Þjóðviljinn - 20.07.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.07.1972, Blaðsíða 1
B m B B m m I 9 Fimmtudagur 20. júli 1972—37. árgangur—159. tölublað Bankarnir greiða í fyrsta sinn: AlþýðubankiRR hí yKK®r hagur okkar metnaöur Og af hendi 8 miljón króna Að þessu sinni var í fyrsta skipti lagt landsútsvar á bankana. Skiptingin á þá fyrir árið 1972 er þannig: Alþýðubankinn 66 þús. Búnaðarbankinn 927 þús. Iðnaðarbankinn 286 þús. Landsbankinn 3.185 þús. Samvinnubankinn 298 þús. Seðlabankinn 1.891 þús. Útvegsbankinn 1.028 þús. Verzlunarbankinn 282 þús. Alls mi I jóni r greiða nú eru þetta sem nær 8 bankarnirj fyrsta sinn. Landsútsvör fyrirtækja Fyrirtæki sem ná um allt land með starfsemi sina greiða landsútsvar. Hér fer á eftir yfir- lit um helztu fyrirtæki er greiða það, en þaö skiptist i tvennt, hluti fer i jöfnunarsjóö og annar hluti nefnist fjórðungshluti sveitarfélaga. Hér verður að- eins birt heildartalan: Oliufélagið h/f Skeljungur h/f Oliuverzl. tsl. Áburðarverksm. Á.T.V.R. Gutenberg Sementsverksm. Sölun. varnarliðs. 22.047 þús 13.386 þús 13.736 þús 3.620 þús 55.318 þús 51. þús 5.639 þús 1.782 þús Alls gerir þetta 115.583 þús. sem þessir aðilar greiða i lands- útsvör. Najdorf keinur í dag Fremur rólegt var i skákher- búðunum i gærdag eftir öll lætin sem á undan eru gengin og biðu menn þar rólegir og söfnuðu kröftum fyrir 5. einvigisskákina sem hefst i Laugardalshöllinni kl. 17 i dag. Er haft var samband viö skrif- stofu Skáksambandsins i gær hafði engin lausn fengizt á kvik- myndatökumálinu, en menn lifðu i voninni um, að einhver lausn fengist á þvi máli. Aftur á móti var okkur sagt þar að von væri á argentinska stór- meistaranum Najdorf til landsins i dag. Ætlar hann að dveljast hér um tima og fylgjast með skákein- viginu. Þegar við spurðum um danska stórmeistarann Bengt Larsen, var okkur sagt að ekki væri annað vitað en að hann kæmi hingað til landsins um mánaðamótin. Minnispeningar Skáksam- bandsins hafa rokiö út eins og heitar lummur. Allir gull- peningarnir eru þegar búnir, en eitthvað litið er ennþá til af silfur- og koparpeningunum. Á þær fjórar skákir sem nú eru búnar seldust um 4000 aðgöngu- miðar, en Skáksambandið endur- greiddi alla aðgöngumiöana sem seldust á 2. skákina þar sem Fischer mætti ekki til leiks. Rafvirkjafimdurinn: 15 atkvæða miinur! — Verulegrar óánægju gætti á fundinum. Margar meginkröfur félagsins urðu úti Fundur i Félagi isl. rafvirkja sem haldinn var i gær, sam- þykkti með naumum meirihluta hina nýju samninga. Fundinn sóttu hátt á annað hundrað raf- virkjar. Við atkvæðagreiðslu um samningana féllu atkvæði þannig, að 42 greiddu þeim at- kvæði en 27 voru á móti. Mikill hluti fundarmanna sat hjá við atkvæðagreiðsluna en nokkrir fundarmanna höfðu hvatt til sliks. Lögðu þeir áherzlu á að samningarnir væru mjög lélegir og nánast nauðungarsamning- ar, þar sem margar megin- kröfur félagsins hefðu orðiöúti. Hinsvegar töldu þeir mjög vafa- samt að áframhaldandi verkfall væri raunhæft. Að sögn, Sigurðar Magnússonar, sem blaðið náði tali af eftir fundinn,voru kröfur rafvirkja uþphaflega i 9 liðum og náðust fram nokkrar lag- færingar á 5 þeirra. M.a. náðist samkomulag um bættan að- búnað rafvirkja á vinnustöðum, kaup rafvirkjanema. auk smáhækkunar á verkfæra- peningum. Hinsvegar náðust ekki samningar um hærra orlof miðað við starfsaldur og krafa um heimkeyrslu frá vinnustað að vinnutima loknum, þar sem um verulegar fjarlægðir er að ræða. náði heldur ekki fram að ganga. Ekki náðust heldur samningar um þóknun fyrir notkun eigin farartækja. Krafa um ákvæðisvinnu i nýlagna- vinnu og vinnu við meiriháttar breylingar, sem raunar var ein af meginkröfum félagsins og sú sem helzt torveldaði lausn samninganna, náðisl heldur ekki