við hana, hefði af einskærri tilviljun lent við hliðina á henni á stól hér i bæjar- þingsalnum. Blaðamaðurinn sneri sér hins vegar skelfdur að hinum sessunaut sínum, hann vildi ekki fyrir nokkurn mun þekkja Britu sem þekkti Gundu Henriksen. Lillagulla flissaði ákaft niður i vasaklútinn. — Má ég biðja þig að yfirgefa salinn, sagði forsetinn virðulega. — Cviðurkvæmilegar athuga- semdir áheyrenda eru ekki leyfðar. Og tillögur verða að berast skriflega i tæka tið fyrir fund. — Humm, sagði Gunda, dálitið rjóð i vöngum en ennþá altekin réttlátri reiði. — Ég get svo sem Ég held að þeim Mogga- mönnum veitti ekki af að fá sér smá endurhæfingu, eða jafnvel taka nokkrar krappar beygjur (eins og sumir) i ýmsum stefnumálum. Um daginn stungu þeir uppá þvi snjallræði,rétt si svona, að bezta lausnin i landhelgis- málinu væri sú að semja um málið, rétt eins og þeir gerðu foröum McMillan og Ólafur Thors.” Er ekki kominn timi til að viðurkenna i eitt skipti fyrir öll, að samningurinn frá 1961 var til skammar? Eða er ihaldiðkannske að boða nú, að komist það til valda einhvern- timann seinna, verði samið einsog 1961? vel yfirgefið salinn. Ég þarf hvort sem er að fara heim til krakkanna. En mig langaði bara til að segja, að annan eins kjafta- vaðal hef ég ekki heyrt siðan krakkarnir böbluðu i vöggu. Málið hefði getað veriö afgreitt fyrir mörgum klukkutimum, og ekki aðeins þetta mál, heldur mörg önnur. Hnakkakerrt og með dinglandi tagl stikaði hún út úr salnum, og Brita og Lillagulla röltu niður- lútar á eftir. — Hafið þið nokkurn tima heyrtannaðeins! sagði hún þegar þær komu að bilnum. — Sex hæðir eða átta. Það er svo sem ekki að undra þótt þeir hafi ekki tima til að fást við það sem máli skiptir, eins og kamrana i norðurbæ og vatnið i suðurbæ, þegar þeir sóa öllum þessum tima i tvær hæðir! Er það nokkuð skrýtið, að það skuli verða strið, þegar tuttugu og fimm karlmenn geta ekki kor.izt að samkomulagi um eitt einasta skitið hús. Nei, ég held svo sannarlega, að það sé timi til kominn að það komi konur i þessa bæjarstjórn. Hoppið upp i , stelpur, ég skal aka ykkur heim. Hún ók upp eftir Stórgötunni með samanbitinn munn og glóð i augum. Umhverfis þær var bærinn kyrrlátur og dimmur; i Totta gekk fólkið snemma til náða. Utan af firðinum heyrðust lágir smellir i vélbát á leið I höfn, og áætlunarbáturinn boðaði siðustu ferð með lágu væli. Bil- glugginn var opinn, og loftið sem streymdi inn var svalt og salt- mengað. Þær óku þegjandi unz þær komu að Totta-ánni. — Við getum farið úr hér, sagði Brita. — Við höfum gott af þvi að ganga þennan siðasta spöl. — Allt i lagi, sagði Gunda. — Eins og þú vilt. Brita klifraði niður úr háu sætinu eins og henni bráðlægi á að komast út fyrir seilingu Gundu. Lillagulla brosti upp til Gundu. — Þetta var alveg stór- skemmtilegt, sagði hún hlæjandi. Brita andvarpaði þungan. — Biðið þið bara þangað til á morgun þegar allir frétta þetta! Svo gat hún ekki stillt sig lengur og skellti uppúr og gat varla stunið upp: — Ég hefði svo sem átt að vita betur en að fara með þér! Það gerist alltaf eitthvað þegar þú ert nærri! En sástu framani forset- ann, þegar þú greipst framí fyrir honum i þessari finu ræðu hans? Sástu hökuna? Sástu öll aulalegu andlitin? Gunda, þú er ófor- betranleg, en ég hefði ekki fyrir nokkurn mun viljað missa af þessu! Gunda hló lika. — Ég varð vist dálitið reið, viðurkenndi hún. — Og þegar mér verður hugsað til þess hvað Hermann segir — Ég ætti kannski