Þjóðviljinn - 20.07.1972, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.07.1972, Blaðsíða 3
Fimmtudagur. 20. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3. FÓLKIÐ UM SKATTANA: Tekjurnar hærri — skattarnir lægri Þorsteinn Ragnarsson sagðist vera ánægður með skattana. „Ég fékk minna en ég reiknaði með.” --- Voru tekjurnar minni en i fyrra? — Nei, þær voru hærri, og ég reiknaði þvi með þvi að minir skattar myndu hækka. Ég er með 10 þús. kr. lægri skatta en i fyrra.” Einhver reiknings- skekkja. Sveinn Valgeirsson, sjómaður: „Þeir hækkuðu hjá mér um fast að 70 þúsund frá i fyrra”. — Voru tekjurnar hærri? — Já, þær voru dálitið hærri, en það er einhver vitleysa i út- reikningnum hjá þeim, sem ég fæ auðvitað leiðrétt.” Otsvarið hækkaði um 11 þús. Sigurður Sæmundsson er ellilif- eyrisþegi og hann sagði að skattarnir hefðu stórhækkað á sér. „Það er útsvarið sem hefur hækkað verulega eða um 11 þús. kr. frá þvi i fyrra. Já, ég hef bara ellilaunin, og er sjúklingur að auki,,” sagði Sigurður . Alveg hæstánægður — 40 þús. kr. lækkun. Eyjólfur Ingimundarson, verkamaður. „Ég er alveg hæst- ánægður, tekjurnar voru jú heldur minni, en ég hef lækkað um næstum 40 þúsund.” Valda mér vonbrigðum. Kristinn Ág. Eiriksson, járn- smiður, sagðist þvi miður vera skúffaður. „Ég vissi hvað út- svarið myndi verða, og var ekkert hræddur við rikisskattana. t fyrra var ég með 393 þús. kr. i tekjur og 49 þús. kr. i skatta. Nú er ég með 488 þús. kr. tekjur eða 95 þús. meira en i fyrra, en skattaaukningin er 28 þúsund.” Fjögurra véla maki Forráðamenn Prentsmiðju Jóns Helgasonar boðuðu frétta- menn á sinn fund i gær til að kynna nýja prentvél af Göbbel- gerð, og er hún smiðuð i Darm- stadt i Vestur-Þýzkalandi. Vélin er einvörðungu til prentunar á eyðublöðum hvers konar, einkum fyrir skýrsluvélar og rafmagnsheila. Siðastliðinn mánuð hefur þýzkur sérfræðingur frá verk- smiðjunum unnið að þvi að setja Þeldökkur sendifulltrúi i S-Afríku 1 fyrsta sinn hefur „hvitt” riki skipað þelkökkan mann i starf sendifulltrúa hjá stjórn kynþátta- kúgara i Suður-Afriku. Er hér um að ræða bandariskan blökku- mann, Charles Baker, sem hefur til þessa verið starfandi við bandariska sendiráðið i Tokio, en ihaldið mörgum sinnum betra. llörður Einarsson, járnsmiður, mátti vart mæla fyrir vonzku, þegar við spurðum hann um skattana: „Ég segi allt það versta sem hægt er að segja um þá. Ég get sagt þér það, að ihaldið ermörgum sinnum betra en þessi stjórn, tekjuskattur 73 þús. á mann á áttræöisaldri, sem ég var að athuga skattana fyrir. Þessi stjórn fer i hverju einasta skrefi sömu leið og ihaldið hefur farið og hún ætti að sjá sóma sinn i þvi að segja af sér eins og skot. Ég skora á þig að láta þetta i Þjóðviljann”. Hlutföllin betri en í fyrra Sveinn Einarsson, verkstjóri, sagði, að skattarnir hefðu orðið nákvæmlega eins og hann reiknaði með, 100 þús. ”Ég var með heldur hærri tekjur i ár, og mér finns hlutföllin alveg tvi- mælalaust betri en i fyrra.” Siður en svo hærra en í fyrra Jón Ormsson, bilstjóri: „Þetta er svipað, siður en svo hærri en i fyrra miðað við tekjur. Ég hafði hærri tekjur i ár og er með kringum 113 þús. Breytingin er alla vega ekki stór eða óhagstæð. — Helzt enga mynd núna, vinnan biður!! Oþurrkur Þjóðviljinn hafði í fyrradag samband við Sigurð bónda Björg- vinsson á Neistastöðum i Flóa og spurðum við hann um horfur í hey- skapnum. Sigurður sagði, að bændur fyrir austan Fjall væru farnir að likja því sem af er sumrinu við óþurrka- sumarið 1955. Aðeins hefði verið um tvo þurra daga að ræða, síðan þeir fyrstu byrjuðu að slá. Þeir sem snemma byrjuðu að slá lægju með mikið hey hrakið, en aðrir væru alls ekki byrjaðir. Auðvitað mætti segja, að hægt væri að heyja í vothey, en menn væru lítt hrifnir af því. Sigurður var samt ekki svart- sýnn og sagði að tíðin væri sjálfsagt ágæt til annarra verka en hey- skapar. Bandarisk sendiráð telja kommúnista WASHINGTON - Félagar í 88 helztu kommúnistaflokkum heims eru nú 47,2 miljónir talsins, og hefur þeim fjölgað um hálfa miljón eða 1,1% frá 1970. Það er vitanlega bandariska utanrikis- ráðuneytið sem er svona iðjusamt við að skrásetja og telja komm- únista, og hefur það nýlega gefið út 24. árbók sina um þetta efni. En eitt helzta verkefni allra bandariskra sendiráða er einmitt að heyja upplýsingar af þessu tagi. Arbókin telur 14 lönd stjórn- uð af kommúnistum og sé þar að finna 94,1% allra flokksbundinna kommúnista. Utan þeirra landa sé tala þeirra 2,8 miljónir. vélina upp og kenna mann- skapnum á hana. Þetta er fullkomnasta prentvél af sliku tagi, sem hingað hefur komið,og er afkastageta hennar jafn mikil og þeirra fjögurra véla til sama brúks, sem fyrir eru i landinu. Með uppsetningu og nauðsyn- legum pappirslager kostaði vélin um átta miljónir króna. Hjá Prentsmiðju Jóns Helga- sonar starfa nú um tuttugu manns. þurffiö aö gera viÖ gamalt eöa ffá yÖur nýtt! Komið við í Hjólbarðaverkstæðinu NÝBARÐA í GARÐAHREPPI þar er opið alla helgina. Við eigum flestar stærðir hjólbarða. Við jafnvægisstillum hjólin með fullkomnum tækjum. - 'i ,, ...-. ,, BARUM BREGZT EKKI. Við kappkostum að veita yður þjónustu og réttar leiðbeiningar um val hjólbarða. w ■ er nú útnefndur verzlunarfulltrúi við sendiráð sama rikis i Pretoriu i Suður-Afriku. Baker segir, að hann búist ekki við þvi að sér verði sýnd sú kurteisi þar syðra sem erlendir diplómatar telja sig annars eiga tilkall til. HJOLBARÐAVERKSTÆÐI í GARÐAHEPPI SÍMI 50606

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.