fram. Sigurður gat þess að (undinum hefði verið nær ein- róma samþykkt lillaga þar sem þvi er lýst yfir, að félags- miinnum FIH sé óheimilt að vinna i nýlagnavinnu og við meiriháttar breytingar, nema samkvæmt ákvæðisvinnutaxta. Er þetta hliðsla'tt þvi að auglýstur sé einhliða taxti, eins og áður hefur gerzt hjá einstak verkalýðsfélagi. Skattur félaga og fyrirtækja Félög sem mestan tekjuskatt greiða á þessu ári eru: Skeljungur Trygging h/f 5.668 þús. 5.410 þús. I.B.M. Gúmmivinnustofan Vifilfell Fálkinn h/f 7.368 þús. 6.827 þús. 6.384 þús. 6.127 þús. Þegar hins vegar er litið á heildargjöld helztu fyrirtækja til hins opinbera þá litur listinn yfir þau svona út: Eimskipafél. tsl. Flugfélag islands Lof tleiðir Oliulélagið h/f Oliuverzl, íslands Skeljungur S.f.S. 17.877 þús. 6.148 þús. 16.567 þús. 6.274 þús. 5.216 þús. 8.929 þús. 20.887 þús. FOLKIÐ UM SKATTANA: Skattskráin i Reykjavik var lögð fram i gær og við brugðum okkur niður á Skattstofu i gær- morgun þar sem menn voru aö athuga skatta sina, og tókum nokkra þeirra tali. — Sem vænta má gefa viðtöl við nokkra ein- staklinga ekki neina heildar- mynd af mati fólks á sköttunum. Eins og venjulega voru skoðanir fólks mjög skiptar, cn ef einhverja ályktun má draga af þessum viðtölum er hún sú, að skaltar á fólki i lægri tckjuflokkum hækki ekki, heldur lækki i mörgum til- fellum, jafnvel þótt um nokkra aukningu tekna hafi verið að ræða. Þctta virðist koma nokkuð heim og saman við yfir- lýstan tilgang með skattalaga- breytingunni. Vafalaust mun þó reynslan sýna, að rctta þurfi cnn frekar hlut ýmissa hópa i þjóöfélaginu, ekki sizt cldra fólksins og annarra scm miður mcga sin. Eins og lýst var yfir við með- ferð skattamálanna i vctur eru skattalögin áfram i endur- skoöun. Nefnd sú er um þau inál fjallar vinnur að þeirri endur- skoðun i sumar og mun taka til sérstakrar athugunar þá ann- marka sem nú koma i Ijós. Fólk í lægri launa flokkum yfirleitt ánægt Sjú 8Íðu e Hafa lækkað mikið Kristinn Sveinsson, verka- maöur. sagöist vera harð- ánægður með skattana, þeir hefðu lækkað mikið. ,,Ég breytti að visu um vinnu á árinu og lækkaði við það nokkuð i tekjum, er með þetta 26 þús. á mánuöi. En mér virðist að þessi tekjulækkun komi jafnvel út, eins og aö fara hærra, maður hafi ekki úr minna að spila þegar á heildina er litið.” Skattahækkunin fylgir ekki hækkun teknanna Eirikur Þorkelsson sagðist ekki vera óánægður með skattana. Hann kvaðst vinna við sölustarfsemi. „Tekjurnar voru hærri og skatturinn þar af leiðandi aðeins hærri, en ekki hlutfallslega.” Lækkað hjá mörgum — mega vera ánægðir með stjórnarskiptin. Ingimundur Sæmundsson vcrkamaöur sagði sina skatta hafa lækkað. — Hverjar voru tekjurnar? — Mig minnir þær hafa verið um 307 þúsund með öllu saman. Þetta hefur stórlækkað hjá mörgum, finnst mér og við megum vera ánægðir með stjórnarskiptin.” Anægð með að borga mín gjöld Nina Hjaltadóttir, húsmóðir. ,,Ég var að athuga þetta fyrir bóndann, sem er prentari, og hvort þetta heföi hækkað eftir að ég fór aö vinna lika. Ég held ég geti verið ósköp ánægö með þetta. Ég er yfirleitt alltaf ánægð með að borga min gjöld.” Maður verður að standa og falla með þeim Siggeir ViIh já 1 m sson , vrrzluua r maöur, sagði að skattarnir væru svipaöir og hann heföi búizt við. „Jú þeir eru háir og fólk verður að standa og falla með þeim. Ég held að þeir sem þéna mikið megi búast við þvi að þurfa að borga mikið. En þvi slær auðvitaö stundum fyrir, að mönnum i slikum störfum finnst þetta tilgangslaust, ef allt fer til baka, og þá er alveg eins gott að ætla sér af, og sumum finnst réttara að lifa lengur fyrir börnin sin heldur en að vera að slita sér út fyrir ráðamenn, sem vilja bara hafa það gott.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.