að sofa úti i nótt. Heldurðu að það sé kalt i skemmtigarðinum, Brita? — Úha,sagði Brita hlæjandi. — Það er áreiðanlega hlýrra við bakið á Hermanni. — Það er óvist eftir allt þetta, sagði Gunda, og það fór hrollur um hana. Lillagulla stundi af ánægju. — Það er langt siðan ég hef skemmt mér svona vel. Biðið þið bara þangað til hinar i bekknum frétta þetta. Þær eiga eftir að setja met i spretthlaupi til að komast á bæjarstjórnarfundina eftir þetta. Og þú Gunda, þú er stórkostlegasta kona sem ég þekki. Ég vil miklu heldur horfa á þig en Elisabetu Taylor. Þú ert kannski ekki alveg eins lagleg og hún, en þú ert þúsund sinnum skemmtilegri. V Það leið að bæjarstjórnarkosn- ingum og kosningagolan lék um Totta. Um vorið og sumarið var hún næstum orðin að fárviðri, hún blés og næddi þung og ólgandi — til hægri, til hægri, álitu ihalds- mennirnir, til vinstri, til vinstri! vonuðu hinir róttæku. Hún hvein og vældi: Kjósið hægri, kjósið vinstri, nei, kjósið Kristilega Þjöðarflokkinn. Vitleysa, kjósið sósialista, kjósið verkamanna- flokkinn, kommúnista, sósiáliska þjóðarflokkinn! Hægri nei, vinstrij nei, Kristilega þjóðar- flokkinn, nei, verkamanna- flokkurinn er flokkur allrar þjóðarinnar, þar sem hver og einn, rikur sem snauður, gyðingur sem grikki, kona sem karl geta fundið sér stað, svo framarlega sem þeir sjá villu sins vegar og trúa á okkur. Já, það ólgaði og sauð i Totta eins og i gerjandi ölkeri. Útbýtt var kosningaáróðri, plakatar limdir upp, fundir haldir i sam- komusalnum i iðnskólanum, þar sem mælskumenn úr þinginu létu ljós sitt skina og leiddu fólkið i allan sannleika. Flestir voru orðnir alveg ringlaðir og rugluðu saman stefnuskrám hinna ýmsu flokka. Að visu vissu allir að til var hægri flokkur og vinstri flokkur og kommúnistar og mið- flokkur, en hver var i svipinn vinstra megin við hvern og öfugt og hver i miðjunni, það var ekki eins einfalt viðureignar. Að visu mátti gera ráð fyrir að Hægri og Vinstri og Miðflokkurinn og Kristilegi Þjóðarflokkurinn væru til hægri við kommúnista og Hægri flokkurinn hægra megin við Vinstri og Vinstri vinstra megin við Miðflokkinn en þó stundum til hægri, og að Kristi- legi þjóðarflokkurinn væri á dálitlu vappi milli Vinstri og Mið- flokksins, rétt eins og húsmóðir sem gat ekki ákveðið hvort hún ætti að kaupa buffið eða kóte- letturnar. Og svo var auðvitað Sósialiski þjóðarflokkurinn sem taldi sig ögn til vinstri við Vinstri flokkinn og ögn til hægri við kommúnista, en var i rauninni lengra til vinstri við Vinstri en vinstri álman i Vinstri flokknum. Þetta var allt saman dálitið ruglingslegt, en virtist augljóst öllum þeim sem tóku þátt á stjórnmálum. Hin ýmsu félög voru lafmóð af ákafri athafnasemi. Hamingjan góða, voru ekki kosningar i nánd! Og var ekki bráðnauðsynlegt að reyna að sannfæra fólk, svo að hægt væri að koma sem allra flestum úr sinum flokki inn i bæjarstjórnina? Það voru auðvitað þeir sem hugsuðu fyrst og fremst um hag bæjarbúa! Fyrir utan kosningaskrifstofu Verkamannaflokksins var stórt spjald með teikningu af barni sem rétti hendurnar i átt til föður- ins, sterklegs verkamanns og horfði á hann bláum spurnar- augum: — Pabbi, hvað er öryggi? Og faðirinn svaraði og tók um leið litla barnshöndina i vinnu- lúna hönd sina: — öryggi, drengur minn, öðlast Noregur þegar Verka- mannaflokkurinn heldur um stjórnvölinn. Kjósið VF! Og i Prófessors Tinglestads- götu, þar sem hægri flokkurinn hafði kosningaskrifstofur sinar, sat litil glókolla i fangi pappa- mömmu sinnar og spurði ein- beitnislega: — Mamma, hefurðu gert eitthvað til að tryggja framtið mina? — Já, barnið gott, svaraði móðirin ástúðlega. — Ég hefalltaf kosið hægri flokkinn og það ætla ég lika að gera i ár! Lausn á sunnudags- krossgátu 1 = M,2 = 0, 3 = L,4 = A,5 = R, 6 = S, |7 = G, 8 = A, 9 = T, 10 = D, 11 = 1, '12 = E, 13 = U, 14 = ö, 15 = F, 16 = Æ, 17 = P, 18 = Ú, 19 = Ö, j20 = N, 21 = K, 22 = É, 23 = Þ, 24 = J, 25 = B. Þ RIÐJUDAGUR 18. júlí 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 07.00, 8.15, og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigriður Eyþórsdóttir les söguna „Kári litli og Lappi” eftir Stefán Júliusson (2). Tilkynningar kl. 8.30. Létt ' lög ITiiill liða. Viðsjóinn kl. 10.25. Ingólfur Síefánsson ræðir við Jóhann J. E. Kúld um meðferð aflans. Sjó- mannalög. Hljómplöturabb (endurtekinn þáttur Þor- steins Hannessonar) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 S iðd e g i s s a g a n : „Eyrarvatns-Anna” eftir Sigurð Helgason. Ingólfur Kristjánsson les (18). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar. Artur Rubinstein leikur Andante, tilbrigði i f-moll eftir Haydn. Gervase de Peyer, Cecil Arnowitz og Lamar Crowson leika Trió i Es-dúr fyrir klarinettu, lágfiðlu, og pianó (K498) eftir Mozart. Vladimir Horowitz leikur á pianó Sónötu i c-moll op. 34. nr. 2 eftir Clementi. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 „Sagan af sólrúnu” eftir Dagbjörtu Dagsdóttur. Þórunn Magnúsdóttir leik- ‘kona les. (2). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Heimsmeistaraeinvigið i skák. 18.25 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Fréttaspegill. 19.45 islenzkt umhverfi. Steingrimur Hermannsson alþingismaður talar. 20.00 Lög unga fólksins. Sigurður Garðarsson kynnir. 21.00 iþróítlr. Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.20. Vettvangur. 1 þættinum er fjallað um utanlands- ferðir unglinga. Umsjónar- maður: Sigmar B. Hauks- son. 21.45 Sinfónisk tilbrigði fyrir pianó og hljómsveit eftir César Franck. Valentin Gheorghiu leikur með Sinfóniuhljómsveit útvarpsins i Búkaresti, Richard Schumacher stjórnar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. „Kvöldsagan „Sumarást” eftir Francoise Sagan. Þórunn Sigurðardóttir leik- kona les (11). 22.35 Harmonikulög. Poul Norback leikur finnsk harmonikulpg. 22.50 A hljóðbergi. „Ned med alting”. Ebbe Rode les nokkrarvaldar gamansögur eftir Storm P. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. VEITINGAHUSIÐ ÓÐAL VID AUSTURVÖLL ijj i !|| ‘ ||i|jjjl I |iiffc*n^ir rcitif |»? 'ftyk J||||j| ( <H' loúgumioiSur Ipliill !iiiiu:‘;’::l|l 1 fr.í i,.......:ti, ?! ki ii iu 14 00 i'íifJijlhiiJi?:. <v kl is 23 40 j .,:'i!:|j,| j!!|ii;ií"' ij Borðp.uuanu li|á L’lj',llllilHI(,,,,|i fl"". !ii';:! \firfram rciðsluinanni !ll|illi!P::!|«'; 1: , S.nn 11122 Auglýsing um lögtök vegna fasteigna- og bruna- bótagjalda i Reykjavik. Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunnar i Reykjavik og sam- kvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 17. þ.m. verða lögtök látin fram fara til tryggingar ógreiddum fasteignasköttum og brunabótagjöldum, samkvæmt II kafla laga nr. 8/1972 um tekjustofna sveitarfé- iaga, en gjalddagi þeirra var 15. mai s.l. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tima. Borgarfógetaembættið i Reykjavik, 17. júli 1972.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.